Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 6 tegundir Verð KR. 1.500 Nýkomin aftur skurðarbretti                         !  "                TYRKNESKUR dómstóll ákærði í gær níu menn í tengslum við rann- sókn á tveimur sprengjutilræðum í Istanbúl í vikunni sem leið. Breska utanríkisráðuneytið gaf út viðvörun þar sem Bretar í Tyrklandi voru hvattir til að vera á varðbergi vegna hættu á fleiri hryðjuverkum á næst- unni, einkum í Istanbúl og Ankara. Átta menn voru ákærðir fyrir að- ild að ólöglegum samtökum og sá ní- undi fyrir að aðstoða ólögleg sam- tök. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Þrír aðrir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en látnir lausir. Hinir ákærðu eru grunaðir um að hafa verið í vitorði með mönnum sem urðu 29 manns að bana þegar þeir sprengdu pallbíla, sem voru hlaðnir sprengiefni, við bresku ræðismanns- skrifstofuna og breskan banka í Ist- anbúl á fimmtudaginn var. Fimm dögum áður létu 25 manns lífið í sjálfsmorðsárásum á tvö samkundu- hús gyðinga í miðborg Istanbúl. Embættismenn í Tyrklandi sök- uðu fjölmiðla landsins um að hafa hindrað rannsóknina á hryðjuverk- unum með því að birta nöfn tveggja manna sem voru grunaðir um aðild að árásunum á samkunduhús gyð- inga. Fjölmiðlarnir sögðu síðar að mennirnir tveir hefðu gert sprengju- árásirnar á bresku ræðismanns- skrifstofuna og breska bankann. Dagblaðið Vatan sagði í gær að bílarnir, sem voru notaðir í árásun- um á bresku skotmörkin, hefðu verið keyptir á bílaverkstæði í Istanbúl 15. nóvember, daginn sem árásirnar á samkunduhús gyðinga voru gerð- ar. Kaupendurnir hefðu notað fölsuð skilríki. Netkaffihús rannsakað Athygli tyrknesku lögreglunnar og breskra lögreglumanna, sem að- stoða við rannsóknina, beinist eink- um að bænum Bingol í austurhluta Tyrklands, heimabæ að minnsta kosti tveggja tilræðismannanna. Fréttastofan Anatolia hafði eftir heimildarmönnum í lögreglunni að hún hefði rannsakað tölvur og skjöl í netkaffihúsi sem var áður í eigu Azads Ekinci, manns sem fjölmiðl- arnir segja að sé grunaður um að hafa skipulagt tilræðin. Lögreglan leitar enn að Ekinci og tölvu hans. Tyrknesk yfirvöld vonast til þess að finna tölvugögn sem geti varpað ljósi á meint tengsl tilræðismann- anna við alþjóðleg hryðjuverkasam- tök á borð við al-Qaeda. Tyrknesk yfirvöld segja að tveir Tyrkir, Mesut Cabuk og Gokhan Elaltuntas, hafi gert sjálfsmorðs- árásirnar á samkunduhús gyðinga. Grunur leikur á að þeir tengist al- Qaeda og hermt er að þeir hafi dval- ið um tíma í Pakistan, Afganistan og fleiri löndum. Áður höfðu sex menn verið ákærðir fyrir aðild að árásunum á samkunduhús gyðinga. Þeir voru all- ir félagar í Beyyiat el-Imam, lítt þekktri hreyfingu sem stofnuð var í þjálfunarbúðum al-Qaeda í Afganist- an, að sögn tyrkneskra fjölmiðla. Ekki var ljóst í gær hvort mennirnir níu, sem ákærðir voru í gær, tengd- ust þessari hreyfingu. Níu ákærðir vegna tilræðanna í Istanbúl Reuters Tveir menn færðir fyrir rétt í Istanbúl þar sem þeir voru ákærðir fyrir aðild að sprengjutilræðum í borginni. Bretar óttast að fleiri hryðjuverk séu yfirvofandi Istanbúl. AFP, AP. KOSNINGARNAR á Norður- Írlandi fara fram í pólitísku tóma- rúmi því að öllu óbreyttu er ólíklegt að nýtt heimastjórnarþing verði kall- að saman að kosningunum loknum. Ekki er nefnilegt tryggt að þingið gæti myndað nýja heimastjórn – samstjórn bæði mótmælenda og kaþólikka – er uppfyllti skilyrði friðarsamkomulagsins frá 1998. Heimastjórn, sem mynduð var eft- ir kosningarnar 1998, starfaði að vísu um tíma en bresk stjórnvöld leystu hana upp í fyrra eftir að hún var orð- in óstarfhæf vegna deilna um af- vopnun Írska lýðveldishersins (IRA). Þær deilur hafa einfaldlega ekki ennþá verið útkljáðar. Samkvæmt ákvæðum friðarsam- komulagsins fá flokkar ráðherra í heimastjórn í samræmi við fylgis- hlutfall sitt. Þetta þýðir að Sinn Féin, stjórnmálaarmur IRA, á rétt á ráðherrum, jafnvel forsætisráðherra eða varaforsætisráðherra eftir kosn- ingarnar núna, fari sem horfir að flokkurinn bæti verulega við sig fylgi. Sambandssinnar taka hins vegar ekki í mál að endurreisa heimastjórnina nema sannanleg af- vopnun hafi átt sér stað af hálfu IRA. Allt þetta þýðir að í stað þess að nýtt þing taki þegar til starfa, eftir kosningarnar í dag, er líklegt að efna þurfi til viðræðna um hvernig höggva megi á hnútinn. Er það sam- dóma álit manna að þær viðræður gætu reynst erfiðar, einkum ef þau tíðindi gerast í röðum sam- bandssinna að DUP, flokkur Ians Paisleys, tryggi sér í fyrsta skipti meira fylgi en UUP-flokkur Davids Trimbles, forsætisráðherra í heima- stjórninni á meðan hún var og hét. Þannig háttar nefnilega til að DUP hefur alla tíð verið andvígur friðarsamkomulaginu frá 1998 og í kosningabaráttunni núna hefur flokkurinn sett á oddinn að samið verði upp á nýtt. Má nokkurn veginn ganga að því sem vísu að þær breyt- ingar sem DUP myndi beita sér fyrir yrðu óviðunandi fyrir flokka kaþól- ikka, einkum og sér í lagi Sinn Féin. Paisley ekki áberandi Athygli hefur vakið hversu lítið áberandi Paisley, hinn 77 ára gamli leiðtogi DUP, hefur verið í kosninga- baráttunni en Paisley hefur und- anfarin fjörutíu ár staðið í eldlínu stjórnmálanna. „Menn segja að ég sé kominn með krabbamein. Menn segja að ég sé dauðvona. Ég verð hins vegar lengi að drepast,“ sagði Paisley hins vegar í samtali við The Irish Times á dögunum. Paisley bar sig vel en ljóst er þó að hann er engan veginn eins þróttmik- ill og hann áður var. Telja margir sennilegt að kosningarnar núna verði þær síðustu sem klerkurinn tekur þátt í og að hann dragi sig senn í hlé. Er óhætt að fullyrða að Paisley gæti vel hugsað sér að svana- söngur hans á vettvangi stjórnmál- anna færi þannig að DUP fengi flesta fulltrúa kjörna á heimastjórn- arþingið. Svanasöngur Paisleys? david@mbl.is Heimastjórnarkosn- ingar fara fram á Norður-Írlandi í dag og ljóst að mjótt verð- ur á munum. Davíð Logi Sigurðsson tók púlsinn á kosninga- baráttunni í Belfast. Morgunblaðið/Þorkell Gamla brýnið Ian Paisley. HAGVÖXTURINN í Bandaríkj- unum á þriðja fjórðungi ársins var 8,2%, sá mesti í nítján ár og mun meiri en búist hafði verið við. Í síðasta mánuði áætluðu bandarísk stjórnvöld að hagvöxt- urinn frá júlí til september hefði verið 7,2% á ársgrundvelli en hann reyndist vera 8,2% sam- kvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Á öðrum ársfjórðungi var hag- vöxturinn 3,3% og því hafði verið spáð að hann yrði um 6% á þeim þriðja. Meginskýringarnar eru þær að einkaneyslan á þriðja árs- fjórðungnum jókst um 6,4%, út- flutningurinn um 11% og fjárfest- ingar fyrirtækja jukust um 14%. Aukin einkaneysla í Bandaríkjun- um er rakin til mikilla skattalækk- ana og mjög lágra vaxta. Bandarískir hagfræðingar sögðu að tölurnar sýndu að efna- hagur Bandaríkjanna væri kom- inn á fullt skrið. Hagvöxturinn 8,2% í Bandaríkjunum Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.