Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 33 ✝ Halldór AxelHalldórsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1931. Hann lést af slysförum 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Jóns- son, f. 1886, d. 1968, og Jónína Guðrún Hannesdóttir, f. 1888, d. 1954. Systk- ini hans voru Þor- björg, f. 1918, d. 1979, Sigurhans, f. 1920, d. 1996, Jón Óskar, f. 1921, d. 1991, Hannes, f. 1924, d. 1954. Eft- irlifandi systir hans er Sigríður, f. 1925, sem búsett er í Kanada. Halldór lætur eftir sig eigin- konu, Guðbjörgu Sumarliðadótt- ur, f. 1933. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, f. 1898, d. 1990, og Sumarliði Eyj- ólfsson, f. 1904, d. 1999. Halldór og Guðbjörg eignuðust sex dætur: 1) Bára Halldórsdóttir, f. 1953. Dætur hennar eru: a) Kristín Berglind Valdimarsdóttir, f. 1974, og b) Katrín Brynja Valdimars- dóttir, f. 1977. 2) Jónína Guðrún Halldórsdóttir, f. 1954. Eiginmað- ur hennar er Pétur Pétursson, f. 1956. Dætur þeirra eru: a) Linda Björk Pétursdóttir, f. 1982, og b) Aníta Rós Pétursdóttir, f. 1990. Dætur Jónínu frá fyrra hjóna- bandi eru: a) Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir, f. 1975, sonur hennar er Gauti Gunnars- son, f. 2000. b) Sig- urlaug Tanja Gunn- arsdóttir, f. 1978, sonur hennar er Daði Kárason, f. 2001. 3) Hulda Hall- dórsdóttir, f. 1957. 4) Ester Halldórsdótt- ir, f. 1960. Eiginmað- ur hennar er Atli Þór Ólafsson, f. 1957. Börn þeirra eru: a) María Björk Atladóttir, f. 1980, dætur hennar eru: Nadesha Sóley, f. 2000, og Jamayja Ester, f. 2003. b) Halldór Axel Atlason, f, 1983. 5) Jóhanna Sigríður Halldórsdóttir, f. 1968. Sonur hennar er Hlynur Þorsteinsson, f. 1990. 6) Helena Halldórsdóttir, f. 1973. Eiginmað- ur hennar er Þorgeir Guðmundur Ólafsson, f. 1971, sonur þeirra er Viktor Axel Þorgeirsson, f. 2001. Halldór Axel var múrari og prentari að mennt. Hann var mik- ill knattspyrnuunnandi og lék í áraraðir með knattspyrnufélag- inu Val og með íslenska landslið- inu. Stóran hluta ævi sinnar vann hann að íþróttamálum barna og unglinga, bæði sem blaðamaður og knattspyrnuþjálfari. Útför Halldórs verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég ek í hlað snemma morguns, þreytt eftir langt næturflug. Um leið og ég stöðva bílinn birtist elskuleg frænka mín. Á svipstundu skynja ég að eitthvað er að. Ég renni bílrúðinni niður og spyr? Svarið kemur um hæl. – Hann pabbi er dáinn, fórst í bíl- slysi, það var keyrt á hann. – Mér finnst hjartað stöðvast um stund, ég hugsa til systur minnar og um leið sé ég fyrir mér skilti við veginn austur yfir heiði. Þar er kross, bílhræ og svartir stafir sem segja hve margir hafi farist í bílslysi á árinu. Flestir vegna þess að einhver ók of hratt eða tók ekki tillit til aðstæðna. Aldrei hefði ég trúað því að slíkur stafur kæmi þar, til að minna mig á náinn vin og venslamann, en fljótt skipast veður í lofti. Það verður erfitt að fara þar um á næstunni. Löghlýðinn maður fer langt út fyr- ir veg til að tala við lítinn afadreng. Það er svo spennandi að tala við afa í símanum. Rödd afa hverfur! Það heyrast skruðningar, ekkert svar, því afi er ekki lengur. Á augabragði er lífið farið! Guð sé með þeim, sem varð til þess að svona fór, og öllum öðrum sem slíkt hafa upplifað, það er þung byrði að bera. Ég bið einnig fyrir þeim sem var að flýta sér svo mikið. Hvers vegna erum við að flýta okkur svona mikið? Hvert erum við að fara? Þeirri spurningu verður seint svarað. Halldór Axel Halldórsson, sem er til moldar borinn í dag, var elskuleg- ur mágur minn. Ég kynntist honum rúmlega tvítugum, fallegur eins og fegurstu filmstjörnur þess tíma, töfr- aði hann systur mína, og saman hafa þau búið fram til þessa sára dags og eignast sex dætur, yndislegar og útfrá þeim börn og barnabörn. Knattspyrnusnillingurinn Halldór Axel er mörgum enn í fersku minni, hann var galdramaður með boltann, góður þjálfari og íþróttafréttamaður til margra ára. Ég minnist þess eitt sinn, þegar ég var í stuttu námsleyfi úti á Englandi, hvað ég var montin að geta sagt að hann væri mágur minn! Hann kom þangað í keppnisferð og stóð sig vel að venju. Halldór var lærður prentari af Guðs náð með listrænt handbragð, en tók sig til og bætti við öðru hand- verki, þar sem handlagnin komst áfram til skila. Síðan kom tölvan, sem fljótt lék í höndum hans, hand- lagnin, frjó hugsun og listfengi nutu sín vel þar, enda prentari fyrir. Ég sá sum af verkum hans. Við Halldór vorum ekki alltaf sam- mála um menn og málefni, en við vitkuðumst bæði, urðum fullorðin og eignuðumst góða samleið í skoðun- um og skoðanaskiptum, báðum til ánægju. Hlýleika hans í minn garð mun ég minnast, svo lengi sem ég get munað. Í áratugi mætti ég til Halldórs og Gullý seint á aðfangadagskvöldi, fyrst með móður minni og síðan áfram með dóttur minni. Fyrir hana var það mikil skemmtun sem til- heyrði jólunum, að hitta stórfjöl- skylduna, og alltaf tóku Halldór og systir mín á móti henni, þá sem endranær, eins og hún væri ein af hópnum þeirra, þess minnist Sandra með þakklæti. Gamlárskvöldin, um miðnættið, voru þó toppurinn, sem ekki mátti missa af á barnsárunum. Óþreytandi hjálpaði Halldór hverj- um og einum að skjóta blysunum í loft upp og þeim minnstu að halda á stjörnuljósunum sínum, hann var hjálparhellan. Aldrei sá ég honum líða betur í annan tíma en þegar hann hafði stóra hópinn sinn í kring um sig. Betri og nærgætnari afi er vart fundinn, enda að tala við minnsta afabarnið þegar lífið hvarf. Í því felst mikil fegurð, þrátt fyrir sára sorg. Í dag syrgja mörg ung hjörtu, sum í annarri heimsálfu, langt frá stundinni þungu. Hér heima knatt- spyrnudrengurinn kæri, sem naut leiðsagnar og áhuga knattspyrnu- mannsins góða, og öll hin elskuð og virt, stór og smá. Ég bið Guð að styrkja og blessa, leiða og lagfæra það, sem í huga og hjarta er úrskeiðis á þessari stundu. Lífið er gjöf, hver stund er dýrmæt. Mætti ég og við öll skilja dýptina sem þar í er falin. Um leið og við Sandra þökkum af heilum hug samfylgdina, biðjum við Guð af hjarta að styrkja elskulega systur mína, frænkur, frændur og aðra ástvini. Blessuð sé minning Halldórs. Hulda Jensdóttir. Bílslys á Reykjanesbraut, rúm- lega sjötugur maður bíður bana. Þannig hljóðuðu fréttir á föstudegi. Fimm dögum síðar birtist nafn og mynd af hinum látna í blöðum og okkur var brugðið. Þetta var hann Dóri, Alí Baba, Hson, eða Halldór Axel Halldórsson eins og hann hét fullu nafni. Við félagarnir fæddumst um það leyti sem Halldór var að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og við höfum því aðeins vitnisburð annarra og frásagnir og tölur til að byggja á um feril hans sem knattspyrnumað- ur. En hann var einn af þeim fremstu hér á landi á sjötta áratugnum. Skor- aði fyrsta mark Íslands í landsleik á erlendri grund, 18 ára gamall, árið 1949. Glæsilegt skallamark gegn Dönum, í sínum fyrsta landsleik. Þeir urðu ellefu talsins á átta árum. Þar á meðal voru fyrstu leikir Ís- lands í Evrópukeppni, gegn Frökk- um og Belgum árið 1957, og fyrstu leikirnir á Laugardalsvelli það sama ár, gegn Norðmönnum og Dönum. Landsleikir voru ekki margir á þess- um árum og Halldór var í landsliðs- hópnum í öllum leikjum Íslands frá 1949 til 1957, að tveimur undanskild- um. Enska knattspyrnufélagið Lincoln kom til Íslands sumarið 1949 og hrif- ust forráðamenn þess af þessum 18 ára pilti. Úr varð að hann dvaldi lengi hjá félaginu veturinn á eftir við æf- ingar og keppni. Í þá daga var hins- vegar nánast ógjörningur fyrir er- lenda leikmenn að spila í Englandi, nema sem áhugamenn, og því var at- vinnuferill svo gott sem óhugsandi. Halldór var Valsmaður í húð og hár og lék með Hlíðarendafélaginu allt til 1961, nema hvað hann brá sér í raðir Þróttara eitt ár undir lok ferils- ins. Hann var einn af markahæstu leikmönnum Íslandsmótsins bæði 1950 og 1951, í keppni við stjörnurn- ar á Skaganum, Ríkharð Jónsson og Þórð Þórðarson. Hann færði sig aft- ar á völlinn eftir því sem árin liðu og lék þá í vörninni. Halldór varð Íslandsmeistari með Val 1956, eina árið sem Hlíðarenda- félagið náði stóra titlinum á hans ár- um í rauða búningnum. Þegar hann sagði okkur sögurnar frá þessum ár- um kom blik í augun, ekki síst þegar hann rifjaði upp rimmur Valsmanna gegn Skagamönnum og sérstaklega viðureignir sínar við Ríkharð Jóns- son. Hann hafði nefnilega alltaf svo gott tak á Rikka, sagði hann. Halldór þótti flinkur með boltann og því fest- ist nafnið Alí Baba við hann á þessum árum. Halldór þjálfaði yngri flokka hjá Val um árabil og sneri sér síðan að því að fjalla um knattspyrnu barna og unglinga í DV og vann þar mikið brautryðjendastarf. Það þróaðist smám saman upp í að hann skrifaði um þátttöku unga fólksins í öllum mögulegum íþróttagreinum. Þar lágu leiðir hans og okkar saman, á DV, en Halldór, Hson eins og hann notaði sem undirskrift og var oft kallaður, vann þar við hlið okkar á íþróttadeildinni í um það bil áratug. Halldór hafði gott lag á krökkum, enda vanur að vinna með þeim, og lagði mikið upp úr myndum og við- tölum við þau. Enda nutu unglinga- síðurnar hans mikilla vinsælda. Það var oft líflegt að vinna með Halldóri. Reyndar var hann aldrei fastur starfsmaður en eftir því sem á leið vann hann megnið af sínu efni innandyra í Þverholtinu, auk þess sem hann skrifaði mikið um leiki í fótbolta, handbolta og körfubolta sem lausapenni fyrir blaðið. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Halldór hafði sínar skoðanir á mönn- um og málefnum og var ekki feiminn við að viðra þær. Oft svo að okkur þótti nóg um, þá urðu orðaskiptin stundum hvöss á báða bóga, og það var jafnvel þungt í mönnum um hríð. Alltaf tókust sættir. „En ég hafði nú samt rétt fyrir mér,“ fylgdi oft í kjöl- farið. Halldór hætti skrifum fyrir blaðið seint á síðasta áratug og skömmu síðar fluttum við okkur yfir á Morg- unblaðið. Samskiptin síðustu árin voru því ekki mikil en þó kom stöku símtal, spjall um daginn og veginn, og síðast í haust leit hann við á Morg- unblaðinu og rabbaði góða stund, hress og kátur. Nýkominn aftur suð- ur eftir dvöl á Akureyri. Þótt hárið væri grátt var hann kvikur á fæti, sami glampinn í augunum og stutt í brosið. Enn ungur í anda og fær í flestan sjó. Svo kom kallið. Óvænt og alltof snemma. Eiginkonu, dætrum og afabörnum Halldórs sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Hilmarsson, Víðir Sigurðsson. Ekkert er erfiðara í þessu lífi en að takast á við óvæntar fregnir af and- láti góðs vinar. Fregnin sem barst svo skyndilega af fráfalli Halldórs Halldórssonar var þar engin undan- tekning. Einn af traustustu þáttum íþrótta- umfjöllunar DV, þegar það var og hét í Þverholtinu, var afar vönduð umfjöllun Halldórs Halldórssonar um íþróttir unglinga. Fyrst eingöngu um knattspyrnuna en síðar allar íþróttagreinar. Elja hans og samviskusemi vakti hvarvetna athygli. Ekki einungis hjá okkur, sem þá vorum fastir starfs- menn íþróttadeildar DV, heldur öll- um sem á annað borð fylgdust með íþróttum. Á þessum árum, þegar íþróttaum- fjöllun DV var í mestum blóma, íþróttasíðurnar leiftruðu af fréttum, faglegri umfjöllun og reynslu þeirra sem þar unnu, var Halldór í essinu sínu og féll vel inn í liðið. Hann var óspar í fyrstu að leita sér upplýsinga og okkur var snemma ljóst að hann vildi skila sínu verki sem best hann mátti. Afar fljótt náði hann góðum tökum á verkefninu og í tæpan ára- tug var umfjöllun hans um íþróttir unglinga eitt það besta sem DV bauð upp á á íþróttasíðunum. Og án efa eitt vinsælasta efni blaðsins. Þegar Halldór hætti skrifum fyrir DV kom í ljós að skarð hans var vandfyllt og blaðið bauð ekki lesendum sínum upp á sambærilega umfjöllun um íþróttir barna og unglinga eftir það. Í kjölfarið hurfu fleiri heiðursmenn á braut af íþróttadeildinni, gamlir fé- lagar, og í raun má segja að eftir það hafi umfjöllun DV um íþróttir aldrei orðið sú sem hún var. Á þeim árum sem Halldór var upp á sitt besta sem blaðamaður og ljós- myndari fór varla íþróttaviðburður framhjá honum. Heilu helgarnar undirlagðar ár eftir ár. Auk þess að skrifa um íþróttir barna og unglinga var hann alltaf með myndavélina meðferðis. Og þegar í hús var komið að aflokinni „veiðiferð“ helgarinnar tók hann til við umbrotið sem var honum afar hugleikið. Hann skilaði sínum síðum fullbúnum. Þar réð vandvirknin og áhuginn för. Það sem reyndist Halldóri jafnan erfiðast við vinnslu sinna síðna var sú staðreynd að hann var með mun meira efni tilbúið en komst fyrir á síðunum. Átti hann oft í miklum erfiðleikum með að koma sínu efni fyrir. Segir þessi staðreynd meira um hann en mörg orð. Halldór var mikill baráttumaður á íþróttavellinum í gamla daga og einn þekktasti knattspyrnumaður lands- ins á árum áður. Keppnisskap hans skilaði sér einnig í starfi hans fyrir DV. Hann var aldrei fastráðinn starfsmaður á íþróttadeildinni en hafði til umráða sínar síður í blaðinu. Íþróttasíður DV voru þéttsetnar efni á þessum árum og baráttan hörð um síðurnar og skoðanir stundum skipt- ar eins og gengur um fréttamatið. Halldór barðist ákaft fyrir sínum síð- um í byrjun en þegar öllum varð ljóst hve gott efni var hér á ferðinni fékk hann rúmt pláss í blaðinu fyrir sitt góða efni. Umfjöllun Halldórs vakti mikla athygli og hann fékk viður- kenningar frá aðilum úti í bæ sem kunnu vel að meta framlag hans og blaðsins. Og ánægðir lesendur hringdu óspart í hann til að þakka fyrir frábæra umfjöllun. Halldór var skapmikill maður og hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestu sem í kringum hann var. Oftar en ekki kastaðist í kekki. En að skömmum tíma liðnum stytti upp og brosið færðist yfir andlit hans og þeirra sem skömmu áður höfðu átt í hörðum orðaskiptum. Lundin var létt og alltaf stutt í góða skapið. Snörp skoðanaskipti sátu ekki lengi í mönnum og skiluðu oft afar skemmtilegum samræðum. Nú þegar Halldór Halldórsson er allur hrannast upp skemmtilegar minningar um góðan vin til margra ára. Okkur, sem störfuðu með hon- um í hart nær áratug á DV, er efst í huga þakklæti fyrir gott, skemmti- legt og líflegt samstarf. Aðstandendum öllum færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Halldórs Hall- dórssonar og veiti fjölskyldu hans styrk á erfiðum tímum. Stefán Kristjánsson, Jón Kristján Sigurðsson. HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON Elskuleg frænka mín, GUÐBJÖRG ÞORBJARNARDÓTTIR leikkona, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Rósa Eggertsdóttir. Móðurbróðir okkar, SVEINN PÁLSSON, Blönduhlíð 7, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 12. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Páll Ævar Pálsson, Bergþóra Karen Pálsdóttir, Stefán Þór Pálsson. Elskulegur frændi okkar, TRYGGVI JÓHANNESSON frá Fremri-Fitjum, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga föstudag- inn 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Skúladóttir, Níels Ívarsson, Sigrún Eva Þórisdóttir, Guðrún Ósk Níelsdóttir, Helga Rós Níelsdóttir, Róbert Arnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.