Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÖLLUM tuttugu og þremur fastráðnum starfsmönnum framleiðslufyrirtækisins Alp- an hf. á Eyrarbakka verður sagt upp störfum um mánaðamótin. Meirihluti starfsmannanna, fimmtán tals- ins, eru Pólverjar en átta þeirra eru með tímabundið atvinnuleyfi á Íslandi. Óvíst er hvert framhaldið verður hjá þeim hópi hér- lendis en Ragna Larsen, formaður stéttar- félagsins Bárunnar á Árborgarsvæðinu, seg- ir að við aðstæður sem þessar eigi atvinnurekandinn að greiða fyrir heimferð viðkomandi starfsmanna. Þá segist hún ekki bjartsýn á atvinnuhorf- ur þeirra sem missa vinnuna hjá Alpan vegna atvinnuástandsins á Árborgarsvæðinu. 23 missa vinnuna hjá Alpan  Öllum/13 SÚSÖNNU Jóhannsdóttur og hinum 50 krökk- unum á leikskólanum Foldaborg leist vel á sel- ina sem svömluðu í tjörninni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þegar krakkarnir kíktu í árlega vetrarheimsókn Foldaborgar í garðinn í gær. Heimsókninni lauk síðan með því að krakkarnir fengu kleinur og heitt kakó með þeyttum rjóma í veitingatjaldinu áður en hald- ið var heim á leið með rútunni. Morgunblaðið/Ómar Börnin skoðuðu svamlandi seli í tjörn DÓTTURFYRIRTÆKI Pharma- co í Danmörku, Dansk Lægemidd- elforsyning (DLF), knúði fram sig- ur í dómsmáli gegn danska lyfjafyrirtækinu Lundbeck í Eystri Landsréttinum í Danmörku í gær. Með því hefur DLF hnekkt lög- banni sem Lundbeck fékk á dreif- ingu DLF á samheitalyfinu Cipra- mil þar í landi. Cipramil er notað við þunglyndi. Í september hafði undirréttur í Hørsholm dæmt Lundbeck í vil en þeim dómi var áfrýjað til Eystra Landsréttarins. DLF er systurfélag United Nordic Pharma (UNP) en í mars síðastliðnum samþykkti undirrétt- ur lögbannskröfu Lundbeck sem kom í veg fyrir að UNP gæti dreift lyfinu Citham í Danmörku, en það er samheitalyf Cipramil. Fagna dóminum Róbert Wessman forstjóri Pharmaco fagnar dóminum og seg- ir ánægjulegt að fyrirtækið hafi fengið leiðréttingu á lögbanninu sem sett var á DLF. „Við mátum stöðuna þannig að þar sem DLF og UNP væru systurfyrirtæki, þá væri lögbann sem sett var á DLF ólögmætt,“ segir hann. „Nú hafa dómstólar staðfest það og við get- um því hafið sölu á Cipramil að nýju í gegnum DLF.“ Hann segir umsvif Pharmaco í Danmörku ekki veruleg t.d. í samanburði við Þýskalandsmarkað, en hitt sé þó engu að síður mikilvægt í sam- keppni Pharmaco við Lundbeck, að fá lögbanninu hnekkt. Dótturfyrirtæki Pharmaco vinnur mál í Danmörku Lögbanni var aflétt af dreifingu samheitalyfs FJÁRLAGANEFND Al- þingis leggur til við aðra um- ræðu um fjárlagafrumvarpið 26 milljóna króna tímabundið framlag á næsta ári vegna forsetakosninga. Við undirbúning frum- varpsins var ákveðið að gera ekki ráð fyrir slíkum útgjöld- um og að óskað yrði eftir fjár- veitingu til þessa liðar ef til kæmi í fjáraukalögum ársins, segir í skýringum með þess- um lið nefndarálits fjárlaga- nefndar. „Eftir frekari athugun þyk- ir rétt að gera ráð fyrir þess- um útgjöldum í fjárlögum fyrir árið 2004. Fjárhæðin tekur mið af útgjöldum við kosningarnar 1996 uppfærð- um til verðlags fjárlagafrum- varpsins fyrir árið 2004,“ seg- ir ennfremur í skýringunum. 26 millj- ónir vegna forseta- kosninga REIKNA má með því að allt að 10% starfs- manna verði fyrir einelti á íslenskum vinnu- stöðum, samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið í þessu tilliti. Að sögn Rannveigar Einarsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar ASÍ, er einelti á vinnustað margendurtekið ofbeldi, oftast andlegt, sem beitt er gegn vinnufélaga sem ekki kann að verja sig. Skilgreining eineltis getur, að sögn Rann- veigar, verið vandasöm. „Til eru ótalmargar aðferðir til að níðast á samstarfsfólki og gera því lífið leitt, svo sem með baktali, sögusögnum og illu umtali auk stöðugra að- finnslna, óréttmætra athugasemda um frammistöðu og tilgangslausra eða engra verkefna. Einnig má nefna að vinnufélag- inn, sem tekinn er fyrir, er ekki virtur viðlits og framlag hans er hunsað. Niðrandi at- hugasemdir eru einnig algengar í þessu samhengi um aldur, kyn og persónu þol- anda.“ Alþýðusamband Íslands hefur sett upp vefnámskeið á heimasíðu sinni á Netinu, www.asi.is sem er opið öllum og hugsað sem sjálfshjálp fyrir þolendur eineltis og fræðsla fyrir stjórnendur og starfsmenn. Einelti á vinnustöðum Allt að 10% starfsmanna þolendur  Vefnámskeið/22 ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Blönduósi hefur fengið til notkunar frá embætti Ríkislög- reglustjóra lögreglubifreið sem er búin myndbands- og hljóðupptökubúnaði. Tæki þessi eru tengd við hefðbundin mælitæki sem mæla ökuhraða og gera það auðveldara að einn lögreglumaður sinni því verki. Er það vilji lögreglu- manna í Húnaþingi að sem fæstir ökumenn taki að sér hlutverk í hinum nýja myndbandsbúnaði. Að sögn Kristján Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi koma þessi tæki að góðum notum við aðra atburði svo sem á slysa- og brotavettvangi því með þessari aðferð varðveitast atburðir á myndbandinu. Þessi nýja tækni- vædda bifreið hefur verið í notkun í nokkra daga á svæði lögreglunnar á Blönduósi og hefur reynslan verið góð. Kristján gat þess í samtali við Morg- unblaðið að nú væri öruggt, hafi menn haldið eitthvað annað, að Jón og séra Jón sætu við sama borð því ekki er hægt að taka yfir myndbandsupptöku. Eins og alþjóð veit þá hefur Blönduóslögreglan verið afar sýnileg í umferð- areftirliti og með þessari nýju tækni geta þeir sem um Húnaþing fara ráðið hvaða hlutverk þeir leika á myndbandsupptökum lögreglunnar. Að lokum má geta þess að kærðum umferðarhraðabrotum í Húnavatnssýslum hefur fækk- að töluvert síðustu 12 mánuði. Lögreglan á Blönduósi fær búnað til að taka hraðabrot upp á myndband Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ný tæki hjá lögreglunni á Blönduósi: Kristján Þorbjörnsson yfirlög- regluþjónn kynnir hér nýju tækin sem lögreglan hefur fengið. Lögreglan vill fá sem allra fæsta „leikara“ NOKKUÐ dró úr árekstrum í Reykjavík í gær frá því á mánudag, þegar mikil hrina með 26 árekstr- um gekk yfir. Í gær urðu árekstr- arnir 15 sem er fjórum árekstrum yfir meðallagi. Að sögn lögreglunnar virðast ökumenn hafa varað sig betur í gær en óhappadaginn mikla á mánudag, þrátt fyrir talsverða hálku á götum. Ekki urðu slys á fólki í þessum árekstrum en skemmdir á bílum nokkrar. 15 árekstrar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.