Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 23 Á SÍÐUSTU áratugum hefur vel- ferð aukist í hinum vestræna heimi. Áhersla á heilbrigða lífshætti og hollustu hefur farið vaxandi. Fólk fær skilaboð víða að um hvernig það á að hegða sér, bæði hvað varðar hollustu og hreyfingu en ekki síst út- lit. Sett er samasemmerki milli útlits og vellíðanar. Þetta er góðra gjalda vert upp að vissu marki og getur gefið okkur þá tilfinningu að við höf- um stjórn á hegðun okkar og líðan. Máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama á oft við, en tilfinn- ingaleg líðan stjórnast þó ekki eingöngu af útliti okkar eða þyngd. Flestir ná að stíga línu- dansinn milli réttrar hreyf- ingar og fæðuinntöku og halda kjör- þyngd sinni án vandræða. Þó er stór hópur sem ekki nær þessari stjórn og ýmsir átröskunarsjúkdómar geta gert vart við sig. Átraskanir hafa ýmis birtingar- form. Sumir glíma við offituvanda, aðrir við lystarstol og lotugræðgi. Erlendis hefur einnig verið skil- greindur átröskunarvandi eða ein- kenni sem tengjast líkamsrækt og fegurðarhyggju. Þar er um að ræða vanda sem tengist staðlaðri útlits- dýrkun sem oft leiðir til ofþjálfunar og þess að fólk verður ofurupptekið af mat, næringar- og bætiefnum. Líkamsvitund fer að tengjast mikið þyngd og útliti, allt eða ekkert hugs- un verður ríkjandi: „Ef ég er í réttri þyngd líður mér vel“, og að sama skapi: „Ef ég hef ekki stjórn á þyngdinni er ég í slæmum málum“ og þá gerir vanlíðan vart við sig. Tíðni átraskana er að aukast hjá börnum og unglingum. Margt bend- ir til samspils erfða og umhverfis. Félags- og umhverfisþættir hafa gíf- urlega sterk áhrif á heilsu ungs fólks. Tíska og endalaust tal um megrun hafa mikil áhrif á börnin okkar. Tískufrömuðir heimsins leggja árlega línurnar um vaxtarlag, útlit og tísku. Fjölmiðlar eru upp- fullir af auglýsingum um fituskerta fæðu og drykki sem að öllu jöfnu henta ekki nema þeim sem eru yfir kjörþyngd. Sífellt er verið að nota yngri börn eða ungmenni sem fyrir- sætur, oft og tíðum langt undir kjör- þyngd, og jafnvel eru skilaboðin af kynferðislegum toga þar sem verið er að höfða til þess að barnið eða unglingurinn sé kynvera. Börn og unglingar hafa ekki forsendur til að hafa stjórn á umhverfi sínu og þurfa því að treysta á dómgreind fullorð- inna til að tala sínu máli. Hvar ætlum við fullorðna fólkið að setja mörkin fyrir börn og unglinga? Guðrún B. Guðmundsdóttir barna- og unglingageðlæknir, Barna- og unglingageðdeild Landspítalaháskóla- sjúkrahúss (BUGL) Helga Jörgensdóttir geðhjúkrunarfræðingur, BUGL  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Átraskanir og ofurkröfur Hárlínan einkennist af því aðvera fremur villt enda gætiráhrifa pönksins, en þetta er stíll sem ég hef mjög gaman af,“ segir Ásgeir Hjartarson, eigandi Super- nova . „Ég get líka útfært þessar lín- ur á hógværari hátt og þannig að þær henti hverjum og einum. Það er einn- ig hægt að búa til skemmtilegar greiðslur úr þessum klippingum til dæmis ef fólk er að fara á árshátíð.“ Ásgeir segir línurnar mótast af því að að lengdin í hárinu haldi sér að framan og aftan en styttur eru ofan á hvirflinum. „Það er líka ákveðið sam- ræmi á milli klippingarinnar og hvernig ég lita hárið. Ég set dökkan lit í rótina til að skapa dýpt og hef hárendana ljósa. Með þannig lita- meðferð virkar hárið eins og liturinn sé að vaxa úr hárinu. Þess ber að geta að það er ákveðið samræmi á milli lit- anna en háralitirnir sem ég valdi að þessu sinni eru kaldir brúnir litir, dökkgrátt og ljósir og kremaðir litir. Segja má að yfirbragð litanna sé fremur hráslagalegt en mér finnst það spennandi. Ég er búinn að fá leið á koparlitu strípunum sem hafa verið svo vinsælar að undanförnu.“ Samræmi milli hárs, fata og förðunar Ásgeir leggur mikið upp úr því að samræmi sé á milli hártískunnar, förðunar og þess fatnaðar sem mód- elin eru í þegar hann er að sýna eða láta ljósmynda hárlínu sína. „Í því skyni fæ ég til liðs við mig fatahönn- uði sem hanna fyrir mig. Að þessu sinni eru það þær Birta Emilsdóttir og Andrea Magnúsdóttir hjá „júni- form“ sem hanna fötin en þær eru báðar förðunarfræðingar og sjá um þá hlið líka í samstarfi við mig. Það er mjög skemmtilegt og skapandi að vinna saman á þennan hátt. Mikil- vægt er líka að hafa ljósmyndara sem er ekki fastur í ákveðnu formi, er skapandi og í takt við það sem verið er að gera eins og Atli Þór, sem tók myndirnar fyrir mig.“ En hvað er svona skemmtilegt við pönkið? „Ætli það sé ekki uppreisnarmað- urinn í mér sem finnur sig í pönkinu. Ég hef gaman af því að fara út í öfgar en það er ekki þar með sagt að ég klippi eingöngu í pönkstíl, langt í frá. Mér finnst bara vanta meiri fjöl- breytni og hugarflug þegar kemur að bæði hár- og fatatískunni hér á landi.“  HÁRTÍSKA Villt pönk með nýju sniði Hárgreiðslustofan Supernova hefur lagt línurnar fyrir veturinn 2003–2004. Kaldir, brúnir, dökkgráir , ljósir og kremaðir litir eru notaðir. Ljósmynd/Atli Þór Hafsteinsson Pönkleg og svolítið villt. Lengdin í hárinu er látin halda sér en styttur eru ofan á hvirflinum. he@mbl.is Átraskanir hafa ýmis birt- ingarform. DILBERT mbl.is Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 #39 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.