Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýndi m.a. á Alþingi í gær hve erf- itt væri fyrir þingmenn í fjár- laganefnd Alþingis að fá upplýsingar um áætlaða fjárhags- lega stöðu ríkisstofnana í árslok 2003. Kom þetta fram í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem hófst eftir hádegi í gær og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Einar Már talaði fyr- ir hönd fyrsta minnihluta fjárlaga- nefndar þingsins en þann minni- hluta skipa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar. „Að kröfu fyrsta minnihluta fjárlaganefndar voru öll ráðuneyti beðin um upp- lýsingar um raunstöðu stofnana 31. ágúst 2003 og áætlaða stöðu í árs- lok 2003.“ Sagði hann að fjármála- ráðuneytið hefði sent yfirlit yfir stöðu allra fjárlagaliða miðað við lok ágúst 2003. Engar upplýsingar hefðu hins vegar verið veittar um áætlaða stöðu í árslok 2003. „Þessi tregða við upplýsingagjöf virðist því miður fara vaxandi ár frá ári og því eðlilegt að hún sé skoðuð í sam- hengi við þá togstreitu sem á sér stað milli þingsins og fram- kvæmdavaldsins,“ sagði hann. Óraunhæfar fjárveitingar Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, talaði fyrir öðrum minni- hluta nefndarinnar. Jón skipar einn þann minnihluta. Jón gerði fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins m.a. að umtalsefni. Sagði hann í því sambandi að fjárhagsvandi heil- brigðisstofnana færi síður en svo minnkandi. Ár eftir ár væru sam- þykktar aukafjárveitingar til spít- ala án þess að framúrkeyrslan væri skýrð. „Nokkuð ljóst virðist þó vera að um er að ræða sambland af skipulagsleysi af hálfu stjórnvalda á undanförnum árum og óraunhæf- um fjárveitingum.“ Sagði hann einnig brýnt að horfið yrði af braut einkavæðingar í heilbrigðismálum sem núverandi ríkisstjórn hefði staðið að. Jón sagði einnig að fjárhags- staða sumra sveitarfélaga væri mjög slæm og að breyttar reglur um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ykju þann vanda. „Á undanförnum árum hefur bráða- vandi verið leystur með sérstökum framlögum til Jöfnunarsjóðs á fjár- aukalögum, t.d. fólksfækkunar- framlögum. Ljóst er að grípa þarf til hliðstæðra ráðstafana nú.“ Traust tök á fjármálum Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær leggur meirihluti fjárlaganefndar þingsins til að tekjuhlið frumvarpsins hækki við aðra umræðu um 2,6 milljarða og að útgjöld hækki um 2,2 milljarða. Þar af er lagt til að fjárheimild menntamálaráðuneytisins verði aukin um rúman milljarð. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaga- nefndar, mælti fyrir tillögum meirihlutans. Í máli sínu lagði Magnús m.a. áherslu á að á und- anförnum árum hefði tekist að halda góðum og traustum tökum á ríkisfjármálum. Hann sagði enn- fremur að við hefðum ýmsa mögu- leika á að halda áfram að efla og byggja upp atvinnulífið, treysta innviði samfélagsins á mörgum sviðum, halda uppi hagvexti og auka kaupmátt almennings. „Af- rakstur alls þessa getum við nýtt til að treysta velferð þjóðarinnar og sækja fram í samfélagi þar sem þekking og færni skiptir sköpum.“ Önnur umræða um frumvarp til fjárlaga 2004 fór fram í gær Segir erfitt að fá upplýs- ingar til fjárlaganefndar Morgunblaðið/Ásdís Hlýtt á umræður. Þingmenn fylgjast með umræðum í þingsal. Lengst til hægri er Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar. Við hlið hans sitja Rannveig Guðmundsdóttir og Guðjón Hjörleifsson. ÖNUNDUR Björnsson og Valdi- mar L. Friðriksson, varaþing- menn Samfylkingarinnar, tóku sæti á Alþingi í gær. Önundur tek- ur sæti í fjarveru Margrétar Frí- mannsdóttur og Valdimar tekur sæti í fjarveru Rannveigar Guð- mundsdóttur. Þar með sitja átta varaþingmenn á Alþingi þessa dagana. Hvorki Önundur né Valdimar hafa áður tekið sæti á Alþingi. Nýir varaþingmenn JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, innti Magnús Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar þingsins, eftir því á Alþingi í gær hvort til stæði að draga til baka þau áform félagsmálaráð- herra að skerða réttindi launafólks til atvinnuleysisbóta fyrstu þrjá dag- ana í atvinnuleysi. Magnús svaraði því m.a. til að ekki væru komnar fram neinar tillögur um það á Al- þingi um að fallið verði frá þeim áformum. Umrædd áform félags- málaráðherra voru kynnt í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2004 en önnur umræða um frumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Jón sagðist ekki vita betur en að umrædd fyrirætlun hefði mætt harðri andstöðu úti í þjóðfélaginu. „Meira að segja framsóknarfélögum út um allt land ofbýður framganga flokksforystunnar hér í Reykjavík um að keyra þennan níðingsskap fram gegn launþegafólki,“ sagði Jón. Þegar Magnús kom í pontu sagði hann: „Varðandi atvinnuleysisbæt- urnar þá er ekki búið að gera neinar breytingartillögur á fjárlagafrum- varpinu og mér er ekki kunnugt um að það hafi komið fram frumvarp í þinginu um þetta mál. Þannig að ég get ekki svarað því nánar.“ Jón kom aftur í pontu og sagðist harma þess- ar yfirlýsingar þingmannsins. Skor- aði hann á Magnús að beita áhrifum sínum sem formaður fjárlaganefnd- ar og þingmaður annars stjórnar- flokksins; Framsóknarflokksins, til að draga til baka áform um að skerða atvinnuleysisbæturnar. Ítrekaði Jón að fyrirhuguð breyt- ing á atvinnuleysisbótunum væri til skammar og ekki mannsæmandi. Ítrekaði hann einnig að framsókn- arfélög víða um land væru á móti henni. Aftur kom Magnús í pontu og sagðist ekkert hafa við fyrri svar sitt að bæta. „En ég vek athygli á því að háttvirtur þingmaður leggur sig greinilega fram um að kynna sér það sem á sér stað innan Framsóknar- flokksins enda veit ég að hann ber í sér mjög sterk framsóknargen.“ Magnús Stefánsson um skerðingu atvinnuleysisbóta Engar tillögur um að falla frá áformum ingsmaður hennar er Bryndís Hlöð- versdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Í greinargerð segir að tilgangur tillögunnar sé að stuðla að því að brotið verði til mergjar hvers vegna íslenska bankakerfið sé eins dýrt og raun ber vitni. Svara þarf spurningum svo grípa megi til aðgerða „Hvað veldur því að hér er miklu meiri munur á inn- og útlánsvöxtum en í þeim löndum sem við berum okkar saman við? Hvað veldur því að þjónustugjöld banka hér á landi eru mun hærri en í nágrannalöndum okkar? Þetta eru spurningar sem verður að svara eigi að vera unnt að grípa til aðgerða sem duga til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja hér á landi,“ segir m.a. í greinargerð tillögunnar. ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að afla upplýsinga um tekjur banka af vaxtamun og þjón- ustugjöldum hér á landi sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings sl. tíu ár og bera þær saman við sams konar tekjur banka annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópusam- bandslöndum. „Ríkisstjórnin láti jafnframt rann- saka og greina ástæður mismunandi tekna bankastofnana af þessu eftir einstökum löndum,“ segir í tillög- unni. „Ríkisstjórnin láti enn fremur rannsaka sérstaklega hvaða áhrif upptaka evrunnar hefði á vaxtamun stýrivaxta hér á landi.“ Lagt er til að ríkisstjórnin skili niðurstöðum sín- um til Alþingis innan hálfs árs frá samþykkt tillögunnar. Fyrsti flutn- Þingmenn Samfylkingarinnar Kannaðar verði tekjur af þjónustu- gjöldum bankanna GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga á Alþingi í gær að á sama tíma og rík- isstjórnin lækkaði skatta á hærri tekjur léti hún eins og einkavæð- ingin sem leidd hefði verið til önd- vegis í þjóðfélaginu með óheftu framsali kvótans, þegar lög um stjórn fiskveiða voru sett upp úr 1990, hefði komið henni gjörsam- lega á óvart. Sagðist Guðjón t.d. ekki muna til þess að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefði svo mikið sem hrokkið við þegar menn fóru að taka með sér marga milljarða úr kvótakerfinu. „Hvað þá heldur að farið hafi verið með Júdasarkveðju úr Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar,“ sagði hann. „Ég bið þess að Guð almáttug- ur haldi hæstvirtum forsætisráð- herra áfram í því samviskubitsfari til nokkurra mánaða sem hann er nú í.“ Guðjón sagðist taka undir með forsætisráðherra um að ofurlaun forstjóra bankanna væru út úr kort- inu. Kvaðst hann því vonast til þess að forsætisráðherra breytti lögum á þann veg að komið yrði í veg fyrir slíka þróun. Ennfremur kvaðst hann vonast til þess að ráðherra tæki á frjálsa framsalinu í kvótakerfinu. Guðjón gerði fyrirhugaða skerð- ingu atvinnuleysisbóta einnig að um- talsefni og sagði að falla ætti frá þeim áformum. Í því sambandi las hann upp eftirfarandi vísur úr riti verkalýðsfélagsins Hlífar. Eru vís- urnar um Árna Magnússon félags- málaráðherra: Fyrir kosningar: Ef þið kjósið mig til þings, þá mun ég bætur hækka, efla kaupmátt almennings og ykkar skatta lækka. Eftir kosningar: Léttvæg reyndust loforð þín og lygi blandin stefna Var hún eitthvað aulagrín sem aldrei átti að efna? Guðjón A. Kristjánsson Samvisku- bitið haldi áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.