Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 343. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ungur óperu- höfundur Óperan þarf ekki að bíða til fimmtugs, segir Þóra Marteinsdóttir Listir Viðskiptablað Morgunblaðsins | Metútgáfa húsbréfa  Banka- stjóralaun á Norðurlöndum  Konur í stjórnum fyrirtækja Úr verinu | Eldisfiskur á jurtafæði  Að auka gæði aflans um borð Viðskipti og Úr verinu í dag JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, sagðist í gær hlynntur því að ísl- amskar höfuðslæður og fleiri trúarleg tákn yrðu bönnuð með lögum í rík- isskólum. Hann vill að bannið taki gildi í byrjun næsta skólaárs. „Íslamska blæjan – eða hvað sem við köllum hana – kollhúfa gyðinga og kross sem er óhóflega stór eiga ekki að vera í ríkisskólun- um,“ sagði Chir- ac. „Ríkisskólarn- ir verða áfram veraldlegir. Til þess þarf að setja lög.“ Áður hafði sérfræðinganefnd mælt með slíku banni og einnig lagt til að allir nemendur ríkisskólanna fengju frí á Yom Kippur, árlegum degi föstu hjá gyðingum, og múslímahátíðinni Eid el Kebir. Chirac hafnaði síðar- nefndu tillögunni en sagði að leyfa ætti gyðingum og múslímum í skólum að taka sér frí þessa daga. Chirac hafði verið varaður við því að bann við íslömsku slæðunum myndi valda mikilli ólgu meðal múslíma í Frakklandi, en þeir eru um fimm millj- ónir. Vill banna slæðurnar París. AFP. Lila og Alma Levy voru reknar úr menntaskóla fyrir að vera með höf- uðslæður.  Forystugrein/36 Í TILEFNI af 100 ára afmæli flugsins flugu nokkrir flugmenn listflug yfir borginni í gær. Á undanförnum árum hafa umsvif í flugi aukist talsvert hér á landi.Á síðustu tíu árum hefur stórum flugvélum, yfir 10 tonn, þannig fjölgað úr 24 í 67 og verið er að skrá fimm vélar til viðbótar. Léttar vélar eru nú alls 264 og hefur fjöldi þeirra verið svipaður síðustu árin. Um 300 flugvélar á dag fara um íslenska flugstjórnarsvæðið, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Umferð um íslenska svæðið hefur aukist mjög síðustu 10 árin, úr liðlega 60 þúsund vélum í tæplega 80 þúsund. Mest var umferðin árið 2000, um 92 þúsund vélar./4 Morgunblaðið/Ragnar Th. Leika listir á aldarafmæli flugsins MÖRG tilboð og lág sem nú berast frá verktök- um í útboðum Vegagerðarinnar sýna að verk- efnastaða hjá jarðvinnuverktökum er slæm um þessar mundir og hefur í raun verið allt þetta ár, sér í lagi á suðvesturhorni landsins. Þetta segir Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins en hann er talsmaður Félags jarðvinnuverktaka og Félags vinnuvélaeigenda. Útboð fór fram í vikunni hjá Vegagerðinni á Suðurlandi vegna nýs varnargarðs í Markar- fljóti. Alls bárust 15 tilboð frá verktökum víða um land og hið lægsta var aðeins 54% af áætlun Vegagerðarinnar. Af 15 tilboðum voru 13 undir kostnaðaráætlun. Verktakarnir sem buðu eru frá Hellu, Vík í Mýrdal, Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Önundar- firði, Sauðárkróki og Höfn í Hornafirði. Að sögn Árna mikla verktakar ekki lengur fyrir sér að fara landshorna á milli til framkvæmda þó að það geti haft meiri kostnað í för með sér. Allt sé gert til að verða sér úti um verkefni. Aukið vegafé skilar sér ekki Árni segir að margir verktakar hafi vonast eftir auknum verkefnum og ráðist í óvenjumikl- ar fjárfestingar í tækjum og búnaði í upphafi ársins. Þær vonir hafi síðan brugðist, nú síðast þegar vegafé fyrir næsta ár hafi verið skorið niður um 1.500 milljónir króna í fjárlögum. ,,Ástandið er því svart núna þó að stundum sé talað um að bjart sé framundan í efnahagslífinu. Því minni sem verktakarnir eru, þeim mun verri er staðan. Aukið fé í vegagerð, sem heitið var fyrir kosningar, hefur ekki skilað sér og mörg verkefni sem átti að ráðast í, til dæmis á höf- uðborgarsvæðinu, hafa ekki hafist enn. Ef fram- kvæmdirnar fyrir austan eru undanskildar, þar sem stór verktakafyrirtæki eru að störfum, er lítið í gangi um þessar mundir,“ segir Árni. Slæm staða hjá smærri jarðvinnuverktökum víða um land Vonir um aukin umsvif á árinu hafa brugðist REYKINGAR á krám og veitinga- húsum í Svíþjóð verða bannaðar 2005 þrátt fyrir áköf mótmæli sam- taka hótel- og veitingahúsaeigenda. Talsmaður sænsku stjórnarinnar skýrði frá þessu í gær en tillaga um bannið verður lögð fram á þingi á næstu mánuðum. Talið er víst, að hún verði samþykkt þar sem stuðn- ingsflokkar jafnaðarmanna, sem halda um stjórnvölinn, Vinstriflokk- urinn og Græningjar, styðja hana. Morgan Johansson heilbrigðisráð- herra sagði í viðtali við Svenska Dagbladet, að tillagan snerti ekki síst hollustuhætti á vinnustöðum. „Sá, sem vinnur fyrir innan barborð er stórreykingamaður, hvort sem honum líkar það betur eða verr.“ Reykingar hafa verið bannaðar á opinberum stöðum í Svíþjóð frá 1993 en hótel, veitingahús, krár og fang- elsi hafa verið undanþegin. Í byrjun ársins var þessum stofnunum gert skylt að sjá fólki fyrir reyklausum svæðum en sænska heilbrigðisráðið lagði til algert bann fyrr á árinu. Óttast minni viðskipti Samtök hótel- og veitingahúsaeig- enda eru afar ósátt. „Við getum fall- ist á reykingabann í matsölum en nái það til baranna, mun það sama verða uppi á teningnum hér og í New York. Þar hefur slíkt bann dregið verulega úr aðsókn og viðskiptum,“ sagði Mats Hulth, formaður samtakanna. Í Noregi, Írlandi og Hollandi tek- ur líkt bann og fyrirhugað er í Sví- þjóð gildi á næsta ári. Reyklausar sænskar krár Stokkhólmi. AFP. ÞORGRÍMUR Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustofnun, segir að fréttirnar frá Svíþjóð komi ekki á óvart, enda hyggi fleiri lönd á reyk- ingabann á veit- ingahúsum. Ís- lendingar eigi ekki að dragast aftur úr að þessu leyti enda hafi þeir verið í for- ystu meðal Evrópuríkja í tóbaks- vörnum. Þorgrímur segir að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sé jákvæður gagnvart slíku banni og spáir því, að frumvarp um bann við reykingum á veitingahúsum komi fram á Alþingi fljótlega á nýju ári. Líkur á sams konar banni hér SKÝRT var frá því í Bagdad í gær að nafn Sadd- ams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, hefði verið fjarlægt af lista yfir afkomendur Múhameðs spámanns, sem andaðist árið 632. Félag afkom- enda spámannsins, Ashrafa-sambandið, var end- urreist eftir fall Saddams í vor og tók ákvörðun í málinu þrem dögum eftir að bandarískir her- menn handsömuðu Saddam. Talsmaður sambandsins sagði að mikil áhersla væri ávallt lögð á að rétt væri farið með upplýs- ingar um beina afkomendur. Saddam hefði samt tekist að svindla. „Saddam neyddi sérfræðinga til að falsa ættartré sitt þannig að ræturnar næðu aftur til spámannsins,“ sagði hann. Saddam ættlaus Bagdad. AFP. Saddam Hussein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.