Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Haukur Péturs-son fæddist á Hauksstöðum á Jök- uldal í Norður-Múla- sýslu 17. mars 1919. Hann lést á gjör- gæsludeild Borgar- spítalans 10. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson bóndi og Aðalbjörg Jónsdóttir, bæði af bændafólki á Héraði. Haukur var næst- elstur átta alsystk- ina, systkini hans eru Jón, f. 1918, Sigrún, f. 1921, Örn, f. 1922, Ingimundur, f. 1925, Jó- hanna, f. 1927, Gréta, f. 1930 og Dísa, f. 1935. Sex þeirra eru nú látin en eftir lifa Jóhanna og Dísa. Haukur átti eina hálfsystur, Ingunni Pétursdóttur. Foreldrar Hauks brugðu búi 1929 og fluttu til Akureyrar og þar voru yngstu systurnar fædd- ar. Haukur lauk gagnfræðanámi frá Menntaskólanum á Akureyri og seinna námi í múraraiðn. Eftir skóla stundaði hann flesta vinnu, var verkamaður, sjómaður, bíl- stjóri og fleira. Haukur var einn af þeim fyrstu sem stunduðu vöru- flutninga frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Eftir áramótin 1953 fór hann til Kefla- víkur í vinnu á Keflavíkurflugvelli. Þar ætlaði hann að vera í 3 mánuði en þeir urðu að 9 árum. Í Keflavík vann hann ýmist á vellin- um eða í bænum. 1962 fluttist Haukur til Reykjavíkur og þar stundaði hann múraraiðn, en síð- ustu starfsárin sá hann um við- hald bygginga hjá Ríkisspítölun- um. Í Keflavík kynntist hann Elín- borgu Sigurðardóttur og giftu þau sig 26. júní sl. eftir 46 ára sambúð. Elínborg átti fyrir 6 börn en Haukur var barnlaus en hann tók þátt í uppeldi systurson- ar síns, Péturs Guðmundssonar, og svo ólu Elínborg og Haukur að mestu leyti upp sonardóttur El- ínborgar, Ellýju Helgu Gunnars- dóttur. Haukur verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Skært hann skein skein eigi lengi. Þá varð dimmt í dal er andi drottins af upphæðum blés á hið bjarta ljós. (Sveinbjörn Egilsson.) Í dag er til moldar borinn fóst- urfaðir minn, Haukur Pétursson múrarameistari, en hann lést á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir umferðarslys 10. desember sl. Ég á margar ljúfar minningar um Hauk svo langt aftur sem ég man. Haukur og amma hafa verið mín stoð og styrkur í gegnum árum og erfitt verður að halda áfram án hans. Ég man eftir Hauki á Njarðargöt- unni í Keflavík þegar ég var lítil stúlka, man eftir þeim bræðrum en hann bjó með Jóni bróður sínum og ömmu minni, en þar var ég heima- gangur á fyrstu árum mínum. Man eftir því þegar þeir bræður lögðu sig eftir matinn til að hlusta á útvarps- fréttirnar og stelpuskottið þurfti að hnoðast í þeim og raskaði ró þeirra, var því tekið með umburðarlyndi. Síðar fluttu Haukur og amma til Reykjavíkur og fljótlega eftir það kom ég alkomin til þeirra 9 ára göm- ul og ólu þau mig upp sem sitt eigið barn. Á ég margar góðar minningar frá þeim árum, tel mig hafa átt áhyggju- lausa og góða æsku hjá þeim. Ég man eftir að hafa stundum fengið að fara með Hauki í vinnuna en á þeim árum vann hann mikið við að slípa gólf með gólfpússningarvél og fékk stelpuskottið stundum að ganga á undan vélinni með fötu og kúst til að bleyta gólfið, Haukur fylgdi á eftir á vélinni. Fann ég mjög til mín við að vera treyst fyrir þessu ábyrgðarfulla verki. Haukur bar ávallt mikla um- hyggju fyrir mér og börnum mínum og fylgdist grannt með að okkur skorti ekkert. Þegar ég byggði á Álftanesinu 1983 tók Haukur að sér að hlaða veggi og múra húsið að inn- an. Efast ég ekki um að það hús er best múraða húsið á Álftanesinu og þótt víðar væri leitað. Við vorum ekki alveg sammála um áferð steyp- unnar, ég vildi grófa áferð á veggjum en Haukur vildi fínpússa. Við fórum milliveginn og lét Haukur það eftir stelpunni að hafa grófa fínpússningu þótt honum þætti það ekki fínt. Í janúar sl. veiktist Haukur og var hann ekki samur á eftir og reyndi þá á ömmu sem var hans stoð og stytta. Hafði Haukur mestar áhyggjur af því að við amma myndum ekki spjara okkur þegar hans nyti ekki lengur við og þegar ég kom í heim- sókn í Aðallandið margspurði hann mig hvort mig vanhagaði örugglega ekki um neitt. Ég vil að lokum þakka Hauki fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina, það verður seint full- þakkað. Ég bið guð að vaka yfir ömmu og veita henni styrk á þessum erfiða tíma. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ellý Helga Gunnarsdóttir. Ég á margar góðar minningar um Hauk afa sem ég ætla ekki að telja upp hérna, þó vil ég nefna að ein af mínum fyrstu minningum um Hauk afa var bátasmíði hans á planinu á Búlandinu – seinna fór ég með hon- um á sjó á MS Guðnýju og ekki var ég stór þegar að hann leyfði mér að stýra aleinum, guttanum. Haukur afi hafði alltaf áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur, hann hafði trú á mér og þótt ég gerði mis- tök missti hann aldrei trúna á mér og því sem ég var að gera og var ávallt reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Eftir að Haukur afi hætti störfum var hann alltaf á ferðinni, fór í sínar daglegu gönguferðir. En nú hefur hann farið í sína síðusta gönguferð hér á jörðu. Trú hans á mér mun halda áfram að styrkja mig í því sem ég geri. Ég vona bara að ég geti gert seinna í líf- inu það sem hann gerði fyrir mig. Örn Jónsson. Það verður skrýtið að koma á Að- allandið vitandi það að Haukur er ekki lengur þar til að taka á móti mér. Ég minnist allra stundanna sem við áttum saman í gegnum tíðina. Bestar voru þó eldhúsumræðurnar okkar sem urðu oft fjörlegar og þá oftast þegar við ræddum pólitíkina eða menntamálin. Menntaskólaárunum eyddi ég hjá Hauki og ömmu og voru þau ár mér ómetanleg og mjög lærdómsrík. Ég get ekki kvatt Hauk án þess að þakka honum alla þá tryggð og elsku sem hann sýndi mér og Hauki mín- um. Og alltaf stóð hann með mér og trúði á það sem ég var að gera þó svo að hann værir nú ekki alltaf sam- mála mér í öllu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku amma og Ellý, megi Guð styrkja ykkur og okkur í sorginni. Elínborg. Í dag kveðjum við frænda minn Hauk Pétursson. Í minni minningu var Haukur maður sem var alltaf til staðar. Fyrst í Álftamýrinni en frá þeim tíma man ég fátt annað en að hægt var að fara upp til þeirra Ellu og Hauks og nýtti ég mér það örugg- lega óspart. Seinna þegar þau voru flutt í Búlandið var lengra að fara en samt sótti ég það stíft og fékk því oftast framgengt. Haukur var rólegur, yfirvegaður og traustur maður og að mínu mati sterkastur allra. Alltaf var allt á sín- um stað í kringum Hauk, verkfærin uppröðuð og allt hreint og fínt. Á þessum árum átti Haukur alltaf Volvo, einu sinni fengum við Aðal- björg systir að fara með þegar hann var að ná í nýjan bíl og fengum þá al- veg eins Volvo, bara úr plasti, það fannst mér ótrúlega flott. Í bílnum hans Hauks átti ég mín eigin sólgler- augu sem áttu sinn stað eins og allt annað, þar var líka alltaf menthol- brjóstsykur, allavega eftir að Hauk- ur hætti að reykja og tók upp brjóst- sykurinn í staðinn. Skemmtilegast af öllu var ef hann tók mig í „kleinu“ og henti mér upp í loft. Að fá að vera litla stelpan hans Hauks var eitthvað sem ég var svo stolt af. Þegar við fluttum austur varð fjarlægðin meiri og sambandið minna en Haukur fylgdist vel með og þegar ég kom suður aftur varð sam- bandið meira. Hann var ekki alltaf ánægður með uppátækin hjá mér, unglingnum, og lét mig nú alveg finna hvað honum fannst, enda skoð- anafastur maður, en hann gerði það líka þegar honum líkaði vel. Þá fékk ég frá honum hrós og klapp á bakið. Haukur var múrari og einn af þessum eldri iðnaðarmönnum sem allt virðast vita sem við kemur hús- byggingum. Þegar ég fór að leita mér að íbúð var Haukur að sjálf- sögðu tekinn með og hann mætti auðvitað með vasahnífinn, potaði og skrapaði í tréverk og steypu og kvað svo upp dóm. Dómi hans treysti ég fullkomlega. Hlýr hugur Hauks var mér stuðn- ingur, flest var hægt að ræða og ef illa stóð á var hann hjálpsamur og sýndi hug sinn í verki ef hann mögu- lega gat. Alltaf var hann fyrri til að bjóða fram aðstoð sína á hvaða hátt sem það var. Eitt sinn leysti hann mig af sem veðurathugunarmaður á Hveravöllum, á meðan ég fór á jepp- anum hans í bæinn í fáeina daga. Haukur og Ella fóru nokkur vor að hjálpa til við sauðburðinn hjá Eiríki bróður og líkaði það bara vel. Eftir að pabbi féll frá tók Haukur við hlut- verki hans enda höfðu þeir alltaf ver- ið mjög nánir bræður, þó að ólíkir væru. Síðasta ár var heilsan farin að bresta en kallið kom snöggt og á svo sorglegan hátt. Haukur er samt örugglega sáttur enda óttaðist hann það mest að verða ósjálfbjarga. Það hefði verið erfitt að skipta um hlut- verk þegar maður hefur alltaf verið stóri sterki maðurinn sem allir hinir geta reitt sig á. Blessuð sé minning hans. Elsku Ella og Ellý, ykkur sendi ég mínar samúðarkveðjur. Jóna Björk. HAUKUR PÉTURSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR P. ÁGÚSTSSON frá Stykkishólmi, Aflagranda 40, sem lést fimmtudaginn 11. desember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 19. desember kl. 10.30. Erla Jónsdóttir, María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð, Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Davíð Þjóðleifsson, Ásgeir Páll Ágústsson, Kristmann Jóhann Ágústsson, Hrefna Kristín Ágústsdóttir, Anna Sólveig Davíðsdóttir, Jón Davíð Davíðsson. Eiginmaður minn, HAUKUR PÉTURSSON múrarameistari, Aðallandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag, fimmtudaginn 18. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elínborg Sigurðardóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN BRYNDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR frá Blálandi, Skagaströnd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugar- daginn 20. desember kl. 11.00. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Sigurjón Guðbjartsson, Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson, Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir, Magnús Guðbrandsson, Hafrún Lind Guðbrandsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EYRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vesturbraut 1, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Parkinsonsamtökin. Sævar Sigurðsson, Ágústa Sævarsdóttir, Heiðar Örn Sverrisson, Guðbjörg Særún Sævarsdóttir, Þóroddur Halldórsson, Sólveig Jóna Sævarsdóttir, Valur Freyr Hansson, Helga Guðrún Sævarsdóttir, Dóra Rebekka Sævarsdóttir, Kristín Bessa Sævarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGURJÓNSDÓTTIR, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu- daginn 19. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas og Kirkjubyggingar- sjóð Lágafellssóknar. Guðríður Jónsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Baldur Birgisson, Jón Sævar Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Smári Sigurðsson, Stefán Ómar Jónsson, Brynja Guðmundsdóttir, Steinar Jónsson, Auður Eygló Kjartansdóttir, Snorri Jónsson, Prachim Phakamart, Reynir Jónsson, Ásta Dís Óladóttir, ömmubörn og langömmubörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.