Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 60
Í dag er fimmtudagur 18. des- ember, 352. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og eins og vér höf- um borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer fimmtudagsins 18. desember er 097206. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Á morgun föstudag hátíð- arbingó kl. 14, góðir vinningar, upplestur, töframaður og barna- kór. Jólasúkkulaði og rjómi. Allir velkomnir, ömmur og afar hvött til að taka barnabörnin með. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, al- menn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, hár- greiðslustofan opin, postulín, kl. 13 handa- vinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Kynslóðir mæt- ast í Hæðargarði á jólaballi í dag. kl. 14– 16. Gengið í kringum jólatréð með börnum úr leikskólanum Jörva og sungin jólalögin við undirleik Hljómsveitar Hjördísar Geirs. Jóla- sveinninn kemur kl. 15. Allir í fjölskyldunni eru velkomnir. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, vídeó-krókurinn opinn, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, leikfimi i Bjarkarhúsi kl. 11.20, glerlist og bingó kl. 13 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun vinnustofur opnar frá 9–16.30 og spilasalur frá hádegi. Þriðjudag- inn 30. desember er jólaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju, lagt af stað kl. 13.15, á eftir verður ekið um borgina ljósum prýdda, skrán- ing í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 13 gler- og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Kl. 13 verður hinn árlegi skreyt- ingadagur. Þá eru end- urnýjaðar gamlar skreytingar og greinar á leiði. Skráning í síma: 587 2888 eða á skrif- stofu. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Fótaaðgerð- ir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- og föstu- daga. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl.13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlusaumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gull- smára spilar í félags- heimilinu í Gullsmára 13 mánu- og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ. Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Opn- unartími í des. Mánud. til og með föstud: Kl. 9–14. Lokað frá og með mánud. 22. des. til mánud. 5. jan. S. 908 2882. (I. Kor. 4, 16.) DAGBÓK 60 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ     Fjölmargir einstak-lingar skrifa pistla á eigin heimasíður. Sumir eru að sjálfsögðu ritfær- ari en aðrir eins og geng- ur, en óhætt er að fullyrða að sjaldan hafi jafn marg- ir Íslendingar verið á rit- vellinum og um þessar mundir. Það gerir tæknin kleift, en nú notar fólk gjarnan forrit á við blogg- er til að skrifa á vefinn. Valur Einarsson segir sögu af litlu, ímynduðu samfélagi, á heimasíðu sinni, valure.blogs.com. Þar er annað fyrir- komulag á matvælaversl- un en hér, en einhvern veginn könnumst við þó við þetta fyrirkomulag annars staðar frá.     Valur segir: „Ímyndumokkur lítið samfélag. Þar er samstaða um að allir skuli hafa jafnt að- gengi að matvælum. Mat- ur er lífsnauðsynlegur og því ekki talið réttlátt að sumir geti fengið betri mat en aðrir. Stofnun á vegum ríkisins sér þar um alla dreifingu matvæla, þegnunum að kostn- aðarlausu. En stofnun þessi er fjársvelt af ríkinu og á því í mestu vandræðum með að útvega öllum mat. Bið- raðir myndast þar sem liðið geta dagar þar til matur fæst. Þrýst er á ríkið að veita meiri peningum til mat- vælastofnunarinnar. Ráðamenn svara til að engir peningar fáist, stofnunin þurfi að hag- ræða rekstri sínum. En aukinn sparnaður leiðir til enn minna af mat- vælum til þegnanna og lengri biðraða.     Ímyndum okkur nú aðviðhorf þessa sam- félags breytist snögglega og einkaaðilum sé veitt leyfi til að selja matvæli. Nokkrir kaupmenn opna verslanir og standa nú þegnarnir frammi fyrir tveim valkostum: bíða eft- ir ókeypis mat eða fá hann strax gegn greiðslu. Í fyrstu eru það ein- ungis hinir efnameiri sem geta nýtt sér þetta. Og kaupmennirnir hagnast. Það sjá aðrir og opna fleiri verslanir. Til að lokka kúnnana frá hinum lækka þeir verð á vörum sínum. Þar með hafa fleiri ráð á að greiða fyrir matvæli í stað þess að bíða eftir þeim úr hendi ríkisins. Biðraðirnar eftir mat- vælum byrja smám saman að styttast. Samkeppni milli kaup- manna verður loks til þess að matvæli fást á viðráð- anlegu verði fyrir þorra þegnanna. Hluti þeirra hefur þó ekki efni á þeim og er þeim hjálpað að kaupa þau í verslunum. Ráðamönnum verður ljóst að ekki er þörf á stofnun á vegum ríkisins til að tryggja að matvæli berist til allra. Ímyndum okkur loks að heilbrigðisþjónusta eigi í hlut, en ekki matvæli. Og að biðraðirnar séu í mán- uði eða ár, en ekki daga,“ segir Valur Einarsson á heimasíðu sinni. STAKSTEINAR Kunnuglegt fyrirkomulag Útlán nýrra bóka SÚ ákvörðun Borgarbóka- safnsins að taka ekki við pöntunum nýrra bóka kem- ur sem reiðarslag nú rétt fyrir jólin. Það er ekki hægt að segja að það sé góð jóla- gjöf til þeirra sem eru aðal- viðskiptavinir Bókasafns- ins, þ.e.a.s öryrkja og aldraðra. Öryrkjar og aldr- aðir hafa ekki efni á að kaupa sér nýjar bækur og því hefur það verið dásam- leg uppbót í lífinu að geta fengið nýjar bækur með þessum hætti. Einnig vegna þess að nýjar bækur eru aðeins kynntar fyrir jólin og þá er efni þeirra manni í góðu minni svo það er auðvelt að velja þær bækur sem áhugavert er að lesa á árinu. Hver er ástæðan fyrir því að nýjar bækur þurfi að verða fjögurra mánaða gamlar til að hægt sé að panta þær? Þær skýringar sem gefn- ar hafa verið, að nýju bæk- urnar séu aldrei inni vegna pantana, eru fáránlegar, eðli málsins samkvæmt eru nýjar bækur sífellt í útláni. Allir hafa sama rétt til að panta. Ég hef verið dyggur við- skiptavinur í Borgarbóka- safninu í áratugi, og hef dásamað þá þjónustu sem þar er veitt. Starfsfólk er að mínu mati einvala lið, þolinmótt og ljúft, það er ekki sælt af því að taka á móti óánægðum viðskipta- mönnum þessa dagana. Stjórn Borgarbókasafns Reykjavíkur, munið að það geta ekki allir stundað safnið með góðu móti, svo það er nauðsynlegt að geta pantað nýjar sem gamlar bækur. Vinsamlegast gerið okkur þetta ekki erfitt fyrir og gerið okkur kleift að njóta jólanna, kannski með nýrri bók. Sigríður Einarsdóttir. Til Borgarbókasafns ALDREI hafa fleiri bækur verið gefnar út en nú hjá þessari miklu bókaþjóð, yf- ir 500 bækur. Hvað gerir Borgarbókasafn nú, neitar í fyrsta sinn að taka við pöntunum frá viðskiptavin- um. Hverjir skyldu nota bókasöfnin mest? Kannski aldraðir og öryrkjar sem hafa síst efni á að kaupa þær bækur sem hugurinn girnist og eiga líklega erf- iðast með að fara margar ferðir á safn til að gá að nýrri bók á standi. En þær fáu bækur sem safnið kaupir eru ekki þar, einhver varð á undan að ná sér í bók, engar pantanir teknar fyrr en í mars. Hvers lags jólagjöf er þetta frá Borgarbókasafn- inu til viðskiptavina sinna? Bókaunnandi. Góðar veðurfréttir LAUFEY hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir góðar veður- fregnir hjá Sigurði veður- fræðingi og sagði að henni fyndist algjör óþarfi allt þetta fjaðrafok í kringum hann. Hann sé skemmtileg- ur og segi skemmtilega frá. Eins finnst henni í lagi að hann sé með langtímaspár, allir hljóti að vita að það séu 50% möguleikar á réttri spá. Aðalorsök bruna VEGNA umræðna um bruna í heimahúsum und- anfarið og að aðalsök bruna í heimahúsum sé bruni út frá eldavélum var ég að velta því fyrir mér af hverju er ekki hafður rofi á eldavélum þar sem hægt er að taka strauminn af með því á ýta á einn takka. Sá rofi ætti að vera á vegg með rauðu ljósi þar sem börn ná ekki til hans. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Börn í leikskólanum Seljaborg sækja sér jólatré í Heiðmörk í fylgd foreldra, leikskólakennara og jólasveinanna Hurðaskellis og Stekkjarstaurs. LÁRÉTT 1 vandræðaleg, 8 starfs, 9 reiði, 10 tangi, 11 þjóta, 13 eldstó, 15 hungruð, 18 þvo gólf, 21 kusk, 22 rýmdi, 23 ódauðleg, 24 ferlegt. LÓÐRÉTT 2 húsgögn, 3 gnýr, 4 þylja í belg og biðu, 5 veiki, 6 digur, 7 fall, 12 ætt, 14 fjáð, 15 botnfall, 16 bárur, 17 hrekkja- bragð, 18 dynk, 19 land- ræk, 20 grískur bók- stafur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kímin, 4 suddi, 7 pólar, 8 iðuðu, 9 puð, 11 afar, 13 einn, 14 ofboð, 15 hólk, 17 agns, 20 æða, 22 posar, 23 lofar, 24 runan, 25 annað. Lóðrétt: 1 kipra, 2 molda, 3 norp, 4 svið, 5 dauði, 6 Ið- unn, 10 umboð, 12 rok, 13 eða, 15 hopar, 16 lesin, 18 guf- an, 19 sárið, 20 æran, 21 alda. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Fréttin af dauða háhyrningsinsKeikós kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, eða heiðríku lofti eins og stundum heyrist. Keikó sálugi var sívinsæll og alltaf einhvers staðar á svamli auðvitað. Það kom ekki á óvart að Keikós skyldi minnst eins og manneskju þegar hann drapst. Í tengslum við dauða hans var gripið til hátíðlegrar orðanotkunar s.s. „Keikó allur“ og „jarðneskar leifar hans“ og þar fram eftir götum. En er ekki van- inn að tala um hræ þegar dýr drep- ast? Víkverji átti allt eins von á að heyra andlátstilkynningu í útvarpi þegar Keikó drapst.Tala bændur t.d. um að beljur látist eða andist jafnvel þótt þær hafi mjólkað vel og lengi og alltaf verið þægar? Er ekki hún Gríma gamla dauð? Þetta lætur eðli- lega í eyrum Víkverja. x x x Víkverji, sem er alfarið á móti boxi,heyrði eina sögu í heita pottinum fyrir skömmu. Þar var móðir ung- lingsdrengs að segja frá boxþjálfun stráksa, en hún mætti eitt sinn á æf- ingu hjá honum. Þegar hún sá dreng- inn sinn í hringnum þar sem höggin dundu á honum krossbrá henni, þar sem hún hafði ekki átt von á að það væri alveg svona mikill hasar í þessu. Auk þess var andstæðingurinn harð- fullorðinn karlmaður. Það fylgdi þó sögunni að stráksi var stór eftir aldri og því settur í hringinn með karli. En þótt mömmunni hafi brugðið nokkuð við þetta var hún þó á því að sonur sinn hefði lært að verjast og honum hefði aukist sjálfstraust. Þá hefðu vöðvarnir vaxið þennan boxvetur. Víkverja finnst þrátt fyrir allt þessi saga ágæt. Þó er rétt að benda á að hægt er að stæla vöðva og auka sjálfstraust með annars konar íþróttaiðkun án þess að heilinn þurfi að líða fyrir það um leið. Víkverji stingur upp á sundi, gönguferðum, jóga, taflmennsku og hjólreiðum. Reuters Látinn er í Noregi háhyrningurinn Keikó. Blessuð sé minning hans. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.