Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Samtökin SPES urðu til íjanúar 2000 þegar nokkurreglusystkin í alþjóðaSam-frímúrarareglunni Le Droit Humain ákváðu að gera eitthvað til að hjálpa börnum í Vestur-Afríkuríkinu Togo. SPES rekur nú heimili fyrir for- eldralaus börn í höfuðborginni, Lomé, þar sem börnunum er séð fyrir húsnæði, fæði, fatnaði, lyfj- um, læknishjálp, umönnun og fræðslu. Í augnablikinu eru á heimilinu 20 börn, það elsta sjö ára, en þegar fram líða stundir er stefnt á að um 140 börn muni fá þar heimili. Skammstöfunin SPES stendur fyrir Soutien Pout l’Enfance en Souffrance, stuðningur við þjáða æsku, og þýðir latneska orðið „spes“ von. Vonin er einmitt ein- kennandi fyrir þetta verkefni, seg- ir Njörður Njarðvík, forseti SPES, og kjörorð samtakanna því: „Sá sem bjargar einu mannslífi, bjarg- ar mannkyninu,“ úr Talmud, helgi- riti Gyðinga. Njörður segir að hugmyndin að því að opna barnaheimili í Togo hafi komið til eftir að hann kynnt- ist Victor de Medeiros, sem er fyrrverandi starfsmaður í utanrík- isþjónustu Togo, en kominn á eft- irlaun. „Við fórum að spjalla um það hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað, ekki bara tala, og það var nú eiginlega upphafið að þessu.“ Togo var áður frönsk nýlenda, og þar sem Njörður dvelst mikið í Frakklandi ákvað hann að stofna samtökin þar í landi, í febrúar árið 2000. Næsta skrefið var svo að fá leyfi yfirvalda í Togo til að starfa í landinu og var það mjög auðsótt, enda hjálpaði til að Victor hafði góð sambönd í ríkisstjórninni í þessu rúmlega fimm milljón manna landi. Forseti Togo gaf byggingarlóð Þegar öll leyfi voru komin tóku samtökin lítið einbýlishús í höf- uðborginni Lomé á leigu. Þar hófst starfsemi barnaheimilisins, og félagsmálayfirvöld völdu átta börn sem fluttu inn á heimilið, öll yngri en þriggja ára. Leiguhús- næðið var vígt í apríl 2001, og á þessum rúmlega tveimur árum sem liðu þar til varanlegt heimili fékkst hafði börnunum fjölgað í u.þ.b. tuttugu, öll yngri en þriggja ára. „Þetta vakti athygli í T vorum með vígsluathöfn s blöðum og sjónvarpi, og til þess að forseti landsi dema, kallaði mig fyrir sig skýrði fyrir honum hvað um að gera, og sagði honu værum að semja um kaup ingarlóð fyrir framtíða Hann hristi höndina og sa nei, ekki gera það, við sk ykkur fyrir byggingarl þakkaði honun að sjálfsög það, en varð mjög undran Seinna um daginn hitti forsætisráðherrann þáver lofaði hann að grennslast málið. „Þremur mánuðu fengum við skjal um að vi fengið byggingarlóð upp hektara í útjaðri Lomé.“ Þegar SPES var úthlu inni hafði verið byrjað byggja þar hús í óleyfi, tökin sömdu við þann s staðið fyrir því um að kau af honum, og kláruðu byggja það. Húsið var október sl. Til stendur að reisa se viðbótar á lóðinni, og mu kvæmdir við annað húsið janúar 2004. Vonir stand það takist að ljúka byggi á einu ári og þá verður taka við fleiri börnum. Þ Samtökin SPES reka heimili fyrir foreldrala Njörður Njarðvík (t.v.) fylgist með þegar Martha, elsta barnið á barnaheimilinu, klippir á borðann til að vígja nýja húsið sem verður heimili munaðarlausra barna. Öll b (t.h. Enginn skort um sem þurf Í Togo er mikið um munaðarlaus börn sem vantar sárlega heimili og öruggan samastað. Brjánn Jónasson spjall- aði við Njörð Njarðvík, sem sagði frá því hvernig gengur að byggja upp heimili fyrir munaðarlaus börn. Börnin sungu og dönsuðu við vígsluna í lok október í búningum s             ! "#$ % $ &' ()*% '      (      SLEGIST UM SLÆÐUR Jacques Chirac Frakklandsfor-seti mælti með því í ræðu erhann flutti í Elysée-höllinni í París í gær að sett yrðu lög í Frakk- landi er bönnuðu trúarleg tákn í frönskum skólum. Sagði forsetinn að stefnt skyldi að því að lögin tækju gildi áður en næsta skólaár hæfist haustið 2004. Forsetinn lýsti því jafn- framt yfir að sett skyldu lög er mein- uðu fólki að hafna meðferð læknis eða hjúkrunarfræðings á þeirri for- sendu að viðkomandi væri af gagn- stæðu kyni. Hann sagði aðskilnað ríkis og kirkju einhverja mikilvæg- ustu framförina með stofnun lýðveld- isins og bæri að styrkja þennan að- skilnað en ekki veikja. Hart hefur verið deilt um þessi mál í Frakklandi að undanförnu og hefur umræðan fyrst og fremst snúist um rétt múslímastúlkna til að klæðast slæðum í skólanum. Ef lögin verða sett myndi bann af þessu tagi hins vegar ná yfir öll helstu trúartákn, s.s. krossa og kollhúfur gyðinga. Mál af þessu tagi, er snerta skil kirkju og ríkis, hafa komið upp í öðr- um Evrópuríkjum að undanförnu. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði ítalsk- ur dómstóll að heimilt væri að láta krossa hanga áfram á veggjum í ítölskum skólum. Þess hafði verið krafist af íslömskum samtökum að slík kristin tákn skyldu gerð útlæg. Í tveimur þýskum sambandsríkjum, Bæjaralandi og Baden-Württem- berg, er nú unnið að því að banna kennurum, sem eru íslamstrúar, að klæðast slæðum með þeim rökum að vernda verði nemendur þar sem slæðurnar séu í auknum mæli að verða að pólitísku tákni í baráttu heittrúarmanna. Hvergi eru þessi mál hins vegar eins viðkvæm og í Frakklandi. Það má annars vegar rekja til þess að hvergi í Evrópu er að finna jafnstór- an hóp múslíma og í Frakklandi. Inn- flytjendur frá fyrrum nýlendum Frakka í Norður-Afríku; Alsír, Túnis og Marokkó, streymdu til Frakk- lands á sjötta og sjöunda áratug síð- ustu aldar og nú er talið að allt að fimm milljónir Frakka séu íslamstrú- ar. Í Frakklandi má raunar einnig finna fjölmennasta minnihluta gyð- inga í Evrópu en hann telur um sex hundruð þúsund manns. Hins vegar má rekja þessar deilur til þeirrar ríku hefðar sem er í Frakklandi fyrir algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju. Allt frá dögum frönsku byltingarinn- ar hefur franska lýðveldið verið fullt tortryggni í garð trúarbragða. Ein- valdar fyrri tíma stjórnuðu Frakk- landi með harðri hendi undir því yf- irskini að þeir sæktu vald sitt beint til Guðs. Helstu forsvarsmenn upp- lýsingastefnunnar í Frakklandi, s.s. Voltaire og Montesquieu, töldu kaþ- ólsku kirkjuna standa í vegi fram- fara. Í kjölfar byltingarinnar voru eignir kirkjunnar gerðar upptækar í stórum stíl og fulltrúar hennar urðu að sverja lýðveldinu hollustu sína. Tvívegis kom til styrjalda milli kaþ- ólsku kirkjunnar og Frakklands, 1798 og 1809, þar sem franskar her- sveitir hröktu páfa úr Páfagarði. Endanlega var skilið á milli ríkis og kirkju í Frakklandi árið 1905 og voru öll tákn trúarlegs eðlis þar með gerð útlæg úr opinberum byggingum í Frakklandi, þar með töldum skóla- byggingum. Þessar aðgerðir voru tiltölulega óumdeildar og það var ekki fyrr en íslamskir innflytjendur hófu að ögra banninu á níunda áratugnum sem deilur um trúarleg tákn í skólum blossuðu upp. Deilurnar hafa frá upphafi fyrst og fremst snúist um þá kröfu íslamskra kvenna að fá að klæðast höfuðslæðum að hefðbundn- um sið, einnig í skólum. Það olli mikl- um deilum, annars vegar vegna þess að slæðurnar voru taldar trúarlegt tákn, rétt eins og kollhúfur gyðinga, en einnig vegna þess að margir litu svo á að þær væru til marks um að norður-afrískir innflytjendur höfn- uðu aðlögun að frönsku samfélagi. Ólíkt mörgum öðrum evrópskum ríkjum hefur Frakkland verið mjög opið fyrir innflytjendum víðs vegar að úr heiminum en þá jafnframt gert þá kröfu til þeirra að þeir lagi sig að frönskum siðum og hefðum. Á móti hefur komið að hefðir og siðir inn- flytjenda hafa að hluta runnið saman við menningu Frakklands. Deilurnar um slæðurnar snúast því ekki síður um hvort það ógni frönsku samfélagi að hinn íslamski minnihluti sé eins konar samfélag innan samfélagsins. Árið 1989 kvað Conseil d’État, æðsti stjórnsýsludómstóll Frakk- lands, upp þann úrskurð að heimilt væri að bera trúarleg tákn í skólum ef í því fælist ekki ögrun eða áróður. Deilur héldu hins vegar áfram og ár- ið 1996 kvað dómstóllinn að nýju upp úrskurð þess efnis að allsherjarbann í skólum væri ógn við tjáningarfrels- ið. Niðurstaðan hefur verið sú að skólar hafa fengið ákveðið svigrúm og frelsi til að móta sína eigin stefnu og talið er að hundruð stúlkna klæð- ist nú slæðum daglega í frönskum skólum. Deilur um málið blossuðu hins veg- ar upp af fullum krafti fyrr á þessu ári, jafnt vegna trúartákna í skólum sem þeirrar kröfu stjórnvalda að ísl- amskar konur klæddust ekki slæðum við myndatökur vegna nafnskírteina. Undanfarna mánuði hefur nefnd und- ir forystu ráðherrans fyrrverandi, Bernards Stasis, mótað tillögur í málinu. Þær voru kynntar fyrr í mán- uðinum og lagði nefndin til að áber- andi tákn trúarlegs eðlis yrðu gerð útlæg úr skólum. Jafnframt lagði nefndin hins vegar til að tveir af helstu hátíðisdögum múslíma og gyð- inga, Eïd el-Kabir og Yom Kippur, skyldu gerðir að frídögum í frönskum skólum. Chirac hefur nú gert fyrri tillögu nefndarinnar að sinni en hafnar þeirri síðari. Það er þó vart við því að búast að þessi ákvörðun verði óum- deild. Vissulega benda kannanir til að meirihluti íslamskra kvenna í Frakklandi sé hlynntur slæðubanni. Hins vegar hafa ýmis samtök músl- íma lýst yfir að þau telji bann fela í sér fordóma gagnvart íslam og með því væri verið að ráðast á hefðir og menningu múslíma. Aðrir óttast að aðgerðir af þessu tagi kunni að styrkja stöðu heittrúarmanna. Það er athyglisvert að reglur, sem í upphafi var ætlað að draga úr valdi og áhrif- um kaþólsku kirkjunnar, skuli nú vera helsta ágreiningsefnið í sam- skiptum franska ríkisins og múslíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.