Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 10
„SÚ afstaða ríkisskattstjóra að skipa endurskoðendum og lögmönnum á svipaðan bekk og glæpamönnum verður í besta falli að teljast fráleit. Þessi afstaða stefnir trúverðugleika embættis ríkisskattstjóra í hættu þar sem ekki verður annað lesið úr full- yrðingum hans en að sjálfkrafa geti vaknað grunsemdir um að þeir sem njóta skattaráðgjafar og hagsmuna- gæslu sérfræðinga verði stimplaðir á þann hátt að þeir séu að reyna að komast hjá „eðlilegri“ skattlagn- ingu.“ Þetta segir Jón Elvar Guðmunds- son, lögmaður hjá Taxis Lögmönn- um, um þá skoðun Indriða H. Þor- lákssonar ríkisskattstjóra sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær að skattalögin séu sniðgengin í fleiri til- vikum en áður. Telur Jón Elvar með ólíkindum að æðsti embættismaður skattkerfisins vaði í svo mikilli villu að hann úthúði ónafngreindum ráð- gjöfum án þess að færa fyrir því rök. Brot gegn siðareglum að gæta ekki hagsmuna umbjóðenda Jón Elvar bendir á að erfitt sé að gera sér grein fyrir hvað ríkisskatt- stjóri telji vera eðlilega skattlagn- ingu. „Ég myndi t.d. hiklaust ráð- leggja umbjóðendum mínum að telja fram og greiða skatta í fullu sam- ræmi við sett lög og reglur. En ég myndi ekki ráðleggja þeim að greiða eins mikla skatta og þeir möguleg gætu innan marka laganna, það væri gróft brot gegn siðareglum lög- manna að gæta ekki hagsmuna um- bjóðenda eins og hægt er. Telur rík- isskattstjóri kannski siðareglur lögmannastéttarinnar heyra undir siðleysi?“ Jón Elvar bendir í þessu sambandi á að hann versli nær undantekninga- laust í lágvöruverðsverslunum með þeim afleiðingum að hann greiði lægri virðisaukaskatt en ella jafn- framt því að greiða viðbótarsparnað í lífeyrisjóð sem sé þá utan seilingar skattayfirvalda í bili. „Ætla menn að halda því fram að ég hegði mér ósið- lega með þessu?“ Jón Elvar segir alveg ljóst að hvorki sé hægt að áfellast einstak- linga né fyrirtæki fyrir það eitt að hagræði þeirra stangist á við hug- myndir ríkisskattstjóra um „eðlileg- ar“ skattgreiðslur og siðferði. „Að mínu viti,“ segir Jón Elvar, „ber að fagna því að skattþegnar landsins hafi möguleika á því að hegða sér með mismunandi hætti eft- ir mismunandi aðstæðum, með mis- munandi niðurstöðu. Það ber vott um að við lifum í frjálsu samfélagi, lausu undan oki embættismanna sem ann- arra. Það ber aftur á móti að leggja áherslu á það að virða ber leikregl- urnar sem settar eru í samfélaginu, að öðrum kosti er stutt í að komið sé í óefni. Aldalöng reynsla hefur hins vegar sýnt það að ef einungis sá sem valdið hefur þekkir reglurnar, beitir þeim og notar, þá er stutt í að brotið sé gegn rétti þegnanna. Það getur verið að ríkisskattstjóri aðhyllist ein- hvers konar aðhaldslaust einræði embættis síns í skattamálum, laus við aðhald frá þegnum og ráðgjöfum þeirr. En öllum ætti þó að vera ljóst að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Jón Elvar. Afstaða ríkisskattstjóra fráleit Gagnrýni vegna fjölgunar tilfella þar sem skattalög eru sniðgengin FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ólafsson hefur höfðað mál gegn Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, þar sem gerð er krafa til þess að tiltekin ummæli hans í fjölmiðlum verði dæmd dauð og ómerk. Hér á eftir birtist fréttatilkynning Jóns Ólafssonar af þessu tilefni í heild: „Jón Ólafsson hefur höfðað mál gegn Davíð Oddssyni forsætisráð- herra vegna ummæla sem hann hef- ur látið falla í fjölmiðlum um sölu Jóns á eigum sínum á Íslandi. Gerð- ar eru kröfur um að tiltekin ummæli forsætisráðherrans verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar í ríkis- sjóð og greiðslu miskabóta auk þess sem hann verði dæmdur til að greiða málskostnað stefnanda og kostnað við birtingu dómsins í auglýsingum. Stefna í málinu var birt forsætisráð- herra í morgun og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. janúar nk. Lögmenn stefn- anda eru Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. Í dómkröfum er þess krafist að eftirgreind ummæli forsætisráð- herrans verði dæmd dauð og ómerk: a) Ummæli stefnda í viðtali við Rík- isútvarpið þann 21. nóvember 2003: „Og maður hefur þá tilfinningu að þar með sé auðvelt að skjóta undan fjármunum þannig að ríkisvaldið eigi miklu erfiðara ef að skatta- álagning verður í samræmi við skattrannsókn að ná til sín þeim fjármunum sem þarna eru á ferð- inni. Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga.“ b) Ummæli stefnda í viðtali við Morgunblaðið þann 22. nóvember 2003: „Þann sama dag sem skatt- rannsóknarstjóri skilar af sér rann- sókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar stendur þessi banki fyrir því að losa hans eignir héðan.“ Í dómkröfum er þess einnig kraf- ist að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð fyrir ofan- greind ummæli og þær aðdróttanir um skattsvik og þjófnað sem í ofan- greindum ummælum felast. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 3.000.000,- í miska- bætur. Jafnframt er farið fram á að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 350.000,- til að kosta birtingu dóms í málinu, það er for- sendna og dómsorðs, í þremur dag- blöðum. Að síðustu er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Vegið að mannorði og sjálfsvirðingu Í rökstuðningi með stefnunni seg- ir m.a.: “…Árið 1998 fluttist stefnandi bú- ferlum með fjölskyldu sína til Eng- lands og hefur búið þar síðan. …Skattyfirvöld á Íslandi hafa nú um nokkurt skeið haft skattaleg málefni stefnanda til skoðunar en um það stendur deila hvort stefnandi eigi að telja fram og greiða skatta af tekjum og eignum sínum á Íslandi eða er- lendis. Sú deila hefur hvorki verið leidd til lykta af skattayfirvöldum né heldur dómstólum og ekki hefur ver- ið gefin út ákæra á hendur stefn- anda. …Stefnandi hefur hvorki verið ákærður fyrir skattsvik né þjófnað, hvað þá að hann hafi verið dæmdur fyrir slíka háttsemi, enda sé hann hvorki skattsvikari né þjófur. Um- mælin eru því ósannar og tilhæfu- lausar ásakanir og án nokkurs til- efnis af hálfu stefnanda. Er stefndi með ummælunum að vega að mann- orði og sjálfsvirðingu stefnda. Um- mæli stefnda eru rakalaus ósannindi og hefur stefndi þau í frammi annað hvort gegn betri vitund eða að minnsta kosti af fullkomnu skeyting- arleysi um réttmæti þeirra. Stefndi hefur með ummælum sínum um stefnanda tekið að sér hlutverk sögubera ósannra fullyrðinga og kjaftagangs. Í ljósi menntunar stefnda og stöðu stefnda og áhrifa í íslensku samfélagi verður að gera ríkari kröfur til hans um að hann gæti að sannleik orða sinna. Forsætisráðherra flutti ræðu á Hólahátíð í ágúst árið 1999 þar sem hann gerði að umtalsefni „blóðpen- inga glæpalýðs og eiturlyfjabaróna“ í Rússlandi og mikilvægi þess að Ís- lendingar yrðu ekki leiksoppur slíkra afla. Í fjölmiðlum var ítrekað fjallað um að þar hefði ráðherrann í raun verið að dylgja um fjárhags- legan bakgrunn Jóns Ólafssonar og sá Davíð Oddsson aldrei ástæðu til að eyða slíkum grunsemdum. Oft- sinnis síðan hefur ráðherrann höggvið undir rós í sama knérunn. Vegna eignarhalds síns í Norður- ljósum og um leið í sterkum fjöl- miðlum á Íslandi hefur Jón ekki fyrr en nú, þegar hann tengist ekki leng- ur fjölmiðlun í landinu, viljað leita réttar síns gagnvart dylgjum for- sætisráðherra. Ekki hægt að sitja þegjandi lengur Jón Ólafsson segir eftirfarandi um málshöfðunina: „Það er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi lengur undir þessum málflutningi og það sýnir einnig einkennilegan skilning á viðskiptum að halda því fram að sala á eignum dragi úr hugsanlegri greiðslugetu. Verði niðurstaða í deil- um mínum við skattayfirvöld sú að mér beri að greiða aukna skatta á Ís- landi mun ég að sjálfsögðu hlíta þeim úrskurði. Af minni hálfu hefur enginn þjófnaður átt sér stað og ég hef hvorki verið ákærður né dæmd- ur fyrir skattalagabrot af neinu tagi. Forsætisráðherra má einfaldlega ekki komast upp með orðbragð og framkomu af þessu tagi.““ Jón Ólafsson höfðar mál á hendur forsætisráðherra VÍÐA tíðkast það á heimilum landsmanna að fjöl- skyldur koma saman fyrir jól til að skera laufabrauð. Margir hafa náð góðum tökum á að skera mynstur í laufabrauðið, en það má segja að Brynja Björk Hinriks- dóttir sé einsklega listræn í þessu sambandi. Þessi hringur sem hún skar í laufabrauðið er handskorinn með samtals 32 laufum, og í raun synd að einhverntím- ann verði þetta laufabrauð borðað. Hún bætti síðan um betur og skar út köku með 64 laufum þótt ekki hafi það verið skjalfest á mynd. Ljósmynd/Hinrik Árni Bóasson Laufabrauðsskurður ÞÓR Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, segir í grein á heima- síðu Verslunarráðsins að skrif ríkis- skattstjóra séu vísbending um að gamla embættismannakerfið sem oft hafi beinlínis starfað gegn viðskipta- lífinu og sýnt því hroka sé að vakna til lífsins aftur. Mörg áföll sem skaðað hafi viðskiptalífið hafi reyndar gefið þessum draugum tækifæri til þess að lifna við en það réttlæti þó ekki stór- yrði Indriða. „Í grein sinni gefur Indriði í skyn að fyrirtæki og ráðgjafar þeirra reyni allt til að komast hjá eðlilegum skatt- greiðslum. Þá veður hann úr einu í annað og fjallar m.a. um það hvernig blásnauðir menn verði milljarðamær- ingar á einni nóttu í viðskiptalífinu! Íslenska embættiskerfið hefur að mörgu leyti batnað á undanförnum árum. Ástæðan er án efa sú að síðustu ríkisstjórnir hafa sýnt skilning á mik- ilvægi frjálsra viðskipta og bætts rekstrarumhverfis fyrirtækja. Í kjöl- farið hefur embættismannakerfið batnað. Gamla kerfið sem starfaði oft beinlínis gegn viðskiptalífinu hafði vikið fyrir faglegri og jákvæðari sjón- armiðum. Með grein Indriða má þó segja að vísbendingar séu um að gamla kerfið sé að vakna til lífsins að nýju og hlakki til þess að taka upp gamla siði sem einkenndust af hroka gagnvart fyrirtækjastarfseminni. Vissulega má segja að viðskiptalífið hafi gefið þess- um draugum í kerfinu tækifæri til þess að lifna þar sem hvert áfallið hef- ur dunið yfir sem skaðað hefur ímynd viðskiptalífsins. Það réttlætir þó eng- an veginn slík stóryrði ríkisskatt- stjóra gagnvart fyrirtækjum,“ segir Þór í grein sinni. Engin réttlæting fyrir stóryrðum NÝ þjónustustöð Olíufélagsins verður opnuð í dag í Mos- fellsbæ, að Háholti 11, á mótum Vesturlandsvegar og Þver- holts. Þar er í boði öll almenn eldsneytisafgreiðsla, verslun Nestis, Subway veitingastaður og Löður þvottastöð. Stöðin verður opin allan sólarhring- inn. Fyrsta skóflustunga stöðvar- innar var tekin í apríl í ár. Boð- ið verður til opnunarhátíðar á laugardaginn og munu Ragn- heiður Ríkharðsdóttir bæjar- stjóri og Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, opna hana formlega kl. 13. Ný þjón- ustustöð Esso í Mosfellsbæ ÞINGRÉTTURINN í Lófót í Noregi hefur komist að þeirri niðurstöðu að björgunarfélagið Seløy Undervanns- service fái ekki veð í flaki Guðrúnar Gísladóttur KE vegna kröfu um greiðslu fyrir björgunarstörfin, sam- kvæmt frétt af skip.is. Rétturinn seg- ir Festi ehf. ekki vera aðila málsins og kröfunum verði að beina gegn Íshúsi Njarðvíkur og GGKE 15 hópnum. Björgunarfélagið stefndi Festi ehf., útgerðarfélagi Guðrúnar Gísladóttur KE í von um að rétturinn veitti því heimild til lögveðs í skipinu vegna kröfu um milljóna tugi íslenskra króna vegna vinnunnar. Dómurinn segir Seløy hafa samið við milliliði og það bakaði útgerðinni ekki ábyrgð í þótt hún hafi leyst skipið til sín. Fær ekki veð í flaki Guðrún- ar Gísladóttur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.