Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 67 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina Sýnd kl. 6. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14.  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! Sýnd kl. 6. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára  Kvikmyndir.com kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.  Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Kl. 5. Með ensku tali Will Ferrell Sýnd kl. 5. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA!  Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com FJÓRÐA hljóðversplata Eyjólfs Kristjánssonar, Stjörnur, kom út fyr- ir stuttu. Fimmta platan er tónleika- skífan Engan jazz hér! sem út kom í fyrra. Band-„fílingur“ Eyjólfur segir lögin á þessari nýju plötu nærfellt öll vera samin á þessu ári þótt hugmyndirnar séu misgaml- ar. „Platan er í mýkri kantinum,“ seg- ir Eyfi. „Þetta flauelsmjúka popp sem maður er þekktur fyrir. Ég og Jón Ólafsson, sem tók upp plötuna, ákváðum aukinheldur að vera ekkert að þenja röddina, heldur hafa þetta lágstemmt. Það er helst í tökulög- unum sem maður fer hátt með rödd- ina („Leather and Lace“ og „In the Still of the Night“). Svo er „Álfar“ (eftir Magnús Þór Sigmundsson) í mjög hárri tóntegund. Enda fékk ég Stefán Hilmarsson til að syngja það mér að mestu (brosir).“ Eyjólfur segir plötuna unna meira og minna af sama mannskapnum, strákum sem hafa verið með honum á undanförnum tveimur plötum. Þetta eru þeir Jóhann Hjörleifsson (trommur), Friðrik Sturluson (bassi) og Jón Ólafsson (hljómborð). Eyjólf- ur spilar svo gítarana sjálfur að mestu leyti. Þá koma til ýmsir aðstoð- armenn einnig. „Þannig að það er svona band- „fílingur“ í gangi,“ segir Eyjólfur. Lögin koma stöðugt hjá Eyjólfi, meðfram mikilli spilamennsku, en tónlistin hefur verið lifibrauð Eyjólfs í yfir tuttugu ár, eitthvað sem hann fagnaði með áðurnefndri tónleika- plötu. „Þetta er bara mín köllun í lífinu, að vera í tónlist. Maður er að fást við lagahugmyndir allt árið, sumt verður ekki að lögum fyrr en löngu seinna. „Ég lifi í draumi“ og „Álfheiður Björk“ eru lög sem urðu til ’82 og ’84“ en komu ekki út fyrr en ’88 og ’90. Það þarf einfaldlega pressu, í formi plötuútgáfu, til að fullvinna þessar hugmyndir.“ Vinnan við Stjörnur var fumlaus enda vanir menn í brúnni. „Ég vil líka að þessir menn sem vinna plötuna með mér setji sitt handbragð á lögin. Annars væri ég ekki að leita til þeirra.“ Eyfi talar um hjá starfandi tónlist- armanni hljóti hin sköpunarlega þörf að knýja á. „Ég er að vinna allan árs- ins hring sem tónlistarmaður og þá bankar þessi þörf reglulega á hjá manni – að senda frá sér lög og texta sem maður er að hnoða saman. Ég hef nú aldrei litið á mig sem merki- legan textasmið en ég tek þó alla vega á málum sem mér eru hugleikin. Maður horfir í kringum sig og er kannski ekkert ánægður með það sem maður sér í blöðunum, finnst heimurinn hálfpartinn vera á leiðinni í ræsið. Svo er maður að gera upp alls konar mál, gamlar kærustur og svona (hlær). Svo sendi ég smá skilaboð til eiginkonunnar. Þetta er bara lífið, það sem stendur manni næst. Ég nota það yfirleitt í textagerð.“ Eyfi er að lokum spurður að því, hvað hafi nú rekið hann í þessa til- teknu plötu. „Það má segja að það hafi komið svona „Lok lok og læs“-tilfinning þegar tónleikaplatan var gerð, en þar fór ég svona yfir ferilinn,“ segir hann. „Sú tilfinning rak mig í það að gera nýtt efni. Mér fannst bara tilhlýðilegt að dúkka upp með nýtt efni í lokin á þeirri törn. Ég er að gera nettar til- raunir hér, ég prófa t.d. að syngja á ensku en það hef ég aldrei gert á sóló- plötunum mínum.“ Að lokum má geta þess að Eyfi fékk afhenda gullplötu í þessum mán- uði fyrir tónleikaplötuna Engan jazz hér! en skífan fékk lofsamlega dóma hér í Morgunblaðinu á sínum tíma. Eyfi og Stjörnurnar Mjúkt og lágstemmt Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyfi ásamt dætrum sínum, Agnesi og Guðnýju. Eyfi verður að spila á næstunni. Um helgina verður hann á Kringlukránni ásamt hljómsveit sinni, Íslands eina von. Annan í jólum og daginn eftir verða þeir svo á Lundanum, Vestmanna- eyjum. Stjörnur er komin út. arnart@mbl.is HILMIR snýr heim, lokakafli Hringadróttinssögu, var frumsýnd í nokkrum löndum í gær, þ.á m. Bandaríkjunum og Bretlandi. Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna myndarinnar, ekki síst vegna þess að gagnrýnendur hafa hlaðið myndina lofi og ber flestum saman um að hún sé jafnvel betrungur fyrri myndanna tveggja. Margir þeirra telja fullvíst að myndin muni sópa að sér Óskarsverðlaunum en nú þegar er hún farin að sópa að sér verðlaunum því gagnrýnendur í New York hafa valið hana bestu mynd ársins og Bandaríska kvik- myndastofnunin setti hana á lista yfir tíu bestu myndir ársins. Hilmir snýr heim verður frum- sýnd hér á landi annan í jólum og er miðasalan þegar hafin. Reuters Orlando Bloom (Lególas) og Bill Boyd (Kátur) bregða á leik daginn fyrir frumsýninguna í Los Angeles. Hilmir heillar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.