Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 16
Reuters Íraskir lögreglumenn skoða brakið úr tankbíl sem sprakk í Bagdad í gær. til hann yrði leiddur fyrir rétt í Írak. Bandarískir hermenn gerðu áhlaup á bæinn Samarra, norður af Bagdad, í fyrrinótt og handtóku a.m.k. tólf menn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í árásunum í Írak að undanförnu. Áður höfðu um 80 manns verið teknir höndum í bænum, þeirra á meðal maður sem er talinn hafa fjármagnað andspyrn- una gegn hernámsliðinu. The Washington Post sagði að í skjali, sem fannst þegar Saddam Hussein var handtekinn um helgina, væru ýtarlegar upplýsingar um allt að fjórtán hópa, alls um þúsund manns, sem hefðu tekið þátt í árás- unum í Írak. Þessar upplýsingar hefðu gert Bandaríkjaher kleift að handtaka þrjá fyrrverandi herfor- ingja sem hefðu stjórnað árásum í Bagdad og nágrenni. TÍU manns biðu bana og fimmtán særðust í Bagdad í gær þegar sprenging varð í tankbíl á fjölförnum gatnamótum. Bandaríkjaher sagði í gærkvöldi að þetta hefði ekki verið árás, heldur slys. Talsmaður hersins sagði að tank- bíllinn hefði lent í árekstri við rútu með þeim afleiðingum að eldur kom upp og mikil sprenging varð. Talsmaðurinn sagði að í tanknum hefði aðeins verið bensín. Áður hafði lögreglustjóri Bagdad-borgar sagt að bíllinn hefði verið hlaðinn sprengiefni og ökumaðurinn hefði ætlað að sprengja hann við lögreglu- stöð. Muaffak al-Rubaie, sem á sæti í íraska framkvæmdaráðinu í Bagdad, skýrði frá því í gær að Saddam Hussein væri haldið í grennd við höf- uðborgina og hann yrði þar þangað Sprenging ban- ar tíu í Bagdad Saddam Hussein haldið í grenndinni Bagdad. AFP, AP. ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR einræðisherrar og harð- stjórar seinni tíma hafa annaðhvort orðið að gjalda fyrir afbrot sín með lífinu eða þeir hafa farið í útlegð. En nú virðist sem Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, muni verða dreginn fyrir rétt og hann fái meðferð í anda réttarríkisins. Í grein AP-fréttastofunnar er rifjað upp að skæruliðar á Ítalíu sem handsömuðu Benito Mussolini og ástkonu hans, Clöru Petacci, hafi, eftir að hafa skotið þau til bana, hengt líkin upp á fótunum. Adolf Hitler fyrirfór sé í byrgi sínu í Berlín ásamt Evu Braun er stríð- inu var að ljúka í Evrópu vorið 1945. Rauði herinn var þá aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá byrginu en Hitler slapp við að svara til saka fyrir glæpi sína í Nürnberg-réttarhöldunum þar sem margir af nánustu samverkamönn- um hans voru dæmdir. Nicolae Ceausescu og kona hans, Elena, voru bæði líflátin í bylting- unni í Rúmeníu 1989. En Jósef Stalín var við völd til dauðadags og er sagður hafa dáið í rúmi sínu af völdum heilablóðfalls. Hinn blóði ataði einræðisherra Úganda, Idi Amin, flúði land óskaddaður og bjó síðustu áratugina við allsnægtir í Sádi-Arabíu. Mobutu Sese Seko í Kongó, sem þá hét Zaire, fékk einnig að fara úr landi en lést skömmu síðar og naut því ekki lengi allra auðæfanna sem hann stal af þjóð sinni. Íraskar hefðir grimmúðlegar Abdel Karim Kassem velti síð- asta konungi Íraks af stóli í bylt- ingu 1958 og konungurinn, sem var liðlega tvítugur, var þegar tekinn af lífi. En nokkrum árum síðar var Kassem einnig steypt og þá hlaut hann sömu örlög. Það væri því í samræmi við hefðina að Saddam Hussein fengi ekki að kemba hær- urnar. Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, tókst um hríð að sveipa sig ljóma ættjarðarsinnans með því að verjast af krafti í stríðs- glæparéttarhöldum í Haag. En nú mun fylgi hans loks vera hrunið meðal almennings í Serbíu. Ímynd sterka leiðtogans skiptir hann öllu. Gary J. Bass, prófessor í stjórnmálafræði við Princeton- háskóla í Bandaríkjunum, segir að myndirnar af Saddam í haldi Bandaríkjamanna, sem sýndar voru í sjónvarpi og hafa sums staðar vakið hneykslun þeirra sem finnst meðferðin á fanganum ómannúðleg, hafi gegnt úrslitahlutverki: að sundra ímynd harðstjórans meðal Íraka. En Bass segir að ekki skipti síð- ur máli að Saddam hafi fengið að halda lífi. Sýnir að lýðræðisþjóðir haga sér öðruvísi „Þannig hafa flestir íraskir leið- togar ekki látið völdin af hendi,“ segir hann. Myndirnar af Karim Kassem í haldi hafi verið svipaðar og myndirnar af Saddam núna en með þeim reginmun að Saddam sé á lífi; Kassem hafi verið myndaður eftir aftökuna. Bass segir aðdáun- arvert að menn hafi haft hemil á sér og væg meðferðin á Saddam sýni öllum heiminum að lýðræðis- þjóðir hagi sér öðruvísi en einræð- isherrar. Reed Brody, talsmaður mann- réttindasamtakanna Human Rights Watch í New York, segir að síðasta áratuginn hafi orðið gerbreyting á afstöðu manna til þess hvernig fara skuli með fyrrverandi einræðis- herra. Líkurnar á því að þeir verði dregnir fyrir rétt hafi stóraukist. „Í fyrsta sinn í sögunni er svo komið að raunverulegar líkur eru á því að sá sem fremur glæpi gegn mannkyninu verði sóttur til saka,“ segir Brody. Misjöfn örlög harðstjóra Vaxandi líkur síðustu árin á að þeir séu látnir svara til saka fyrir rétti Lík Mussolinis í Mílanó 1945. Skæruliðar tóku hann af lífi og hengdu líkið upp á fótunum. STJÓRNMÁLAMAÐURINN Jörg Haider hefur enn á ný vald- ið uppnámi í Austurríki með um- mælum sínum en hann segist ekki sannfærður um að Banda- ríkjamenn hafi raunverulega handsamað Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Haid- er, sem þykir um- deildur í meira lagi, telur hugsanlegt að um einhvern fjöl- margra tvífara Saddams sé að ræða. Haider, sem er fylkisstjóri Kärnten og ræður flestu í austurríska Frels- isflokknum, kallar handtöku Saddams sl. laugardag „ansi hreint sviksamlegar æfingar“ og „annars flokks farsa af hálfu Bandaríkjamanna“. „Munnvatnssýnið sem þeir tóku úr honum er gagnslaust því þeir höfðu ekkert eldra sýni,“ sagði Haider í sjón- varpsviðtali á þriðjudagskvöld. „Það er ekki hægt að bera sýnið saman við neitt.“ Þá sagði Haider að maðurinn sem Bandaríkjaher handsamaði „gæti allt eins verið einhver tví- fara Saddams“. Haider heimsótti Saddam í febrúar 2002 og vakti síðan mikla úlfúð skömmu áður en ráðist var á Írak í mars sl. er hann lýsti sig tilbúinn til að bjóða Saddam öruggt hæli. Líkir Bush og Saddam saman Á þriðjudag sagði Haider að lítill munur væri á Saddam og George W. Bush Bandaríkja- forseta. „Ég myndi eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra tveggja. Báð- ir hafa gerst brotleg- ir við alþjóðalög og framið mannrétt- indabrot. Annar er að vísu svo heppinn að fara fyrir stór- veldi [...] á meðan hinn var bara aumur einræðisherra.“ Bætti Haider því við að Saddam hefði engan veginn verið versti einræðisherr- ann sem nú væri uppi. „Í samanburði við aðra einræðisherra, s.s. í Kína og Ísrael, verð ég að segja að ég á erfitt með að sjá mun- inn.“ Ýmsir andstæðingar Haiders í austurrískum stjórnmálum for- dæmdu ummæli hans í gær. „Að bera saman blóði drifinn einræð- isherra og lýræðislega kjörna forseta eða ríkisstjórnir er að mínu mati algerlega út í hött,“ sagði m.a. Benita Ferrero- Waldner utanríkisráðherra. Kallar handtöku Saddams farsa Vínarborg. AP, AFP. Jörg Haider
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.