Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rósa Guðnadótt-ir fæddist í Eyj- um í Kjós 4. apríl 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar Rósu voru hjónin Guðrún Hansdóttir Stephen- sen, f. á Hlemmi- skeiði á Skeiðum 8.8. 1877, d. 15.4. 1956 og Guðni Guðnason, f. í Eyjum í Kjós 28.5. 1877, d. 2.11. 1964. Systkini Rósu: Hans, f. 27.8. 1911, d. 22.9. 1983; Lilja, f. 4.4. 1913, d. 25.2. 1961; Guðni, f. 2.8. 1915; Guðrún, f. 30.5. 1917, d. 4.12. 1987; Ingólfur, f. 27.10. 1919. Rósa giftist Skúla Hallssyni 1943, f. 27.1. 1918, d. 21.8. 1992. Foreldrar hans voru hjónin Hall- ur L. Hallsson, f. 23.4. 1890, d. 12.10. 1968 og Amalía H. Skúla- dóttir, f. 23.10. 1891, d. 30.9. 1972. Rósa og Skúli eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Amalía H. H. Skúla- dóttir, f. 11.7. 1944, maki: Leon- hard I. Haraldsson, f. 18.3. 1943. Börn þeirra eru: Haraldur Óskar, f. 17.11. 1969, Ásta, f. 26.10. 1973, Halla Ingibjörg, f. 8.8. 1976 og Ingunn Guðfinna, f. 8.8. 1976. 2) Hallur Skúlason, f. 20.8. 1947, maki: Lilja Kristófersdótt- ir, f. 1.9. 1957. Börn þeirra eru: Hallur f. 7.3. 1984 og Auður f. 6.1. 1988. Hallur átti Hildi Hrund f. 17.7. 1974, með fyrri konu sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur, f. 17.3. 1952. Barna- barnabörnin eru sex. Rósa og Skúli slitu samvistum. Rósa ólst upp í for- eldrahúsum í Eyjum í Kjós og gekk í skóla í sveit sinni og vann öll verk sem til féllu á heimilinu. Hún fór að heiman til Reykjavíkur liðlega tvítug að aldri og vann þar ýmis störf, m.a. á barnaheimilum og sjúkrahúsi Hvítabandsins. Haustið 1938 fór Rósa í kvennaskólann á Blönduósi og lauk þaðan prófi vorið 1939. Allt frá þeim tíma bjó hún í Reykjavík og starfaði þar uns heilsa hennar brast á miðjum aldri. Síðustu árin naut hún umönnunar á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Útför Rósu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hún kom úr Kjósinni hún Rósa, af bændafólki komin og voru þau sex systkinin. Í heimahögum lá það í hlutarins eðli að allir legðust á eitt og tækju til hendinni um leið og kraftar leyfðu við bústörfin. Hún hleypti heimdraganum um tvítugt og fór til Reykjavíkur til starfa og á vit lífsins um 1930. Þar vann hún ýmsa verkakvennavinnu, á barnaheimilum, sjúkrahúsum og í heimahúsum. Alltaf er tóm gafst til eða hlé varð á vinnu fór hún heim í sveitina sína sem var henni svo kær. Fyrir löngu var hún búin að segja okkur að þar vildi hún hvíla með sínu fólki að jarðlífi loknu. Örlagadísirnar höguðu málum þannig að Rósa réðst sem aðstoð- arstúlka um 1940 hjá Halli L. Halls- syni, sem rak tannlæknastofu sína hér í Reykjavík. Þar var fyrir Skúli, eldri sonur Halls, í tannsmíðanámi. Þau felldu hugi saman og giftust 1943. Leiðir okkar Rósu lágu svo saman 1964 þegar ég varð svo lán- samur að kynnast dóttur hennar. Rósa tók mér af mikilli vinsemd og átti ég frá fyrstu tíð í henni vissan bandamann ef á þurfti að halda. Um langt árabil héldum við saman heimili sem ein fjölskylda við Halla, dóttir hennar og börnin okkar fjög- ur. Á þessum árum var heilsu henn- ar nokkuð tekið að hraka en hún dró ekki af sér og lét ekki sinn hlut eftir liggja fyrr en í fulla hnefana. Hún vann hlutastörf við ræstingar víða í bænum og vílaði ekki fyrir sér að fara af stað fyrir allar aldir, þess vegna fótgangandi ef strætisvagna- ferðir voru ekki hafnar, til að ljúka því sem hún hafði tekið að sér og vera komin aftur til að létta undir og líta til með börnum ef á þurfti að halda. Rósa var eldheitur sósíalisti, lá aldeilis ekki á skoðunum sínum í skrafi um landsmál og pólitík. Alltaf tók hún málstað þeirra sem báru rýran hlut frá borði og undi illa mis- rétti sem hún taldi vera í þjóðfélag- inu. Gjarnan mátti þá heyra úr munni hennar: „Ég held þeir séu orðnir vitlausir þessir menn,“ það var ekki illa meint en oft ofbauð henni. Rósa var einstaklega elsk að börnum, og þau hændust að henni. Hún sýndi þeim takmarkalausa þol- inmæði og elskusemi. Hún átti stór- an þátt í uppeldi barna okkar, kenndi þeim vísur, sagði sögur og var alltaf til taks þegar þau þurftu sem vinur og jafningi. Við finnum það öllsömul svo glöggt nú við fráfall hennar, hve mikilvægur og dýrmætur þáttur hún var í lífi okkar allra. Hafi hún heila þökk fyrir það allt saman. Ævikvöldið átti Rósa á Hjúkrun- arheimilinu Eir sem var hennar heimili síðustu fimm árin. Hún var þá farin að heilsu. Aldrei kvartaði hún yfir sínum hlut, það var ekki hennar háttur í lífinu. Á Eir naut hún frábærar hjúkrunar og um- hyggju sem hér er þakkað fyrir. Blessuð sé minning Rósu Guðna- dóttur. Leonhard Haraldsson. Upp í hugann komu margar minningar þegar ég hélt í hönd Rósu, tengdamóður minnar, þegar hún var að yfirgefa þennan heim. Ein þeirra var að þegar við hittumst fyrst kom strax í ljós hversu hrein- skilin Rósa var. Hún sagði mér frá tvíburasystur sinni sem hét Lilja, eins og ég, og sagði jafnframt að sér hefði nú alltaf fundist nafnið Rósa fallegra en Lilja. Þegar við Hallur bjuggum erlendis fengum við mörg bréf frá henni þar sem hún var m.a. að biðja okkur að gæta okkar nú vel. Þar kom fram hversu vel hún fylgdist með öllum fréttum alls stað- ar í heiminum, enda kölluðum við hana líka oft ,,blaðadrottninguna“. Hún las blöðin spjaldanna á milli og þegar farið var að senda út frá Alþingi í sjónvarpinu stytti hún sér stundir við að horfa og hlusta á allar þær umræður. Enda kom maður aldrei að tómum kofunum hjá Rósu þegar stjórnmál voru annars vegar. Þar hafði hún mjög ákveðnar skoð- anir bæði á mönnum og málefnum. Oft talaði Rósa um uppvaxtarárin í Kjósinni og hversu erfið lífsbar- áttan var á þeim tíma. Hún hefði viljað ganga menntaveginn enda góðum gáfum gædd og hefði auð- veldlega getað náð sér í þá menntun er hugur hennar hefði staðið til. En aðstæður hennar buðu ekki upp á það. Henni var það ofarlega í huga alla tíð að barnabörnin næðu sér í menntun og vildi veg þeirra sem mestan. Rósa var frekar hlédræg en naut þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og var þá kát og skemmtileg. Þær stundir urðu þó færri heldur en við hefðum óskað vegna veikinda henn- ar undanfarin ár. Það er alltaf erfitt að finna réttu orðin þegar að kveðjustund kemur. Takk fyrir allt, elsku Rósa, og far þú í guðs friði. Minning þín lifir að eilífu. Þín tengdadóttir, Lilja. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Þessi vísa er mjög sérstök í okkar huga og eigum við mjög góðar minningar tengdar henni vegna þess að amma Rósa, eins og hún var alltaf kölluð, söng hana mjög oft fyrir okkur þegar við vorum lítil. Eftir því sem við eldumst sjáum við betur hversu lánsöm við erum að eiga góða fjölskyldu. Minningarnar sem við eigum um ömmu Rósu eru allar mjög kærar, þar sem hún var alla tíð einstaklega góð og nærgætin við okkur ömmu- og langömmu- börnin. Hún sá ekki sólina fyrir okkur og bar mikla og endalausa umhyggju fyrir okkur. Aldrei neit- aði hún okkur um neitt, þrátt fyrir erfiðan Parkinsonssjúkdóm sem hún lifði við nánast helming af sinni ævi. Það sem einkenndi ömmu var ótrúlegur dugnaður. Hún vann lengi eftir að heilsunni fór að hraka, skipti þá engu máli þótt hún þyrfti að fara fótgangandi á milli vinnu- staða, en hún vann gjarnan fleiri en eitt starf. Milli okkar ömmu ríkti sérstakt samband sem lýsti sér þannig að við gátum rætt um allt milli himins og jarðar. Hún gaf sér góðan tíma til að spjalla við okkur. Fyrir u.þ.b. fimm árum fékk amma Rósa nánast í afmælisgjöf langömmubarn sitt nr. 2 en einungis þrír dagar voru á milli þeirra. Ekki minnkaði ánægjan þeg- ar barnið var skírt Rósa Kristín í höfuðið á henni. Amma Rósa hafði mjög afdrátt- arlausar og ákveðnar skoðanir á pólitík, eins og hún orðaði það sjálf. Þó að þær skoðanir væru alvöru- gefnar grínaðist maður Höllu, Árni, oft við hana um þessi málefni í heimsóknum þeirra upp í Eir, en þangað fóru þau a.m.k. einu í sinni í viku eða oftar, annaðhvort saman eða sitt í hvoru lagi. Það var mjög gaman að spjalla við hana um allt á milli himins og jarðar því hún hafði lifað tímana tvenna, tvær heims- styrjaldir, kreppuna miklu o.fl. Frá árinu 1998 bjó amma Rósa á Hjúkrunarheimilinu Eir við mjög góða umönnun og á starfsfólkið þar bestu þakkir skildar fyrir alúð, hlýju og þolinmæði. Ömmu leið mjög vel á Eir, er við spurðum hana hvernig henni líkaði vistin var svar- ið alltaf það sama, að henni liði vel og að starfsfólkið hugsaði vel um hana. Amma hafði mikla ánægju af að hlusta sögur og syngja. Í heim- sóknum okkar til hennar sat hún oft hjá öllum hinum, og hlustaði á það sem í boði var eða söng og hafði gaman af, meðan hún hafði heilsu til. Þó sorgin sé mikil þessa dagana getum við þó huggað okkur við það að nú líði ömmu Rósu vel og að hún hafi verið sátt við að fara, hún er nú laus við sjúkdóma og þjáningar sem höfðu þjakað hana allt of lengi. Að lokum þökkum við ömmu fyrir dýrmætar stundir og allt sem hún gerði fyrir okkur með bæn sem hún kenndi okkur og við fórum saman með: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði elsku amma. Blessuð sé minning þín, Halla, Ingunn, Haraldur og fjölskyldur. Elsku amma, nú ertu farin en minningarnar eru margar. Ein af okkar bestu minningum með þér eru öll þau yndislegu aðfangadags- kvöld sem við áttum með þér. Við erum enn að reyna að venjast jól- unum án þín og ömmu Boggu því það er eins og eitthvað vanti en við vitum að þú munt alltaf vera með okkur í leik og starfi, erfiðleikum og gleði. Þú varst alltaf svo góð við okkur og við munum aldrei eftir því að þú hafir skammað okkur þó við höfum verið að ærslast og leika okk- ur inni hjá þér í Ugluhólunum. Heimsóknirnar á Hafnarbúðir, Landakot og Eir eru líka sterkar í minningunni þar sem þú sagðir skoðanir þínar á heimsmálum líð- andi stundar á þinn einstaka og skemmtilega hátt og það var alltaf gaman að hlusta á þig því þú varst svo orðheppin. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Hallur og Auður. Elsku hjartans amma. Mín hinsta kveðja til þín er stutt. Við höfum sagt allt það sem við vild- um segja. Við höfum rætt allt sem var að ræða. Við höfum gert allt sem við vildum gera. Við vissum báðar hvert stefndi og hver þín hinsta þrá var orðin, að fá langþráða hvíld, hvíld frá líkamlegum kvölum sem þú hafðir mátt þola allt of lengi. Ég er þakklát. Þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðustu 30 ára ævispor þín. Þakklát fyrir að hafa fengið að sitja hjá þér og hlusta á sögurnar þínar. Þakklát fyrir að hafa notið stundanna með þér, ljúfar æsku- minningar eru mínar fyrstu hugar- myndir með þér. Þegar ég sat í rauða ruggustólnum þínum og þú við hlið mér og við horfðum saman á Húsið á sléttunni þar til að mig svimaði af því að hafa ruggað mér of hratt og of lengi. Þakklát þér fyrir að hafa sýnt mér hvað dugnaður er. Þakklát þér fyrir öll ráðin sem þú gaukaðir að mér. Þakklát þér fyrir alla gullmolana og leyndarmálin sem þú hvíslaðir í eyra mér. Þakklát fyrir húmorinn þinn sem þú lumaðir á og beittir öll- um til ómældrar gleði. Þakklát því að þú skulir vera orðin þjáningar- laus. Þakklát því að þú fagnir áður horfnum ástvinum á nýjum bjartari stað. Ég sakna þín sárt en í hjarta mínu ríkir friður þar sem ég veit að nú líður þér vel. Farðu í friði, elsku amma mín, við sjáumst á ný síðar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Kveðja, Ásta. RÓSA GUÐNADÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. desember kl. 11.00. Sigríður Sverrisdóttir, Hallsteinn Sverrisson, Anna Eygló Antonsdóttir, Sverrir Halldórsson, Björk Birkisdóttir, Unnsteinn Halldórsson, Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Halldórsson, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Óttar Hallsteinsson, Helga Guðmundsdóttir, Elín Hallsteinsdóttir, Sigurður Rúnarsson, Unnur Elfa Hallsteinsdóttir og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA JÓNSDÓTTIR, áður Stigahlíð 26, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. desember kl. 13.30. Aðalsteinn Kristinsson, Magnea Jónsdóttir, Hörður Kristinsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Kurt Schandorff, Haukur Kristinsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.