Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 45 ✝ Ásgerður Run-ólfsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Runólfur Run- ólfsson, f. í Kvísl- höfða í Álftanes- hreppi í Mýrasýslu 20. febrúar 1875, d. 27. febrúar 1972, og Guðfinna Friðfinns- dóttir, f. í Kvíarholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 14. apríl 1876, d. 19. október 1929. Ásgerður átti þrjár systur sem voru: Hrefna, f. 12. febrúar 1915, d. 13. júlí 1916, Gyða, f. 9. júlí 1909, d. 30. apríl 1997, og Sigurbjörg Lára, f. 6. júní 1911, d. 21. júní 2002. Þær voru allar fæddar í Reykjavík. Ásgerður giftist hinn 14. októ- ber 1939 Georg Kristni Arnórssyni, f. 16. mars 1916, d. 31. júlí 1980. Þau áttu eina fósturdóttur, Guð- finnu (Lóló) Júlíusdótt- ur Olbrys, f. 13. júní 1940. Hennar maður er Anthony Olbrys, f. 14. desember 1937. Þau eru búsett í Conn- ecticut í Bandaríkjun- um. Þeirra börn eru: 1) Erik Georg Olbrys, f. 2. apríl 1965. 2) Mitch- ell Davíð Olbrys, f. 24. maí 1968, kvæntur Clare Olbrys, f. 6. apríl 1980. 3) Jennifer Ása, f. 2. nóvember 1976. 4) Kim Sólveig, f. 18. júní 1979. Ásgerður vann lengst af sem að- stoðarkona hjá Jónasi Bjarnasyni kvensjúkdómalækni. Útför Ásgerðar var gerð frá Fossvogskirkju 16. desember. Nú ertu búin að kveðja okkur, kæra Ása. Þú varst einstök kona með stórt hjarta. Þú varst einstök íslensk kona. Að hafa fengið að kynnast þér, kynnast því hvernig þú sást alltaf það fallega og góða í öllum. Hvernig þú ljómaðir þegar þú varst að tala við okkur og fylgjast með því sem á daga okkar dreif. Þú fylgdist vel með okkur öllum og barst hag okkar allra fyrir brjósti. Börnin voru þér það dýrmætasta og þau hændust að þér því þú talaðir allt- af til þeirra á jafnréttisgrundvelli. Sama hvert umræðuefnið var, þú gerðir það alltaf áhugavert. Þú hafðir áhuga á öllu, hvort sem var tónlist, bókmenntir, listir eða heimspeki – á öllu þessu kunnir þú skil og gafst okk- ur hlutdeild í viskubrunni þínum. Þú kunnir þá list að gefa, gefa af hjarta þínu. Okkur langar að kveðja þig, hjartans vina, með þessum fátæklegu orðum og þökkum þér af alhug fyrir allt það sem þú hefur verið okkur. Þá barnið hló í brjósi mér, og birtan varð mín hlíf. Ég heyrði Drottins hjarta slá, - þá hvarf mér dauði og líf. Ég sá við undralampans ljós á leifturhraðri ferð: Úr ótal slíkum augnablikum eilífðin er gerð. Við skulum ganga hægt og ljótt. Mín hinzta kveðja þetta er, því aðra slíka undranótt við aldrei munum lifa hér. En þó að harðni hjarta mitt og hverfi í gleymsku draumlönd mín, þá man ég blessað brosið þitt og bláu augun þín. (Jóhannes úr Kötlum.) Hafdís, Óli og Halldóra. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ásu í Byggðarendanum en þar bjó hún með Georgi manni sínum, sem yfirgaf þennan heim allt of fljótt, og Láru systur sinni. Þegar við fjöl- skyldan fluttum í húsið beint á móti Ásu, Georgi og Láru var ég eins árs gömul og má með sanni segja að þarna hafi ég ekki aðeins flutt í nýtt hús því að þarna fékk ég líka tvær nýjar ömmur og afa sem reyndust mér afskaplega vel. Ég var alltaf velkomin í heimsókn og þótti mér mjög notalegt að skreppa aðeins yfir til þeirra. Þegar Ása og Lára fluttu í Furugerðið þá fækkaði heimsóknunum en í minning- unni sitja eftir góðar stundir þar sem við spjölluðum um lífið og tilveruna. Ég minnist Ásu sérstaklega sem lífs- glaðrar manneskju sem kunni að njóta þess sem henni var gefið í lífinu. Hún var félagslynd og hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kring- um hana. Þá man ég vel eftir að hún naut þess að hlusta á sígilda tónlist og lesa bækur. Allar þessar minningar um Ásu munu alltaf verða mér kærar og ég veit að margir hugsa til Ásu með sama hlýhug. Fjölskyldu Ásu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Elín Berglind Viktorsdóttir. ÁSGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS BJARNASONAR bónda, Sandlækjarkoti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Margrét Jóna Eiríksdóttir, Ásgeir S. Eiríksson, Sigrún M. Einarsdóttir, Eiríkur Kr. Eiríksson, Þórdís Eiríksdóttir, Stefán F. Arndal, Svanhildur Eiríksdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Arnar Bjarni Eiríksson, Berglind Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. STEFÁN HALLGRÍMSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 19. desember kl. 15.00. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MARÍU BERGÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR, Þórðarsveig 1, áður Bogahlíð 18, Reykjavík. Veronika Jóhannsdóttir, Ólafur R. Ingimarsson, Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, Jón Kristinn Jónsson, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir aðstandendur. Bestu þökk til ykkar allra, sem létuð ykkur varða þá er móðir mín, ÁSDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR frá Hesti í Hestfirði, féll frá 3. desember sl., útför hennar og jarðsetningu 9. desember. „Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð.“ (Matthías Jochumsson). Guðni Björgólfsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 12. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 19. desember kl. 13.30. Sveinn Andri Sigurðsson, Lára Ólafsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, HULDU SIGURÐARDÓTTUR, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. Við óskum öllum gleðilegra jóla og nýárshátíðar. Sigurður B. Stefánsson, Kristín Bjarnadóttir, Stefán B. Sigurðsson, Lilja María Sigurðardóttir, Sveinn B. Sigurðsson, Claudia Avila. „Ísland er heitasta land í Evrópu, miðað við fólksfjölda.“ Þessi speki valt upp úr Dodda einhvern tíma á góðri stund – hvorki sú fyrsta né síð- asta. Haustið 1983 hófum við hjónin nám í Karlsruhe, og fyrstu helgina sem við vorum þar var haldið Íslendingapartí, þar sem við kynntumst Dodda og Emmu. Við fjögur vorum orðin bestu vinir innan mánaðar. Við vorum mikið saman, þau voru mörg kvöldin þar sem setið var við Backgammon-spil og spjall, oft var farið í hjólatúra, og Doddi og Bjarni voru virkir í fótbolta- félaginu 1. FC Krummbein (Flækju- fótur). Íslendingahópurinn í Karls- ruhe á þessum árum var þéttur og skemmtilegur og margir hafa haldið hópinn síðan. Doddi var ávallt hrókur alls fagnaðar, enda mikill grallari. Einhver í hópnum sagði einhvern tíma: „Það er ekkert skrítið að hann Doddi segi stundum eitthvað sniðugt, miðað við alla vitleysuna sem stöðugt vellur upp úr honum.“ Einhverju sinni var setið í eldhúsinu heima hjá Dodda og Emmu í Viktoriastrasse, og hékk þvottur úti á snúru en þrumu- veður nálgaðist. Emma vildi fá Dodda út með sér að taka inn þvottinn. „Það er ekki hægt að blotna í rigningu, því það er svo mikið pláss á milli drop- anna,“ sagði Þorvaldur. Rigningin af- sannaði kenningu hans á fimm mín- útum. Síðla vetrar 1985 áskotnaðist Dodda og Emmu forláta Fiat-bifreið og var þá ekki beðið boðanna heldur ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON ✝ Þorvaldur Kol-beins Árnason fæddist á Fjölnisvegi 13 í Reykjavík 4. júlí 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnarnes- kirkju 17. desember. haldið til Parísar. Á leið- inni inn í París á há- annatíma sagði Bjarni, sem sat frammí, mjög varfærnislega við Dodda, sem keyrði: „Ertu viss um að það séu tvær akreinar hérna?“ „Það hlýtur að vera, því við erum á hinni,“ var svarið. Eftir að heim var komið breyttust að- stæður okkar allra, stúdentsárin æskuglöð voru að baki og við tóku barneignir, vinna og að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Við vorum nokkuð samtaka í þessu öllu og héldum miklu og góðu sambandi, fór- um saman í útilegur og sumarbústaði og áttum saman margar ógleyman- legar stundir. Doddi fór til vinnu í Tansaníu 1992 og dvaldi þar hátt í tvö ár, og Emma og strákarnir voru hluta þess tíma með honum. Póstkortin og bréfin sem við fengum frá Tansaníu eru geymd eins og fjársjóðir, og enn í dag getur maður hlegið sig máttlaus- an yfir þeim. Sérstaklega eru eftir- minnilegar uppdiktaðar lýsingar Dodda á ljónaveiðum. Síðustu 10 árin eða svo höfum við ásamt Andrjesi og Rannveigu stund- að saman útilegur, fjallaferðir og sumarbústaðaferðir, en einnig komið saman í heimahúsum og þá gjarnan spilað, fyrst Pictionary en síðan varð spilið Fimbulfamb svo vinsælt að við tókum nafn af því og köllumst upp frá því Fimbulfambarnir. Verslunar- mannahelgin hefur í mörg ár verið frátekin fyrir Fimbulfambaferð, og tvennum páskum höfum við eytt sam- an á ættaróðali Rannveigar í Botni. Þær góðu stundir sem þessi hópur hefur átt saman eru óteljandi – frá Botni til Barcelona, frá ausandi rign- ingu í Grundarfirði til steikjandi sól- skins á Lónsöræfum – og minning- arnar munu ylja okkur um ókomin ár. Á þessum 20 árum sem við höfum verið vinir hefur aldrei borið skugga á vináttuna. Engan mann höfum við þekkt jafn skemmtilegan og Dodda, en hann var ekki síður traustur vinur þegar á bjátaði. Hann var dulur um eigin tilfinningar og tók veikindum sínum eins og hverju öðru verkefni sem þyrfti að leysa. Ótímabært fráfall hans skilur eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. Við höfum misst besta vin okkar. Mest hafa þó Emma, Ágúst og Emil misst og hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum. Bjarni og Guðrún. Fyrir um þremur árum síðan flutt- um við hjónin að Skólabraut 2 og kynntumst þá þeim Þorvaldi, Emmu, Ágústi og Emil. Strax leið okkur vel í húsinu og við fundum að við höfðum eignast góða nágranna sem buðu okk- ur velkomin. Þorvaldur var maður sem orkan hreinlega geislaði af og maður horfði stundum öfundaraugum á alla þessa starfsorku, lífsgleði og almennan áhuga á málefnum og velferð sam- borgara sinna. Okkur fannst Þorvald- ur vera einstakur maður og við erum ríkari eftir að hafa kynnst honum. Hann lét ekkert stoppa sig og hélt ótrauður áfram að lifa lífinu til fulls jafnvel eftir að hann veiktist. Því kannski brá okkur þegar við fréttum af andláti hans því við vorum farin að trúa því að hann gæti sigrað allt og biðum eftir að sjá hann skokka Nes- hringinn á ný. En kallið kemur óháð því hvað okk- ur hinum finnst og er það okkar að nota það sem við lærðum af Þorvaldi og heiðra þannig minningu hans, með því að vinna markvisst að því sem við trúum á, leggja stund á líkama og sál og umfram allt hafa ánægju af því að vera til. Elsku Emma, Ágúst og Emil, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur og vonum að guð gefi ykk- ur styrk á þessum erfiða tíma. Þorvaldur er horfinn á vit ævintýr- anna, sem enn eru okkur ókunn en það verður gaman að fá góðan leið- sögumann þegar við að lokum förum í okkar ævintýraferð. Guð geymi þig, Kristján og Ólína.  Fleiri minningargreinar um Þor- vald Kolbeins Árnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.