Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Komdu þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart með nýstárlegri gjöf frá Íslandsbanka. Íslandsbanki – þar sem gjafirnar vaxa!       JÓN Ólafsson kaupsýslumaður hefur höfðað mál gegn Davíð Oddssyni for- sætisráðherra, þar sem gerð er krafa til þess að tiltekin ummæli hans í fjöl- miðlum verði dæmd dauð og ómerk. Í fréttatilkynningu sem send var út af þessu tilefni í gær kemur fram að málið er höfðað vegna ummæla sem forsætisráðherra hefur látið falla í fjölmiðlum um sölu Jóns á eigum sín- um á Íslandi. „Gerðar eru kröfur um að tiltekin ummæli forsætisráð- herrans verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð og greiðslu miska- bóta auk þess sem hann verði dæmd- ur til að greiða málskostnað stefn- anda og kostnað við birtingu dómsins í auglýsingum,“ segir meðal annars. Fram kemur að stefna var birt for- sætisráðherra í gær og að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. janúar. Davíð Oddsson vildi í gær ekki tjá sig um málshöfðunina. Stefnir ráð- herra fyrir meiðyrði  Jón Ólafsson/10 Ætlunin sé að skrá Norðurljós í Kauphöll Íslands innan þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að Norðurljós hafi allt frá árinu 2000 átt við fjárhagserfiðleika að stríða. Með viðreisn félagsins sé atvinna fjölda starfsmanna tryggð, dagskrá í sjónvarpi og útvarpi efld og frjáls NÝ stjórn Norðurljósa var kjörin á hluthafafundi félagsins í gær. Allir stjórnarmenn eru nýir í stjórninni. Þeir eru Skarphéðinn Berg Stein- arsson, yfirmaður innlendra fjárfest- inga hjá Baugi Group, Pálmi Har- aldsson, aðaleigandi Fengs, Halldór Jóhannsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kaldbaks, Baltasar Kormákur Baltas- arsson leikstjóri og Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri. Morgunblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Skarphéðinn Berg verði kjörinn stjórnarfor- maður hinnar nýju stjórnar á fundi hennar í dag. Í tilkynningu frá Norður- ljósum segir að núverandi eigendur Norðurljósa séu félag á vegum Pálma Haraldssonar og Baugs Group, auk eldri hluthafa. Þá segir að hin nýja stjórn muni á fyrsta stjórnarfundi nota heimild í sam- þykktum félagsins til að auka hlutafé þess um allt að tvo milljarða, sem selt verði breiðum hópi fjárfesta. einkarekin fjölmiðlun hér á landi styrkt. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að viðreisn fé- lagsins, þ.e. væntanleg hlutafjár- aukning og aðkoma nýrra aðila að því, eigi að skila góðu og traustu fé- lagi. Hin nýja stjórn Norð- urljósa hafi það verkefni að ljúka endurfjármögnun fé- lagsins og marka því stefnu. Ætlunin sé að halda aðalfund í félaginu í lok febrúar eða byrjun mars á næsta ári. Þá verði orðið endanlegt hverjir verði hluthafar. Að sögn Sigurðar er gert ráð fyrir því að eigi minna en einn milljarður af vænt- anlegri hlutafjáraukningu, upp á allt að tvo milljarða króna, verði í peningum en jafnframt að kröfuhafar muni geta skuldbreytt hluta skulda fyrir nýtt hlutafé. Hann segir að í stað þess að í Norðurljós- um verði einn stór hluthafi, eins og verið hefur undanfarin ár, verði hlut- hafahópurinn a.m.k. sæmilega stór. Ný stjórn Norðurljósa Baugur Group og félag Pálma Har- aldssonar eru aðal- eigendur félagsins Morgunblaðið/Golli ÞEGAR tæp vika er til jóla er jóla- törnin að ná hámarki í pósthúsum landsins, enda mörg bréfin og pakkarnir sem þurfa að komast á öruggan hátt á leiðarenda fyrir jól. Í Póstmiðstöðinni í Reykjavík hefur starfsfólk unnið ötullega síðustu daga að flokkun jólapóstsins með fumlausum handtökum. En þótt starfsfólk Íslandspósts leggi sig fram er gott að hafa varann á og vera tímanlega með sendingar. Síð- asti skiladagur jólakorta og jóla- pakka innanlands er sunnudaginn 21. desember. Morgunblaðið/Þorkell Jólatörn póstsins í algleymingi EKKI verður um frekari aðgerðir að ræða af hálfu Ríkislögreglustjóra í máli sem varðar kæru Kaupþings Búnaðarbanka hf. á hendur fyrrver- andi starfsmanni vegna meints brots hans gegn almennum hegningarlög- um, samkeppnislögum og höfundar- lögum. Jón H. Snorrason, saksókn- ari Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær og sagði embættið ekki hafa séð tilefni til að halda rannsókn málsins áfram. Starfsmaðurinn, sem um ræðir, sagði upp störfum hjá Kaupþingi Búnaðarbanka og var síðar sakaður um að hafa haft á brott með sér gögn úr bankanum til Landsbankans þangað sem hann hafði ráðið sig til starfa. Starfsmaðurinn fyrrverandi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær mestu máli skipta að hafa verið hreinsaður af grun um að hafa flutt gögn frá Kaupþingi Búnaðarbanka til Landsbankans. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort fram- hald verði af málinu af sinni hálfu. Starfsmaðurinn segir málið allt hafa verið óþægilegt auk þess sem atvinnumál hans hafi verið í uppnámi þennan tíma og því sé mjög ánægju- legt að málinu sé lokið með þessum hætti. Lögreglan aðhefst ekki frekar í málinu Kæra Kaupþings Búnaðarbanka á hendur fv. starfsmanni ÁHUGI á hlutabréfum í deCODE hefur aukist mikið ef marka má þró- un veltu með bréfin á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðnum í Bandaríkjunum. Veltan um þessar mundir er rúmlega þreföld meðalvelta með bréf de- CODE frá því að félagið var skráð á Nasdaq í júlí árið 2000. deCODE var hinn 24. nóvember sl. tekið inn í líf- tæknivísitölu Nasdaq. Þetta hefur meðal annars í för með sér aukinn áhuga meðal erlendra fjárfesta. Meðal nýlegra fjárfesta eru Price Associates, Barclays Bank og Am- erican Express Financial. Áður var meirihluti veltu með bréf deCODE frá Íslendingum en nú er aðeins um fimmtungur frá Íslendingum. Sýna deCODE áhuga  Endurvakinn/B6 NÝTT upphaf, plata hljóm- sveitarinnar Írafárs með söng- konuna Birgittu Haukdal í broddi fylkingar, var langsölu- hæsta plata landsins í síðustu viku, samkvæmt Tónlistanum, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. Á metsölulista bóksölu- könnunar Félagsvísindastofn- unar dagana 9.–15. desember eru þrjár íslenskar skáldsögur á meðal tíu söluhæstu bóka. Bettý eftir Arnald Indriðason er söluhæst, Stormur Einars Kárasonar í 5. sæti og Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson er níunda. Þessar þrjár eru einnig efstar í flokki skáldsagna. Harry Potter lækkar Fjórar íslenskar bækur til viðbótar eru meðal tíu sölu- hæstu bóka. Harry Potter og Fönixreglan er nú í 7. sæti eftir að hafa verið söluhæst undan- farnar vikur. Í flokki ævisagna er Ósköpin öll eftir Flosa Ólafs- son í 1. sæti, efst ljóðabóka er Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum, Herra Jóli er í efsta sæti barnabóka og Útkall – Geysir er horfinn eftir Óttar Sveinsson er efst handbóka. Birgitta og Bettý á toppnum  Bóksala/30  Tónlistinn/66 ÞRÁTT fyrir töluverðan samdrátt í útflutningi saltfiskafurða á undan- förnum árum eru útflytjendur bjart- sýnir á að næsta ár verði þeim hag- fellt. Sala saltfiskafurða hefur gengið nokkuð vel á árinu og verð á stærstu stærðarflokkum verið hátt. Guðjón I. Guðjónsson, forstöðumað- ur innkaupa- og sölusviðs saltaðra afurða hjá SÍF, gerir ráð fyrir al- mennt góðri sölu á saltfiski á næsta ári, enda skýrist samdráttur síðustu ára að einhverju leyti af minni veiði- heimildum. Guðjón segir að verð á tveimur stærstu stærðarflokkunum hafi verið nokkuð hátt á árinu, enda Íslendingar nánast einráðir á þeim markaði. Hins vegar hafi verð á millistórum saltfiski lækkað nokkuð, þó ekki í líkingu við þá lækkun sem orðið hefur á verði frosinna sjávaraf- urða að undanförnu. Gott saltfiskverð  Góðar horfur/C1 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.