Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 47 José hægindastóll Kr. 55.350 Fáanlegt skammel Kr. 13.770 Lexus fe r y f i r 100 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS N J Ó T T U fi E S S S E M fi Ú Á T T S K I L I ‹ . K O M D U Í R E Y N S L U A K S T U R H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Á N † B † L A V E G I N U M S T R A X Í D A G . N Á N A R I U P P L † S I N G A R Á W W W . L E X U S . I S E ‹ A Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 . 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 17 9 1 2/ 20 03 Fjöldi n‡rra Lexus eigenda á árinu er a› ná 100 sem gerir Lexus a› vinsælasta merki landsins í flokki lúxusbifrei›a. fió vi› séum bæ›i flakklát og stolt yfir árangrinum stefnum vi› ótrau› yfir 100 og fless vegna eru gó›ir tímar framundan fyrir flá sem langar í n‡jan Lexus á árinu. Sölumenn okkar ver›a sveigjanlegir flegar flú kemur a› velja flinn Lexus. Jólaball Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður á Hótel Sögu Súlnasal sunnudaginn 28. desember frá kl. 16-18. Miðasala á skrifstofu St.Rv. á Grettisgötu 89, 3. hæð. Miðaverð kr. 400 fyrir börn og fullorðna. FORSVARSMENN Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks hafa haft á orði að eina mögulega stjórn- armynstrið sé samstjórn þessara tveggja flokka. Þetta hafi komið í ljós við afgreiðslu lífeyrisfrumvarps ríkisstjórnarinnar. Stjórnarand- stöðuflokkarnir séu vart hæfir til að sitja í ríkisstjórn. Þeir hafi ekki orðið einhuga um afgreiðslu málsins og viljað auk þess meiri tíma til umfjöllunar um það. Í þessu sambandi er vísað til þess að leit- að hafi verið til for- manna allra stjórn- málaflokkanna um hið umdeilda lífeyr- isfrumvarp og þeim kynnt öll helstu efnis- atriði þess. Þar sem þeir hafi lýst sig sam- þykka að málið yrði lagt fram var greinilega litið svo á að það væri nánast afgreitt. Við þetta er sitthvað að athuga. Í fyrsta lagi er það óskammfeilið að binda formenn stjórnmálaflokka trúnaði en gefa síðan í skyn að þeir eigi meiri hlut- deild í umræddu máli en efni standa til og að auki er þess jafnan látið ógetið í hverju gagnrýni þeirra og varnaðarorð hafi legið. Allt þetta mál og málatilbúnaður- inn þar í kring gefur okkur hins veg- ar glögga innsýn í stjórnunarhætti Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Forsvarsmenn þessara flokka koma sér saman um nýskipan í lífeyrismálum þingmanna, ráð- herra og hæstaréttardómara. Þeir kynna engum málið í eigin röðum fyrr en tveimur klukkustundum áð- ur en umfangsmikið lagafrumvarp um málaflokkinn er lagt fram í 22 greinum og með ítarlegri grein- argerð. Þegar í stað er málið afgreitt í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Annaðhvort hafa allir þingmenn verið sammála öllum þessum breytingum sem erfitt er að trúa eða – sem er líklegra – að þeir hafi verið beittir flokksaga. Þeim hafi einfaldlega verið skipað að styðja málið. Þessi vinnubrögð voru að sjálfsögðu ekki viðhöfð í þingflokkum stjórnarandstöðunnar. En svo illa haldnir eru forsvarsmenn Fram- sóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks af sinni valdstjórnarhugsun að þeim dettur ekki í hug að þingmenn geti tekið afstöðu til mála á eigin forsendum. Og þess vegna keppast þeir nú við að finna það út hverjir hafi ráðið afstöðu þingmanna stjórnarandstöðunnar og þeir spyrja eins og ekkert sé sjálfsagðara; var það verkalýðshreyfingin eða eitt- hvað fólk úti í bæ! Ómaklegum að- dróttunum á borð við þessar hefur fyrst og fremst verið beint að Sam- fylkingunni, síður að Frjálslyndum eða VG. En hvað afstöðu einstakra þingmanna snertir er málið hins vegar ekki flóknara en svo í mínum huga, að þeir hafa einfaldlega haft mismunandi ástæður fyrir andstöðu við frumvarpið; einhverjir voru því ósammála í grundvallaratriðum, aðr- ir einstökum þáttum þess. Öll stjórn- arandstaðan vildi hins vegar vand- aðri umfjöllun en þá bráðameðferð sem ríkisstjórnin vildi við hafa og sem knúin var fram á síðustu dögum þingsins. Öllum beiðnum um vönduð vinnubrögð var samstundis hafnað. Síðan hófust ásakanir um að stjórnarandstaðan væri ómarktæk og „óstjórnhæf“ eins og það var kall- að. Hún hefði með öðrum orðum á að skipa þingliði sem vildi hugsa málin upp á eigin spýtur og komast að nið- urstöðu. Þetta mál og afgreiðsla þess hefur gefið okkur góða innsýn í stjórn- unarhætti í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Ríkisstjórn- arflokkarnir eru hrifnir hvor af öðr- um því þeir láta ekkert slá sig út af laginu, hvort sem verið er að gefa þjóðbankana, virkja á forsendum fjölþjóðlegra risafyrirtækja eða brjóta samninga á öryrkjum. Menn geta treyst því að bátnum verði aldr- ei ruggað svo að valdasetu verði ógn- að. Þetta eru menn sem eru trausts- ins verðir. Enda hafa þeir á að skipa þingliði sem er stjórntækt! Hverjir eru stjórntækir? Ögmundur Jónasson skrifar um stjórnunarhætti Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks ’Ríkisstjórnarflokk-arnir eru hrifnir hvor af öðrum því þeir láta ekk- ert slá sig út af laginu, hvort sem verið er að gefa þjóðbankana, virkja á forsendum fjöl- þjóðlegra risafyrirtækja eða brjóta samninga á öryrkjum.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.