Morgunblaðið - 18.12.2003, Side 47

Morgunblaðið - 18.12.2003, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 47 José hægindastóll Kr. 55.350 Fáanlegt skammel Kr. 13.770 Lexus fe r y f i r 100 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS N J Ó T T U fi E S S S E M fi Ú Á T T S K I L I ‹ . K O M D U Í R E Y N S L U A K S T U R H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Á N † B † L A V E G I N U M S T R A X Í D A G . N Á N A R I U P P L † S I N G A R Á W W W . L E X U S . I S E ‹ A Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 . 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 17 9 1 2/ 20 03 Fjöldi n‡rra Lexus eigenda á árinu er a› ná 100 sem gerir Lexus a› vinsælasta merki landsins í flokki lúxusbifrei›a. fió vi› séum bæ›i flakklát og stolt yfir árangrinum stefnum vi› ótrau› yfir 100 og fless vegna eru gó›ir tímar framundan fyrir flá sem langar í n‡jan Lexus á árinu. Sölumenn okkar ver›a sveigjanlegir flegar flú kemur a› velja flinn Lexus. Jólaball Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður á Hótel Sögu Súlnasal sunnudaginn 28. desember frá kl. 16-18. Miðasala á skrifstofu St.Rv. á Grettisgötu 89, 3. hæð. Miðaverð kr. 400 fyrir börn og fullorðna. FORSVARSMENN Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks hafa haft á orði að eina mögulega stjórn- armynstrið sé samstjórn þessara tveggja flokka. Þetta hafi komið í ljós við afgreiðslu lífeyrisfrumvarps ríkisstjórnarinnar. Stjórnarand- stöðuflokkarnir séu vart hæfir til að sitja í ríkisstjórn. Þeir hafi ekki orðið einhuga um afgreiðslu málsins og viljað auk þess meiri tíma til umfjöllunar um það. Í þessu sambandi er vísað til þess að leit- að hafi verið til for- manna allra stjórn- málaflokkanna um hið umdeilda lífeyr- isfrumvarp og þeim kynnt öll helstu efnis- atriði þess. Þar sem þeir hafi lýst sig sam- þykka að málið yrði lagt fram var greinilega litið svo á að það væri nánast afgreitt. Við þetta er sitthvað að athuga. Í fyrsta lagi er það óskammfeilið að binda formenn stjórnmálaflokka trúnaði en gefa síðan í skyn að þeir eigi meiri hlut- deild í umræddu máli en efni standa til og að auki er þess jafnan látið ógetið í hverju gagnrýni þeirra og varnaðarorð hafi legið. Allt þetta mál og málatilbúnaður- inn þar í kring gefur okkur hins veg- ar glögga innsýn í stjórnunarhætti Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Forsvarsmenn þessara flokka koma sér saman um nýskipan í lífeyrismálum þingmanna, ráð- herra og hæstaréttardómara. Þeir kynna engum málið í eigin röðum fyrr en tveimur klukkustundum áð- ur en umfangsmikið lagafrumvarp um málaflokkinn er lagt fram í 22 greinum og með ítarlegri grein- argerð. Þegar í stað er málið afgreitt í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Annaðhvort hafa allir þingmenn verið sammála öllum þessum breytingum sem erfitt er að trúa eða – sem er líklegra – að þeir hafi verið beittir flokksaga. Þeim hafi einfaldlega verið skipað að styðja málið. Þessi vinnubrögð voru að sjálfsögðu ekki viðhöfð í þingflokkum stjórnarandstöðunnar. En svo illa haldnir eru forsvarsmenn Fram- sóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks af sinni valdstjórnarhugsun að þeim dettur ekki í hug að þingmenn geti tekið afstöðu til mála á eigin forsendum. Og þess vegna keppast þeir nú við að finna það út hverjir hafi ráðið afstöðu þingmanna stjórnarandstöðunnar og þeir spyrja eins og ekkert sé sjálfsagðara; var það verkalýðshreyfingin eða eitt- hvað fólk úti í bæ! Ómaklegum að- dróttunum á borð við þessar hefur fyrst og fremst verið beint að Sam- fylkingunni, síður að Frjálslyndum eða VG. En hvað afstöðu einstakra þingmanna snertir er málið hins vegar ekki flóknara en svo í mínum huga, að þeir hafa einfaldlega haft mismunandi ástæður fyrir andstöðu við frumvarpið; einhverjir voru því ósammála í grundvallaratriðum, aðr- ir einstökum þáttum þess. Öll stjórn- arandstaðan vildi hins vegar vand- aðri umfjöllun en þá bráðameðferð sem ríkisstjórnin vildi við hafa og sem knúin var fram á síðustu dögum þingsins. Öllum beiðnum um vönduð vinnubrögð var samstundis hafnað. Síðan hófust ásakanir um að stjórnarandstaðan væri ómarktæk og „óstjórnhæf“ eins og það var kall- að. Hún hefði með öðrum orðum á að skipa þingliði sem vildi hugsa málin upp á eigin spýtur og komast að nið- urstöðu. Þetta mál og afgreiðsla þess hefur gefið okkur góða innsýn í stjórn- unarhætti í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Ríkisstjórn- arflokkarnir eru hrifnir hvor af öðr- um því þeir láta ekkert slá sig út af laginu, hvort sem verið er að gefa þjóðbankana, virkja á forsendum fjölþjóðlegra risafyrirtækja eða brjóta samninga á öryrkjum. Menn geta treyst því að bátnum verði aldr- ei ruggað svo að valdasetu verði ógn- að. Þetta eru menn sem eru trausts- ins verðir. Enda hafa þeir á að skipa þingliði sem er stjórntækt! Hverjir eru stjórntækir? Ögmundur Jónasson skrifar um stjórnunarhætti Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks ’Ríkisstjórnarflokk-arnir eru hrifnir hvor af öðrum því þeir láta ekk- ert slá sig út af laginu, hvort sem verið er að gefa þjóðbankana, virkja á forsendum fjöl- þjóðlegra risafyrirtækja eða brjóta samninga á öryrkjum.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.