Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EITT af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var beðinn um að fjalla um sýningar Hreins Friðfinnssonar í Gallerí i8 og Safni hér á síðum Morg- unblaðsins var að ég vildi forðast að nota orðið „ljóðrænt“ í greininni. Ég man ekki eftir grein eða umfjöllun um listaverk Hreins án þess að þetta orð hafi verið sett í samhengi við þau. Mér fannst því skylda mín að nálgast verk hans frá öðru sjónarhorni. En þegar ég settist að skrifum varð mér ljóst að útiloka ljóðrænu í umfjöllun um verk Hreins er eins og að útiloka textana í umfjöllun um lög Megasar eða galdrana í Harry Potter-bókun- um. Eins fáránlegt og það er að ætla að útskýra myndlist með orðum, þar sem að myndlistin útskýrir sjálfa sig sjónrænt, í myndum og formum, þá detta mér engin orð í hug sem eiga eins vel við um verk Hreins eins og „ljóðrænt“ eða „lýrík“. Þegar ég tala um ljóðrænu eða lýrík þá á ég við feg- urð sem hefur í sér vissa viðkvæmni, hverfulleika, tímaleysi, söknuð og tómleika, – „fuglinn áður en hann flaug en eftir að hann sat á greininni“ – svo ég vitni í Ólaf Hauk Símonarson sem svo kvað um ljóðið. Þannig má einmitt líka kveða um verk Hreins Friðfinnssonar, óskilgreint ástand sem hugurinn hefur ekki tök á að skilja. Það er skynræn upplifunin sem gildir sem hugmyndir hafa ekkert með að gera og ber að lesa fyrst og fremst út frá tilfinningarsviðinu. Allur heimurinn í húsi Hreinn Friðfinnsson er tvímæla- laust einn af fremstu myndlistar- mönnum Íslendinga. Hann er fæddur að Bæ í Miðdölum í Dalasýslu árið 1943. Vakti fyrst athygli fyrir mynd- listarsköpun á sjötta áratugnum með SÚM hópnum, en Hreinn var einn af stofnendum hópsins. Verk hans í þá- daga voru byggð á skýrum hug- myndalegum grunni og efniviðurinn oftast textar og ljósmyndir. Þrátt fyr- ir það bar fljótt á hinni fínlegu lýrík í verkunum sem varð svo ríkjandi und- ir lok sjöunda áratugarins og allt til dagsins í dag. Sýningarnar í i8 og Safni eru af ólíkum toga. Í i8 eru einungis ný verk en í Safni er það yfirlitssýning eða kynning á verkum eftir Hrein frá árinu 1972 til samtímans. Alls 26 lista- verk, flest í minni kantinum. Þó eru þarna þekkt verk eftir listamanninn, eins og t.d. „A Folded Star“ frá árinu 1983 og ljósmyndaröðin „Hús“ frá árinu 1974 sem er í eign Nútímalista- safnsins í Stokkhólmi. Hreinn notast við „objekta“ og myndir, en skapar með þeim óáþreifanleika eins og rým- iskennd, tíma eða tímaleysu, ljós og skugga. Einnig eru verk hans oft á þjóðlegum nótum, myndir úr sveitum og sögu Íslands. Eitt af uppáhaldsverkum mínum eftir Hrein er áðurnefnt „Hús“ sem listamaðurinn tileinkar Sólon Guð- mundssyni sem nefndur er í Íslensk- um aðli Þórbergs Þórðarsonar. Lét listamaðurinn byggja lítið hús, vegg- fóðraði og skreytti það að utan að sama hætti og tíðkast með innviði húsa og studdist við rök Sólons að skrautið ætti að vera þar sem flestir sjá það. Sem sagt utan á húsinu, ekki inni í því. Út frá þessu ranghverfa húsi skapast heilmiklar vangaveltur um rýmið eins og segir í texta sem fylgir ljósmyndunum, – „Úti hefur smækkað niður í rými af veggjum þess og þaki. Allt annað er nú „inni“. Húsið felur í sér allan heiminn utan sín sjálfs.“ Spegill, spegill Ég er ekki frá því að notkun Hreins á speglum hafi með sams konar hug- myndir um rými að gera og fram kemur í verkinu „Hús“. Spegill sýnir mynd raunveru og rýmis. Hann er al- gengt tákn fyrir lífið og tilveruna hjá hinum ýmsu menningarsamfélögum sem og í trúarbrögðum. Forn-Egypt- ar, sem dæmi, gerðu ekki greinarmun á raunverunni og spegilmynd hennar, notuðu sama orðið, ankh, yfir bæði. Í mörgum myndum og styttum af hindú – guðinum Shiva, heldur hann á spegli, Búdda sagði tilveruna vera spegilmynd og svo má lengi telja. Þungamiðja sýningarinnar í i8 eru skúlptúrar eða uppstillingar á spegl- um, súperboltar, litskrúðug kol- krabbaform, myndband sem endur- speglast á réttuna og ávöl form úr gleri. Öflugast í einfaldleika sínum þykir mér verkið „Án titils (Swim- mer)“ (nr. 2) sem er rúnnað glerform og sýnist heilt form í spegilmyndinni. Samruni raunverunnar og spegil- myndarinnar, hins áþreifanlega og óáþreifanlega, skapar þar með heild- armyndina. Í verkinu „Spariföt 1982–2003“ skiptir speglun einnig máli, en lista- maðurinn hefur stillt sparifötum sem hann hefur klæðst á mörgum sýning- aropnunum frá árinu 1982 við glugga Safns líkt og að um gluggauppstill- ingu í verslun sé að ræða. Þegar kom- ið er inn í sýningarrýmið sjást fötin speglast ásamt ljósmynd af lista- manninum í glugganum. Þess má líka geta að í rýminu var áður rekin fata- verslun. Verkið spannar þar með sögu og tíma, ekki ósvipað og verk hans „Að teikna tígrisdýr“ frá árinu 1971. Fleiri „tímaverk“ er að sjá eftir listamanninn sem ekki gefst pláss til að fjalla frekar um í greininni, en í tímaverkunum þykir mér listamaður- inn vera að beina athyglinni að sams konar óáþreifanleika og hann gerir með speglunum. Þriðja atriðið sem ég vil svo nefna í því sambandi er ljós og skuggar. Efni eins og gler, glitrandi glimmer og kristallar koma þar mikið við sögu. Mörg af þessum listaverkum eru „de- koratíf“ sem og fínleg. Sérlega glæsi- legar eru ljósmyndir sem listamaður- inn gerði árið 2000 þar sem hann fangar lítinn regnboga sem skapast þegar sólarljós skín í gegnum kristal. Er ein þessara ljósmynda til sýnis í Safni og er hún lýsandi dæmi um þá viðkvæmni sem er að finna í verkum Hreins. Það má með sanni segja að Hreinn Friðfinnsson eigi jólamánuðinn hvað myndlistina snertir. Auk sýninganna í i8 og Safni þá er talsvert af verkum eftir Hrein til sýnis í Listasafni Ís- lands, á sýningunni „Raunsæi og veruleiki“. Hér er því kjörið tækifæri að slaka aðeins á í jólastressinu, heim- sækja þessa þrjá staði og njóta þeirra hæða sem listaverk Hreins kunna að leiða mann, svona rétt fyrir heilög há- tíðarhöldin. Fuglinn áður en hann flaug en eftir að hann sat á greininni Jón B.K. Ransu „Án titils“ frá árinu 2000, eitt af verkunum á sýningunni í Safni. MYNDLIST Gallerí i8 / Safn Gallerí i8 er opið fimmtudaga og föstu- daga frá kl. 11–18 og laugardaga frá 13– 17. Sýningu lýkur 10. janúar. Safn er opið miðvikudaga – föstudags frá kl. 14–18, laugardaga og sunnudaga frá 14–17. Sýningu lýkur í febrúar. HREINN FRIÐFINNSSON „Án titils (swimmer)“ á sýningu Hreins Friðfinnssonar í Galleríi i8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.