Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tríð er alvara, en síðustu daga hefur grein- armunurinn sem gerð- ur er á stríðsleikjum og raunverulegu stríði þurrkast út. Þetta afhjúpaðist með því að Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, sagði: „Við náðum honum“ eftir hand- töku Saddam Hussein fyrrv. for- seta Íraks. „Ladies and gentlemen, we got him“ – líktist yfirlýsingu krakka í tölvuleik sem hafa barist í gegnum öll borð (level). Í síðasta borðinu er satan sjálfur. Eftir mikla baráttu og þjálfun næst hann að lokum og sá hrópar vígreifur. „Við náðum honum“ er eins og setning í venjulegum leik þar sem börn eru „náð“ og eru úr leik. Stundum eru þau klukkuð, stund- um skotin með þykjustubyssum. Eftir að Hussein náðist svimaði mig í þessum veruleika sem á að vera þarna einhvers staðar. Ég fór m.a. að velta því fyrir mér hvers vegna George Bush væri alltaf skrifaður og sagður „Bush“ í öllum fréttum, en Saddam Hussein aldr- ei annað en „Saddam“. Þannig var ritað „Bush heitir Saddam…“, „Bush segir Saddam…“. Sigurveg- arinn nefndur með eftirnafni en hinn handtekni með fornafni. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið- Austurlanda, nefndi þessa til- hneigingu til að persónugera stríð- ið í fyrirlestri sem hann hélt 9. október 2002 í Hátíðarsal HÍ. „Af hverju hatar Bush Saddam?“ Magnús sagði að eldri George hefði sagt: „I hate Saddam“, í sjón- varpsviðtali: „Ég hata Saddam.“ Það er ekki fallegt að hata fólk, að- eins illar gjörðir þess! Það er kristaltært, eins og stjórnmálamenn gjarnan segja, að Bandaríkjamenn hafa persónugert stríðið í Írak og það er ekki heilla- vænlegt. Magnús Þorkell sagði í þessum fyrirlestri sem haldinn var áður en Íraksstríðið hófst: „Sadd- am Hussein er ekki íraska þjóðin og með því að fjarlægja hann verða vandamál þess ríkis ekki leyst í einni svipan. Þegar afskipti Banda- ríkjamanna eru metin í sögulegi ljósi gefur það ekki tilefni til bjart- sýni um að þeir muni ná tilætl- uðum árangri. Ef sagan er einhver vísbending um framtíðina gætu af- skipti þeirra í flóknum innanrík- ismálum Íraka haft þveröfug áhrif við það sem þeir ætluðu sér upp- haflega.“ Leikurinn er ekki búinn, jafnvel þótt sigurvegarnir híi núna á hina sem vildu ekki fara í ólöglegt stríð. Keppinautur Howard Dean, for- setaefnis demókrata, sagði t.d.: „Ef Howard Dean hefði fengið að ráða væri Saddam Hussein enn við völd, en ekki í fangelsi.“ Þetta er mælskulist en ekki rökræða, ein- földun og klár persónuvæðing stríðsátaka karla. Greinarmunur stríðs og leiks varð enn óljósari þegar ég horfði á tvær auglýsingar í gær kl. 17:49 á undan Disneystundinni í Sjónvarp- inu. Action Man-karlinn birtist vopnaður á skjánum að kljást við Dr. X sem sagði hörkulega við Act- ion Man: „Þú færð að finna fyrir keðjusöginni minni.“ Handleggur Dr. X var með keðjusög í stað fingra – sem snerist og skaut gneistum. Keðjusög, tákn fjölda- morðingjans í jólapakkann? Auglýsingin á undan var um pissudúkkuna Baby born, „og svo sest hún á koppinn sinn alveg eins og alvöru barn,“ sagði rödd. Baby born höfðaði ekki til mín, en ég stóðst ekki freistinguna að kíkja á keðjusagarmorðingjann og kom við í leikfangabúð. Umbúð- irnar eru flottar og hægt er að toga í band til að að sjá gneista og heyra keðjusagarhljóð. Ég spurði af- greiðslufólkið hvernig Action man og Dr. X seldust tveir saman í pakka. „Mjög vel, þetta er mjög vinsælt,“ var svarið. Daginn áður hafði ég lesið á mbl.is eftirfarandi frétt: „Ísr- aelsher sýndi í dag nýtt vopn, sem nota á í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum: Búnað sem gerir kleift að skjóta af byssum fyrir horn. […] Sá sem heldur á vopninu sér skotmarkið á litlum sjónvarps- skjá gegnum myndavél á hlaupi byssunnar. Hægt er að sveigja hlaupið 63° til beggja hliða og skyttan getur verið alveg í skjóli“ – og hitt. Það verður félegt þegar þetta vopn verður komið á göturnar, eins og „gamla konan“ gæti sagt. Hönnuðir þess verða sennilega bálreiðir út af lélegum eftirlík- ingum sem óprúttnir náungar gera og dreifa. Stríð er vítahringur. Þegar Persaflóastríðinu lauk lýsti George Bush eldri yfir sigri mannkyns: „Þetta er sigur Sameinuðu þjóð- anna, sigur mannkynsins, sigur laga og reglna og réttlætisins.“ En stríði lýkur ekki. Þetta er líka mælskulist og henni er einnig beitt núna. Sig- urvegarinn dregur alla heims- byggðina og mannkyn gjörvallt í lið mér sér til að réttlæta gjörðir sínar með ímynduðum fögnuði. Höfuðpaurinn Saddam (Hussein) er „náður“ – heimsbyggðin syng- ur: „Þeir náðu Saddam! Þeir höfðu rétt fyrir sér!“ Ég get því miður ekki fagnað, finn enga gleði í brjósti, aðeins meiri kvíða. Hverjir eru þessir „þeir“? Ég er enn að velta þessu fyrir mér með fornafnið Saddam. Hvers vegna bara hann, en ekki líka Moamar (Gaddafi), Ayatollah (Khomeini), Osama (Bin Laden) og Yasser (Arafat) – svo nokkrir per- sónugervingar hins illa í augum sigurvegaranna séu nefndir. „Dömur mínar og herrar, við náð- um Yasser“, „…við náðum Moam- ar“, „…við náðum Osama“? Gæti það verið vegna þess að nafnið „Saddam“ á að minna á „satan“ eða djöfulinn sem einnig er stundum kallaður höfuðpaurinn? Greinarmunur vísinda og trúar er m.ö.o. á undanhaldi. Vita „þeir“ ekki að skrímslið er líka í mannshuganum? Í gær var frétt á forsíðu Morgunblaðsins um nýju leikbrúðuna „fanginn Sadd- am“. Stríð og karlar Í gær voru sýndar tvær sjónvarpsaug- lýsingar á undan Disneystundinni. Sú fyrri var um pissudúkkuna Baby born og sú síðari um Action Man-karlinn að berjast við keðjusagarmorðinga. Í mín- um heimi var Saddam „náður“. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Þórunn MartaTómasdóttir fæddist á Barkar- stöðum í Fljótshlíð 12. júní 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 5. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Tómas Sig- urðsson (1854–1923) og Margrét Árna- dóttir (1873–1935). Alsystkin Mörtu, sem komust á legg, voru Guðríður Þóra (1893–1986), Ingi- björg (1895–1981), Árni (1896– 1988), Sigurður (1897–1977), Guð- rún (1900–1990), Sigríður (1901– 1981), og Anna Ársæl (1905–1974). Hálfsystir Mörtu var Guðrún Tóm- asdóttir (1882–1918). Árið 1934 gekk Marta að eiga Harald Guðmundsson, fasteigna- sala, (1906–1986) og eignuðust þau þrjú börn, Grétar (f. 1935), Ingi- leifu Svandísi (f. 1947) og Sigurð 1974. Synir þeirra eru Skúli (f. 1975) og Árni Freyr (f. 1980). Sig- urður og Jórunn skildu árið 1981. Sonur Sigurðar með Aniku Poulsen (1956–2003) er Brian Poul (f. 1973). Hann býr í Færeyjum. Sonur Sigurðar með Guðrúnu Þor- grímsdóttur (f. 1954) er Tómas (f. 1989). Marta ólst upp á Barkarstöðum. Hún hélt, innan við tvítugt, til náms í Kvennaskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan námi 1931. Hún og eiginmaður hennar, Haraldur, stofnuðu heimili sitt í Reykjavík 1934. Þau bjuggu fyrst við Ásvalla- götu, síðan að Snorrabraut 32, þá á Karlagötu 18, Eskihlíð 14 og síð- ast Mávahlíð 25. Heimili þeirra var ávallt rómað fyrir rausnarskap. Þegar Haraldur lést flutti Marta í Snæland 8 í Fossvogshverfi og bjó þar til æviloka. Marta lærði ung að leika á hljóð- færi. Hún var heilsuhraust og iðk- aði sund til síns hinsta dags. Að ís- lenskum sveitasið féll henni ekki verk úr hendi. Matseld hennar, bakstur og hannyrðir af ýmsu tagi voru alltaf langt umfram eigin heimilisrekstur. Útför Mörtu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. (f. 1953). Grétar kvæntist Dóru Haf- steinsdóttur (f. 1936) árið 1955. Þeirra börn eru: Sigurður Júlíus (f. 1955), Jakobína Marta (f. 1956), Hall- dóra (f. 1962) og Har- aldur (f. 1968). Grétar og Dóra skildu 1970. Grétar kvæntist Svan- fríði Kjartansdóttur (f. 1943) árið 1974. Dætur þeirra eru: Gréta (f. 1967), Heið- rún (f. 1979) og Þór- unn (f. 1980). Uppeld- isdóttir Grétars og Svanfríðar er Þóra Steinunn Pétursdóttir (f. 1971). Grétar og Svanfríður skildu árið 1986. Sambýliskona Grétars er Solveig Theodórsdóttir (f. 1943). Ingileif Svandís giftist How- ard Smith (f. 1949) árið 1973. Börn þeirra eru Rannveig Annafríð (f. 1977) og Stefán Þór (f. 1979). Þau búa á Englandi. Sigurður kvæntist Jórunni Skúladóttur (f. 1954) árið Það er gott að eiga spræka ömmu þegar maður er ungur – það eru klár forréttindi þegar maður fullorðnast. Og að eiga aðra eins ömmu og Mörtu Tómasdóttur þar til að glittir í eigin sextugsaldur er blessun. En þegar hún deyr, þá hverfur meira en gömul kona. Maður þarf aðeins að endur- raða sjálfum sér. Skyndilega er eng- inn aðgangur að heimi sem var svo öruggur og heill. Manngæska úr fyrri tíðar sveitasamfélagi er horfin. Glaðværð fyrstu kynslóðar Reykvík- ings er ekki lengur til. Rödd sem bauð mig velkominn í heiminn, hvatti fyrstu skrefin, dáðist síðan að nær hverri hreyfingu, hló lengst og best að minni íslensku fyndni – hún er þögnuð. Sjónarhorn ömmu Mörtu skapar ekki lengur heiminn. Nema í minningu. Í barnsminni er hún glaðvær, góð amma sem bar okkur systkinin á gullstóli hvar sem slíku áhaldsgagni varð við komið. Sérstök hátíð var að fá að gista. Spiluð gamaljómfrú þar til allir voru að rifna úr hlátri. Svo gilli með melónur og vínber – sem þá var einstakt fágæti. Og þegar búið var að slökkva tók amma að segja sögur. Ekta ævintýri, betri en bæk- ur. Og ljóskeilur af Öskjuhlíðarvit- anum slógu bjarma á veggina í Eski- hlíðinni. Græn og hvít á víxl. Hvílíkt raunsarheimili. Þvílíkar veislur sem þau afi héldu. Og gjaf- mildin og góðsemin sem þau auð- sýndu fólki. Líka þeim sem komu ekki í heimsókn. Þegar aðalkaffihús- ið í Austurstræti hét Tröð sagði amma Marta sitt kaffieldhús síst lak- ara og nefndi Martröð í höfuðið á sjálfri sér. Gestafjöldinn hversdags var svipaður og á hinni tröðinni: Pósturinn kom ef hann gat gert sér erindi, nágrannakonur litu inn, fólk að austan kíkti við, gamlir kennarar ömmu, gamlir kennarar barna henn- ar, ættingjar og auðvitað vinir. Allir komu margblessaðir og fóru kært kvaddir. Afi bætti nýbökuðum víni- brauðum jafnt og þétt við bakkelsið. Þarna var enginn útkastari. Skrækt fólk, grettið eða með kæki, var ekki flæmt burt. Allir máttu koma. Og all- ir máttu koma aftur. Þegar unglingsár færðust yfir mig misstu sögur ömmu af Haga-Lalla, Ásu, Signýju og Helgu aðdráttarafl um stund, enda slógu ljóskeilur lífs- ins stundum annan og flóknari takt en þær af Öskjuhlíðinni. En smám saman varð manni ljóst að bestu sög- urnar voru ekki ævintýrin úr sveit- inni heldur ævintýrin sem líf hennar sjálfrar varð. Þegar afi keypti stóru háværu hárþurrkuna á góðu verði. Þegar Tommi frændi gaf ömmu blómið af stigaganginum. Þegar þau afi fengu lánað mótorhjólið. Þegar kallinn á loftinu kom allsber að fá lánaðan hníf. Þegar amma hélt að hún hefði læst þau afa úti um hánótt. Atburðir og sögur úr lífinu sjálfu urðu efniviður í samtöl, lífssýn og skemmtan ævina á enda. Og þá söguþræði spann amma til síns hinsta dags. Hún hafði alltaf eitthvað á prjónunum. Sífellt bar eitthvað annálsvert við. Maður skildi smám saman af henni að góð nútíð verður hægt en örugglega að góðri fortíð, en um framtíðina veit maður ekkert. Það er sígild skoðun. Eftir að afi Halli dó fyrir nær 18 árum hélt amma áfram rausnar- heimili til dauðadags. Lausleg áætl- un mín er að hún hafi frá því hún varð ekkja prjónað og gefið tvö til þrjú hundruð lopapeysur og ótelj- andi ullarsokka, bakað og gefið á þriðja þúsund draumatertur auk alls kyns bakkelsis annars, haldið yfir fimmtíu stórveislur og mörg hundr- uð smærri boð. Hún hefur farið í sundlaugar að minnsta kosti fimm- þúsund sinnum og synt á annað þús- und kílómetra, varlega áætlað. Hún hefur ferðast tugum sinnum til út- landa og sótt samkomur, veislur og guðsþjónustur, fleiri en nokkur mað- ur hefur tölu á. Hún skrifaði í blöðin ef henni þótti tilefni til þess. Hún lék á píanó til skemmtunar og þótti eng- in veisla þar sem ekki var tekið lagið. Henni þóttu karlaraddir skemmti- legri en kvenraddir og fannst ósvinna að klappa í kirkju. Ég hringdi í hana að kveldi jarð- skjálftadagsins mikla 17. júní árið 2000. Þá var hún áttatíu og sjö ára. Ég vissi að hún hafði verið á ferð fyr- ir austan með skyldfólki, nálægt upptökum skjálftans. Þau voru í samkomusal þegar skjálftinn reið yf- ir og fólk hentist út undir bert loft. Hún studdist við hækjur á flóttan- um. Fyrir utan dúuðu bílar, jörðin gekk í bylgjum. Hvernig varð þér við, amma mín? spurði ég. Varstu ekki dáldið skelkuð? Skelkuð! ansaði hún næstum hneyksluð. Ég hefði sko ekki viljað missa af þessu! Ég tek ekki undir þann almenna söng að heimur versnandi fari. En mér fannst hann heldur versna þeg- ar hún dó. Til mótvægis eru þó nær fimmtíu ár af minningum. Og svo bætist við að ég er ekki sá eini sem telur sig hafa verið í sérstöku heið- urssambandi við hana. Fjölmargir afkomendur, vinir hennar og vanda- menn eru jafnvissir um hið sama. Þúsund ár af minningum um ömmu Mörtu! Þær halda áfram að bæta heiminn enn um sinn. Guð blessi minningu hennar. Sigurður J. Grétarsson. Það er erfitt að kveðja Mörtu móð- ursystur mína, það er erfitt að hugsa um hana í liðinni tíð, svo ljóslifandi er hún í minningunni, geislandi af lífsgleði, fjörleg og kát. Það er mikið tómarúm í huga okkar ættingjanna, hún var svo sjálfsögð og eilíf, svo ald- urslaus, eins og best kom fram í ní- ræðisafmæli hennar í sumar. Elst að árum og þó að líkaminn væri aðeins farinn að gefa sig fannst öllum, ung- um og öldnum, hún vera á sama aldri og þeir. Hún var sannkallað höfuð ættarinnar, ein eftirlifandi systkin- anna frá Barkarstöðum í Fljótshlíð. Hennar verður sárt saknað á jóla- ballinu á þriðja í jólum, sem stofnað var til fyrir mörgum árum, í kring um hana, af ættingjum og vinum. Þar var hún hrókur alls fagnaðar og sérstakt yndi hafði hún af yngstu kynslóðinni. Í minningu hennar og í hennar anda veit ég að sú samkoma verður skemmtileg og ánægjurík. Marta var að sjálfsögðu með í fyrstu bernskuminningum mínum. Fjölskyldur okkar voru samofnar. Anna, móðir mín, og hún hittust eða töluðu saman á hverjum degi. Þær voru yngstar systkinanna og bjuggu í nágrenni hvor við aðra. Öll voru systkinin frá Barkarstöðum sam- rýnd og mjög frændrækin, en vegna fjarlægðar hittust systurnar oftar, séstaklega þær sem bjuggu í Reykjavík. Mér eru þau mjög minn- isstæð og nú, þegar þau öll eru fallin frá, er eins og nýtt tímatal byrji. Ég man margt skemmtilegt og skondið frá uppvaxtarárum mínum sem tengist Mörtu. Hún var svo falleg, létt og full af glensi og gríni og stríð- in með afbrigðum. Ég fékk aldeilis minn skammt af stríðninni enda sak- laust og auðtrúa barn. En allt var það græskulaust og góðlátlegt og við skemmtum okkur bæði vel. Ég hélt líka mikið upp á Harald eiginmann hennar, og þótt hann væri svolítið hrjúfur og alvarlegri en hún, var hann mjög barngóður. Börn hennar, Grétar, Ingadís og Siggi, voru mér og bræðrum mínum, Tómasi Grétari og Smára, eins og systkini og á það samband hefur aldrei borið skugga og er hugur okkar bræðranna hjá þeim og fjölskyldum þeirra. Söngur og hljómlist hefur alltaf verið í hávegum höfð í Barkarstaða- ættinni. Allar höfðu systurnar lært að spila og Marta tók oft í píanóið Nær alltaf, þegar ættingjarnir hitt- ust, var spilað og sungið enda margir liðtækir í þeim efnum og spilað á mörg hljóðfæri. Á áttræðisafmæli hennar var Mörtu-bandið stofnað formlega til heiðurs henni og hefur spilað bæði fyrir söng og dansi í af- mælum hennar, að ógleymdum jóla- böllunum. Marta lá aldrei á skoðun sinni og gat þá verið beitt á stundum. Hún heimsótti mig nú síðast á afmæli mínu í haust og var ljúf og kát að vanda. Þegar hún kvaddi, lét hún mig heyra það að henni fyndist nú að það væri hálfléleg afmælisveisla, þar sem ekki væri spilað eða sungið. Hún sagðist fyrirgefa mér, þar sem ég hefði nú verið að hugsa um börn- in, en einhver annar hefði nú getað tekið lagið. Já, það var alltaf stutt í stríðnina. Það er ljúft fyrir mig að lifa með fyrirgefningu hennar, en ennþá ljúfara er að lifa í skæru ljósi hennar og systkina hennar. Við Sig- urveig, börn okkar og fjölskyldur þeirra vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Mörtu. Pálmar Ólason. MARTA TÓMASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.