Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 33 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 FRÁ FIMMTUDEGINUM 18. DES. TIL ÞRIÐJUDAGSINS 23. DES. JÓLABOMBA!!! 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM „ÞETTA er ópera um tvær nornir, sem eru vinkonur og heita Svart og Hvítt. Þær verða ástfangnar af sama vonda galdrakarlinum og eignast hvor sitt barn með honum og verða því óvinkonur. Uppúr þessu spinnst heilmikið drama,“ segir Þóra Marteinsdóttir um óperu sína, Larus, sem nýverið var sýnd í á vegum Tónlistarhá- skólans í Gautaborg í Svíþjóð við mjög góðar undirtektir. Þóra lauk prófi úr tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2001, en tónsmíðakennarar hennar þar voru Atli Heimir Sveinsson og Mist Þorkelsdóttir. Hún er nú í framhaldsnámi við Tónlistarháskólann í Gauta- borg. Óperusmíðin var þó ekki skólaverkefni – til að byrja með. „Það kom tónskáld í heimsókn í skólann og hélt fyr- irlestur fyrir deildina mína. Hún var meðal annars að segja okkur frá óperu sem hún samdi sjálf meðan hún var í námi. Ég hugsaði með mér: Já, maður þarf ekkert að bíða eftir því að verða fimmtugur til að geta samið óp- eru – þegar maður getur gert það núna. Ég bjó til sögu og hlutverk sem hentuðu krökkunum í óperudeild Leik- listarskólans í Gautaborg, og var alveg viðbúin því að þar fengi ég bara: „Nei nei, þetta kostar fullt af peningum“. Ég fór þó í Leiklistarskólann og kynnti óperuna fyrir þeim sem þar ráða, og þeim fannst þetta bara frábært. Þá fór boltinn að rúlla – sem ég hafði haldið að myndi aldrei gerast.“ Þóra samdi óperuna í fyrrahaust. Hún segir að til að byrja með hafi kennarar hennar ekki verið allt of hrifnir af uppátækinu, en það viðhorf hafi fljótt breyst. „Ég fékk að sinna þessu í tónsmíðatímum, og svo fengu þeir handa mér aukakennara til að hjálpa mér með dramatúrgísku hliðina. Þeir voru nú ekkert að deyja úr gleði fyrst, en þegar boltinn var farinn að rúlla fannst þeim þetta of- boðslega sniðugt. Það höfðu ekki verið nein svona sam- vinnuverkefni áður milli tónsmíðadeildarinnar og Leik- listarskólans, og þess vegna voru þeir eitthvað skeptískir á þetta í byrjun. Tónlistarháskólinn og Leiklistarskólinn eru þó í sömu byggingu, sem í daglegu tali er kölluð Art- isten. Leikhúsið heillar mig ofboðslega og það var mjög gaman að þessu; – ég lærði heilmikið af því, og á örugg- lega eftir að semja aftur óperu.“ Óperan Larus er ætluð börnum, og tekur um 45 mín- útur í flutningi. Hljómsveitin er nett – níu hljóðfæraleik- arar. Sýningar á Larusi urðu átta í Gautaborg, en Þóra segir drauminn að fá óperuna flutta hér heima líka. „Það er næsta mál á dagskrá, og ég ætla að kanna það.“ Ný ópera, Larus, eftir Þóru Marteinsdóttur sýnd í Gautaborg Maður þarf ekki að vera fimmtugur til að semja óperu Morgunblaðið/Þorkell Þóra Marteinsdóttir hefur skrifað barnaóperu um tvær nornir sem verða ástfangnar af sama galdrakarlinum. Dómkirkjan í Reykjavík kl. 20 Tónlistarskólinn í Reykjavík býður alla velkomna á jólatónleika skólans. Þar koma fram auk ungra einleikara og einsöngvara fjölmargir samspils- hópar sem flytja verk eftir Bach, Mozart, Mendelssohn Lalo og Mart- in auk nýrra útsetninga á jólalögum sem útsett hafa verið sérstaklega af þessu tilefni. Póstbarinn við Austurvöll kl. 20 Menningarkvöld vinstrigrænna í Reykjavík. Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Sjón, Ármann Jak- obsson og Hlín Agnarsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum en einn- ig verður flutt létt tónlist. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 kl. 17 Fríða Sophia Böðvarsdóttir áritar bækur sínar, Bakað úr spelti og Bakað í brauðvél. Bækurnar eru tilnefndar til al- þjóðlegra verðlauna. Þá býður Fríða Sophia upp á brauð og annað ljúf- meti sem hún er þekkt fyrir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir myndlistarmaður opnar sýningu kl. 13.30 í dag á myndum frá Hafn- arfirði og nágrenni í menning- arsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sólveig nam myndlist bæði á Ís- landi og í London. Hún hefur sýnt víða, bæði einkasýningar og sam- sýningar, á Íslandi, norðurlöndum, Bretlandi, Þýskalandi, og Banda- ríkjunum. Allar myndirnar eru til sölu. Sól- veig er fædd árið 1925 og hefur bú- ið á Hrafnistu frá árinu 1998. Sýn- ingin stendur til 20. janúar. Sólveig Eggerz sýnir í Hrafnistu Sólveig Eggerz við verk sín ásamt eiginmanni sínum, Árna Jónssyni. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.