Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum          Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klippið af kveiknum svo að ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins      Keflavík | „Þegar mér var sagt að ég væri ágætis dægurlagasöngkona var ég staðráðin í að fara lengra. Ég hafði ekkert ætlað mér að verða óp- erusöngkona og foreldrum mínum fannst ég ekki eiga neitt erindi í tón- listarháskóla, en ég vildi gera betur en þetta,“ sagði sópransöngkonan Alexandra Chernyshova í samtali við Morgunblaðið, en hún ætlar að reyna fyrir sér í íslenskum tónlist- arheimi og fer í dag í áheyrnarpróf í Íslensku óperunni. Hún er búsett í Keflavík og gift Keflvíkingnum Jóni R. Hilmarssyni. Það var ástin sem dró Alexöndru til Íslands og þótt hún hefði farið víða um heim vissi hún ekkert um Ísland. „Við Jón kynntumst á Spáni síðastliðið sumar, ég var að vinna þar sem túlkur en Jón var í skemmtiferð.“ Alexandra fluttist til Íslands í lok október og hefur frá þeim tíma verið að kynna sig í ís- lenska tónlistarheiminum. Hún hef- ur einu sinni komið fram op- inberlega hér á landi en það var á Bókakonfekti í Listasafni Reykja- nesbæjar í byrjun desember. Þeir sem á hlýddu voru heillaðir og einn af rithöfundunum hafði á orði að hann vildi að hann gæti skrifað eins vel og Alexandra gæti sungið. Hún sagðist í samtali við blaða- mann vera bjartsýn á að fá tækifæri til að syngja á Íslandi. „Mér sýnist tónlistarlífið á Íslandi vera blóm- legt. Íslendingum finnst gaman að syngja og gaman að hlusta, ná- kvæmlega eins og okkur í Úkraínu.“ Alexandra hefur fullan hug á því að komast fljótt inn í íslenskan menningarheim, hún hefur þegar hafið íslenskunám og hyggst nema íslenskuna enn frekar í Háskóla Ís- lands eftir áramót, en auk söng- námsins hefur hún háskólagráðu í spænsku, ensku og heimsbók- menntum. „Mér fannst skrítið að koma hingað fyrst, allt þetta hraun og svo öll jólaljósin núna. Í Kiev er ekki skreytt eins mikið. Rafmagnið þar er dýrt, þannig að aðeins helstu verslunargötur eru vel skreyttar. Kiev er annars mjög falleg borg, ein af elstu borgum Evrópu. Á heim- ilunum notum við annars konar skraut og kertaljós í stað rafmagns- ljósa. Okkar hátíð er líka meira í kringum áramótin, enda okkar jól og frelsisdagurinn í janúarbyrjun.“ Vildi verða meira en dægurlagasöngkona Þegar Alexandra er innt eftir því hvort hún sé fædd inn í mikla lista- fjölskyldu, segir hún svo ekki vera. Þó má finna listamenn í ættinni. „Móðurafi minn bjó til kvikmyndir og var mjög þekktur á sínum tíma í heimalandi sínu og mamma hans var sviðsleikkona. Bróðir hennar var aftur óperusöngvari.“ Alexandra segir hins vegar að það hafi aldrei verið ætlun sín að verða óperusöngkona og reyndar bar það að á mjög skemmtilegan hátt. „Ég hafði verið að læra á pí- anó, lauk því námi 1993, og langaði til að komast í þekktan barnakór, sem ég vissi um. Um þetta leyti var ég 15 ára og þessi unglingakór söng klassísk lög. Ég fór í áheyrnarpróf með gítarinn minn og söng afar fal- legt lag eftir sjálfa mig. Lagavalið þótti ekki hæfa kórnum svo ég var látin prófa klassískan söng, sem féll ekki í kramið. Mér var sagt að ég væri fyrirtaks dægurlagasöngkona, en með það var ég ekki sátt. Ég varð því staðráðin í að fara lengra,“ sagði Alexandra og það er greini- legt að þarna er ákveðin kona á ferð. Hún var síðan í einkanámi hjá söngkennara þar til hún fór í Tón- listarháskólann í Kiev og þaðan í áframhaldandi söngnám við Tónlist- arakademíuna í Odessa. Alexandra fékk mjög góða umsögn frá kenn- urum sínum og vegna hæfileika sinna var hún styrkt til söngnáms- ins. Þá hefur hún unnið til margra verðlauna, var m.a. verðlaunuð fyr- ir bestu ungu ljóðaröddina í al- þjóðlegri tónlistarkeppni í Kiev í fyrra og hefur verið boðið að taka þátt í Masterclass-námskeiðum víða um Evrópu. Fyrr á þessu ári söng Alexandra í Óperuleikhúsinu í Kiev og und- anfarna mánuði hefur hún sungið einsöng með strákakórnum Boyan, sem er þekktur bæði í Úkraínu og víðar, önnur tveggja kvenna. Þessa dagana fer hins vegar mestallur tími Alexöndru í að æfa sig fyrir áheyrnarprófið í Íslensku óperunni. Nágrannar hennar njóta góðs af söngnum og hún passar sig á því að byrja ekki æfingar fyrr en bjart er orðið. Alexandra er orðin spennt og þó að hún segi að erfitt sé að komast inn í tónlistarlífið á miðjum vetri, sé hún vongóð um tækifæri á Íslandi. Úkraínsk söngkona vonast til að fá hlutverk í tónlistinni Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stefnir sífellt hærra: Alexandra Chernyshova æfir sig mikið þessa dagana fyrir áheyrnarpróf en gaf sér tíma til að leiðbeina eiginmanninum, Jóni R. Hilmarssyni, við píanóið á heimili þeirra í Keflavík. Hann þykir ekki fingralipur. Var alltaf staðráðin í að fara lengra Suðurnes | Fleiri stelpulið en stráka voru að þessu sinni í billjarðsmóti Samsuð sem ný- lega var haldið í félagsmiðstöðinni Fjör- heimum í Reykjanesbæ. Alls tóku þátt 27 krakkar frá frélags- miðstöðvunum á Suðurnesjum. Keppt var í drengja- og stúlknaflokkum. Stelpurnar úr félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík sigr- uðu í sínum flokki sem og drengirnir úr fé- lagsmiðstöðinni Skýjaborg í Sandgerði. Fleiri stelpulið en stráka í billjarðsmótinu Þrumustúlkur sigruðu: Jenný Ósk Óskarsdóttir, Katla Vilmund- ardóttir og Þóra Kjartansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.