Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 41 Amma við píanóið að spila „Litlu fluguna“ hans Fúsa og hún trillaði eftir nótnaborðinu af mikilli fingra- fimi. Stolt hennar yfir fallegu brúnu hári og stolt okkar að kynna ömmu fyrir vinum og segja þeim hvað hún væri gömul. Amma var alltaf svo fín og á 90 ára afmælinu var hún í gullskóm, sem hún hafði keypt í Englandi. Eitthvað fannst henni skórnir lausir og bað mömmu okkar að líma sig inní skóna. Þetta var og gert og þótti mikið grín. Þegar fólk í Bretlandi frétti að amma væri dáin, spurðu all- ir: „Var það konan sem límdi á sig skóna?“ Hún amma var víðfræg. Það var alltaf eitthvað skoplegt í kringum ömmu, eins og þegar við leituðum dyrum og dyngjum að heyrnartækjunum hennar. Loksins fundust þau í skinku-kassanum inni í ísskáp. Og að sjálfsögðu var þetta Halli að stríða okkur. Heimsóknir ömmu til Englands voru bæði hugljúfar og fjörugar. Rannveig á trommum, Stefán á gít- ar, amma á píanói og Imba, Sigrún, mamma og pabbi syngjandi og dans- andi. Heimsóknir í sjúkrabíl á slysa- varðstofu bæjarins, ýmist með fisk- bein í hálsinum eða gat á höfðinu. Svo rúllaði hún niður brekkurnar í Vatnahéruðunum og alltaf hló amma. Heimsóknir til ömmu á hennar fal- lega heimili í Reykjavík. Pönnuköku- ilmurinn laðaði okkur inn frá garð- inum, draumaterturnar og fiskibollurnar voru alveg spes. Hún var mikill gestgjafi enda eldhúsið hennar kallað Hótel Martröð. Elsku amma, minningarnar eru margar og góðar og við munum sakna þín af öllu hjarta. Hvíldu í friði, biðjum að heilsa afa Halla. Rannveig og Stefán Smith. Elskulega föðursystur mína og ættarhöfðingja Barkarstaðaættar- innar, Þórunni Mörtu Tómasdóttur, kveð ég með nokkrum trega og eft- irsjá, en líka þakklæti fyrir allar góð- ar stundir, sem við áttum saman, því hún var mikil vinkona mín og félagi. Hún var ellefta og yngsta barn hjónanna Tómasar Sigurðssonar, bónda og hreppstjóra á Barkarstöð- um í Fljótshlíð, og seinni konu hans, Margrétar Árnadóttur. Og er síðust þeirra systkina og maka þeirra til að kveðja þetta jarðlíf. Fyrri kona Tóm- asar var Guðríður Þóra, sem hann missti eftir stutta sambúð. Hún var eldri systir Margrétar, þær voru frá Reynifelli á Rangárvöllum. Tómas eignaðist eina dóttur með Guðríði Þóru, fyrri konu sinni. Marta ólst upp í foreldrahúsum á mannmörgu menningarheimili, þar sem gestagangur var mikill og bæði skyldir og vandalausir dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma. Þar var lestur góðra bóka og tónlist í háveg- um höfð. Móðir þeirra lék á gítar og allar lærðu þær systur á orgelharm- oníum. Léku þær hvort tveggja af nótum og eftir eyranu. Oft var glatt og kátt þegar þær komu saman og var samheldni þeirra systkina til fyr- irmyndar. Umræður og skoðana- skipti heiðarleg og hreinskiptin. Ung létti hún heimdraganum og fór í kvennaskóla. Giftist 13. október 1934 Haraldi Guðmundssyni fasteigna- sala og flutti til Reykjavíkur. Þau voru samhent, rötuðu saman hinn gullna meðalveg, áttu fallegt og gott heimili. Eignuðust þrjú mannvænleg börn. Marta vann alla tíð innan veggja heimilisins og fann sér alltaf næg verkefni. Þar var oft gest- kvæmt, því bæði löðuðu þau að vini og vandamenn með gestrisni sinni og góðvild. Harald missti hún fyrir 17 árum og eftir það bjó hún ein. Hún var heilsuhraust og hélt fullri reisn til síðasta dags. Það þakkaði hún meðal annars að sex daga vik- unnar fór hún árum saman í sund- laugarnar og synti 200–800 metra, hitti þar skemmtilegt fólk og það gaf henni þrek og uppörvun til líkama og sálar. Marta lagði mikla rækt við frænd- garð sinn og gilti þar einu hvort það voru börn og ungmenni eða þeir sem eldri voru. Ávallt var hún tilbúin með skömmum fyrirvara er vinir eða ætt- ingjar buðu henni eitthvað með sér eða til sín. Og alltaf fannst henni gaman. Hún var hláturmild, jákvæð og glöð, en þó formföst og ákveðin, vel og viðeigandi klædd í skærum lit- um og kunni þá list að raða þeim saman og láta fara vel. Návist henn- ar var okkur Einari gleðiefni og heimsóknir til hennar ekki farnar af skyldurækni heldur af því að okkur langaði til að hitta hana og hafa hana með. Þakklæti hennar var innilegt hvað lítið sem fyrir hana var gert. Minningin um frænku mína er mér dýrmæt. Við Einar vottum börnum hennar, barnabörnum og öðrum ástvinum dýpstu samúð okk- ar. Blessuð sé minning Mörtu Tóm- asdóttur. Margrét Sigurðardóttir. Hún Marta er dáin. Fréttin var óvænt. Vissulega má vænta þess að nírætt fólk fari að kveðja þennan heim en þessi fyrirvaralausa brott- för hennar Mörtu hlaut að koma manni að óvörum. Hún var á fullri ferð að skrifa jóla- kortin, baka smákökurnar, láta sauma á sig pils og setja upp jólaeld- húsgardínurnar. Tveimur dögum áð- ur hafði hún bakað nokkrar drauma- tertur og farið með í kirkjukaffið til að minnast afmælis móður sinnar, sem var fædd 5. desember, en það reyndist svo verða dánardagur Mörtu. Þórunn Marta Tómasdóttir var há og beinvaxin og bar sig vel; hárið þykkt, dökkjarpt og hélt vel lit sín- um. Hún var röggsöm, skoðanaföst og kraftmikil og fylgdist vel með þjóðmálunum alla tíð. Hún var mús- íkölsk og söngelsk og spilaði jafnt sálma sem dægurlög á píanó allt til síns síðasta dags. En það sem ein- kenndi hana mest var glettnin og hláturinn, þessi smitandi hlátur sem aldrei var langt undan; hún sá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni, nánast hló í gegnum tárin. Hennar verður ekki minnst án þess að nefna eiginmann hennar, Harald Guðmundsson fasteignasala, en hann lést 1986. Þau lifðu í farsælu hjónabandi í yfir 40 ár og reistu sér heimili um þjóðbraut þvera, gestris- in svo af bar. Oftar en ekki voru óvæntir gestir við matborðið og séð til þess að þeir kæmust ekki þaðan fyrr en fullsaddir. Börnin mín nefndu eldhús ömmu sinnar hótel Martröð og þar var þeirra sælureit- ur. „Hvað, bauðstu manninum ekki kaffi?“ sagði hún við mig, hneyksluð, þegar ég á mínum fyrstu búskapar- árum hafði fengið viðgerðarmann til þess að gera við þvottavélina mína. Ég varð að játa þessa yfirsjón fyrir þáverandi tengdamóður minni; fleiri urðu aðfinnslurnar ekki en kynni okkar stóðu í 50 ár, óhögguð vinátta í gegnum þykkt og þunnt. Ein frásögn Mörtu frá æskuárum hennar er mér sérstaklega í minni. Þegar alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum árið 1930 fjölmennti þjóðin þangað, þar á meðal flest heimilisfólk á Barkarstöðum. Marta fékk ekki að fara; hún sagðist hafa setið heima ásamt móður sinni, og líkað illa. „Fyrst ég fæ ekki að fara núna skal ég svo sannarlega fara á kristnitökuhátíðina árið 2000,“ varð henni að orði. „Heldurðu að þér end- ist aldur til þess, Marta mín?“ spurði móðir hennar. Marta stóð við heit sitt, fór á hátíðina á Þingvöllum og naut dagsins út í ystu æsar. Hvort æðri máttarvöld réðu þar einhverju um veit ég ekki en óneitanlega hefur skapgerð hennar haft eitthvað um málið að segja. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til þessara heiðurs- hjóna sem vörpuðu lit á tilveru allra sem þau náðu til með rausn sinni og lífsgleði, og ég þakka kærri vinkonu minni samfylgdina. Blessuð sé minning Mörtu Tóm- asdóttur. Dóra Hafsteinsdóttir. Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Látin er góð vinkona okkar í öldr- unarstarfi Bústaðakirkju, Marta Tómasdóttir, hún Marta okkar eins og hún var gjarnan nefnd. Það verður tómlegt að sjá hana ekki við spilaborðið, þar sem hún hefur setið alla miðvikudaga í ára- raðir. Þær eru ekki margar 90 ára kon- urnar, sem koma með tertur fyrir 70 manna hóp á hverju ári, en það gerði Marta. Hún kom einnig með smá- kökur á fyrstu samveru okkar eftir áramót. Marta var ekki venjuleg kona, hún var skörungur sem lét að sér kveða. Marta var alltaf svo fín og vel til- höfð, það hefði engum sem ekki vissi hvað hún var gömul komið til hugar aldur hennar. Þegar ég kvaddi hana í dyrum safnaðarheimilisins hinn 3. desem- ber, var hún glöð og kát og sátt við allt og alla. Marta kvaddi lífið á sinn hljóðláta hátt, eins og ég get hugsað mér að hún hefði helst viljað. Að fá að vera heima og hugsa um sig sjálfa til hinstu stundar, það var hennar háttur. Lífsklukkan hennar var út gengin. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Við, sem hittum hana vikulega í öldrunarstarfinu, þökkum yndisleg- ar samverustundir og vottum að- standendum hennar okkar innileg- ustu samúð. Hafðu hjartans þökk, mér horfin stund er kær. Í minni mínu klökku er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, þá glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur heim á leið. (P. J. Þ.) Mér þótti vænt um Mörtu, minn- ingarnar eru fallegar, ljúfar og hlýj- ar. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Sturludóttir. Marta var mikill gleðigjafi, til hennar var gaman að koma frá því að við munum fyrst eftir okkur, alltaf lá vel á henni og hún hafði alltaf eitt- hvað skemmtilegt að segja. Móðir okkar, Sigríður Jafetsdótt- ir, Marta og Halli stunduðu sund saman í áratugi, fyrst í gömlu laug- unum í Laugardalnum og síðan í þeirri nýju sem flestir þekkja og stundum fylgdum við bræður þeim í sund. Það var farið í sund alla morgna nema á sunnudögum, á eftir var farið í kaffi til Mörtu og þá var alltaf eitthvað girnilegt á borðum. Böndin milli móður okkar og Mörtu voru afar sterk og Marta fylgdist vel með uppvexti okkar og síðar barna okkar. Móðir okkar féll frá fyrir nær 23 árum og þá má segja að Marta hafi að nokkru leyti fyllt hennar skarð í afmælum barnanna og uppákomum í fjölskyldunni. Hún var ánægjulegur hluti af tilverunni. Fyrr á árum vorum við tíðir gestir á heimili Mörtu, enda ekki langt að fara, fyrst á Skeggjagötu, síðan í Eskihlíðina og svo í Mávahlíðina en við ólumst upp í sömu götu. Marta var glæsileg kona, með smitandi hlátur og góða nærveru. Hún var hvers manns hugljúfi. Það þurfti ekki mikið til að slá upp veislu, Marta vildi hafa partí sem oftast og fjör í kringum sig. Þó að gestirnir yrðu margir óx það henni aldrei í augum. Vandamál voru ekki til í hennar orðaforða. Hún var afbragðs- kokkur og betri bananarúllutertur höfum við ekki smakkað um ævina. Um mitt þetta ár hélt Marta upp á 90 ára afmælið og það var „partí með meiru í“ eins segir í kvæðinu. Stór- kostleg veisla, ræðuhöld, söngur, hljóðfæraleikur, skemmtiatriði og endað með dúndurballi fram á nótt. Hvað annað, lítið mál að slá upp veg- legri veislu með aðstoð ættingjanna og ekki þurfti að sækja tónlistina, sönginn og skemmtiatriðin langt, allt kom þetta frá ættmennum. Þessi veisla og margar fleiri skemmtilegar stundir með Mörtu lifa í minning- unni. Nú er hún farin frá okkur, kvaddi snögglega, á þann hátt sem hún ósk- aði sér. En eftir situr söknuðurinn að fá ekki lengur að njóta félagsskapar hennar, engin heimsókn um hátíð- irnar. Eftir lifir minningin um stórkost- lega skemmtilega konu, sem var okkur afar kær. Við og fjölskyldur okkar kveðjum Mörtu með virðingu og þökk. Jafet og Magnús. Brot minninga, myndir, koma upp í hugann. Marta glaðvær og hlæjandi. – Í saumaklúbb með Imbu, Sigrúnu og Línu. – Akstur um bæinn á við Am- eríkuferð. – Hrókur alls fagnaðar á mannamótum. – Fer til messu hjá séra Pálma. – Samkoma í kirkjunni alla miðvikudaga. – Fiskibollur í febrúar á afmælisdegi Halla. – Er stolt af börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. – Spilar á pí- anó í stórveislum í Snælandi. – Hlustar hugfangin á söng Magneu. – Dansar og hlær á 90 ára afmæli sínu. – Gantast og grettir sig með Sigga, Ingudís og Grétari. – Segir sögur úr bernsku sinni. Barkarstaðir. – Fer í laugar með Ingu og Jóni. – Drekkur kaffi í búðinni hjá Sollu. – Prjónar lopapeysur og lopaskó á alla. – Bak- ar draumatertur í allar veislur. – Fer utan, Bretland, Grænland, Þýska- land, Svíþjóð. – Fingurbjargir. – Grátið af hlátri yfir atviki í Bret- landi. – Diskar fullir af Mörtu-smá- kökum handa öllum í jólagjöf. – Set- ur upp jólaskraut með Margréti Sig. – Ræðin og réttsýn. – Greind og skemmtileg. Marta Tómasdóttir er látin en ekki farin. Ég er þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman. Hún auðgar líf mitt. Mörtu minnist ég með virð- ingu og hlýju. Lísbet Grímsdóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Í dag kveðjum við kæra vinkonu. Vinátta okkar nær yfir meira en 60 ár. Marta, þú varst gleðigjafi með sérlega góða nærveru sem aldrei gleymist. Við viljum þakka þér fyrir allt og allt. Marta, fjölskyldu þinni vottum við innilega samúð og þökk- um vináttu þeirra. Minning þín lifir. Þínar vinkonur, Sigrún og Ingibjörg. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VÍGLUNDUR HALLDÓRSSON húsasmíðameistari, Heiðarbýli, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 15. desember. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 22. desember kl. 13:30. Auður Sveinsdóttir, Lilja Víglundsdóttir, Snorri Ómarsson, Halldór Víglundsson, Harpa Ýr Erlendsdóttir, Auður Anna Snorradóttir. Ástkær bróðir okkar og mágur, ÁSGEIR GÍSLI FREDERIKSEN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 13. desember. Ágústa Frederiksen, Gunnar Frederiksen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT J. FREDERIKSEN, f. 1. mars 1917, lést miðvikudaginn 17. desember. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Holtsbúð, Garðabæ. Ólafur Frederiksen, Guðrún Frederiksen, Halldór Hróarr Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir og systir, SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR hússtjórnarkennari, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu daginn 19. desember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta líknarfé- lög njóta þess. Haraldur Arnljótsson, Margrét Arnljótsdóttir, Anni G. Haugen, Halla Sigríður Margrétardóttir, Jón Hjörtur Þrastarson, Elísabet Haraldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.