Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Einkennilegt atvik átti sér stað á dög- unum, sem kom róti á huga ýmissa Ak- ureyringa. Mót Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis hafa lengi verið kennd við Kaupfélag Ey- firðinga; talað um Kaupfélagshornið, enda stórhýsið lengi í eigu KEA og höfuðstöðvar þessa forna stórveldis verið þarna til húsa svo lengi sem yngstu menn muna. Merki KEA var lengi að finna á öðru hverju húsi í bænum, a.m.k. að sögn gárunganna, og ein- hverju sinni var haft á orði að einungis vantaði KEA-merkið á kirkjuna! Akureyringa rak því í rogastans á dög- unum þegar KEA-merkið hvarf af hornhús- inu stóra. Bara si sona! Nú blasir við veg- farendum tígullaga blettur, dekkri en húsið sjálft. Að vísu stendur ennþá á stafninum STOFNAÐ 1886 skýrum stöfum, en sjálf- sagt bara tímaspursmál hvenær það hverf- ur líka, hef ég heyrt. Æpandi tígullaga tóm blasir sem sagt við vegfarendum á leið upp Gilið; nú er hún Snorrabúð stekkur … Það er ekki að spyrja að þessum Sunn- lendingum. Húseignin ekki fyrr komin í þeirra eigu en hjartað er rifið úr Akureyr- ingum; sjálft KEA-merkið fjarlægt, nánast í skjóli nætur. Hvað næst? Skyldu þeir reyna að troða Bónus-grísnum á kirk … Nei, það er ekki einu sinni þorandi að hugsa á þeim nótum. Einhver kynni að snúa sér við í gröfinni. Eða hvað? Hve alvarlegt er málið? Höfundur þessa pistils stóðst ekki mátið og lagðist í talsverða rannsóknarvinnu í gær; hringdi eitt símtal í Andra Teitsson, framkvæmdastjóra KEA. Þá kom hið sanna í ljós og það upplýsist hér með að unnendur þessa mikilvæga tákns, KEA-tígulsins, geta andað léttar. Merkið er ekki farið til frambúðar. Sannleikurinn er nefnilega sá að þetta fagra ljósaskilti bilaði. Þegar slokknaði á fyrsta stafnum, K-inu, og ekki var hægt að koma því í lag á staðnum var skiltið fjarlægt og sent í viðgerð. Andri Teitsson neitaði því ekki í gær að þarna mætti sjá ákveðin teikn á lofti! EA sem kunnugt er umdæmisnúmer skipa hér á svæðinu og KEA hefur lýst áhuga á því að kaupa Útgerðarfélag Akureyringa af Brimi, sjávarútvegsfyrirtækis Eimskips. Sjáum til. Við Þórsarar huggum okkur bara við það að ekki skuli hafa slokknað á E-inu! Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Lögreglan á Ak-ureyri lagði hald álítilræði af kókaíni, amfetamíni og marijúana, sem var í fórum tveggja manna sem hún handtók. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst mál- ið upplýst. Þetta er fimmta fíkni- efnamálið á Akureyri um helgina en aðfaranótt laugardags handtók lög- reglan sex manns í fjórum aðskildum málum. Alls urðu 17 óhöpp í um- ferðinni í umdæmi lög- reglunnar á Akureyri nú fyrir og um jólin, eða á einni viku. Flest voru minniháttar en þó urðu lít- ilsháttar meiðsli í tveimur þeirra. Flest óhappanna má rekja til hálku á götum bæjarins og vegum í ná- grenninu en einnig var nokkuð um að ekið væri á kyrrstæða bíla á bílastæð- um enda mikil umferð um bílastæði við verslanir. Óhöpp á Akureyri Laxamýri | Mikið var dansað og sungið á jóla- balli barnanna í félags- heimilinu Ýdölum um helgina, en þar var Kerta- sníkir mættur ásamt tveimur félögum sínum. Jólasveinar þessir voru mjög fjörugir, leiddu krakkana í kringum jóla- tréð og gáfu þeim epli og mandarínur auk þess að segja sögur af sér. Allir höfðu gaman af, en sum þau yngstu héldu fast í mömmu og pabba svona til öryggis. Þegar hlé var gert á dansinum og boðið var upp á kökur og drykki, settust svein- arnir til borðs og ræddu við gesti. Ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim og unga fólkinu eins og sjá má á myndinni þar sem Kertasníkir ræð- ir málin við eina balldöm- una. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kertasníkir á jólaballi Gylfi Þorkelsson áSelfossi kvartarundan stækkandi „jólaístrubelg“. Lífsins braut er löngum hál, lokkar margt um jólin. Ekki styttist mittismál, meir þó hert sé ólin. Nóg er af freistingum, jafnvel meira nú en í vísu Ísleifs Gíslasonar um verslun Jóns Jónssonar Heiðdal á Sauðárkróki: Ef að þín er lundin lúð, líttu inn í Heiðdalsbúð, yngismær og eldra fljóð, álnavara þar er góð: sirsin grá, græn og blá gefa snótum undir fót; sultutau og silkiklót, sem er flestra meina bót. Þá er handa herrunum heimsins firn af regnkápum, höfuðföt og hálsklútar, handsápa og skóreimar; brjóstsykur bragðgóður, brennsluspritt – en ekki hitt, dollas, sykur, tóbak, tvill, tvinnakefli fleiri mill. Ístran stækkar pebl@mbl.is Reykjavík | Ekki er reiknað með að snjóa leysi á suðvest- urhorni landsins í dag eða á morgun, og spáir Veðurstofa Íslands hita um eða undir frostmarki. Heldur léttir til í dag og verður úrkomulítið. Spár fyrir gamlárskvöld gera ráð fyrir leiðindaveðri, en helst gæti ræst úr því á suðvesturhorninu. Þar er bú- ist við stífri norðanátt en vind ætti að lægja seint um kvöld- ið, og gæti lægt fljótlega eftir miðnætti. Nokkur snjókoma gæti orðið fyrripart dags, og verður hiti rétt undir frost- marki og fer kólnandi þegar líður á daginn. Almennt gerir spá Veð- urstofunnar ráð fyrir norðan- átt um land allt á gamlárs- kvöld, og snjókoma og él víða um land. Frost verður frá einu til tveimur stigum og allt upp undir tíu stig. Skást verður veðrið vest- anlands, en þar verður hægari vindur og minni úrkoma, en hugsanlega eitthvað kaldara. Morgunblaðið/Árni Torfason Veður og færð gerðu mörgum erfitt fyrir í gær, m.a. þessum starfsmönnum borgarinnar í Árbænum. Leiðinleg spá fyrir gamlárskvöld Veðrið REKSTUR Landverndar hefur verið tryggður á næsta ári en tekjur samtak- anna hafa ekki staðið undir rekstrinum undanfarin ár, eða frá því að tekjur frá Pokasjóði voru teknar af samtökunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Landverndar. Þar kemur jafnframt fram að kynningarátak í þeim tilgangi að afla nýrra félaga hafi skilað því að nokkur fjölgun félaga hafi orðið og sú viðleitni að leita eftir stuðningi almennings og fyrir- tækja til að treysta reksturinn hafi borið nokkurn árangur. Stjórn Landverndar hefur falið fram- kvæmdastjóra samtakanna, Tryggva Fel- ixsyni, að gegna áfram störfum á árinu 2004 og verður áfram unnið að því að treysta fjárhagslegan grundvöll starfsem- innar. Að sögn Tryggva hefur verið gerð fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og það líti þokkalega út með að hægt verði að ná end- um saman í rekstrinum. Þó hefur orðið að segja öðrum tveggja fastráðinna starfs- manna upp störfum, að sögn Tryggva. „Við höfum fengið aðeins styrkari fót- festu í einstaklingsaðild þó við séum reyndar ekki búin að ná þeim árangri sem við ætluðum okkur. En það hefur þróast í rétta átt og er sífellt að bætast við. Síðan erum við núna að leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og það virðist ætla að falla í frekar góðan jarðveg, þannig að við sjáum fyrir okkur að geta náð endum saman á næsta ári eftir að hafa þurft að ganga svo- lítið á sjóði samtakanna undanfarin ár.“ Veitum stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald Tryggvi segir vonir standa til þess að hægt verði að halda uppi virku starfi sam- takanna, þrátt fyrir að einum starfsmanni hafi verið sagt upp störfum. Hann segir Landvernd halda uppi talsverðu fræðslu- starfi og vera mikilvægur vettvangur í um- ræðunni um umhverfismál. „Samtökin hafa veitt stjórnvöldum það aðhald sem við teljum að Landvernd þurfi að veita stjórn- völdum á hverjum tíma,“ segir Tryggvi. Auk þeirra starfsmanna sem unnið hafa á skrifstofu Landverndar hafa samtökin verið með fólk í verkefnatengdum störfum, m.a. við Alviðru, sem er umhverfis- og fræðslusetur Landverndar í Ölfusi, og Vistvernd í verki fyrir heimili, og segir Tryggvi allt útlit fyrir að þeim verkefnum verði haldið áfram, enda hafi þau skilað góðum árangri. Betri horfur í rekstri Landverndar Söfnunarsíminn er 907 2020 Rauði kross Íslands til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í íran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.