Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 29 Í UMRÆÐUM um nýlega vilja- yfirlýsingu SPRON og Kaupþings- Búnaðarbanka hefur verið spurt um hvað valdi viðhorfsbreytingu hjá stjórn SPRON gagnvart samstarfi og sölu sparisjóðsins til eins af við- skiptabönkunum. Mér er ljúft að svara þeirri spurningu og er þá óhjá- kvæmilegt að rifja upp aðalatriði þeirrar atburðarásar sem varð þegar Búnaðarbanki Íslands áformaði kaup á sparisjóðnum á síðasta ári. Stjórn SPRON hafði ákveðið að leggja tillögu fyrir fund stofnfjáreig- enda í júní 2002 um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins í hluta- félag. Tilgangur var að styrkja stöðu SPRON í gjörbreyttu umhverfi á fjár- málamarkaði. Í sam- ræmi við þágildandi lagareglur áttu stofn- fjáreigendur að fá sama hlutfall af hlutafé SPRON eftir breytinguna og stofnfé þeirra nam af endurmetnu markaðs- verði sparisjóðsins – m.o.ö. verðmæti stofn- fjár þeirra var óbreytt í formi hlutabréfa. Tilboð Búnaðarbankans um kaup fyrir 1,9 milljarða króna Þremur dögum fyrir boðaðan fund bauð Búnaðarbanki Íslands hf. (sem þá var í meirihlutaeigu ríkissjóðs) stofnfjáreigendum 4-falt verð fyrir stofnfjárbréfin – eða samtals rúml. 1,9 milljarða kr. Búnaðarbankinn ætlaði þannig að eignast SPRON fyrir þessa fjárhæð. Síðan hækkaði bankinn þetta boð í 5,5-falt nafnverð stofnfjár – eftir að Starfsmannasjóð- ur SPRON hafði gert stofnfjáreig- endum tilboð til að hindra yfirgang Búnaðarbankans. Stjórn sparisjóðsins – og starfs- fólk – lagðist eindregið á móti þess- um áformum Búnaðarbankans. Um málið urðu miklar deilur, sem ekki verða raktar hér, en lyktir urðu þær, að Fjármálaeftirlitið úrskurð- aði 9. september 2002, að Bún- aðarbankinn væri ekki hæfur til að fara með virkan eignarhlut í SPRON á grundvelli fyrirliggjandi áforma. Ný lög um fjármálastofnanir Mikil óvissa ríkti um framtíð SPRON í ljósi þeirra átaka, sem höfðu orðið um eignarhaldið og kom það m.a. fram við stjórnarkjör á að- alfundi í mars 2003. Meirihluti stofn- fjáreigenda hafði áður lýst vilja til að geta selt stofnfjárbréf sín á hærra verði en framreiknuðu nafnverði, en Fjármálaeftirlitið hafði talið það heimilt. Í desember 2002 samþykkti Al- þingi breytingar á lögum um fjár- málastofnanir. Breytingarnar fólu m.a. í sér „yfirtökuvarnir“ á stofnfé í sparisjóðum. Á síðustu starfsdögum Alþingis gerði efnahags- og við- skiptanefnd tillögu um viðbót þess efnis, að við breytingu á sparisjóði í hlutafélag beri við mat á hlut stofn- fjár að hafa til hliðsjónar arðsvon stofnfjárhluta annars vegar og arðs- von og áhættu hlutabréfa í sparisjóði hins vegar. Með öðrum orðum var tryggt að stofnfjáreigendur yrðu jafnsettir fyrir og eftir breytingar sparisjóða í hlutafélög. Með þessu ákvæði var opnuð leið til að meta stofnfé verðmætara við breytingu á rekstrarformi sparisjóðs – en áður mátti eingöngu miða við framreiknað nafnverð stofn- fjárbréfa. Hér var lögfest að heimilt væri að reikna stofnfé hærra verði en framreiknuðu nafnverði. Og í til- viki SPRON, sem hefur verið vel rekinn og greitt góðan arð til stofn- fjáreigenda, þýddi þetta skv. óvil- höllu mati sérfróðra aðila, að við breytingu í hlutafélag hækkar verð- mæti stofnfjár úr 540 m.kr. í 1.400 m.kr. eða 2,6-falt. Sennilegt er, að alþingismenn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir þýðingu þeirrar lagareglu sem efna- hags- og viðskiptanefnd bætti inn í frumvarp ráðherra. Má marka það af ummælum sumra þeirra að und- anförnu. Sömuleiðis virðast tals- menn sparisjóðasambandsins held- ur ekki hafa áttað sig fyllilega á lagabreytingunni. Vera kann að því valdi fyrst og fremst það hve seint hún kom fram – og e.t.v. ber breytingartillagan þess merki að hafa verið gerð á síðustu stundu. Hvað hefur breyst? Spurt hefur verið um hvað hafi breyst. Svar- ið er eftirgreint: 1. Skv. viljayfirlýs- ingu sem stjórnir SPRON og Kaupþings-Bún- aðarbanka hafa undirritað starfar SPRON áfram sem sjálfstæð eining og undir eigin nafni og stefnt verður að því, að gera SPRON að öflugustu lánastofnun á sviði einstaklings- þjónustu. Engum starfsmanni verð- ur sagt upp vegna breytinganna og hagsmunir viðskiptavina verða tryggðir. 2. Sjálfseignarstofnun SPRON fær í sinn hlut 6 milljarða kr. verð- mæti í hlutabréfum. Tekjum sjóðs- ins verður varið í þágu menningar- og líknarmála á starfssvæðinu. 3. Stofnfjáreigendur fá hlutabréf í SPRON hf. að verðgildi 2,6-falt meira en sem nemur stofnfé þeirra, í stað þess að fá verðmæti fram- reiknaðs nafnverðs eins og gert var ráð fyrir sumarið 2002. Með fyr- irkomulaginu sem nú er áformað verða stofnfjáreigendur jafnsettir fyrir og eftir breytingu sparisjóðs- ins í hlutafélag í samræmi við hina nýju lagareglu. Stofnfjáreigendur fá hins vegar enga hlutdeild í verð- mæti eigin fjár SPRON, sem geng- ur óskert til sjálfseignarstofnunar- innar. Sá virðisauki sem stofnfjáreigendur geta fengið fyrir hlutabréf sín er því hvorki tekinn frá sparisjóðnum né þeim verðmæt- um sem samfélagið kann að eiga til- kall til úr rekstri hans. Hvort stofn- fjáreigendur (hluthafar) ákveða hins vegar að eiga hlutabréfin í SPRON hf. eða selja þau er mál þeirra hvers og eins. Þeir sem kjósa að eiga hlutabréf sín áfram í SPRON hf. eiga þannig sömu verð- mæti og fyrr – og eru því jafnsettir í anda hinna nýju laga um starfsemi fjármálastofnana. 4. Stjórn SPRON var sannfærð um að aðferðafræði Búnaðarbank- ans þegar hann áformaði kaup á stofnfé SPRON árið 2002 stæðist ekki lög og úrskurður fjármálaeft- irlitsins staðfesti það álit. Sá fram- gangsmáti sem nú er ráðgerður er hins vegar að mati stjórnar SPRON fyllilega í samræmi við gildandi lög um starfsemi sparisjóða. 5. Með þessum áformum er stefnt að því að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur um framtíð SPRON frá miðju ári 2002. Stjórn SPRON átti frum- kvæði að viðræðum við viðskipta- bankana um breytingar í starfsemi sparisjóðsins og er samstiga um þessar fyrirætlanir. Starfsfólk sparisjóðsins er einnig sátt við þær. Ég var og er þeirrar skoðunar, að eigendur stofnfjár í sparisjóði eigi ekki tilkall til hlutdeildar í eigin fé sparisjóðs umfram stofnfjáreign sína – enda er því ekki til að dreifa í þeim áformum sem hér hefur verið lýst. Hvað hefur breyst? Eftir Jón G. Tómasson ’Ég var og er þeirrarskoðunar, að eigendur stofnfjár í sparisjóði eigi ekki tilkall til hlut- deildar í eigin fé spari- sjóðs umfram stofnfjár- eign sína.‘ Höfundur er formaður stjórnar SPRON. Jón G. Tómasson r flokkar n strengi ma Milo- m lauslegt isaflanna inu hafði var horf- ótlega að djics lék kisstjórn tók við af úgóslavíu, ér heldur Þá deildu hart um ð Vestur- óru með g Serbíu . sáttur við framselja dómstóls- ns 2001. Róttæki osningun- i flokkur- inn er jafnan kenndur við öfgaþjóð- ernisstefnu en leiðtogi hans, Vojislav Seselj, hefur verið ákærð- ur fyrir stríðsglæpi í átökunum á Balkanskaga á síðasta áratug síð- ustu aldar og hann gistir nú fanga- klefa í Haag og bíður þess að rétt- arhöld hefjist yfir honum hjá Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Gott gengi öfgaþjóðernissinna er sagt skýrast af því bága efnahags- ástandi sem ríkt hefur í Serbíu undanfarið. Virðist sem kjósendur hafi viljað refsa valdhöfum fyrir að hafa ekki tekist að skapa fleiri at- vinnutækifæri og fyrir að hafa gerst sekir um spillingu. Hétu Se- selj og flokkur hans því í kosninga- baráttunni að bæta atvinnu- ástandið, lækka vöruverð og að hætt yrði við áform um að einka- væða ríkisfyrirtækin í landinu; en margir Serbar álíta þau áform skýra það hversu mjög hefur þrengt að í atvinnumálum. Þá leikur afstaðan til Vestur- veldanna stóra rullu í serbneskum stjórnmálum en hernaður NATO gegn Júgóslavíu sumarið 1999 er mönnum enn í fersku minni. Er ljóst að margir Serbar eru óánægð- ir með afskipti vestrænna ríkja – einkum og sér í lagi Bandaríkjanna – af því sem þeir telja serbnesk innanríkismál, en Bandaríkjamenn hafa m.a. þrýst á um að allir þeir, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðs- glæpi, verði framseldir til Haag. Hafa þeir stjórnmálamenn sem verið hafa Bandaríkjunum leiði- tamir hvað þetta varðar, eins og Djindjic var til að mynda, ekki allt- af verið vinsælir heima fyrir. Varaformaður Róttæka flokks- ins, Tomislav Nikolic, tileinkaði sigurinn í fyrradag öllum þeim sem nú biðu réttarhalda í Haag vegna „meintra“ ódæða sem framin voru í átökunum á Balkanskaga. Hann sagði sigurinn einnig „sigur þeirra íbúa Serbíu sem fengið hafa sig fullsadda af því að mega þola nið- urlægingu, þeirra sem vilja fá trygga atvinnu og búa við frið og öryggi, sem vilja fá að innræta börnum sínum tilhlýðilega ættjarð- arást“. Nikolic virtist aftur á móti gera sér grein fyrir því að ólíklegt væri að flokkur hans ætti aðild að rík- isstjórn, þrátt fyrir kosningasigur- inn, en hann sagði m.a. að mestu máli skipti að þingstyrkur Róttæka flokksins væri slíkur að hann gæti komið í veg fyrir að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni. Bjóða Kostunica til samstarfs Lýðræðisflokkarnir í Serbíu höfðu fyrir kosningar lýst því yfir að ekki kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Róttæka flokkn- um. Því blasir við að lýðræðisflokk- arnir fjórir þurfa að ná saman, eigi að takast að mynda ríkisstjórn. Þetta mun ekki ganga þrautalaust, eins og áður hefur verið vikið að. Jók það enn á óvissuna í gær þegar Tomislav Nikolic bauð Kost- unica til samstarfs við Róttæka flokkinn. „Við erum að beina þeim tilmælum til DSS að hlusta á radd- ir kjósendanna. Það blasir við að aðeins Róttæki flokkurinn og DSS geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Nikolic. Er ljóst að Kostunica, sem lýst hefur verið sem hófsömum þjóð- ernissinna, stendur frammi fyrir vali um það hvort hann leggur í samstarf við öfgaþjóðernissinnana – sem hann hafði útilokað fyrir kosningar – eða hvort hann lætur enn reyna á samstarf við hina um- bótaflokkana. Í þessum skilningi er staða Vojislavs Kostunica, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, afar sterk eftir þessar kosningar. enn sigruðu í Serbíu Reuters í Serbíu. david@mbl.is ÞÓ að Vojislav Seselj sitji nú í fangaklefa í Haag og bíði þess að réttarhöld yfir honum hefjist vegna ákæra um stríðsglæpi var hann í efsta sæti á framboðslista Róttæka flokks- ins í þingkosningunum í Serbíu. Hið sama má reyndar segja um annan og öllu þekktari sakborning: Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var nefnilega líka í fram- boði. Milosevic var kjörinn á þing í kosning- unum, enda hlaut flokkur hans, Sósíal- istaflokkurinn, 7,6% atkvæða og 22 þing- menn kjörna. Hvorki hann né Seselj geta þó tekið sæti á þingi, eins og gefur auga leið, og munu flokkar þeirra þurfa að skipa aðra í þeirra stað. „Tæknilega séð getur Milosevic verið fulltrúi á þingi, en flokk- urinn á eftir að ákveða hver mun setjast á þing í forföllum hans,“ sagði Ivica Dacic, fulltrúi Sósíalistaflokksins. Milosevic kjörinn á þing ast í hlutafélag ofnfjáreigendum r settir við þá i jafngilda eign í r það stofnfé sem tnað sé aftur til nns nefndarinnar. kki um verðmæti erðmæti hluta- áreigandinn fær ar sparisjóði er g hve mörg hluta- rir stofnfjárhlut- stofnfjár að heimilað er að ð matið á því hve að koma sem gjald nburð á arðsvon ðsvon og áhættu sjóðnum. Þarna er arðsvon fyrir á rekstri spari- ar í óbreyttri mynd utafélag. Þetta ss að hlutabréfin sem stofnfjáreig- leiðandi fleiri eða fin í heild, en þetta þess að stofnfjár- ri hlut í sparisjóðn- na, sem eru nr. a kveðið á um að em stofnfjáreigend- um nemi sama hlut- fé í sparisjóðnum fé er af áætluðu óðsins. Matið á því hlutfalli ekki. ð verra ? armið þeirra r af því að hlutur arisjóði rýrnar við jóði í hlutafélag af ri áhætta er í g þeim er það bætt a á annað eigið fé erkilegt mat á gildi parisjóðanna, að fyrir sjóðina. Það ra í ljósi þess að möguleika fyrir sparisjóði að breytast í hlutafélög var sett fyrir tveimur árum, m.a. fyrir áeggjan forsvarmanna SPRON. Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri var einn þeirra sem átti sæti í nefnd sem samdi frumvarpið. Þar var nauðsyn fyrir breytingunni rökstudd einkum með því að sparisjóðirnir ættu í erf- iðleikum með að afla sér aukins eig- infjár og að hlutafélagaformið opnaði leið að nýju fé. Í greinargerð með frum- varpinu segir: „Að öllu jöfnu ættu hlutabréf að vera betri fjárfesting- arkostur en stofnfjárbréf litið til lengri tíma. Ávöxtun hlutabréfa byggist á tvennu; úthlutuðum arði af nafnvirði hlutafjár og gengishækkun bréfanna. Möguleikar hluthafa til að njóta góðrar ávöxtunar eru ekki síst fólgnir í hækk- un á verði bréfanna. Stofnfjáreigandi nýtur hins vegar einungis arðs af fram- reiknuðu stofnfé sínu og hömlur eru lagðar á framsal.“ Hvað veldur því að sparisjóðsstjórinn telur nú að áhættan af hlutafélagarekstrinum sé svo mikil að það þurfi að bæta stofnfjáreigand- anum það sérstaklega og síðan þurfi hann að losa sig undir eins við hluta- bréfin í sparisjóðnum og fá í staðinn hlutabréf í einum viðskiptabankanum? Lokaspurningin er af hverju er þá sparisjóðurinn ekki rekinn áfram í óbreyttu formi fyrst það gefur stofn- fjáreigandanum meiri arðsvon og ör- yggi? Svarið virðist vera, miðað við framkomnar upplýsingar og skýringar SPRON manna, að þeir geta persónu- lega grætt meira með því að feta sig eftir refilstigum eigin lagaskýringa. Höfundur er alþingismaður. ’Hvað veldur því aðsparisjóðsstjórinn telur nú að áhættan af hluta- félagarekstrinum sé svo mikil að það þurfi að bæta stofnfjáreigandanum það sérstaklega ...‘ ÞAÐ er alltaf leiðinlegt, þegar ungir stjórn- málamenn festast í gildru þráhyggju, eins og gerst hefur með Guðlaug Þór Þórðarson borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þessi borgarfulltrúi hefur árum saman átt aðeins eitt bar- áttumál – að berjast gegn fjarskiptastarfsemi OR og þar með lagningu ljósleið- ara á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum hin- um vestræna heimi yrði hlegið að stjórnmála- manni, sem sýndi slíkan fornaldarhugs- unarhátt, enda er ljósleið- aratæknin hvarvetna að ryðja sér til rúms og hafa orkufyrirtæki bæði austan hafs og vest- an komið að slíkri upp- byggingu. OR hefur lagt fram um það bil 2,5 milljarða króna í uppbyggingu fjarskipta- mála á sínum vegum. Ljósleiðarakerfið eitt og sér, sem er í eigu OR, er að endurstofnvirði hátt á þriðja milljarð króna. Þar að auki er OR langstærsti eigandi Línu.Nets og Raf- magnslínu, auk Tetra Ís- lands, sem er að stærstum hluta í eigu OR og Lands- virkjunar. Tekjur OR af fjar- skiptum á þessu ári eru á þriðja hundrað milljónir króna og um eittþúsund heimili á höfuðborg- arsvæðinu eru tengd Raf- magnslínu, þó að borg- arfulltrúinn Guðlaugur Þór láti eins og sú tækni hafi ekki gengið upp. For- ráðamenn OR eru því síður en svo óánægð- ir með fram- vindu fjar- skiptamála á vegum fyrirtæk- isins, enda er ljósleið- arakerfið orðið að fjórðu veitunni hjá OR ásamt heitu og köldu vatni og rafmagni. Eina vandamálið, sem nú er glímt við er rekstur Tetra Íslands, sem þjón- ustar lögreglu, slökkvilið og björgunaraðila. Þar fer fram endurfjármögnun, sem vonandi leiðir til þess að Íslendingar geti áfram búið við það öryggi, sem þetta kerfi býður upp á. Fornaldarmaður í jakkafötum Eftir Alfreð Þorsteinsson ’Í öllum hinumvestræna heimi yrði hlegið að stjórnmálamanni, sem sýndi slíkan fornaldarhugs- unarhátt.‘ Alfreð Þosteinsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.