Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sonja SigridHåkansson fædd- ist í Reykjavík 25. maí 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi árdegis sunnudaginn 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru August Håkansson málara- og skiltagerðar- meistari og kaup- maður í Reykjavík, f. 25. september 1906, d. 27. maí 1988, og Petra María Sveins- dóttir Håkansson, f. 6. október 1908, d. 30. desember 1991. Sonja var næst elst fjögurra systkina en þau eru: Greta, f. 6. maí 1932, Frantz, f. 14. október 1939 og Ellen, f. 4. júlí 1943. Sonja giftist 14. júní 1958 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Braga Ósk- arssyni, f. 27. mars 1935, þau eiga tvö börn, Bryndísi Petru, f. 11. október 1958, fyrrverandi sam- býlismaður hennar er Rögnvaldur H. Jónsson, dóttir þeirra er Petra og starfaði við blóðbankann í borg- arspítalanum þar en Bragi stundaði nám í Árósum og vann þar síðan sem rafmagnstæknifræðingur til ársins 1975 er þau fluttu til Lúx- emborgar og bjuggu þar í Greven- macher meðan Bragi vann hjá Cargolux. Sumarið 1985 fluttu þau heim og bjuggu í fyrstu á Snorra- braut 81 en fluttu út á Seltjarnar- nes og hafa búið þar síðan, nú síðast á Barðaströnd 25. Eftir að heim kom hóf Sonja nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og braut- skráðist þaðan úr skúlptúrdeild vorið 1987 og fór síðan í málara- deild og lauk þar námi vorið 1990. Meðan hún bjó erlendis sótti hún ýmis námskeið við Århus Kun- stakademie og einnig við Europä- ische Akademi für bildende Kunst í Trier í Þýskalandi. Hún hefur unn- ið að list sinni á undanförnum árum og tekið þátt í mörgum listsýning- um. Hún var meðeigandi í Sneglu listhúsi á Grettisgötu 7 í Reykjavík 1991–1996. Hún vann að uppsetn- ingu sýningar, sem opna átti í rauða rýminu í Gallery Fold á Rauðarárstíg í lok nóvember, þeg- ar hún veiktist og var lögð inn á Landspítalann. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Útför Sonju fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. María, f. 26. júlí 1997, og Sturlu Óskar, f. 6. janúar 1962, sambýlis- kona hans er Anna Reynisdóttir, f. 2. febr- úar 1956, þeirra sonur er Bragi Kristófer, f. 18. október 1995. Fyrir átti Anna þrjú börn, Reyni Garðar Brynj- arsson, f. 14. október 1974, Selmu Björk Gunnarsdóttur, f. 12. apríl 1979 og Stefaníu Gunnarsdóttur, f. 18. ágúst 1986. Sonja ólst upp í for- eldrahúsum í Reykjavík, fyrst á Laufásvegi 19, síðan skamman tíma á Langholtsvegi 57 og síðast í Mjóu- hlíð 6, en þar byggðu foreldrar hennar sér hús í stríðslok og bjuggu til æviloka. Sonja varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1953. Hún hóf störf hjá Blóðbank- anum við Barónsstíg þegar hann var settur á stofn og vann þar fram til ársins 1962. Sonja bjó með manni sínum í Álfheimum 26 en haustið 1962 flutti hún til Árósa á Jótlandi Í dag kveðjum við okkar kæru mág- og svilkonu Sonju Håkansson. Skyndilega er hún horfin þessi hrausta og lífsglaða kona sem aldrei kenndi sér meins. Fékk flensu sem síðan varð að óviðráðanlegri lungna- bólgu. Á aðeins þremur mánuðum eru tveir úr systkina- og makahópnum fallnir frá. Hópnum sem haldið hefur svo vel saman í veiði- og útivistarferð- um sem og hinu árlega þorrablóti okkar. Sonja var einstaklega skipu- lögð og vinnusöm kona. Gaman var að fylgjast með henni undirbúa og skipu- leggja ferðir okkar og þorrablót. Allir hlutir á réttum stað. Sonja var afskaplega listræn, hún var myndlistarskólagengin og sótti námskeið bæði í málara- og högg- myndalist. Hún tók þátt í mörgum samsýningum og var einmitt að fara að halda sína fyrstu einkasýningu þegar hún veiktist skyndilega. Hópurinn okkar verður aldrei sá sami eftir þetta ár, en við sem eftir er- um þökkum fyrir að hafa fengið að njóta einstakrar návistar og vináttu við sæmdarkonuna Sonju Håkansson. Sigurður og Sigurbjörg. Hún Sonja frænka mín er farin. Orðið lungnabólga hefur manni fund- ist að hljómi sakleysislega, svipað og hálsbólga, en þetta er skæður vágest- ur sem vinnur svo hratt að maður átt- ar sig varla fyrr en allt er um garð gengið. Eftir sitja minningar um einstak- lega vandaða, yfirvegaða og góða manneskju. Ég horfi á mynd af mér og Sonju, bæði að gantast með pappanef og yf- irvararskegg. Þetta er í áramóta- veislu í Árósum í Danmörku, og danskir vinir okkar eru í baksýn með pípuhatta. Ég var þá fjögurra ára. Á öðrum tíma stóð ég í bakgarði Sonju og eftirlifandi manns hennar Braga í Lúxemborg, þar sem þau bjuggu þá. Ég borðaði plómur og kirsuber beint af trjánum, en Sonja sagði endurtekið borðaðu nú ekki yfir þig, það er matur á eftir. Á sama stað keypti ég eina af mínum fyrstu hljómplötum, fjórtán ára, og setti nálina á plötuna í stof- unni hjá þeim. Sonja var svosem ekki aðdáandi þeirrar sveitar, Duran Dur- an, en þoldi frændanum þetta af um- burðarlyndi, enda mikið æði í gangi fyrir þeirri hljómsveit á þeim tíma. Á seinni árum höfðum við bæði lagt stund á nám í myndlist. Sonja lauk námi við bæði málunardeild og skúlp- túrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, nokkuð sem fáir hafa leikið eftir. Við hittumst stundum á mynd- listarsýningum, og röbbuðum þá gjarnan um þau verk sem til sýnis voru. Nálgun hennar að listinni ein- kenndist af vandvirkni, mikilli ögun og næmum smekk, svo ekki sé minnst á dugnaðinn. Allar minningar um Sonju eru góðar og þar skyggir ekk- ert á. Nú er Sonja farin yfir móðuna miklu og hennar er sárt saknað, en hinum megin móðunnar verður henni örugglega vel tekið. Sonju vil ég þakka einstaklega gef- andi samskipti á lífsins vegi. Braga, Bryndísi frænku, Sturlu frænda og fjölskyldum þeirra sendi ég mína dýpstu samúð. Sverrir Sveinn. Stuttu fyrir jól barst mér sú harmafregn, að Sonja væri látin. Èg varð harmi slegin – þetta var fregn sem ég hefði allra síst búist við. Sonja var svo hress og full af lífskrafti. Hún var mikil göngukona – fór í fjallgöng- ur á hverju ári og virtist að öllu leyti miklu yngri en aldur hennar sagði til um. Með sanni má segja að Sonja hafi látist langt fyrir aldur fram af sjúk- dómi sem í fyrstu virtist af saklausum toga. Haustkvöld eitt í Árósum fyrir um það bil 40 árum safnaðist lítill hópur Íslendinga saman á veitingastaðnum Rauða uxanum í þeim tilgangi að stofna Félag Íslendinga í Árósum. Þar kynntist ég Sonju, þessari fallegu og góðu konu og varð það upphafið að lífslangri vináttu okkar. Sonja og Bragi ásamt börnunum Bryndísi og Sturlu bjuggu í Árósum í Danmörku í fjölmörg ár. Það var skammt á milli okkar og hittumst við oft eins og siður er Íslendinga búsettra í útlöndum. Báðar vorum við að sjálfsögðu í saumaklúbbi íslenskra kvenna þar í borg og var mikill samgangur á milli okkar allra á þessum yngri árum. Svo kom að því að leiðir skildu þar sem Sonja og fjölskylda hennar flutt- ist til Luxemborgar – til margra ára dvalar – og svo loks alfarin til Íslands. Það reyndist þó svo að vinátta okk- ar var bundin svo traustum böndum, við höfðum alltaf reglulegt samband. Þau hjónin dvöldust jafnan hjá okkur er þau komu til Danmerkur og ég heimsótti Sonju ævinlega er ég var á Íslandi. Alltaf var jafn gaman að hitt- ast. Sonja var einstaklega trygglynd og sérstök heim að sækja. Manni var alltaf tekið með kostum og kynjum á heimili Sonju og Braga. Allt hið besta var borið fram og mikið við haft. Ekki fór á milli mála að maður var aufúsu- gestur á þessu gestrisna heimili. Sonja var fagurkeri mikill og þau hjón voru óvenju samhent við að byggja upp hið fallega heimili þeirra á Seltjarnarnesi. Allt sem Sonja gerði bar vitni um einstaka natni og ná- kvæmni. Ekkert nema það besta var nógu gott – þetta gilti ekki síst um þær kröfur sem hún gerði til sjálfrar sín. Sonja var vel menntuð og fær lista- kona, góðum gáfum gædd. Sköpunar- gáfa, kunnátta og kröfuharka gagn- vart sjálfri sér voru áberandi drættir í fari hennar; allt var unnið til hins ýtr- asta, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Síðustu árin tók Sonja þátt í mörgum sýningum bæði innan lands og utan. Hún var farin að gefa sér meiri tíma til að sinna starfi sínu sem viðurkennd listakona og var einmitt að undirbúa einkasýningu þegar hún veiktist. Stórt skarð er höggvið í fjölskyld- una og ég votta henni mína innileg- ustu samúð. Sérstaklega er hugur minn hjá Braga, börnum og barna- börnum í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Sonju. Elín Stefánsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Margs er að minnast eftir áratuga vináttu. Leiðir okkar Sonju lágu fyrst sam- an þegar við vorum litlar stelpur og bjuggum báðar við Laufásveginn og vorum í skóla í Grænuborg. Nánum vináttuböndum bundumst við í þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, þegar við ásamt nokkrum skólasystr- um stofnuðum saumaklúbb. Enn í dag hittumst við í „litla saumaklúbbn- um“, en nú verður tómlegt þegar Sonja er ekki lengur með okkur. Eftir að menntaskólaárunum lauk starfaði Sonja sem meinatæknir í Blóðbankanum, þar til hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Árósa í Dan- mörku. Þaðan lá leið þeirra til Lúx- emborgar, þar sem Bragi starfaði um árabil hjá flugfélaginu Cargolux. Í Lúxemborg settust þau að í Gre- venmacher, fallegri lítilli borg við Mo- selána. Þar bjuggum við saman árin sem þau voru í Lúxemborg, nær dag- legt samband var á milli heimila okk- ar. Sonja átti fallegt heimili hvar sem hún bjó. Henni var margt til lista lagt. Listsköpun, hannyrðir og matseld; allt lék í höndum hennar og var hún feikilega vandvirk. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, lauk þaðan prófi í myndmótun og málun. Hún fylgdist vel með í lista- og menningar- lífi, stundaði leikhús og listsýningar. Hún tók þátt í mörgum listsýning- um. Þegar hún veiktist var hún að undirbúa fyrstu einkasýningu sína. Í sumar héldum við skólasystkin úr Menntaskólanum upp á 50 ára stúd- entsafmæli okkar. Þar var Sonja glöð og hress að vanda, en hún naut þess að skemmta sér í góðra vina hópi. Minningarnar, allar góðar og ljúf- ar, eru ótalmargar eftir áratuga vin- áttu, sem aldrei bar skugga á. Ég, fjölskylda mín og vinkonurnar í „litla saumaklúbbnum“ minnumst mætrar vinkonu með söknuði og sendum Braga og fjölskyldunni hjart- ans samúðarkveðjur. Guðrún. SONJA SIGRID HÅKANSSON  Fleiri minningargreinar um Sonju Sigrid Håkansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUNNAR BJÖRNSSON, Efstasundi 74, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti á annan dag jóla. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Einarsdóttir. INGVAR ÞÓRÐARSON bóndi, Reykjahlíð á Skeiðum, er látinn. Útförin verður auglýst síðar Sveinfríður Sveinsdóttir. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUNNAR ÓLAFSSON fyrrverandi skólastjóri, Hraunbæ 42, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni mánudags- ins 29. desember. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðju- daginn 6. janúar kl. 13.30. Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Helga Gunnarsson, Magnús Gunnarsson, Morag Gunnarsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Vigdís Hallgrímsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni sunnu- dagsins 28. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. janúar kl. 10.30. Jóhann Jóhannsson, Sigurður Jóhannsson, Magnús Jóhannsson, Margrét Jóhannsdóttir, Svana Jóhannsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Önundur Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir, tengdabörn, öll ömmubörnin og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, ARI GUNNARSSON, Skútagili 7, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 27. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. janúar kl. 10.30. Gunnhildur Aradóttir, Einar Arason, Edda Aradóttir, Helgi Þór Arason. BERGLJÓT L. WALLS RÚTSDÓTTIR hjúkrunarkona, lést á heimili sínu í Pensylvaníu, Bandaríkjunum, mánudaginn 29. desember. Helen Andreasen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.