Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 45 OTTMAR Hitzfeld, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Bay- ern München, þykir líklegastur í stöðu landsliðsþjálfara Eng- lendinga í knattspyrnu fari svo að Svíinn Sven Göran Eriksson taki þá ákvörðun að hætta. Eriksson er með samning við enska knattspyrnu- sambandið sem gildir fram yfir Evrópumótið í Portúgal næsta sumar en Svíinn hefur enn ekki ákveðið framhaldið þó svo að honum hafi verið boð- inn nýr samningur. Bresk blöð hafa oft og iðulega orðað Er- iksson við Chelsea en Roman Abramovítsj, eigandi Lund- únaliðsins, er sagður mikill aðdáandi Erikssons. Breska blaðið Daily Tele- graph segir að Mark Palios, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, vilji fá Hitzfeld til að taka við af Eriksson fari svo að Svíinn hætti en Hitzfeld er samnings- bundinn Bæjurum til ársins 2005. Hitzfeld, sem er 54 ára gam- all, er ákaflega sigursæll þjálf- ari og þykir með þeim bestu í bransanum. Hann hefur fjórum sinnum gert Bayern München að Þýskalandsmeisturum og 2001 hampaði liðið undir hans stjórn Evrópumeistaratitlinum. Hitzfeld vann tvo meistaratitla með Grasshoppers í Sviss og hjá Dortmund var uppskeran tveir meistaratitlar og Evr- ópumeistaratitill 1997. Ottmar Hitzfeld í stað Erikssons með enska landsliðið? Ottmar Hitzfeld Morgunblaðið/Sverrir Stund milli stríða á æfingu hjá landsliðinu. Patrekur Jóhann- esson, Ragnar Óskarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Morgunblaðið/Sverrir Tveir af óreyndari leikmönnum landsliðsins í handknattleik á æfingu í Austurbergi í gærmorgun – Vilhjálmur Halldórsson, Stjörnunni, og Vignir Svavarsson, Haukum. Táninguirnn, sem á afmæli í dagog er 19 ára, tók til sinna ráða í síðasta leikhlutanum og gerði þá 12 stig en allt Portland-liðið gerði aðeins átta stig í leikhlutanum. Leikurinn hafði verið jafn og spennandi, gestirnir með fjögurra stiga forystu í leikhléi og tveggja stiga forystu eftir þrjá leikhluta. En síðasti leikhlutinn var eign heimamanna sem unnu hann 22:8. LeBron gerði 32 stig í leiknum, tók 10 fráköst og átti níu stoðsend- ingar en hjá gestunum var Zach Randolph stigahæstur með 20 stig. Lakers átti ekki í vandærðum með Celtics, hafði betur í öllum fjórum leikhlutunum og sigraði 105:82. Stigin skiptust nokkuð jafnt á milli leikmanna Lakers, Shaquille O’Neal stigahæstur með 22 stig og 16 fráköst en annars gerðu sjö leikmenn liðsins fleiri en tíu stig og fimm leikmanna Celtics náðu því einnig en þar á bæ var Paul Pierce stigahæstur með 24 stig. Góður fyrsti leikhluti hjá Suns lagði grunninn að 100:92 sigri liðs- ins á 76ers. Heimamenn gerðu 35 stig í fyrsta leikhluta en gestirnir aðeins 19 og þann mun náðu leik- menn 76ers ekki að vinna upp. Shawn Marion gerði 26 stig fyrir heimamenn en hjá gestunum var Glenn Robinson með 23 stig. Peja Stojakovic var funheitur þegar Sacramento Kings lagði Ut- ah Jazz 98:89. Kappinn gerði 37 stig í leik þar sem gestirnir voru stigi yfir eftir þrjá leikhluta en heimamenn náðu að taka sig saman í andlitinu í síðasta leikhluta og sigra með níu stigum. LeBron með enn einn stórleikinn NÝJASTA stjarnan í bandaríska körfuknattleiknum, LeBron James, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, átti enn einn stórleikinn í fyrri- nótt þegar Cleveland vann Portland 86:74. Reuters LeBron James átti enn einn stórleikinn í fyrrinótt þegar Cleve- land lagði Portland.  ÓLAFUR Stefánsson er lang- markahæsti leikmaður Ciudad Real á leiktíðinni. Ólafur hefur skorað 165 mörk fyrir spænska liðið í leikjum liðsins, Talant Dujshebaev kemur næstur með 111 mörk og Entrerrios hefur skorað 84 mörk.  GUNNAR Einarsson körfuknatt- leiksmaður hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins í Keflavík fyrir árið 2003.  BERGUR Ingi Pétursson, úr FH, bætti á dögunum Íslandsmetið í kúluvarpi í 17 til 18 ára aldursflokki um 14 sentimetra þegar hann varp- aði 5,5 kg kúlu 15,95 metra á innan- félagsmóti FH í Kaplakrika.  ÞÁ stökk Sunna Gestsdóttir, UM- SS, 6,07 metra í langstökki á jólamóti Breiðabliks í frjálsíþróttum. Þetta er aðeins 21 sentímetra frá hennar eigin meti sem hún setti í upphafi þessa árs.  SEBASTIAN Svard, danskur miðjumaður frá Arsenal, hefur verið lánaður til Stoke næstu sex mánuð- ina eða út leiktíðina. Svard er 21 árs gamall ungmennalandsliðsmaður og er reiknað með að hann verði í hópn- um um næstu helgi þegar Stoke mætir Wimbledon í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.  MICHAEL Schumacher ökuþór hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins af franska íþróttablaðinu L’E- quipe þriðja árið í röð. Hjólreiða- kappinn Lance Armstrong varð ann- ar í kjörinu, sundkappinn Alexander Popov varð þriðji og Johny Wilkin- son, leikmaður enska rugby-lands- liðsins varð fjórði.  ANNIKA Sörenstam, kylfingur frá Svíþjóð, og bandaríski hjólreiða- kappinn Lance Armstrong hafa ver- ið útnefnd íþróttakona og íþróttakarl ársins 2003 af AP-fréttastofunni. Sörenstam var sigursæl á golfvell- inum og varð fyrsta konan í 58 ár sem keppir í PGA-mótaröðinni og Armstrong vann fimmta árið í röð Tour de France-hjólreiðakeppnina. Diana Taurasi körfuboltakona varð í öðru sæti hjá kvenfólkinu og tenn- iskonan Justin Henin-Hardenne þriðja. Barry Bonds hafnaboltamað- ur varð annar hjá körlunum og Tim Duncan körfuboltamaður þriðji.  ARGENTÍNSKI miðjumaðurinn hjá Chelsea, Juan Sebastian Veron, verður frá keppni næsti þrjár vik- urnar í það minnsta. Hann er aumur í baki og það hefur tekið hann lengri tíma en talið var að ná sér góðum.  STEVE Bruce, stjóri hjá Birming- ham, hefur áhuga á að fá Henrik Larsson frá Celtic og sögðu ensk blöð í gær að Bruce væri tilbúinn að greiða Larsson 6 milljónir punda fyrir að hætta hjá Celtic eftir tíma- bilið. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.