Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hellissandur | Kvenfélög hér á
Hellissandi stóðu fyrir mynd-
arlegri jólatrésskemmtun sl.
sunnudag í Félagsheimilinu Röst.
Þar var mikið sungið og gengið
kringum fagurlega skreytt jólatré.
Þegar hvað fastast var stigið á
gólf og ákafast sungið birtust allt í
einu tveir jólasveinar. Var þeim
vel fagnað. Þeir voru með stóra
poka á baki en lögðu þá til hliðar
og skelltu sér í dansinn. Var nú
sungið og gengið kringum jólatréð
góða stund eða þar til jólasvein-
arnir tóku sig til, opnuðu pokana
sína og kölluðu til sín allan barna-
hópinn og færðu öllum börnunum
eitthvað gott. Konurnar úr kven-
félögunum voru svo með kaffi og
kökur fyrir fullorðna fólkið. Þor-
kell Cýrusson var forsöngvari og
hljómsveitin BÍT lék með.
Það eru áttatíu ár frá því að
byrjað var að halda hér jólatrés-
fagnað líkan þeim sem nú var
haldinn. Árið 1924 stóð Góðtempl-
arastúkan Berglind nr. 192 fyrir
slíkri skemmtun og hafði for-
göngu um það til ársins 1938 að
Kvenfélag Hellissands tók þetta
verkefni að sér og hefur staðið
fyrir því með miklum mynd-
arbrag. Síðustu ár hefur Lions-
klúbburinn Þernan staðið fyrir
skemmtuninni ásamt Kvenfélagi
Hellissands.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Jólatrésskemmtun í 80 ár
Hornafjörður | Stefnt er að því að
handmenntakennsla hefjist í gamla
vöruhúsi KASK á Höfn í Horna-
firði fljótlega eftir áramót. Sveitar-
félagið hefur leigt 330 fermetra
húsnæði í Vöruhúsinu til 10 ára og
munu handmennta- og listagreinar
flytjast þangað úr núverandi hús-
næði í Heppuskóla og Hafnarskóla.
Sveitarfélagið hefur þá tekið allt
húsið á leigu en þar var fyrir Jökla-
sýningin og sýning á verkum Svav-
ars Guðnasonar.
Iðnaðarmenn eru nú að legggja
lokahönd á breytingar í Vöruhús-
inu en leigusalinn, Kaupfélag Aust-
ur-Skaftfellinga, stendur straum
að framkvæmdunum. Þá er eftir að
innrétta og standsetja kennslustof-
urnar og segir Helgi Már Pálsson
að kennsla geti hafist fljótlega eftir
áramót. Hann segir ekki hafi verið
ákveðið hvað verður gert við það
kennslurými í Hafnarskóla sem
losnar en áform eru uppi um að
breyta gömlu smíðastofunni í
Heppuskóla í eðlisfræðistofu.
Guðmundur Ingi Sigurbjörns-
son, skólastjóri Heppuskóla, segir
að þessi breyting skipti verulegu
máli og rýmki um allt skólastarf
auk þess sem betur verði búið að
verk- og listgreinum. Sjö bekkjar-
deildir eru í Heppuskóla og jafn-
margar kennslustofur. Á einni
þeirra er aðeins þakgluggi en stof-
an er gluggalaus að öðru leyti.
Guðmundur Ingi segir að með
bættri aðstöðu við verk- og list-
greinar verði hægt að bjóða upp á
þessar greinar sem val í 9. og 10.
bekk
Handmenntakennsla
í Vöruhús KASK
Hornafjörður | Hornfirðingar gátu
í fyrsta sinn höggvið sín eigin
jólatré fyrir þessi jól. Það var
Skógræktarfélag Austur-
Skaftafellssýslu sem bauð upp á
þessa nýbreytni á svæði félagsins í
Haukafelli. Um 70 manns komu í
Haukafell fyrir jólin til að fá sér
skógargöngu og velja sér jólatré,
að sögn Rannveigar Einarsdóttur
hjá Skógræktarfélaginu. Bráðfjör-
ugir jólasveinar tóku á móti fólki
og vísuðu leiðina að trjálundunum
og buðu upp á heitt kakó og kökur
eftir skógarhöggið. Ásgrímur
Halldórsson, fyrrverandi útgerð-
armaður á Höfn, var aðal-
hvatamaðurinn að því að Skóg-
ræktarfélagið eignaðist jörðina
Haukafell á sínum tíma. Ásgrímur
var mikill skógræktarmaður og
fór ófáar ferðirnar austur í Hall-
ormsstað að sækja plöntur fyrir fé-
lagið. Nú er vaxinn upp talsverður
skógur í Haukafelli og það var vel
við hæfi að Skinney-Þinganes hf.
keypti fyrsta jólatréð sem selt er
úr skóginum í Haukafelli.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Það var sannkölluð jólastemmning í Haukafelli þegar jólatrén voru sótt.
Hornfirðingar sóttu
jólatré að Haukafelli
Reykjanesbær | Útlendingastofnun
og Reykjanesbær eiga í viðræðum
um að Reykjanesbær taki að sér að
útvega hælisleitendum húsnæði og
aðra aðstöðu á meðan mál þeirra
eru til athugunar hjá stjórnvöldum.
Rauði kross Íslands hefur haft
þessa þjónustu með höndum ásamt
því að annast réttargæslu fyrir
fólkið. Samningur þeirra við ríkið
rennur út um áramót og hafa sam-
tökin ekki hug á að halda áfram
annast þann hluta þjónustunnar
sem snýr að því að útvega hæl-
isleitendum húsnæði. Viðræður um
þann þátt voru teknar upp við
Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon bæjarstjóri segir
stefnt að því að Félagsþjónusta
Reykjanesbæjar taki þetta verkefni
að sér í janúar. Vonast hann eftir
aðstoð Rauða kross Íslands á með-
an verið sé að byggja þessa starf-
semi upp. Félagsþjónustan mun
taka að sér að útvega hælisleit-
endum húsnæði á meðan mál
þeirra eru til skoðunar hjá stjórn-
völdum ásamt fæði og hugsanlegri
annarri þjónustu, eins og til dæmis
nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
Býst Árni við að eitt og hálft stöðu-
gildi þurfi til að annast þessa þjón-
ustu á vegum bæjarins en auk þess
muni gistihús bæjarins njóta góðs
af auknum viðskiptum. Um 120
manns þurftu á þessari aðstoð að
halda á síðasta ári og fjöldinn í ár
er að nálgast 100. Árni segir ekki
unnt að fullyrða um þróunina en
segir að flestir standi tiltölulega
stutt við.
Árni segir eðlilegt að Reykjanes-
bær taki þátt í og styðji við verk-
efni sem tengjast alþjóðaflugvell-
inum. Þegar upp komi verkefni
eins og þetta sé sjálfgefið að bær-
inn taki þeim á jákvæðan hátt.
Bærinn hafi yfir að ráða kerfi sem
geti annast þessa þjónustu, auk
þess sem verkefnið skapi störf og
umsvif í bæjarfélaginu.
Útlendingastofnun er í viðræðum við Reykjanesbæ
Bæjarfélagið taki að sér
að annast hælisleitendur
Keflavík | Skólaslit haustannar og
brautskráning Fjölbrautaskóla
Suðurnesja fór fram fyrir
skömmu. Að þessu sinni útskrif-
aðist 61 nemandi; 38 stúdentar, 5
meistarar, 14 iðnnemar og 7 út-
skrifuðust af starfsnámsbrautum.
Nokkrir nemendur brautskráðust
af tveimur eða fleiri náms-
brautum.
Útskriftin fór fram við hátíðlega
athöfn á sal skólans. Við athöfnina
voru veittar viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur, að því er
fram kemur á heimasíðu Fjöl-
brautaskólans. Andri Axelsson
fékk viðurkenningu fyrir góðan
árangur í ensku og Ásta Mjöll
Óskarsdóttir fyrir góðan árangur í
listum. Daníel Pálmason fékk við-
urkenningar fyrir góðan árangur í
spænsku og íþróttum. Finna
Pálmadóttir hlaut verðlaun fyrir
árangur sinn í frönsku og líffræði
og efnafræði. Gísli Valgeirsson
fékk viðurkenningar fyrir góðan
árangur í ensku og sálfræði.
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson hlaut
verðlaun fyrir árangur í bygg-
ingagreinum og Þóra Brynj-
arsdóttir fyrir árangur sinn í
þýsku. Jónína Steinunn Helgadótt-
ir og Kristín Erla Ólafsdóttir
fengu viðurkenningar fyrir góðan
árangur í íþróttum. Þá fengu þeir
Kristján Þór Karlsson og Har-
aldur Haraldsson viðurkenningu
frá skólanum fyrir störf í þágu
nemenda öldungadeildar.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í
Keflavík nemendum skólans við-
urkenningar fyrir góðan náms-
árangur. Að þessu sinni hlaut
Daníel Pálmason viðurkenningu
fyrir hæstu einkunn á stúdents-
prófi og Gísli Valgeirsson hlaut
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í erlendum tungumálum.
Hlaðin verðlaunum: Í fremstu röð eru Þóra Brynjarsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir, Ásta Mjöll Óskarsdóttir,
Finna Pálmadóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, fyrir aftan þær standa Haraldur Haraldsson, Gísli Valgeirsson og
Andri Axelsson og í öftustu röð eru Kristján Þór Karlsson, Daníel Pálmason og Guðni Sigurbjörn Sigurðsson.
FSS brautskráir 61 nemanda
Sandgerði | Húsið í Hlíðargötu 26
var valið jólahús 2003 í Sandgerði.
Þar búa hjónin Arnar Óskarsson og
Fanney D. Pálsdóttir ásamt þremur
börnum sínum.
Viðurkenningar fyrir jólahús árs-
ins voru nýlega afhentar. Arnar
sagði þá að í skreytingunum á hús-
inu væru um þrjú þúsund ljósaper-
ur.
Eigendur hússins að Vallargötu 5
fengu einnig viðurkenningu fyrir fal-
legar skreytingar. Þar búa Ómar
Svavarsson og Gyða B. Guðjóns-
dóttir ásamt þremur börnum.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Besta jólaskreytingin í Sandgerði: Eigendur hússins í Hlíðargötu 26 fengu verðlaun fyrir fallegasta jólahúsið í ár.
Hlíðargata 26 er jólahús Sandgerðis