Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 353. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Þær best og
verst klæddu
Skálað fyrir
nýju ári
Uppskriftir að óáfengum drykkjum
fyrir börn og fullorðna Daglegt líf
Bílasafn undir
beru lofti
200 bíla safn Valdimars Bene-
diktssonar heimsótt Austurland
Nicole Kidman best klædda stjarnan
en Björk ekki til fyrirmyndar Fólk
FRÁ og með áramótum mun Íslandsbanki
bjóða nýja gerð húsnæðislána. Lánin eru óverð-
tryggð og að hluta eða öllu leyti í erlendri mynt.
Lánstíminn verður 5 til 40 ár að vali lántakanda
og veðsetningarhlutfall að hámarki 80%.
Vextir á lánunum verða breytilegir og munu
ráðast af þróun alþjóðlegra millibankavaxta og
veðsetningarhlutfalli. Hægt verður að velja á
milli þess að hafa allt lánið í erlendri mynt eða
að hálfu í íslenskum krónum og að hálfu í er-
lendri mynt. Erlendi hlutinn er karfa nokkurra
mynta, þar sem evra vegur 40%, Bandaríkjadal-
ur 30% og svissneskur franki, japanskt jen og
breskt pund 10% hver mynt. Miðað við vaxta-
stig nú væru vextir þeirra lána sem að fullu
væru tengd erlendum vöxtum á bilinu 2,64% til
4,89%. Miðað við að helmingur lánsins væri í
krónum væru vextirnir nú 4,38% til 6,63%. Þar
sem lánin eru óverðtryggð munu þau ekki
breytast með breytingum á neysluverðsvísitölu,
en erlendur höfuðstóll mun taka breytingum
með þróun gjaldmiðla gagnvart krónunni.
Samhliða þessum lánum mun Íslandsbanki
bjóða húsnæðiskaupendum að tryggja endur-
greiðslu lánsins með sérstakri lánatryggingu og
munu þeir sem taka þá tryggingu njóta hag-
stæðari lánskjara. Að sögn Jóns Þórissonar,
framkvæmdastjóra útibúasviðs Íslandsbanka,
er um að ræða líftryggingu, sem mun greiða
lánið upp ef lántakandi fellur frá. Hann segir að
þetta sé í fyrsta sinn hér á landi sem tilraun sé
gerð til að tengja saman afurðir banka og
tryggingafélaga og að þetta sé afrakstur sam-
starfs Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra trygg-
inga. Þá verða viðskiptavinum bankans boðnar
ókeypis fasteignatryggingar fyrsta árið ef þeir
brunatryggja húseignir sínar hjá Sjóvá-Al-
mennum.
Jón segir að nýju lánin séu fyrsta skrefið í að
fjölga valkostum á húsnæðisfjármögnunar-
markaði. Þetta sé sveigjanlegra form en hingað
til hafi tíðkast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis.
Þannig verði hægt að greiða lánin hraðar upp
en samið hafi verið um í upphafi eða jafnvel
greiða þau upp án sérstaks kostnaðar, auk þess
sem hægt verði að flytja lán á milli eigna.
Íslandsbanki býður hús-
næðislán í erlendri mynt
Óverðtryggð lán með allt að 80% veðsetningarhlutfall
Boðin verður sérstök líftrygging til endurgreiðslu lánsins
RÓTTÆKI flokkurinn, flokkur þjóðernis-
öfgamannsins Vojislavs Seseljs, bauð í gær
Lýðræðisflokki Serbíu (DSS), flokki Vojis-
lavs Kostunica, fyrrverandi forseta Júgó-
slavíu, til stjórnarsamstarfs en Róttæki
flokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosn-
ingum sem fóru fram á sunnudag. Allir svo-
nefndu umbótaflokkarnir í Serbíu, þ.m.t.
flokkur Kostunica, höfðu lýst því yfir fyrir
kosningar að samstarf við Róttæka flokkinn
kæmi ekki til greina en Kostunica sagði í
gær að of snemmt væri að ræða um hugs-
anlegar stjórnarmyndunarviðræður.
„Við beinum þeim tilmælum til DSS að
hlusta á raddir kjósendanna. Það blasir við
að aðeins Róttæki flokkurinn og DSS geta
myndað ríkisstjórn,“ sagði Tomislav Niko-
lic, varaleiðtogi Róttæka flokksins, í gær.
Samstarf umbótaflokka líklegt
Vojislav Seselj, leiðtogi Róttæka flokks-
ins, hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi
og situr í fangaklefa í Haag. Þrátt fyrir til-
boð Róttæka flokksins til Kostunica telja
fréttaskýrendur enn líklegast að fjórir
hinna svonefndu umbótaflokka myndi sam-
an stjórn þrátt fyrir sundurþykki.
Þjóðernisöfgamenn sigruðu
í kosningum í Serbíu
Bjóða Kost-
unica til
samstarfs
Belgrað. AFP.
Þjóðernisöfgamenn/29
AP
Tomislav Nikolic, varaleiðtogi Róttæka
flokksins, á blaðamannafundi í gær.
JÓN Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs
Íslandsbanka, segir bankann ekki meta það svo
að mikil áhætta felist í að taka húsnæðislán í er-
lendri mynt. Hann segir að ef horft sé til síðustu
átta ára hafi lántakendur verið betur settir með
tengingu við gengi en vísitölu neysluverðs, að
undanskildu mjög stuttu tímabili. Á heildina lit-
ið sé munurinn töluverður. „Við höldum að við
séum ekki að auka sérstaklega við gengis-
áhættu sem er í rekstri heimila. Hún er þegar
töluverð þó að hún sé óbein,“ segir Jón og bend-
ir á að gengið hafi áhrif á verðtryggðu lánin
óbeint í gegnum neysluverðsvísitöluna.
Jón segir að lánin séu fyrst og fremst miðuð
við þarfir þeirra sem séu að leita sér að viðbót-
arfjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs verði eftir
sem áður hagstæðustu lánin, nema tekin séu
lán sem séu að fullu tengd erlendum myntum,
en lán Íbúðalánasjóðs séu með 5,1% vöxtum auk
verðtryggingar.
Ekki mikil áhætta
BANDARÍSKIR embættismenn
skýrðu frá því í gær að þess yrði
krafist í framtíðinni að vopnaðir
lögreglumenn yrðu ekki aðeins í
innlendum heldur einnig erlend-
um flugvélum á leið til landsins
þegar þörf krefði. Þetta yrði þó
eingöngu gert ef vísbendingar
hefðu borist um að hryðjuverka-
menn gætu verið í umræddri vél.
„Við biðjum erlend flugfélög um
að grípa til varúðarráðstafana og
þetta er liður í viðleitni okkar til
að gera flugumferð öruggari fyrir
jafnt Bandaríkjamenn sem gesti
okkar,“ sagði í yfirlýsingu Tom
Ridge, ráðherra heimavarna.
Embættismenn vestra segjast
hafa fengið upplýsingar um að
hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
hyggist á ný ræna flugvél og
fljúga henni á mannvirki eins og
gert var 11. september 2001. Sex
ferðum á vegum Air France var
frestað á aðfangadag og jóladag
að ósk bandarískra embættis-
manna sem sögðust hafa vísbend-
ingar um að flugræningjar hygð-
ust nota vélarnar til árása á
Bandaríkin. Bresk stjórnvöld
sögðust á sunnudag hafa ákveðið
að láta ótilgreindan fjölda vopn-
aðra lögreglumanna gæta öryggis
í breskum flugvélum.
Dennis Murphy, talsmaður
heimavarnaráðuneytisins banda-
ríska, sagði að heimaríki flug-
félaganna yrðu að útvega lög-
reglumennina sem yrðu að vera
vel þjálfaðir. Guðjón Arngríms-
son, talsmaður Flugleiða, sagði
aðspurður að félagið hefði ekki
gripið til ráðstafana ennþá. Flug-
leiðir færu eftir íslenskum lögum
um öryggismál og í reynd væri um
að ræða málefni er varðaði sam-
skipti Íslands og Bandaríkjanna.
„En við munum að sjálfsögðu
vinna að þessum málum í sam-
ræmi við óskir íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda,“ sagði Guðjón
Arngrímsson.
Hætta talin á að flugræningjar ráðist aftur á Bandaríkin
Vopnaðir verðir í erlendar vélar
Washington. AP.
TALSVERÐAR tafir urðu í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í slæmri
færð í gær. Mikið var um vanbúna bíla sem skildir höfðu verið eftir
fastir í snjó á götunum og töfðu snjómoksturstæki og strætisvagna.
Voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða rúmlega 200 bílstjóra,
einkum í efri hverfum borgarinnar. Sumum tókst þó að komast af stað
hjálparlaust með því að ýta duglega./4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ýtt í ófærðinni
SPURN eftir sæði úr norrænum körlum til
tæknifrjóvgunar virðist fara mjög vaxandi
í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti gerir
fyrirtækið Scandinavian Cryobank, sæð-
isbanki í New York sem sérhæfir sig í sölu
slíks sæðis, það gott þessa dagana. Fyr-
irtækið á sér danskt móðurfyrirtæki og
hefur eftirspurnin eftir afurðum þess farið
hraðvaxandi frá því það hóf starfsemi í
Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Þar
sem færri lagahömlur eru þar á kaupum á
sæði en víða annars staðar, eins og bent er
á í grein í Aftenposten í gær, hefur sæði úr
bankanum verið selt til alls um 30 landa.
Sæði sumra sæðisgjafanna er áberandi
eftirsóttast. Einn hinna u.þ.b. 50 norrænu
karla, sem eiga sæði í djúpfrystigeymslu
bankans og flestir viðskiptavinirnir hafa
kosið að kaupa, er nú líffræðilegur faðir
að minnsta kosti 101 barns.
Norrænt sæði
eftirsótt
♦ ♦ ♦