Morgunblaðið - 30.12.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 30.12.2003, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SERBNESKUM ÞJÓÐERNIS- SINNUM VEX ÁSMEGIN Úrslit kosninganna, sem haldnarvoru á sunnudag í Serbíu, eruáhyggjuefni. Þjóðernissinnar sigruðu í kosningunum. Þar er annars vegar um að ræða Róttæka flokkinn, sem fékk 81 mann kjörinn og 27,3% fylgi, og hins vegar Sósíalistaflokkinn, sem fékk 22 menn kjörna og 7,6% at- kvæða. Leiðtogar þessara flokka sitja báðir í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag. Vojislav Seselj, leiðtogi Rót- tæka flokksins, bíður þess að réttar- höld yfir honum hefjist. Réttarhöld eru hafin yfir hinum, sjálfum Slobodan Milosevic. Það segir sína sögu að sá maður, sem sennilega lagði þyngstu lóðin á vogar- skálarnar til hleypa af stað átökunum og blóðsúthellingunum í lok liðinnar aldar á Balkanskaga með markvissum þjóðernisáróðri og var steypt af stóli fyrir þremur árum, skuli nú vera kom- inn á þing á ný þrátt fyrir að sitja í fangelsi sakaður um glæpi gegn mann- kyni. Sama má segja um það að Seselj, sem einnig byggir fylgi sitt á hug- myndinni um Stór-Serbíu, skuli fagna sigri. Hægriöflin, sem áttu þátt í að gamla Júgóslavía leystist upp, hafa reyndar sótt á víðar á Balkanskaga. Þjóðern- issinnar komust til valda í Bosníu eftir kosningarnar 2002 og í Króatíu hefur flokkur Franjos Tudjmans náð völd- um. Ef til vill er of snemmt að fullyrða að úrslit kosninganna beri vitni nýrri öldu þjóðernishyggju í Serbíu. Ljóst er að Serbar eru margir þeirrar hyggju að þeir hafi sætt illri meðferð af hálfu Vesturlanda. Sömuleiðis miðaði um- bótum mjög hægt þau þrjú ár, sem frá- farandi stjórn var við völd. Stjórnin komst til valda eftir fall Milosevic og hét einkavæðingu og lagabreytingum, sem áttu að greiða götu erlends fjár- magns inn í landið og Serbíu inn í Evr- ópusambandið. Breytingar létu hins vegar á sér standa. Fyrir einu og hálfu ári gekk Lýðræðisflokkur Vojislavs Kostunica úr stjórninni og eftir að serbneskir sérsveitarmenn myrtu Zor- an Djindjic forsætisráðherra í mars var sem stjórnin lamaðist alveg. Svo fór að í október var boðað til kosninga. Þrátt fyrir þennan árangur í kosn- ingunum eru þjóðernisflokkarnir ekki í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þeir hafa samanlagt 103 sæti á þingi, en sætin eru alls 250. Lýðræðisflokkur Kostunica er næststærsti flokkur Serbíu eftir kosningarnar með 53 sæti og 17,4% fylgi. Kostunica hét því fyrir kosningarnar að hann myndi ekki mynda stjórn með þjóðernissinnum. Hann er hins vegar í þeirri stöðu nú að þurfa að mynda fjögurra flokka stjórn ætli hann að sniðganga þjóðernis- sinnana. Javier Solana, sem fer með ut- anríkismál í Evrópusambandinu, skor- aði í gær á umbótaflokkana í Serbíu að falla ekki í þá freistni að mynda stjórn með þjóðernissinnum. En það verður ekki hlaupið að því fyrir umbótaöflin að láta til skarar skríða. Í fyrsta lagi munu þau nú mæta öflugri andstöðu á þingi en áður. Í öðru lagi byggja þau á veikum grunni liðins kjörtímabils. Hins vegar er alveg ljóst að takist um- bótasinnum ekki að hrinda stefnu sinni í framkvæmd nú verða vonbrigði kjós- enda enn meiri og sú niðurstaða yrði vatn á myllu þjóðernissinna. Það er því mikill þrýstingur á flokkana fjóra að leggja fyrri deilur til hliðar og ná sam- stöðu gegn þjóðernissinnunum. ENDURSKOÐENDUR Í ERFIÐRI STÖÐU Fátt hefur vakið meiri athygli í hin-um alþjóðlega viðskiptaheimi síð- ustu daga en hneykslismál það sem upp er komið á Ítalíu vegna mjólkur- vörufyrirtækisins Parmalat. Er talið að um 12 milljarða evra vanti inn í reikninga fyrirtækisins. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir svo: „Fjár- málahneykslið getur einnig haft alvar- legar afleiðingar fyrir endurskoðun- arfyrirtæki Parmalat, Ítalíuútibú Grant Thornton, sem hefur hafið inn- anhússrannsókn á málinu, en heldur því fram, að það sé ekki síður fórn- arlamb sviksamlegs framferðis.“ Í Bretlandi og Bandaríkjunum vekja málefni Hollinger, útgáfufyrir- tækis Daily Telegraph, vaxandi at- hygli vegna ósamþykktra greiðslna til stjórnenda fyrirtækisins og nú um jól- in var sérstök athygli vakin á því í brezkum blöðum að einn virtasti end- urskoðandi Bretlands hefði sjálfur komið að endurskoðun fyrirtækisins síðustu mánuði og misseri. Í tengslum við Enron-málið og fleiri slík mál í bandarísku viðskiptalífi gerðist það að starfsemi alþjóðlegs endurskoðunarfyrirtækis var einfald- lega lögð niður vegna þess að fyrir- tækið hafði ekki verið vakandi fyrir því sem var að gerast. Hvert dæmið á fætur öðru, sem upp kemur í viðskiptalífinu á alþjóðavísu, bendir til þess að endurskoðendur eigi erfitt með að öðlast yfirsýn og ná utan um rekstur fyrirtækja sem þeir eiga að endurskoða. Þetta þýðir að spurn- ingar munu vakna í vaxandi mæli um hvers virði áritun endurskoðenda er. Þessi vandamál hljóta að valda end- urskoðendum um allan heim miklum áhyggjum og umhugsun. Hvað veldur því að endurskoðendur koma ekki auga á veikleika í rekstri fyrirtækja af þeirri stærðargráðu sem um er að ræða hvað eftir annað? Í tilviki Holl- inger var vakin athygli á því að við- komandi endurskoðunarfyrirtæki hefði fengið háar fjárhæðir greiddar frá fyrirtækinu fyrir aðra þjónustu en vegna beinna endurskoðunarstarfa. Hins vegar er ljóst að flest endurskoð- unarfyrirtæki eru að hverfa frá því að hafa innan sinna vébanda rekstrarráð- gjöf vegna hugsanlegra hagsmuna- árekstra. Fátt er mikilvægara í rekstri fyr- irtækja nú til dags en vönduð og ná- kvæm endurskoðun. Mörg dæmi, sem upp hafa komið beggja vegna Atlants- hafsins síðustu misseri, benda til þess að endurskoðunarfyrirtækin, sem sjálf eru orðin mjög öflug fyrirtæki, þurfi hugsanlega að auka sitt eigið innra eftirlit og gera ráðstafanir til að eftirlit þeirra með rekstri fyrirtækja skili því sem því er ætlað. Niðurstöður þingkosning-anna í Serbíu þýða aðumbótaflokkarnir ílandinu hafa nægan þingstyrk til að mynda saman rík- isstjórn. Róttæki flokkurinn, flokk- ur Vojislavs Seseljs, fékk að vísu langmest fylgi, 27,3% greiddra at- kvæða og 81 þingsæti af 250 mögu- legum, en þar á eftir komu hins vegar flokkar umbótasinna, fyrst Lýðræðisflokkur Serbíu, flokkur Vojislavs Kostunica, með 17,8% og 53 þingsæti, og síðan Lýðræðis- flokkurinn, flokkur Zorans Djind- jics, forsætisráðherrans fyrrver- andi sem myrtur var í mars á þessu ári, með 12,7% og 37 þingmenn. Í fjórða sæti kom þriðji umbóta- flokkurinn, G17, með 11,6% og 34 þingmenn og í fimmta sæti varð Serbnesk endurnýjun, flokkur Vuks Draskovics, sem fékk 7,7% og 23 þingsæti. Samanlagt hafa þessir fjórir flokkar, sem jafnan er vísað til sem umbótaflokka, 147 þing- sæti. Vandinn er hins vegar sá að þeir eru sammála um fátt og ósam- mála um margt og það mun reyn- ast þrautin þyngri fyrir forystu- menn þeirra að slá striki yfir fyrri deilur og mynda starfhæfa ríkis- stjórn. Brostnar vonir Brösuglega hefur gengið að styrkja undirstöður lýðræðis í Serbíu allt frá því að Slobodan Mil- osevic hrökklaðist frá völdum eftir þingkosningar haustið 2000. Höfðu umbótasinnar, sem og áhrifamenn á Vesturlöndum, vonast til að kosn- ingarnar núna yrðu til þess að koma á stöðugleika í serbneskum stjórnmálum, að lýðræðisöflin tryggðu þar stöðu sína þannig að Serbía gæti tekið frekari skref í átt að aðild að samfélagi vestrænna ríkja, jafnvel Evrópusambandinu (ESB) og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sigur Róttæka flokksins á sunnudag dregur óneitanlega mjög úr þessum væntingum. Í þingkosningunum fyrir þremur árum höfðu nokkrir ólíkir umbótasinna stillt saman sína í því augnamiði að kom sevic frá. Einungis var um kosningabandalag lýðræði að ræða og eftir að mark verið náð, þ.e. Milosevic v inn frá völdum, fóru fljó koma brestir í samstarfið. Lýðræðisflokkur Djind lykilhlutverk í þessari rí og fannst Kostunica, sem t Milosevic sem forseti Jú sem Djindjic vildi hraða sé mikið í umbótastarfinu. Þ stjórnarflokkarnir einnig afstöðuna til samstarfs við veldin sem árið 1999 fó hernaði gegn Milosevic o vegna ástandsins í Kosovo Var Kostunica t.a.m. ós þá ákvörðun Djindjics að f Milosevic til stríðsglæpad ins í Haag fyrri hluta ársin Sem fyrr segir fékk flokkurinn mest fylgi í ko um sl. sunnudag. Róttæki Þjóðernisöfgame Tomislav Nikolic fagnar sigri Róttæka flokksins í kosningunum Róttæki flokkurinn, öfgafullir þjóðern- issinnar, bar sigur úr býtum í kosningum í Serbíu á sunnudag. Davíð Logi Sigurðsson segir þó líklegast að umbótaöfl myndi næstu ríkisstjórn. Fréttaskýring Í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn laugardag gera forsvarsmenn SPRON grein fyrir hvernig standa eigi að sölu SPRON til Kaupþings Búnaðarbanka þannig að stofnfjáreigendur fái þriðj- ung söluverðs í sinn vasa. Fyrst á að breyta sparisjóðnum í hlutafélag og skipta hlutafénu milli stofnfjáreigenda annars vegar og sjálfseignarstofnunar hins vegar. Síðan á að selja hlutaféð til Kaupþings Búnaðarbanka og greitt verður fyrir það með hlutabréfum í bankanum að andvirði 9 milljarða króna. Stofnfjáreigendurnir eiga að fá 3 milljarða króna fyrir sín bréf og sjálfseignarstofnunin 6 milljarða kr. fyrir sín. Það sem sérstaka at- hygli vekur er að stofn- fjáreigendurnir fá 33% söluverðsins en í maí á síð- asta ári var hlutur stofn- fjár metinn 10% af hlutafé í SPRON hf. Að því gefnu að stofnfé hafi ekki verið sem þessu nemur, hvernig má þetta vera? Stofnfé gert verðmæt- ara? Svör forsvarsmanna SPRON er að Alþingi hafi opnað leið sem gerði stofnfé verðmæt- ara við lagasetningu fyrir réttu ári. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri segir í Morgunblaðinu „Í 74. grein laganna var bætt við setningu, sem kveður á um að nú megi meta verðmæti stofnfjár upp þannig að þeg- ar menn fái hlutabréf í skiptum fyrir stofnfé þá sé það metið með tilliti til ágóðavonar. Þar af leiðandi er búið að breyta þeirri grunnforsendu sem áður lá til grundvallar að það mætti ein- göngu skipta á framreiknuðu nafn- virði“. Þessi svör virðast skýra það að nú er hlutur stofnfjáreigenda gefinn upp sem 19% af heildarhlutafé við hluta- fjárvæðingu SPRON en ekki 10% eins og á síðasta ári. Hlutur sjálfseigna- stofnunarinnar hefur minnkað úr 90% í 81%. Þ.e. verðmæti stofnfjár hefur ver- ið nærri tvöfaldað. Rétt er að taka fram að ég hef ekki upplýsingar um hvort stofnfé var hækkað í millitíðinni eða nýtt stofnfé selt. Engu að síður virðist augljóst að stofnfé hefur verið gert verðmætara og að sama skapi gengið á hlut sjálfseignarstofnunarinnar, enda beinlínis sagt. Þá hefur komið fram í fréttum um málið að kaupandi ætlar að kaupa hlutafé í sparisjóðnum úr hendi stofn- fjáreiganda á hærra verði en sama hlutafé af sjálfseignarstofnuninni. Fyr- ir 19% hlutafjárins fá stofnfjáreigend- urnir 3 milljarða kr. en sjálfseign- arstofnunin fær aðeins 6 milljarða kr. fyrir 81% hlutafjárins. Þetta þýðir að stofnfjáreigandinn fær 113% hærra verð fyrir sín hlutabréf en sjálfseignarstofn- unin. Í þessum við- skiptum er tvöfalt gengi á hlutabréfunum og spurningin er hvort það endurspegli ekki tvöfalt siðgæði? Óbreytt verðmæti stofnfjár En var við lagabreyt- inguna í fyrra opnuð leið til þess að gera stofnfé verðmætara? Svarið við því er nei, svo var ekki. Þá- verandi formaður viðskipta- og efna- hagsnefndar, Vilhjálmur Egilsson, var 1. flutningsmaður umræddrar breyt- ingartillögu. Hann skýrði hana í þing- ræðu og sagði m.a.: „Þessi breyting gengur ekki út á það að stofnfjáreig- endur eigi að eiga eitthvað meira en þeir í sjálfu sér eiga samkvæmt gild- andi lögum eða eitthvað meira heldur en þeir eiga sem stofnfé í sparisjóði heldur einungis að eign sem þeir fá sé jafngild þeirri sem þeir láta af hendi.“ Þetta er alveg ótvírætt. Breytingin eykur ekki verðmæti stofnfjár heldur var tilgangur hennar "að tryggja það sem best má verða að stofnfjáreig- endur verði jafnsettir fyrir og eftir breytingu í hlutafélag. Meginmark- miðið með þessu er að tryggja að spari- sjóður sem vill breyta lendi ekki í því að sto finnist þeir vera verr breytingu og fái ekki hlutafé í staðinn fyrir þeir ráða yfir." svo vit framöguræðu forman Málið snýst sem sé ek stofnfjárins heldur ve bréfanna sem stofnfj fyrir sitt stofnfé þega breytt í hlutafélag og bréf eiga að koma fyr inn. Óbreyttur hlutur s Breytingin fólst í því hafa til hliðsjónar við mörg hlutabréf eiga a fyrir stofnbréf saman stofnfjárhluta og arð hlutabréfsins í sparis verið að bera saman a stofnfjáreigandann á sjóðsins annars vega og hins vegar sem hlu mat getur leitt til þes verða fleiri eða færri andinn fær og þar af færri hlutabréf útgef ákvæði leiðir ekki til eigendur öðlist stærr um. Í 74. grein lagann 161/2002, er kyrfilega samanlagt hlutafé se urnir fá í sparisjóðnu falli af útgefnu hlutaf og endurmetið stofnf markaðsvirði sparisj arðsvoninni breytir þ Hlutafélagaformið Ef fallist væri á sjóna SPRON manna leiðir stofnfjáreigenda í sp það að breyta sparisj þeirri ástæðu að meir hlutafélagarekstri og upp með því að ganga sjóðsins. Þetta er me hlutafjárvæðingar sp hún sé til hins verra f verður enn merkilegr löggjöf sem opnaði m SPRON á refilstigum Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.