Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björgvin Eiríks-son fæddist á Dyr- hólum í Mýrdal 26. ágúst 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Haf- liðadóttir, f. á Fjósum í Mýrdal 5.11. 1885, d. 2.3. 1973, og Eiríkur Jóhannsson, f. á Stóru- Völlum í Landsveit 25.10. 1883, d. 21.2. 1954. Systkini Björg- vins eru: 1) Örnólfur, f. 10.7. 1915, d. 2.12. 1941, 2) Hafliði, f. 20.5. 1917, d. 16.2. 1957, 3) Jóhann Magn- ús, f. 2.7. 1920, d. 21.8. 1992, 4) Ólaf- ur, f. 15.4. 1922, 5) Leifur, f. 1.12. 1923, 6) Guðbjörg Svafa, f. 15.11. 1925, og 7) Guðlaugur, f. 25.5. 1927. Björgvin kvæntist 1.9. 1945 eft- Kristínu Indriðadóttur, f. 5.5. 1955, börn þeirra eru: a) Björgvin, f. 20.7. 1977, d. 3.8. 1994; b) Valur Indriði, f. 16.4. 1981, sambýliskona hans er Thelma Baldursdóttir, f. 8.11. 1983, dætur þeirra eru Lena Líf, f. 7.5. 2002, og Diljá Dögg, f. 29.6. 2003; c) Anna María, f. 25.2. 1983; d) Sig- urður Halldór, f. 23.5. 1988; og fóst- ursonur þeirra er Stefán Páll Skarphéðinsson, f. 21.11. 1988. 3) Guðrún Hafdís, f. 4.6. 1959, giftist Adam Abdelazíz Haní, þau skildu. Börn þeirra eru Anna Sakína, f. 29.11. 1980, Sara Kristín, f. 6.1. 1983, d. 11.8. 2001, Björg Maríum, f. 24.12. 1985, og d) Abraham, f. 2.12. 1987. Sambýlismaður Guðrún- ar Hafdísar er Þorleifur Hjálmars- son, f. 27.12. 1961, dóttir þeirra er Kristín Soffía, f. 17.1. 2003. Björgvin ólst upp á Dyrhólum til 13 ára aldurs, en þá flutti fjölskyld- an að Felli í Mýrdal. Um tvítugt hóf hann störf við sjómennsku og stundaði störf til sjós og lands fram á efri ár. Útför Björgvins fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. irlifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Jónsdóttur frá Gils- fjarðarbrekku í Aust- ur-Barðastrandar- sýslu, f. 30.9. 1921. Foreldrar hennar voru Elín Guðrún Magnúsdóttir, f. á Hróá í Strandasýslu 22.2. 1881, d. 20.8. 1960, og Jón Theó- dórsson, f. á Kleifum í Gilsfirði 20.5. 1880, d. 4.2. 1960. Börn Björg- vins og Önnu eru: 1) Guðborg Elín, f. 19.9. 1946, sonur hennar er Gunnar Júlíson, f. 8.2. 1973, sambýliskona Anna Rut Guð- mundsdóttir, f. 25. 8. 1976, dóttir þeirra er Guðrún Perla, f. 29.6. 2001, fyrir á Gunnar soninn Eyjólf Karl, f. 16.6. 1993. 2) Örnólfur Frið- rik, f. 17.1. 1951, kvæntur Sigurrós Björgvin fæddist 26. ágúst 1918 að Dyrhólum í Mýrdal undir drunum eldgoss. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum, Guðrúnu og Eiríki, í stórum systkinahópi. Á Dyrhólum bjuggu foreldrar hans til árins 1931 er þau fluttu að Felli í Mýrdal. Og þar búnaðist þeim vel því þau voru hörkuduglegt fólk. Þegar Björgvin var 19 ára, urðu þáttaskil í lífi hans. Þá fór hann til Vestmannaeyja til móðurbróður síns Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli. Hann fór þangað til að stunda sjó- sókn, en Guð var með honum, og þar komst hann til lifandi trúar á Jesúm Krist Guðs son. Hann tók niðurdýf- ingarskírn og gekk í Betelsöfnuðinn og Guð blessaði Björgvin og hélt sinni verndarhendi yfir honum allt hans líf. Seinna kom hann til Reykjavíkur og sótti þá samkomur í Fíladelfíu- söfnuðinum. Þar kynntist ég honum sem leiddi til þess að við vorum vígð í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni 1. september 1945. Og Guð blessaði samveru okkar með því að gefa okk- ur þrjú yndisleg börn. Hinn 19. sept- ember fæddist dóttir sem hlaut nafn- ið Guðborg Elín. 17. janúar 1951 fæddist sonur sem fékk nafnið Örn- ólfur Friðrik. Og 4. júní 1959 fæddist stúlka sem hlaut nafnið Guðrún Haf- dís. Þessi börn hafa alltaf verið okk- ur til gleði og blessunar og ómetan- legrar hamingju. Já, Guð hefur alltaf umvafið okkur sinni náð og um- hyggjusemi. Björgvin hélt áfram á sjónum, hann var á Marsinum og fleiri skip- um. Oft komst hann í hættur en allt- af hálpaði Drottinn. Eitt sinn var hann á skipi út af Dyrhólaey, þá skall á ógnarveður með svo dimmum élj- um að ekkert sást. Þeir settu stefnu á Vestmannaeyjar og er þeir nálg- uðust Eyjarnar, var allt svo dimmt að þeir vissu ekki hvar þeir voru. Það hafði komið rifa á skipið svo þeir þurftu alltaf að ausa, en nú minnkaði lekinn og allt í einu rofaði til svo þeir sáu höfnina í Eyjum og Guði sé lof að þeir komust í höfn. Ef ekki hefði rof- að til hefðu þeir kannski farist. Er þeir athuguðu lekann hafði Guð látið þang setjast í rifuna svo lekinn minnkaði. Það er gott að vera í varð- veislu Guðs, það er algjört öryggi. Björgvin var með kransæðastíflu og veikur fyrir hjarta. Eitt sinn var hann að koma norðan úr Skagafirði á bíl. Þá missti hann meðvitund er hann var að keyra og bíllinn fór út af veginum og keyrði í mýrum og með- fram skurðum uns bíllinn steyptist ofaní skurðinn. En Guði sé lof hann meiddist ekki mikið en þetta varð til þess að hann var skorinn hjarta- skurð og fékk betri heilsu. Björgvin hefur oft lent í hættum en alltaf hjálpaði Drottinn. Björgvin hefur reynst mér sem besti vinur og með honum átti ég gæfuríkt líf. Árið 1968 fluttum við norður í Skagafjörð og hófum búskap á bæ sem heitir Hafragil. Þar var yndislegt að vera. Skagfirðingar eru elskulegt fólk. Er við fluttum aftur suður hélt Björgvin áfram á sjónum. Seinna varð hann BJÖRGVIN EIRÍKSSON Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, GUÐBJARTS ÓLAFS ÓLASONAR frá Bíldudal, Skipholti 6, Reykjavík, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi miðvikudaginn 10. desember. Guð blessi ykkur öll. Óli Þ. Guðbjartsson, Svava Kjartansdóttir, Sigrún Guðbjartsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Hjörtur Guðbjartsson, Svanhildur Geirarðsdóttir, Fjóla Guðbjartsdóttir, Guðríður Guðbjartsdóttir, Sveinn Benediktsson, Ruth Guðbjartsdóttir, Kristján Harðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Árbakka, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju, Holtum, laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg kl. 12.00. Guðríður Bjarnadóttir, Jóhann Bjarnason, Sigrún Bjarnadóttir, Pálmi Bjarnason og fjölskyldur. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SIGFINNS SIGURÐSSONAR hagfræðings Álagranda 8, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 2. janúar kl. 13.30. Helga Sveinsdóttir, Dagbjört Sigfinnsdóttir, Ervin Árnason, Soffía Sigfinnsdóttir, Gunnar Már Geirsson, Sveinn Sigfinnsson, Sonja Jónsdóttir, Aníta Ervinsdóttir, Alexander Ervinsson, Daníel Ervinsson, Andri Gunnarsson, Bjarki Gunnarsson, Sigfinnur Helgi Gunnarsson, Ástkær faðir okkar , tengdafaðir, og afi, ERLING ÖRN PÉTURSSON frá Sauðárkróki, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 24. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á minningarkort MND-félagsins. Þórður Erlingsson, Guðbjörg Rósa Ísólfsdóttir, Pétur Örn Erlingsson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Örn Gylfason, Áslaug María , Ingibjörg Móa og Hafþór Bjarki. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, systur, tengdamömmu og ömmu, SIGRÚNAR ARTHURSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll og gefi gleði og frið á nýju ári. Katrín Rögnvaldsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Hrund Gautadóttir, Arthur Gautason, Gunnar Arthursson, Rannveig Arthursdóttir Celata, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR EÐVALDSSON fyrrverandi skipstjóri, Þórunnarstræti 133, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 2. janúar kl. 13:30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Aðalbjörg Sigvaldadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkar vinarhug, samúð og hlýju við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÖNNU VALDIMARSDÓTTUR, Miðvangi 13, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 4. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir aðdáunarverða umönnun. Ragnar Pétursson, Valdís Ragnarsdóttir, Pétur Ragnarsson, Sjöfn Ágústsdóttir, Jónína Ragnarsdóttir, Ólafur Jónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigurjón Ásgeirsson, Hanna Ragnarsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Móðir mín, VALGERÐUR HARALDSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli laugardaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bergur Sigvinsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.