Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 47 HELGI Sigurðsson landsliðsmaður í knatt- spyrnu verður þessa vikuna til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Gillingham. Helgi hefur leikið með Lyn frá árinu 2001 en samningur hans við norska liðið rennur út nú um áramótin og því verður hann laus allra mála. „Mér fannst rétt að taka þessu boði enda hef ég mikinn áhuga á að reyna fyrir mér á Englandi. Ég verð þessa viku við æfingar hjá lið- inu og eftir það kemur í ljós hvort eitthvert framhald verður á og hvort mér verður boðinn samn- ingur,“ sagði Helgi við Morg- unblaðið í gær en hann mætir í dag á sínu fyrstu æfingu hjá félaginu. „Leikmaðurinn er með góð meðmæli og er á lausu frá og með ára- mótum svo við buðum honum að koma til reynslu þar sem við ætl- um að skoða hann. Hann virkar í góðu formi og er sterkur og Helgi gæti verið framherjinn sem okkur vantar en við þurfum á slíkum leik- manni að halda,“ segir Andy Häs- senthaler, knattspyrnustjóri Gill- ingham, á heimasíðu félagsins. Gillingham er í 15. sæti af 24 lið- um í 1. deildinni með 33 stig eftir 26 leiki. Nöfn þeirra sem til greina komaeru í stafrófsröð: Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona hjá Malmö í Svíþjóð, Eiður Smári Guð- johnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea í Englandi, Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Charlton í Englandi, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá Dallas Mavericks í Bandaríkjunum, Kar- en Björk Björgvinsdóttir, dans- kona úr dansdeild ÍR, Ólafur Stef- ánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real á Spáni, Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttamaður úr FH, og Örn Arnarson, sundmaður úr Íþróttabandalagi Reykjanes- bæjar. Í þau 47 skipti sem SÍ hefur staðið að kjörinu hafa 32 íþrótta- menn orðið fyrir valinu. Oftast hef- ur Vilhjálmur Einarsson hreppt út- nefninguna, fimm sinnum, sonur hans, Einar, Hreinn Halldórsson og Örn Arnarson hafa verið kjörnir þrisvar sinnum hver. Vilhjálmur, Einar og Hreinn eru úr hópi frjáls- íþróttamanna en Örn er sundmað- ur og er einn þeirra tíu sem koma til greina að þessu sinni. Á síðasta ári varð handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson fyrir valinu, en hann er líkt og Örn einn tíumenn- inganna sem til greina koma sem Íþróttmaður ársins 2003. Fyrir útnefninguna, eða klukkan 18.45, útnefnir Íþrótta- og Ólymp- íusamband Íslands íþróttakarl og -konu í hverri grein innan sérsam- banda og sérgreinanefnda ÍSÍ. Þetta er í níunda sinn sem SÍ og ÍSÍ halda sameiginlegt hóf þar sem kjör íþróttamanns ársins hjá SÍ er hápunktur kvöldsins. Eftirtaldir íþróttamenn hafa ver- ið kjörnir Íþróttamenn ársins af SÍ frá 1956 að samtökin stóðu í fyrsta sinn fyrir kjörinu. 1956 - Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir 1957 - Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir 1958 - Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir 1959 - Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir 1960 - Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir 1961 - Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir 1962 - Guðmundur Gíslason, sund 1963 - Jón Þ. Ólafsson, frjálsíþróttir 1964 - Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikur 1965 - Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir 1966 - Kolbeinn Pálsson, körfuknattleikur 1967 - Guðmundur Hermannsson, frjálsíþróttir 1968 - Geir Hallsteinsson, handknattleikur 1969 - Guðmundur Gíslason, sund 1970 - Erlendur Valdimarsson, frjálsíþróttir 1971 - Hjalti Einarsson, handknattleikur 1972 - Guðjón Guðmundsson, sund 1973 - Guðni Kjartansson, knattspyrna 1974 - Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna 1975 - Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrna 1976 - Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir 1977 - Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir 1978 - Skúli Óskarsson, kraftlyftingar 1979 - Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttir 1980 - Skúli Óskarsson, kraftlyftingar 1981 - Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingar 1982 - Óskar Jakobsson, frjálsíþróttir 1983 - Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir 1984 - Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna 1985 - Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir 1986 - Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund 1987 - Arnór Guðjohnsen, knattspyrna 1988 - Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir 1989 - Alfreð Gíslason, handknattleikur 1990 - Bjarni Á. Friðriksson, júdó 1991 - Ragnheiður Runólfsdóttir, sund 1992 - Sigurður Einarsson, frjálsíþróttir 1993 - Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir 1994 - Magnús Scheving, þolfimi 1995 - Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir 1996 - Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir 1997 - Geir Sveinsson, handknattleikur 1998 - Örn Arnarson, sund 1999 - Örn Arnarson, sund 2000 - Vala Flosadóttir, frjálsíþróttir 2001 - Örn Arnarson, sund 2002 - Ólafur Stefánsson, handknattleikur 2003 - Kjörinu verður lýst í beinni sam- sendingu RÚV og Sýnar sem hefst kl. 20.45, en rúmri klukkustund áð- ur hefst útsending RÚV frá kjör- inu þar sem rifjað verður upp það sem upp úr stóð á íþróttaárinu sem senn er að baki. Helgi Sigurðsson til skoðunar hjá Gillingham Helgi Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með Ciudad Real á Spáni, var kjörinn íþróttamaður ársins 2002 af Samtökum íþróttafréttamanna. Upplýst verður í kvöld hver hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins 2003 Vilhjálmur hefur oftast verið kjörinn KJÖRI íþróttamanns ársins 2003 verður lýst í hófi á Grand hótel Reykjavík í kvöld rétt fyrir klukkan 21, en það eru Samtök íþrótta- fréttamanna, SÍ, sem kjósa íþróttamann ársins og verður þetta í 48. sinn sem SÍ stendur fyrir því. Á Þorláksmessu var upplýst hvaða íþróttamenn voru í tíu efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni en í kvöld kemur í ljós hver hinna tíu hreppir hnossið að þessu sinni. Öruggur sigur í Þorlákshöfn ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik, aðallega skipað ungum leikmönnum, vann öruggan sigur á bandaríska háskólaliðinu Catawba, 82:61, í síðari leik liðanna sem fram fór í Þorlákshöfn í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 36:32, íslenska liðinu í vil. Fannar Ólafsson var atkvæðamest- ur íslensku leikmannanna með 18 stig. Hjá banda- ríska liðinu var Helgi Magnússon einn af þremur leikmönnum sem urðu jafn- ir og stigahæstir með 12 stig.  EDDIE Davies, kaupsýslumaður sem býr á eyjunni Mön í Írlands- hafi, hefur keypt megnið af hluta- bréfum í enska knattspyrnufélaginu Bolton Wanderers. Davies átti áður 29,7 prósenta hlut í félaginu en á nú 94,5 prósent og er því nær einráður. Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, sagði að nú gæti félagið komið öllum sínum skuldum í skil en Bolton skuldar 38 milljónir punda, eða 4,8 milljarða íslenskra króna.  YFIRTAKA Davies, sem lagði um 300 milljónir króna í félagið við kaupin, þýðir að Bolton þarf ekki að hafa áhyggjur af því að selja sína bestu menn til að rétta hag sinn.  ROBERTO Baggio, einn dáðasti knattspyrnumaður Ítala á síðari ár- um, sagði í gær að hann gerði ráð fyrir því að leggja skóna á hilluna að þessu keppnistímabili loknu. Bag- gio, sem er 36 ára gamall, sagði í viðtali á Teletutto, sjónvarpsstöð í ítölsku borginni Brescia, að það þyrfti mikið að breytast til að hann héldi lengur áfram. Hann hefði átt við meiðsli að stríða að undanförnu og þar af leiðandi væri erfitt fyrir sig að spila lengur.  FABIEN Barthez, markvörður Manchester United, flytur til Frakklands á nýju ári og gengur til liðs við Marseille eftir því sem for- ráðamenn liðsins fullyrða. Þeir reyndu að fá Barthez leigðan frá ensku meisturunum í haust en Al- þjóðaknattspyrnusambandið kom í veg fyrir það. Nú þegar opnað verð- ur fyrir kaup og sölu á leikmönnum í byrjun nýs árs er ekkert því til fyr- irstöðu að Marseille leigi Barthez.  MARSEILLE leikur við Strasbo- urg í frönsku 1. deildinni um næstu helgi og er vonast til að Barthez geti tekið þátt í þeim leik þar sem að- almarkvörður Marseille er meiddur á hné og getur ekki tekið þátt í leiknum.  DERLEI Silva, helsti markahrók- ur Porto, leikur ekki meira með lið- inu á leiktíðinni eftir hann meiddist illa á hné fyrir jól og gekkst í gær undir aðgerð á því. Silva hefur skor- að 12 mörk á leiktíðinni. Hann miss- ir m.a. af viðureignunum við Man- chester United í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, er bjartsýnn á að Frakkinn Sylvain Wiltord verði um kyrrt á Highbury og skrifi fljótlega undir nýjan samning við félagið. Samningur Wiltords við Arsenal rennur út í sumar en Wenger keypti landa sinn fyrir 11 milljónir punda fyrir þremur árum. Meiðsli hafa plagað Wiltord á tímabilinu en hann hefur aðeins spilað 10 leiki og skor- að þrjú mörk. FÓLK ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.