Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 24
KvöldvakanRobbi refur Ferskur Við hátíðleg tækifæri gerirmannfólkið sér dagamun ímat og drykk og á þaðekki síst við um jól og ára- mót. Útivistarreglur og háttatímar eru afstæðir þegar kemur að gaml- árskvöldi því stórir jafnt sem smáir þurfa auðvitað að fá að kveðja gamla árið almennilega áður en nýju ári er heilsað. Gjarnan er slegið í glas og skálað á þessum tímamótum, en það þurfa þó alls ekki að vera í glösunum áfengir drykkir. Til eru samsetn- ingar af ljúfum og litríkum kokteil- um fyrir börn og fullorðna. Þær Anna María Pétursdóttir og Jean Wartabedian, framreiðslu- menn á Nordica hóteli, blönduðu nokkra óáfenga drykki fyrir börn og fullorðna og nutu aðstoðar nokkurra nema, sem starfa undir þeirra leið- sögn. Þegar upp var staðið, var af- raksturinn tíu mismunandi drykkir; fjórir drykkir fyrir börn og sex fyrir fullorðna, þar af tveir heitir drykkir. Þær Anna María og Jean nota 100% hreinan ávaxtasafa þar sem hann á við og hvað sírópunum við kemur, nota þær eingöngu sírópin frá Monin, sem Austurbakki hf. er umboðsaðili fyrir og hægt er að nálgast í Hagkaupum, Nóatúni og Gripið og greitt. „Það er franskt síróp með nátt- úrulegum efnum og litum sem notið hefur alþjóðlegrar viðurkenningar og er notað í barþjónakeppnum um heim allan,“ segir Anna María. Rétt er að taka fram áður en menn hefjast handa við blöndunina, að muna eftir því að setja fyrst vel af klaka, þó ekki sé það sérstaklega tekið fram í uppskriftunum. Himnasæla 2 cl Blue curacosíróp 2 cl kókossíróp Hrist saman. Fyllt upp með greip. Frostrósir 2 cl ferskjusíróp 2 cl kreistur limesafi 3 cl ananassafi 3 cl appelsínusafi 2 cl jarðarberjasíróp 3-4 fersk jarðarber Allt sett í blandara, sem látinn er ganga þar til klakinn verður eins og ís. Álfurinn Evert 1 cl kókossíróp 1 cl karamellusíróp 1 cl kreistur limesafi 6 cl appelsínusafi 3 tsk grenadínsíróp Hrist saman. Fyllt upp með sóda- vatni og síðan er grenadínsírópinu skellt í drykkinn. Stúfur 3 cl súkkulaðisíróp 2 cl jarðarberjasíróp 3 tsk grenadínsíróp 6 cl appelsínusafi Hrist saman. Fyllt upp með sóda- vatni. Robbi refur 3 cl ferskjusíróp 1 cl kókossíróp Hrist saman. Fyllt upp með ananassafa. Norðurljós 3 cl Blue curacosíróp 2 cl passionsíróp 9 cl appelsínusafi Hrist saman.  DRYKKIR | Óáfengir kokteilar fyrir börn og fullorðna Framreiðslumenn: Anna María Pétursdóttir og Jean Wartabedian. Stúfur Norðurljós Hugo join@mbl.is Morgunsárið Himnasæla Frostrósir Hugo 3 cl kókossíróp 1 cl amarettosíróp 1 sneið ferskur ananas 9 cl ananassafi Allt sett í blandara. Ferskur 3 cl trönuberjasafi 2 cl ferskjusíróp 1 cl grenadínsíróp Hrist saman. Fyllt upp með app- elsínusafa. Kvöldvakan 2 cl súkkulaðisíróp 2 cl hnetusíróp (Noix de Maca- domia) 1 bolli lagað heitt kaffi Hrært saman og toppað með þeyttum rjóma. Morgunsárið 2 cl vanillusíróp 2 cl súkkulaðisíróp 1 bolli heitt vatn Hrært saman. 1 egg og 1 msk syk- ur er síðan hrært saman þar til ljós- gult að lit og drykkurinn toppaður með þessu og skreyttur með súkku- laðispænum. Þessi drykkur er eftir- líking af eggnogg eða toddíi, eins og hann er líka kallaður. Bandaríkja- menn fá sér þennan drykk gjarnan á jóladagsmorgni, blandaðan áfengi, og Svíar gera slíkt hið sama áður en þeir opna pakkana sína. Álfurinn Evert Ljúfir og litríkir í ljósadýrðinni Morgunblaðið/Þök DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.