Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 39 Elsku amma, núna ertu farin eftir löng og frekar erfið veikindi. Á stundum sem þessari rifjum við upp liðnar og skemmtilegar stundir. Eins og allar sumarbústaðarferðirn- ar sem voru farnar frá því að við munum eftir okkur og brást ekki að alltaf voru vöfflur eða pönnukökur, líka þegar við frændurnir vorum óþekkir sagðir þú mömmum okkar aldrei að við hefðum verið óþekkir en sagðir að við hefðum verið stilltir. Einnig reyndistu okkur vel þegar ég, Bjarki Þór, flutti með pabba og mömmu í Stykkishólm og alltaf þeg- ar við komum í bæinn, nánast um hverja helgi, fékk ég alltaf vöfflur og ís á laugardagsmorgnum. Og líka þegar ég, Atli, fluttist með mömmu minni til Noregs fékk ég alltaf að vera hjá ykkur á meðan ég var í heimsókn á Íslandi og fékk einnig alltaf sent hangikjöt fyrir öll jól sem mér þótti vænt um. Við söknum þín sárt og vonum að þú hvílir í friði. Bjarki Þór og Atli. Æskuvinkona mín, Guðrún Guð- mundsdóttir, lést á líknardeild Landakotsspítala 17. des. sl. en eig- inmaður hennar, Gunnar Jóhannes- son bakari, féll frá 10. júní í sumar. Þau höfðu gengið í hjónaband árið 1962 og var sambúð þeirra og sam- starf með miklum ágætum í hartnær hálfa öld. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar, f. 1959 og Steinar, f. 1964 og fjögur eru barnabörn þeirra. Við Guðrún (kölluð Lilla) höfum verið vinkonur í tæp 60 ár og aldrei borið þar skugga á. Við kynntumst í sæl- gætisgerðinni Víkingi þegar við vor- um 14 ára gamlar. Hún kom frá Stykkishólmi en ég frá V-Eyjafjöll- um. Í Víkingi hófst okkar vinátta og hefur haldist alla tíð síðan. Lilla kom oft í heimsókn til okkar mömmu og fórum við þá oft í bíó og litum á mannlífið í miðbæ Reykjavíkur eins og tíðkaðist þá. Eftir að Lilla giftist Gunnari vorum við tíðir gestir á heimili þeirra og þau hjá okkur. Alltaf komu þau færandi hendi er við héldum afmælis/fermingar eða brúðkaupsveislur og ekkert skorið við nögl, en slíkt kom sér vel þegar margt var um manninn. Oft fórum við saman í útilegur sem enduðu gjarnan í sumarbústað þeirra í Borgarfirði. Alltaf voru þau þessir traustu vinir. Síðasta ferðin var far- in til Stykkishólms sumarið 2002. Þau buðu okkur í mat og einnig að skoða staðinn. Að lokum var haldin veisla í sumarbústað þeirra í Borg- arfirði þar sem tekið var lagið, farið til veiða og búnir til gómsætir réttir enda Gunnar snilldarkokkur. Lilla mín, margar dýrmætar stundir áttum við saman. Alltaf varst þú eins og klettur í hafinu þeg- ar mest á reyndi. Síðustu mánuðirn- ir voru þér erfiðir en dýrmætar voru samverustundirnar á Landakoti er við rifjuðum upp liðna tíð. Bestu þakkir til starfsfólks þar fyrir að fá að sitja þar hjá þér marga morg- unstundina. Ró og friður megi fylgja ykkur hjónum með þakklæti fyrir allt og allt. Fjölskylda mín óskar sonum og afkomendum öllum Guðs- blessunar um ókomin ár. Guðmunda K. Jónsdóttir. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I „Au pair“ í London Óska eftir ca 20 ára „au pair“ til að gæta eins og hálfs árs gamallar stelpu frá og með janúar 2004 í 6—12 mánuði. Áhugsamir hafi samband við Selmu í síma 848 1585.„Au pair“ í Svíþjóð Eitt barn er á heimilinu og sinna þarf léttum heimilistörfum. Upplýsingar í síma 554 6020. Vélstjóra og skipstjóra vantar á 230 tonna rækjuskip. Upplýsingar eru veittar í síma 893 3077. Starfsmaður óskast við að taka til pantanir í söludeild okkar í Dalshrauni 9B í Hafnarfirði. Stundvísi og reglusemi áskilin. Uppl. gefur Sófus í síma 863 1938. Iðnaðarmenn/ verkamenn óskast til starfa á Austurlandi. Leiguíbúðir í Fjarðabyggð ehf. óska eftir harð- duglegu fólki til starfa við byggingastörf í Fjarðabyggð. Nú þegar er óskað eftir smiðum og laghentum einstaklingum sem hafa reynslu af standsetningu eldra húsnæðis, en fyrirtækið standsetur nú eigið húsnæði á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað m.a. fyrir starfsmenn sína. Umsvifamiklar nýbygginga framkvæmdir fé- lagsins hefjast næsta vor á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði. Vegna þessa viljum við bæta við okkur fólki sem vant er vinnu við kerfismót og járnabindingar, einnig smiðum og öðrum iðnaðarmönnum ásamt kraftmiklum, laghent- um verkamönnum. Við aðstoðum þá sem hafa áhuga á að flytja til Fjarðabyggðar við að út- vega húsnæði. Hafir þú áhuga á að taka þátt í þeirri miklu upp- byggingu sem nú er að hefjast í Fjarðabyggð hringdu þá endilega í okkur í síma 894 7230/ 893 4284. (Leiguíbúðir í Fjarðabyggð er traust og kraftmikið fasteignafélag sem hefur það að markmiði að byggja vandaðar og glæsilegar leigu- íbúðir í Fjarðabyggð, áætlað er að umsvif félagsins skapi samtals 150 ársverk í Fjarðabyggð á næstum árum). Byggingfélag Gylfa og Gunnars ehf. Múrarar óskast Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða vana múrara í al- menna múrvinnu í nýbyggingum. Unnið skv. uppmælingu. Upplýsingar gefur Gylfi í síma 693 7300. R A Ð A U G L Ý S I N G A R BÍLAR Merlo P30.7 EVT skotbómulyftari árg. 2000, ekinn 1210 tíma, með 2000 L skóflu. Verð 3.490.000 án vsk. Nánari upplýsingar á www.solutorg.is eða á Bílasölunni Hrauni, sími 565 2727. KENNSLA Hættu að reykja með góðum árangri! Þú getur hætt að reykja 2004. Guðjón Bergmann heldur aðeins eitt nám- skeið 8., 13. og 15. janúar 2004 á Hótel Loftleiðum. Nýútkomin og samnefnd bók fylgir námskeiðinu. Skráning á www.gbergmann.is. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 11:00 í skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Urðarbraut 18, Blönduósi, þingl. eig. þb. Rósu Bjarkar Rósinberg Jónsdóttur og Harðar Magnússonar, skiptastjóri Helga Leifsdóttir, hdl., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kreditkort h/f. Tjarnarkot, Húnaþingi vestra, þingl. eig. Eggert Eggertsson, gerðarbeiðandi Tollstjórinn í Reykjavík. Sunnuvegur 2, Skagaströnd, þingl. eig. Bertel H. Benediktsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og sýslumaðurinn á Akureyri. Gröf, Húnaþingi vestra (144610), þingl. eig. Skúli Ástmar Sigfús- son, gerðarbeiðendur Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Lánasjóður landbúnaðarins, Íbúðalánasjóður og VÍS h/f. Einbúastígur 1, Skagaströnd, þingl. eig. Höfðahreppur, gerðar- beiðandi Byggðastofnun. Efstabraut 2, Blönduósi, þingl. eig. Jóhann Kári Evensen, gerðar- beiðandi Blönduóssbær. Bogabraut 9, Skagaströnd, þingl. eig. Björn Ingi Óskarsson, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður. Barkarstaðir, Húnaþingi vestra, þingl. eig. Helga Líndal Hallbjörns- dóttir og Jóhannes Ingi Böðvarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 29. desember 2003. Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Námsstyrkir Verslunarráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis sem veittir verða úr Námssjóði Verslunarráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlendan háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum, sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambæri- legu námi. 3. Hvor styrkur er að upphæð kr. 250.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi Verslun- arráðs Íslands 11. febrúar 2004. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Verslunarráðs Íslands í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 30. janúar 2004. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á náminu við hinn erlenda skóla og ljósmynd af umsækj- anda. Nánari upplýsingar má finna á heima- síðu Verslunarráðs, www.verslunarrad.is. Verslunarráð Íslands. TILKYNNINGAR Lokað Söluskrifstofa og lager okkar á Hesthálsi 2—4 verða lokaðar föstudaginn 2. janúar vegna vörutalningar. Í kvöld kl. 19.00 Norsk jólahá- tíð. Allir hjartanlega velkomnir. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bakkagerði, Kaldrananeshreppi. Gerðarþoli Björn Guðjónsson, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík, mánudaginn 5. janúar 2004, kl. 13:00. Bjarnarnes, Kaldrananeshreppi. Gerðarþoli Björn Guðjónsson, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík, mánudaginn 5. janúar 2004, kl. 13:00. Bær, Kaldrananeshreppi. Gerðarþoli Björn Guðjónsson, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík, mánudaginn 5. janúar 2004, kl. 13:00. Vonarholt, Hólmavíkurhreppi. Gerðarþolar Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður G. Sveinsson, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og Búvéla ehf., kl. 13:10. Arnkötludalur, Hólmavíkurhreppi. Gerðarþolar Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður G. Sveinsson, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og Búvéla ehf., kl. 13:10 Sýslumaðurinn á Hólmavík, 29. desember 2003. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.