Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 21 VALDIMAR Benediktsson hefur ver- ið forfallinn bílaáhugamaður frá blautu barnsbeini, er fæddur og upp- alinn á Vopnafirði og vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. ’57 kom hann austur með símaflokki, kynntist konu sinni Eddu Sigfús- dóttur á Egils- stöðum og hefur búið þar síðan. Valdimar stofnaði verktakafyrirtækið Véltækni árið 1970 og var með töluverð umsvif næstu tvo áratugina. Var m.a. með vinnuflokk í fjögur ár í Lagarfoss- virkjun og í framhaldinu í Mjólk- árvirkjun II. Hann byggði 500 fer- metra vélsmiðju á Egilsstöðum í kringum 1978 og hún, ásamt 7.000 fer- metra lóð umhverfis, hefur nú að geyma gamla bíla og aðrar minjar Véltæknisafnsins. Bílarnir standa í löngum röðum umhverfis vélsmiðj- una. Þeim er tegundaraðað að ein- hverju leyti, sumir eru verulega hrumir, aðrir nokkuð vel útlítandi. Innandyra verður vart þverfótað fyrir tækjum og tólum, bátum, svifnökkva, kveikjuprófunarapparati, mót- orhjólum, vindmyllum og úti í glugga trónar hið eilífa Möwe-reiðhjól ásamt gömlum fjarskiptatækjum og fýr- lömpum. Bílasagan í myllurnar Valdimar segist hafa byrjað fyrir alvöru að safna bílum þegar kom fram undir 1990. „Ég byrjaði alltof seint. Það var búið að hreinsa svo vel til víð- ast hvar á Austurlandi þegar ég byrja. Stundum fer hrollur um mig þegar ég hugsa um það sem búið er að grafa á þeim tíma sem ég hef verið að gefa bíl- um auga.“ Valdimar segist reyna að koma í veg fyrir að öll bílasagan verði grafin. „Mér finnst að við megum gjarnan eiga sýnishorn á nokkrum stöðum á landinu af því sem var notað á öldinni sem leið. Auðvitað þarf ekki að varð- veita meira en sýnishorn, en ef við ætlum að fá eitt gott þurfum við að eiga helst ekki minna en þrjú gömul eintök til að ná einu góðu.“ Valdimar segist frétta af bílum hingað og þangað á ferðum sínum. Þá sé áhugamannahópur um varðveislu gamalla bíla duglegur að láta hann vita af eintökum sem hann þá kaupir eða fær að hirða og menn komi jafnvel og gefi honum gamla bíla. „Sá síðasti sem kom var Stranda- maðurinn sterki, Hreinn Halldórsson kúluvarpari,“ segir Valdimar. „Hann kom keyrandi á Volvóinum sínum, svissaði af honum og sagði gjörðu svo vel. Þetta hafa reyndar margir gert og eru dauðfegnir því að bílarnir skuli ekki fara í myllurnar eða ofan í jörð- ina.“ Valdimar segir eigendasögu bílanna oft ekki síður merkilega en ökutækjanna og að hún gefi þeim gildi. Hann nefnir Gísla Jónatansson á Fáskrúðsfirði, bræðurna í Bein- árgerði, þá Gunnar og Óskar Bene- diktssyni, og Jón Ómar Halldórsson Hraundal sem helstu gefendur bif- reiða í safnið. Þrotlaus vinna og fjárútlát Valdimar er alltaf að dytta að bíl- unum en segir það óendanlegt verk. Um leið og búið sé að gera einn upp og hann farinn út á plan byrji sá að gamlast aftur og sagan endurtaki sig. Erlendis séu safnbílar ekki settir út nema dagstund og helst aðeins við há- tíðleg tækifæri. „Raunverulega á eng- inn bíll að standa úti við nema þegar hann er á keyrslu. Það er nú samt ekki lenska hér þó norðarlega sé og rysjótt veður að geyma bíla í upphit- uðum skúrum. Það fer allt mögulegt annað þangað inn; garðsláttuvélar og skíði, útivistarfatnaður og hrífur. Fljótsdalshérað er þó líklega besti staður á Íslandi til að varðveita bíla og járnvörur almennt, það ryðgar mjög mikið minna hér en annars staðar.“ Valdimar segist mundu vilja sjá safnið dafna á þann hátt að bílarnir yrðu gerðir almennilega upp, komið í hús og hafðir þar til sýnis á aðgengi- legan hátt fyrir almenning. Það sé hins vegar ekki á sínu valdi, því slíkt kosti óhemju fjármagn og tíma. „Feðgarnir á Ysta-Felli í Köldu- kinn, þeir Ingólfur og Sverrir, eru frumkvöðlar í að bjarga gömlum bíl- um á Íslandi“ segir Valdimar. „Þeir fengu ofurlítinn ríkisstyrk til að byggja hús yfir verðmætustu bílana og þá sem þegar hafa verið fullgerðir upp, en að öðru leyti er þetta þeirra einkaframtak og hefur kostað þrot- lausa vinnu og peninga. Ingólfur heit- inn og Sverrir hafa verið lærimeist- arar þeirra okkar sem fást við þetta í landinu. Ég er sjálfur í þeim sporum með Véltæknisafnið að sjá ekki fram úr þessu verkefni, en staðreyndin er þó sú að fyrsta skrefið er að bjarga bíl- unum undan eyðingaröflunum og svo koma vonandi einhverjir duglegir og góðir menn og taka við safninu af mér síðar.“ Valdimar tekur fram að Vél- tæknisafnið hafi engra styrkja notið til þessa. „Það er kannski ekki við því að búast að Íslendingar ráði við nema í mjög smáum stíl að gera upp bíla. Það kostar ekki undir 5 til 10 og upp í 20 milljónir að gera upp einn gamlan bíl.“ Amerísku bílarnir bestir Valdimar þvertekur alveg fyrir að eiga sér einhver uppáhaldseintök í bílaflotanum. „Mér þykir nú ekki vænt um þetta sérstaklega, enda bara járnarusl sem tekur oft á sig skemmtilegt form. Ég hef alltaf haft bíladellu og stundum átt góða bíla. Cadillac er kannski topp- urinn. Ég átti einu sinni Rambler Marlyn sportbíl og seinna Ford Thun- derbird. Mig langar auðvitað alltaf til að eignast alvöru amerískan bíl aftur. Þeir eru lítið á boðstólum hér og minn síðasti, sem ég kalla nú alvörubíl, var Ford Thunderbird ’78 árgerð, afmæl- isútgáfa þegar Ford var 75 ára. Það var fullkominn eðalvagn. Ég seldi hann þó vegna þess að ég varð eig- inlega alltaf að vera einn í honum, fjöl- skyldan vildi ekki fara með því það urðu allir bílveikir í honum. Hann var svo mjúkur og stór. En ég sé óend- anlega mikið eftir öllum mínum amer- ísku bílum. Á þó núna tvo sparibíla. Annar varð löggiltur fornbíll á þessu ári, Ford Pickup, árgerð ’78. Hann er aðeins notaður einu sinni á ári, um verslunarmannahelgina í öræfaferð. Það er búið að keyra hann 48 þúsund km á þessum 25 árum. Hinn er AMC Eagle, ’82 árgerð, keyrður 80 þúsund km. Báðir þessir bílar eru nánast eins og nýir.“ Valdimar keyrir núna japanskan jeppa dags daglega og segist skamm- ast sín svolítið fyrir það. Forðist eftirlíkingar „Bílar eru framleiddir í Ameríku, forðist eftirlíkingar! Þar með talið Benz og allt þetta dót. Ég er harður á þessu. Amerískir bílar hafa almenni- lega vél, sem ekki er algengt í Evr- ópubílum, hvað þá japönskum. Þetta eru smámyllur sem hvorki heyrist í né finnst fyrir að séu mótorar. Bílarnir eru þröngir, litlir og ljótir. Það vantar húddið á Benzana, enda hafa þeir ekk- ert við húdd að gera því það er engin vél undir því. Þýsku bílarnir eru að vísu vel reiknaðir tæknilega og hafa vel smíðað boddí og þar verð ég að viðurkenna að þeir skáka Amerík- ananum, því hann er mikið fyrir útlitið og kraftinn. Auðvitað hafa margar þjóðir framleitt frábæra vagna, t.d. Bretar og Fransmenn, sem hafa þó aldrei lifað af, nema kannski Rolls Royce sem er mjög vandaður bíll og lifir jú enn, en það er varla hægt að flokka hann með almenningsbílum.“ Valdimar fer hörðum orðum um það sem hann kallar einnotastefnu bílaiðnaðarins nú á dögum. „Bílarnir eiga að vera vel útlítandi en það hvarflar að manni að ekki sé hugsað mikið um gæði og þaðan af síður um að þægilegt sé að gera við bílinn og reka hann. Viðgerðir í nútímabílum eru orðnar þannig að oft þarf að rífa frá sér í mun lengri tíma en tekur að gera við hlutinn sem er bilaður. Síðan er búið að fylla nýja bíla af óþörfu tölvudrasli sem kemur lítið sem ekk- ert til góða fyrir bíleigandann.“ Finna gamla vini á planinu Töluvert af fólki skoðar Vél- tæknisafnið, einkum að sumarlagi, en aðgangur að því er ókeypis og slagorð safnsins „Skoðið án þess að skemma“. Valdimar segist stundum hitta menn sem verða bergnumdir af einhverjum ákveðnum bíl. Hann nefnir dæmi um mann sem fann á planinu við Véltækni bíl sem hann hafði átt og ekið ríflega þrjátíu árum fyrr. „Auðvitað gaf ég manninum bílinn,“ segir Valdimar kíminn. Hann á nú eitthvað um 20 bíla ósótta hér og hvar á landinu, segist halda ótrauður áfram að bjarga menn- ingarsögulegum verðmætum fortíð- arinnar meðan áhuginn varir og kraft- arnir endast. Verkefnið sýnist óendanlegt og sjálfsagt þarf sérstaka seiglu til. Jeppasagan í hnotskurn: Fremstur er Ford GPW-herjeppi frá 1942, sem kom austur með bandaríska setuliðinu. Keyptur af Sölunefnd setuliðseigna í lok seinni heimsstyrjaldar og einn fyrsti jeppinn á Austurlandi. Valdimar eignaðist hann 1965, seldi og keypti svo aftur 15 árum síðar þegar leit út fyrir að bíllinn færi úr fjórðungum. Jepp- inn er að langmestu leyti upprunalegur og hefur staðið af sér rúmlega sextíu ára útiveru. Neðan við bæjarskrif- stofurnar á Egils- stöðum standa tæp- lega tvö hundruð gamlir bílar sem bjargað hefur verið frá glötun. Steinunn Ásmundsdóttir fór og kannaði Véltæknisafn Valdimars Benedikts- sonar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Valdimar Benediktsson Gamli hópferðabíll- inn á ef til vill eng- an sinn líkan leng- ur í landinu. Hefðbundinn austur-þýskur Trabant trónir ofan á Yfa Hors-vörubíl frá sama landi: Trabantar voru frægastir fyrir að vera með tvígengisvél sem blés úr sér bláum reykjarmekki við allar aðstæður. Háværir bílar og talað um að þeir gætu sagt nafnið sitt í hægagangi. Valdimar segir þetta hvoru tveggja hafa verið fremur vond ökutæki. DKW, vestur-þýskt mótorhjól: Hús- eyjarbóndinn Örn Þorleifsson flutti það inn frá Þýskalandi. Valdimar eignaðist það á sjötta áratugnum, seldi það og keypti aftur tuttugu og fimm árum síðar. Því fylgja strá- heilir kaup- og innflutningspapp- írar. Járnarusl sem tekur oft á sig skemmtileg form steinunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.