Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 25 ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 A EKKERT lát var á tónleikahaldinu á fjórða sunnudegi í aðventu. Kórar og kammerhópar héldu síðustu tón- leikana fyrir þessi jól og hinar ýmsu kirkjur landsins sungu inn jólin með jólasöngvum fyrir fjölskylduna. Það væri í raun fróðlegt að safna saman upplýsingum um fjölda tónlistarvið- burða í kirkjum og utan, fjölda flytj- enda og áheyrenda á þessari aðventu og kæmi sennilega engum sem fylgist með á óvart þótt það yrðu háar tölur sem kæmu út úr þeim rannsóknum. Fiðlukonsertar Bachs Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Kammersveit Reykjavíkur buðu ásamt Daða Kolbeinssyni óbóleikara og Unni Maríu Ingólfsdóttur fiðlu- leikara upp á tónaveislu í Áskirkju og er það enn ein hefðin sem myndast hefur í tónlistarflórunni. Að þessu sinni voru fjórir fiðlukonsertar eftir meistara Bach á boðstólum og ekki aðeins fiðlukonsertar því BWV 1060a er fyrir fiðlu, óbó og hljómsveit. Í fréttatilkynningum kom fram að það væru uppáhaldsfiðlukonsertar Rutar sem hún byði upp á í veislunni. Ekki er vitað með vissu hvenær Bach samdi konsertana en þó telja flestir að þeir séu frá 1717–1723 en þá var hann í Köthen, þetta vitum við þó ekki fyrir víst og þessi greinarstúfur er ekki vettvangur slíkra vangaveltna. Í tónaveislu Kammersveitarinnar var fyrst boðið upp á fyrrnefndan konsert fyrir fiðlu, óbó og hljómsveit í d-moll BWV 1060a í þremur þáttum; Allegro sem var leikið með fallegum samhljómi, Adagio með fallega syngj- andi óbóleik og góðu og fallega út- færðu samtali milli einleiksfiðlunnar og óbósins og glæsilegu Allegro sem var ekki alveg jafn samtaka og fyrri kaflarnir tveir. Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í Es-dúr BWV 1042, einnig í þremur þáttum, var næstur. Í fyrsta þættin- um, Allegro, var samspil hljómsveit- arinnar og Rutar gott. Mjúkt syngj- andi pianissimo einkenndi Adagio-þáttinn og sá þriðji var í góðu tempói og vel leikinn. Konsertinn BWV 1041 í a-moll er einnig þriggja þátta eins og allir hinir. Sá fyrsti sveif lifandi í góðum hraða. Í öðrum söng einleiksfiðlan fallega en einhver óróleiki var yfir flutningnum. Þriðji þátturinn var hins vegar í fín- um hraða og mjög góður. Síðasti konsertinn BWV 1043 í d- moll er fyrir tvær fiðlur og hljómsveit. Vivace-þátturinn var mjög góður og samtaka. Gott samtal var á milli ein- leiksfiðlanna í Largo-þættinum svo og milli einleikara og hljómsveitar. Lokaþátturinn Allegro var góður endir á tónleikunum í hrífandi tempói og sannfærandi í túlkun einleiksfiðl- anna. Leikur hljómsveitarinnar var virki- lega vel mótaður, músíkalskur og samstilltur. Mjög góðar barokk- áherslur, tónninn þéttur og fallegur og yfirleitt gott kontrast milli ein- leiks- og „tutti“-kaflanna. Með gleðiraust og helgum hljóm Ein hefðin í bæjarlífi Hafnarfjarð- ar á aðventunni er jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans enda létu bæj- arbúar sig ekki vanta og fylltu salinn út úr dyrum. En kórinn var ekki einn, kór úr Öldutúnsskóla söng einnig nokkur lög og einnig léku ungir hljóð- færaleikarar með í nokkrum lögum. Eðli skólakóra er hin gífurlega end- urnýjun sem á sér stað á hverju ári. Þegar kórfélagar eru loksins orðnir mjög þjálfaðir og góðir eru þeir neyddir til að yfirgefa hópinn og aðrir reynslulausir og óþjálfaðir fylla skarðið og hringrásin heldur áfram. Það sem hefur einkennt Flensborg- arkórinn undanfarið er gott hlutfall kynjanna og innbyrðis jafnvægi í styrk á milli radda og virðist það ekki ætla að raskast í ár þrátt fyrir hátt hlutfall nýrra félaga. Kórinn söng alls 17 lög og öll utanbókar með alla at- hygli á söngstjóranum sem leiddi hópinn sinn af öryggi í gegnum allar gildrur. Hljómur kórsins er fylltur, þéttur og óþvingaður og mikil söng- gleði er áberandi. Á fyrri hluta efnisskrárinnar hjá kórnum, sem hófst með inngöngu undir þjóðlaginu Með gleðiraust og helgum hljóm, voru að auki sex hefð- bundin jólalög, öll flutt án undirleiks. Þau lög sem stóðu upp úr í þeim flutn- ingi voru Hátíð fer að höndum ein í raddsetningu Jóns Ásgeirssonar og Gaudete úr Piae Cantiones en þar sungu nokkrir kórfélagar einsöngs- strófur og drengirnir mynduðu vel hljómandi karlakór. Lagið Borið er oss barn í nótt var dálítið gróft. Eftir hlé söng kórinn tíu lög sem öll voru í „léttari“ kantinum og voru þau öll vel flutt en upp úr stendur að mati undirritaðs flutningurinn á Skín í rauðar skotthúfur í raddsetningu Skarphéðins Hjartarsonar og Jóla- gjöfinni eftir Hörð Áskelsson. Í lagi Jóns Ásgeirssonar Á jólanótt söng einn kórfélagi, Telma Hlín Helgadótt- ir, einsöng og gerði það vel en kórinn var ekki alveg hreinn. Þeir Kristján Martinsson, Helgi Egilsson og Snorri Páll Jónsson bættust nú í hópinn og léku með á píanó, kontrabassa og trommur í lögunum Meiri snjó og Há- tíð í bæ, bæði í raddsetningu Skarp- héðins Hjartarsonar, og var þessi jólasveifla vel flutt. Að lokum söng kórinn óhefðbundna útgáfu af laginu Skreytum hús með greinum grænum sem vakti kátínu meðal áheyrenda ekki síður en flytjendanna. Hljómur kórsins var dálítið grófur fyrir hlé en mjúkur og yfirleitt mjög góður eftir hlé. Helga Björnsdóttir lék á píanó með kórnum í nokkrum lögum og í al- mennum söng og skilaði sínu með prýði. Kór Öldutúnsskóla söng fimm lög fyrir hlé. Egill virðist vera að þjálfa upp ungar stúlkur sem lögðu sig allar fram við að gera sitt besta. Lögin voru öll í mjög hröðu tempói, náðu aldrei flugi og stúlkurnar fengu aldrei að klára hendingarnar, heldur gripu andann á lofti til að halda áfram. Von- andi er þetta bara eitthvert tilfallandi jólastress sem hverfur með rísandi sól. Fiðlukonsertar og söngur æskufólks Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Áskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Daði Kol- beinsson óbóleikari og Unnur María Ing- ólfsdóttir ásamt Kammersveit Reykjavík- ur. Fluttir konsertar eftir J.S. Bach. Sunnudagurinn 21. desember kl. 17.00. Hásalir í Hafnarfirði KÓRTÓNLEIKAR Kór Flensborgarskólans, stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg. Kór Öldutúns- skóla, stjórnandi Egill Friðleifsson. Hljóð- færaleikarar Helga Björnsdóttir á píanó, Kristján Martinsson á píanó, Helgi Eg- ilsson á kontrabassa og Snorri Páll Jóns- son á trommur. Flutt ýmis jólalög. Sunnu- dagurinn 21. desember kl. 20.00. „KRAKKARNIR hafa mjög góðan smekk, og finna strax hvað er góð tónlist. Þau eru ekkert endilega gefin fyrir léttmetið og finnst það háklassíska það besta,“ segir Mar- teinn H. Friðriksson stjórnandi Kórs Menntaskólans í Reykjavík, um krakkana í kórnum, en í kvöld kl. 20 heldur kórinn tónleika í Kristskirkju. Þetta er áttunda árið sem Marteinn stjórnar kórnum, og segir hann það einstakt að vinna með fólki á þessum aldri. Á liðnum árum hefur kórinn sungið ýmiss konar tónlist: þjóðlög, kirkjutónlist, madrigala, stúdentasöngva og söngleikjatónlist, svo eitthvað sé nefnt. Á tónleikum kórsins í kvöld er hins vegar hefðbundin jólatónlist á dagskrá, tónlist sem Marteinn segir kórinn hafa gaman af að syngja ár eftir ár. „Þetta eru jóla- sálmar í fallegum útsetningum. Við leggjum áherslu á jólastemmn- inguna með því að kveikja á kerta- ljósum, og vonum að fólk hafi ánægju af að koma og hlusta.“ Kór Menntaskólans í Reykjavík er eins og aðrir slíkir kórar í stöð- ugri endurnýjun. Eldri félagar hafa margir hverjir að sögn Marteins ekki viljað hætta, þótt námi þeirra við skólann sé lokið. Því er svo komið að eldri félagar kórsins eru orðnir sérstakur kór, sem verður gestur skólakórsins á tónleikunum; syngur nokkur lög einn, og í lok tónleikanna með skólakórnum. „Það er gaman að sjá hvað þessir krakkar eru áhugasamir áfram, þótt veru þeirra í MR sé lokið. Fyrst og fremst eru þetta þó tónleikar skólakórsins. Endurnýjunin þar er mikil og af 50 söngvurum núna eru 39 nýir. Það er heilmikið mál að koma þessu fólki til manns. En þó þetta sé allt nýtt fyrir þessum krökkum, þá er yndislegt að vinna með þeim, því þau eru svo opin fyr- ir öllu og jákvæð.“ Marteinn segir suma krakkanna hafa verið í tónlistarnámi, og nokkrar stelpnanna hafa sungið í barnakórum. „Það er mjög gott að hafa vant söngfólk með.“ Það gegn- ir hins vegar öðru máli með strák- ana, því fæstir þeirra hafa reynslu af því að syngja með barnakórum, þar eru stelpurnar áhugasamari. „Flestir þeirra eru að syngja í fyrsta sinn í kór þegar þeir koma í Menntaskólann. Þeir koma með óskólaðar raddir, en eru mjög áhugasamir, og það er gaman að sjá framfarirnar hjá þeim.“ Yndislegt að vinna með ungu söngfólki Marteinn H. Friðriksson stjórnar hér Kór Menntaskólans í Reykjavík í fyrra. Sumir eru nú í kór eldri félaga. Þau mistök áttu sér stað að mynd af Rut Ingólfsdóttur birtist í blaðinu í gær með umsögn um tónleika í Langholtskirkju. Myndin átti að sjálfsögðu að fylgja umsögn um tón- leika Kammersveitar Reykjavíkur sem birt er í dag. Er beðist velvirð- ingar á mistökunum. Myndabrengl Rut Ingólfsdóttir var í aðalhlut- verki á tónleikum Kammersveit- arinnar í Áskirkju. Leikhópurinn Fimbulvetur sýnir Ójólaleikritið í menningar- og kaffi- húsinu að Aðalstræti 10 við Ingólfs- torg kl. 21 í kvöld. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.