Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Jim Smart
Íþróttamaður ársins í Hafnarfirði: Ásgeir Örn Hallgrímsson tók hróðugur
við verðlaunabikarnum í íþróttahúsinu við Strandgötu af Lúðvík Geirssyni.
segja Íslands- og bikarmeistaratitla
auk annarra stórtitla í alþjóðlegum
keppnum. Sá hópur er mjög fjöl-
mennur, en alls hafa 420 hafnfirskir
íþróttamenn unnið til Íslandsmeist-
aratitla á árinu í 18 greinum, 6 hóp-
ar hafa unnið bikarmeistaratitla og
36 einstaklingar hafa orðið heims-,
Evrópu- eða Norðurlandameistar-
ar.
Á hátíðinni voru veittir styrkir í
viðurkenningarskyni frá Hafnar-
fjarðarbæ þeim íþróttafélögum sem
unnið hafa Íslands- eða bikarmeist-
aratitil í efstu flokkum á árinu, en
þar var alls um tíu hópa að ræða.
Einnig var á hátíðinni úthlutað
styrkjum til íþróttafélaganna sam-
kvæmt samningi á milli Hafnar-
fjarðarbæjar, Alcan á Íslandi og
Íþróttabandalags Hafnarfjarðar,
vegna 16 ára og yngri með tilliti til
menntunarþáttar þjálfara og nám-
skrárgerðar íþróttafélaganna.
Hafnarfjörður | Ásgeir Örn Hall-
grímsson, handknattleiksmaður í
Haukum, var í gær valinn „íþrótta-
maður Hafnarfjarðar 2003“ á við-
urkenningarhátíð sem haldin var í
Íþróttahúsinu við Strandgötu. Ás-
geir er Íslands- og deildarmeistari
með meistaraflokki karla í Haukum
og einnig Evrópumeistari með ung-
lingalandsliðinu þar sem hann var
fyrirliði og markakóngur og var val-
inn í lið Evrópumótsins 2003. Þykir
hann hafa staðið sig með stökustu
prýði og verið íþrótt sinni til sóma
og mikil fyrirmynd fyrir ungt fólk.
Íþróttamaður Hafnarfjarðar er
nú útnefndur í tuttugasta og fyrsta
skipti, en oftast hafa þeir Úlfar
Jónsson golfmaður og Örn Arnar-
son sundkappi verið kjörnir.
Á hátíðinni voru einnig veittar
viðurkenningar öllum hafnfirskum
íþróttamönnum sem unnið hafa til
meistaratitla á árinu 2003, það er að
Íþróttamaður Hafn-
arfjarðar valinn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Mosfellsbær | Félagar í Björg-
unarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ
ætla í dag að sýna gott fordæmi og
gefa blóð í blóðbíl Blóðbankans sem
mun standa við flugeldasölustað
sveitarinnar við Bæjarleikhús Mos-
fellsbæjar frá klukkan 9.15 til
15.00.
Ingvar Þór Stefánsson, formaður
Kyndils, segir þennan gjörning
gerðan til að fá blóðbílinn á svæðið
og hvetja bæjarbúa og nærsveit-
unga til að koma og standa með
slysavarnasveitunum og öðrum
landsmönnum. „Blóðgjöf er nátt-
úrlega lífgjöf og þetta er nauðsyn-
legur hlutur. Við heyrum allt of oft
af því að það séu takmarkaðar blóð-
birgðir til. Okkar mottó er að við
leggjum blóð, svita og tár í okkar
verkefni, og nú leggjum við fram
okkar blóð bókstaflega.“
Kyndilsmenn skora á Mos-
fellsbæinga og nærsveitamenn að
mæta á staðinn og láta gott af sér
leiða og minna um leið á að flug-
eldasalan stendur undir sjálf-
boðaliðastarfi Björgunarsveit-
arinnar og Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilbúinn í slaginn: Sigurður Hallbjörnsson stóð vaktina í flugeldasölunni í
gær og hyggst gefa af blóði sínu í fyrramálið til styrktar þeim sem þurfa.
Blóðbíllinn í
Mosfellsbæ í dag
Seltjarnarnes | Á gamlárskvöld verð-
ur haldin brenna á Valhúsahæðinni á
vegum Seltjarnarnesbæjar. Safnast
verður saman fyrir gönguna á Lind-
arbraut klukkan hálfníu og síðan farið
í blysför upp á Valhúsahæð þar sem
kveikt verður í brennunni klukkan
níu. Við lok brennunnar klukkan
21.45 verður svo fjöldasöngur og flug-
eldasýning sem Björgunarsveitin Ár-
sæll stýrir auk þess að halda utan um
blysförina upp á Valhúsahæð. Ungir
jafnt sem aldnir eru hvattir til að taka
þátt í gleðinni.
Gamlársbrenna og blysför
ANDRIUS Stelmokas, hand-
knattleiksmaður úr KA, var
kjörinn íþróttamaður Ak-
ureyrar 2003. Kjörinu var
lýst í hófi í gær, en Stelmo-
kas var reyndar ekki við-
staddur þar sem hann býr
sig nú undir Evrópumótið í
Slóveníu í janúar með lands-
liði Litháens.
Stelmokas lék feikilega
vel með KA á árinu, sér-
staklega á síðustu leiktíð og
var einmitt kjörinn besti
leikmaður Íslandsmótsins í
vor.
Annar í kjörinu varð Sig-
urpáll Geir Sveinsson, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Ak-
ureyrar, í því þriðja Sigrún
Benediktsdóttir úr Sund-
félaginu Óðni, Dagný Linda
Kristjánsdóttir úr Skíða-
félagi Akureyrar varð
fjórða og fimmti Arnór
Atlason, handknattleiks-
maður úr KA. Alls fengu 15
íþróttamenn atkvæði.
Allir akureyrskir Íslandsmeistararar voru
heiðraðir í hófinu í gær, en Akureyringar eign-
uðust alls 285 Íslandsmeistara á árinu, í 146
greinum. Þá var öllum félögum sem áttu lands-
liðsmenn á árinu veitt viðurkenning, tilkynnt var
um fjárstyrki til nokkurra félaga og einstaklinga
vegna sérstakra verkefna á árinu.
Þrír hlutu að vanda sérstakar viðurkenningar
fyrir óeigingjörn störf að íþrótta-, æskulýðs- og
félagsmálum, að þessu sinni þeir Jón Ólafur Sig-
fússon úr hestamannafélaginu Létti, Jóhann Möll-
er, sundfélaginu Óðni og Gísli Kristinn Lórenz-
son, sem komið hefur víða við; m.a. setið í
aðalstjórn Þórs og verið formaður stjórnar Andr-
ésar andar leikanna frá upphafi.
Þá var Stefán Arnaldsson handknattleiksdóm-
ari heiðraður sérstaklega vegna frábærrar
frammistöðu, en hann hefur um árabil verið talinn
besti dómari landsins. Stefán dæmdi sem kunnugt
er úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í
Krótaíu á dögunum ásamt Gunnari Viðarssyni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Atli Hilmarsson, faðir Arnórs Atlasonar handknattleiksmanns úr KA sem varð í fimmta sæti í kjörinu, Dagný
Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar sem varð í fjórða sæti, Sigrún Benediktsdóttir úr sundfélaginu Óðni
sem varð í þriðja sæti, Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð annar í kjörinu og Jóhannes
Bjarnason, þjálfari handboltaliðs KA sem tók við viðurkenningu Andreas Stelmokas.
Stelmokas kjörinn
íþróttamaður Akureyrar
Morgunblaðið/Kristján
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glæsileg frammistaða: Stefán Arnaldsson handknattleiks-
dómari fékk sérstaka viðurkenningu frá Íþróttabandalagi
Akureyrar fyrir framúrskarandi árangur á sínu sviði.
Bestur: Andrius Stelmokas, leikmaðurinn frækni í handboltaliði KA, var kjörinn
besti íþróttamaðurinn á Akureyri 2003. Hann skorar hér gegn ÍR.
Beint á Aksjón | Sjónvarpsstöðin
Aksjón á Akureyri sendir út ára-
mótaþáttinn Gaffalbita í beinni út-
sendingu á gamlársdag kl. 15-17 þar
sem leitast verður við að varpa ljósi
á árið 2003 á Akureyri og spá í spilin
fyrir komandi ár.
Í tilkynningu segir að fjöldi góðra
gesta komi í þáttinn, Akureyringar á
förnum vegi verði teknir tali og
hljómsveitin Hvanndalsbræður og
Óskar Pétursson sjái um tónlistar-
atriði.
Umsjónarmenn þáttarins, sem er
viðamesta verkefni sem Aksjón hef-
ur ráðist í, verða Hilda Jana Gísla-
dóttir, Þráinn Brjánsson og Óskar
Þór Halldórsson. Útsendingu
stjórnar Þórarinn Ágústsson.
Eldur í skreytingu | Fremur ró-
legt var að gera hjá Slökkviliði Ak-
ureyrar um jólin, en á jóladag kom
upp eldur í skreytingu í húsi í bæn-
um. Nágranni hafði slökkt eldinn
með slökkvitæki áður en Slökkvilið
Akureyrar kom á staðinn og reyk-
ræsti íbúðina. Óverulegt tjón varð á
íbúðinni.
SJÖFN hf. hefur selt hlutabréf sín í
Grófargili ehf. til Soffíu Ragn-
arsdóttur og Steindórs Sigurðs-
sonar. Soffía er framkvæmdastjóri
Grófargils og Steindór Sigurðsson
hefur starfað um árabil hjá Price
Waterhouse Coopers á Akureyri.
Grófargil er eitt stærsta fyr-
irtækið á íslenskum markaði sem
sérhæft er í útvistun verkferla á
fjármálasviði. Hjá fyrirtækinu
starfa yfir 20 manns. Grófargil er
með starfsemi á Akureyri.
Þjónusta fyrirtækisins felst í
framkvæmd allra verkþátta sem
heyra undir fjármálasvið fyr-
irtækja, þar á meðal bókhaldi, af-
stemmingum, launavinnslu, gerð
skilagreina, bráðabirgða- og árs-
hlutauppgjöri, framsetningu lyk-
ilstærða um fjárhag o.fl.
Grófargil ehf. verður að fullu í
eigu Soffíu og Steindórs og mun
Steindór í framhaldinu koma til
starfa hjá fyrirtækinu. Soffía Ragn-
arsdóttir verður framkvæmdastjóri
Grófargils ehf.
Sjöfn selur
í Grófargili