Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Jim Smart Íþróttamaður ársins í Hafnarfirði: Ásgeir Örn Hallgrímsson tók hróðugur við verðlaunabikarnum í íþróttahúsinu við Strandgötu af Lúðvík Geirssyni. segja Íslands- og bikarmeistaratitla auk annarra stórtitla í alþjóðlegum keppnum. Sá hópur er mjög fjöl- mennur, en alls hafa 420 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeist- aratitla á árinu í 18 greinum, 6 hóp- ar hafa unnið bikarmeistaratitla og 36 einstaklingar hafa orðið heims-, Evrópu- eða Norðurlandameistar- ar. Á hátíðinni voru veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnar- fjarðarbæ þeim íþróttafélögum sem unnið hafa Íslands- eða bikarmeist- aratitil í efstu flokkum á árinu, en þar var alls um tíu hópa að ræða. Einnig var á hátíðinni úthlutað styrkjum til íþróttafélaganna sam- kvæmt samningi á milli Hafnar- fjarðarbæjar, Alcan á Íslandi og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, vegna 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og nám- skrárgerðar íþróttafélaganna. Hafnarfjörður | Ásgeir Örn Hall- grímsson, handknattleiksmaður í Haukum, var í gær valinn „íþrótta- maður Hafnarfjarðar 2003“ á við- urkenningarhátíð sem haldin var í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Ás- geir er Íslands- og deildarmeistari með meistaraflokki karla í Haukum og einnig Evrópumeistari með ung- lingalandsliðinu þar sem hann var fyrirliði og markakóngur og var val- inn í lið Evrópumótsins 2003. Þykir hann hafa staðið sig með stökustu prýði og verið íþrótt sinni til sóma og mikil fyrirmynd fyrir ungt fólk. Íþróttamaður Hafnarfjarðar er nú útnefndur í tuttugasta og fyrsta skipti, en oftast hafa þeir Úlfar Jónsson golfmaður og Örn Arnar- son sundkappi verið kjörnir. Á hátíðinni voru einnig veittar viðurkenningar öllum hafnfirskum íþróttamönnum sem unnið hafa til meistaratitla á árinu 2003, það er að Íþróttamaður Hafn- arfjarðar valinn HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mosfellsbær | Félagar í Björg- unarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ ætla í dag að sýna gott fordæmi og gefa blóð í blóðbíl Blóðbankans sem mun standa við flugeldasölustað sveitarinnar við Bæjarleikhús Mos- fellsbæjar frá klukkan 9.15 til 15.00. Ingvar Þór Stefánsson, formaður Kyndils, segir þennan gjörning gerðan til að fá blóðbílinn á svæðið og hvetja bæjarbúa og nærsveit- unga til að koma og standa með slysavarnasveitunum og öðrum landsmönnum. „Blóðgjöf er nátt- úrlega lífgjöf og þetta er nauðsyn- legur hlutur. Við heyrum allt of oft af því að það séu takmarkaðar blóð- birgðir til. Okkar mottó er að við leggjum blóð, svita og tár í okkar verkefni, og nú leggjum við fram okkar blóð bókstaflega.“ Kyndilsmenn skora á Mos- fellsbæinga og nærsveitamenn að mæta á staðinn og láta gott af sér leiða og minna um leið á að flug- eldasalan stendur undir sjálf- boðaliðastarfi Björgunarsveit- arinnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilbúinn í slaginn: Sigurður Hallbjörnsson stóð vaktina í flugeldasölunni í gær og hyggst gefa af blóði sínu í fyrramálið til styrktar þeim sem þurfa. Blóðbíllinn í Mosfellsbæ í dag Seltjarnarnes | Á gamlárskvöld verð- ur haldin brenna á Valhúsahæðinni á vegum Seltjarnarnesbæjar. Safnast verður saman fyrir gönguna á Lind- arbraut klukkan hálfníu og síðan farið í blysför upp á Valhúsahæð þar sem kveikt verður í brennunni klukkan níu. Við lok brennunnar klukkan 21.45 verður svo fjöldasöngur og flug- eldasýning sem Björgunarsveitin Ár- sæll stýrir auk þess að halda utan um blysförina upp á Valhúsahæð. Ungir jafnt sem aldnir eru hvattir til að taka þátt í gleðinni. Gamlársbrenna og blysför ANDRIUS Stelmokas, hand- knattleiksmaður úr KA, var kjörinn íþróttamaður Ak- ureyrar 2003. Kjörinu var lýst í hófi í gær, en Stelmo- kas var reyndar ekki við- staddur þar sem hann býr sig nú undir Evrópumótið í Slóveníu í janúar með lands- liði Litháens. Stelmokas lék feikilega vel með KA á árinu, sér- staklega á síðustu leiktíð og var einmitt kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í vor. Annar í kjörinu varð Sig- urpáll Geir Sveinsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Ak- ureyrar, í því þriðja Sigrún Benediktsdóttir úr Sund- félaginu Óðni, Dagný Linda Kristjánsdóttir úr Skíða- félagi Akureyrar varð fjórða og fimmti Arnór Atlason, handknattleiks- maður úr KA. Alls fengu 15 íþróttamenn atkvæði. Allir akureyrskir Íslandsmeistararar voru heiðraðir í hófinu í gær, en Akureyringar eign- uðust alls 285 Íslandsmeistara á árinu, í 146 greinum. Þá var öllum félögum sem áttu lands- liðsmenn á árinu veitt viðurkenning, tilkynnt var um fjárstyrki til nokkurra félaga og einstaklinga vegna sérstakra verkefna á árinu. Þrír hlutu að vanda sérstakar viðurkenningar fyrir óeigingjörn störf að íþrótta-, æskulýðs- og félagsmálum, að þessu sinni þeir Jón Ólafur Sig- fússon úr hestamannafélaginu Létti, Jóhann Möll- er, sundfélaginu Óðni og Gísli Kristinn Lórenz- son, sem komið hefur víða við; m.a. setið í aðalstjórn Þórs og verið formaður stjórnar Andr- ésar andar leikanna frá upphafi. Þá var Stefán Arnaldsson handknattleiksdóm- ari heiðraður sérstaklega vegna frábærrar frammistöðu, en hann hefur um árabil verið talinn besti dómari landsins. Stefán dæmdi sem kunnugt er úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í Krótaíu á dögunum ásamt Gunnari Viðarssyni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Atli Hilmarsson, faðir Arnórs Atlasonar handknattleiksmanns úr KA sem varð í fimmta sæti í kjörinu, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar sem varð í fjórða sæti, Sigrún Benediktsdóttir úr sundfélaginu Óðni sem varð í þriðja sæti, Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð annar í kjörinu og Jóhannes Bjarnason, þjálfari handboltaliðs KA sem tók við viðurkenningu Andreas Stelmokas. Stelmokas kjörinn íþróttamaður Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsileg frammistaða: Stefán Arnaldsson handknattleiks- dómari fékk sérstaka viðurkenningu frá Íþróttabandalagi Akureyrar fyrir framúrskarandi árangur á sínu sviði. Bestur: Andrius Stelmokas, leikmaðurinn frækni í handboltaliði KA, var kjörinn besti íþróttamaðurinn á Akureyri 2003. Hann skorar hér gegn ÍR. Beint á Aksjón | Sjónvarpsstöðin Aksjón á Akureyri sendir út ára- mótaþáttinn Gaffalbita í beinni út- sendingu á gamlársdag kl. 15-17 þar sem leitast verður við að varpa ljósi á árið 2003 á Akureyri og spá í spilin fyrir komandi ár. Í tilkynningu segir að fjöldi góðra gesta komi í þáttinn, Akureyringar á förnum vegi verði teknir tali og hljómsveitin Hvanndalsbræður og Óskar Pétursson sjái um tónlistar- atriði. Umsjónarmenn þáttarins, sem er viðamesta verkefni sem Aksjón hef- ur ráðist í, verða Hilda Jana Gísla- dóttir, Þráinn Brjánsson og Óskar Þór Halldórsson. Útsendingu stjórnar Þórarinn Ágústsson.    Eldur í skreytingu | Fremur ró- legt var að gera hjá Slökkviliði Ak- ureyrar um jólin, en á jóladag kom upp eldur í skreytingu í húsi í bæn- um. Nágranni hafði slökkt eldinn með slökkvitæki áður en Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn og reyk- ræsti íbúðina. Óverulegt tjón varð á íbúðinni. SJÖFN hf. hefur selt hlutabréf sín í Grófargili ehf. til Soffíu Ragn- arsdóttur og Steindórs Sigurðs- sonar. Soffía er framkvæmdastjóri Grófargils og Steindór Sigurðsson hefur starfað um árabil hjá Price Waterhouse Coopers á Akureyri. Grófargil er eitt stærsta fyr- irtækið á íslenskum markaði sem sérhæft er í útvistun verkferla á fjármálasviði. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 20 manns. Grófargil er með starfsemi á Akureyri. Þjónusta fyrirtækisins felst í framkvæmd allra verkþátta sem heyra undir fjármálasvið fyr- irtækja, þar á meðal bókhaldi, af- stemmingum, launavinnslu, gerð skilagreina, bráðabirgða- og árs- hlutauppgjöri, framsetningu lyk- ilstærða um fjárhag o.fl. Grófargil ehf. verður að fullu í eigu Soffíu og Steindórs og mun Steindór í framhaldinu koma til starfa hjá fyrirtækinu. Soffía Ragn- arsdóttir verður framkvæmdastjóri Grófargils ehf.    Sjöfn selur í Grófargili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.