Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 11.30 Sýnd kl. 12. Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 14. Pow er- sýni ng kl. 11 og12 ámið nætt i Sýnd kl. 12, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 10 og powersýningar kl. 11 og 12 á miðnætti  Kvikmyndir.com „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.comkl. 12, 4, 8 og 12 á miðnætti EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ Yfir 30.000 gestir á 3 dögum! Sýnd kl. 2. Með ísl. tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og kraftsýning kl. 12.  Kvikmyndir.com KRAFT SÝNIN G KL. 12 Will Ferrell  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ Yfir 30.000 gestir á 3 dögum! ÞÓ AÐ hugsanlega kannist fáir við raftónlistartvíeykið Einóma þarf ekki annað en að slá nafnið inn í Google til að sjá að það er vel þekkt utan landsteinanna. Það sem meira er; ef menn fara síðan að lesa síðurnar sem koma upp rekast þeir býsna oft á mjög jákvæða dóma um plötuna Undir feilnót- um, sem kom út á síðasta ári, og svo nýja plötu þeirra félaga, Milli tónverka, sem kemur út um þessar mund- ir. Unnið í flæðinu Einóma, sem er skipað þeim Steindóri Kristins- syni og Bjarna Þór Gunn- arssyni, gefur út tónlist sína á vegum þess virta raftónlistarfyrirtækis Vertical Form, en sú útgáfa kom þannig til að kunningi þeirra Bjarna og Steindórs, tónlist- armaðurinn Darrell Fitton, sem kallar sig Bola, var hér á ferð og fékk þá að gjöf prufuupptökur. Er Bola spilaði síðan prufudiskinn fyrir vin sinn sem er plötuútgefandi hreifst sá síðarnefndi svo að hann setti sig í samband við þá Einóma-pilta og vildi fá að gefa út með þeim smáskífu með einu laganna af prufunni. „Við vorum til í það,“ segir Bjarni, „en hann bað okkur um eitt nýtt lag til viðbótar. Þegar við svo sendum honum þrjú ný lög og buðum honum að velja úr vildi hann endilega gefa þau öll út, þeir bættu við fleiri lögum af prufunni og þar var Undir feil- nótum komin og við komnir með plötusamning.“ Bjarni segir það ekki hafa nein eiginleg áhrif á þá félaga að komast á samning. Þeir hafa úr eitthvað meiru að spila, sem hann segir að séu í raun smáaurar, en þeir vinna tónlistina á líkan hátt og áður. Hvað Milli tónverka varðar þá var vinnan við sjálfa plötuna reyndar nokkuð frá- brugðin því þegar tónlistin á Undir feilnótum varð til, platan er unnin á mun lengri tíma. „Við unnum að Milli tónverka frá í febrúar 2002 þar til við skiluðum plötunni í sumar. Það tók okkur mun lengri tíma en áður vegna þess að við vild- um leggja meiri rækt við hljóðin, finna okkar hljóm og líka tók það okkur langan tíma að vinna í flæðinu á plötunni, taktflæðinu. Það er svo mikið af smáatriðum í þessu taktflæði að það var mun seinlegra að vinna það en það sem við gerðum áður. Við vildum að tónlistin hljóm- aði vel eins og á Undir feilnótum en nú án þess að á plötunni væri nokkuð sem menn hefðu heyrt áður. Á síðustu plötu mátti kannski heyra sumstaðar undir hvaða áhrifum við vorum.“ Jákvæðir dómar Ýmsir hafa haft orð á því að platan nýja væri ákveðnari og stefnan skýrari og Bjarni tekur undir það, segir að þeir séu nú að koma frá sér nákvæmlega því sem þeir vildu, það hafi bara kostað svo mikla vinnu. Erlendir dómar um plötuna nýju hafa verið jákvæðir upp til hópa og Bjarni segist lesa þá ef hann kemst í þá þó að hann reyni vitanlega að láta þá ekki hafa áhrif á sig. „Það er þó alltaf gaman að upplifa það að menn kunni að meta það sem maður er að gera, ekki síst þegar við höfum lagt eins mikla vinnu í verkið og raun ber vitni.“ Næst á dagskrá Einóma er að setja saman smáskífu til að fylgja stóru plötunni eftir en vinna við það hefur beðið í haust þar sem Stein- dór hefur dvalið erlendis. Stefnt er að því að gefa út smáskífuna næsta vor og þá með ein- hverjum nýjum lögum en svo stendur líka til að fá einhverja til að endurvinna lög af plötunni, spáð verður í það á næstu vikum. Ekkert er ljóst með tónleika ytra en skýrist væntanlega þegar líða tekur á næsta ár. Því er svo við þetta að bæta að plata Einóma, Milli tónverka, fæst í 12 tónum á Skólavörðu- stíg. Milli tónverka Einóma Bjarni Þór Gunnarsson og Steindór Kristinsson, liðsmenn Einóma ÞRÖSTUR Leó Gunnarsson stendur einn á sviðinu í 110 mínútur og lætur dæluna ganga um allt sem viðkemur karlmennskunni og samskiptum kynjanna í gamanleiknum Bless fress sem leikfélagið 3 Sagas Entertainment frumsýndi á laugardag í Loftkastalanum. Í gamanleiknum leikur Þröstur Leó Þröst, eða Dösta, ráðlausan karlmann sem þarf að komast að því hvers vegna konan yfirgaf hann fyrir tveimur vikum. Eina sem hann veit er að það hefur eitthvað með köttinn hennar að gera. Þannig svipar stykkinu svolítið til Hellisbú- ans sem sýndur var fyrir fullu húsi oftar en flest annað í sögu íslensks leikhúss en leik- stjóri verkanna er einmitt sá sami, Sigurður Sigurjónsson leikari og stofnhluthafi í Spaug- stofunni. Höfundurinn er Robert Dubac en Hallgrímur Helgason hefur þýtt og staðfært grínið. Þröstur Leó fór hamförum á frumsýning- unni, framkallaði ófá hlátrasköllin og fékk mikið lófatak fyrir í lok sýningar ásamt öðr- um aðstandendum. Næstu sýningar á Bless fress eru laug- ardaginn 3. janúar og sunnudaginn 11. jan- úar. Bless fress frumsýnt í Loftkastalanum Morgunblaðið/Eggert Fjölskylda og vinir aðstandenda gamanleiksins Bless fress, mættu að sjálfsögðu á frumsýn- inguna í Loftkastalanum á laugardag: Reimar Pétursson, Björg Vigfúsdóttir, Vigfús Þór Árnason, Þórunn Vigfúsdóttir, Sif Gröndal, Bjarni Haukur Þórsson og Hrefna Ólafsdóttir. Karlmennska og kötturinn Morgunblaðið/Eggert Karlmennirnir á bak við Bless fress: Hall- grímur Helgason, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leo Gunnarsson og Úlfur Grönvöld. Morgunblaðið/Eggert Liðlega helmingur frumsýningargesta er karlmenn, þeirra meðal Árni Þór og Erpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.