Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Lómur kemur í dag. Green Igloo og Thruster fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Merike og Brúarfoss komu í gær Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 16–18. sími. 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postu- línsmálun. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Rúta fer frá Aflagranda kl.13.15 í Grafarvogs- kirkju í dag Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurð- ur, postulín, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið Hraun- sel verður opnað aftur mánud. 5. janúar 2004 með hefðbundinni dag- skrá. Áramóta- dansleikur í Hraunseli, Flatahrauni 3 Hafn- arfirði. Í dag 30. des. kl. 20.30. Happdrætti og Ásadans. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Opið frá 9– 16.30 m.a. spilasalur eftir hádegi, heitt á könnunni, allir vel- komnir. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, línu- dans og hárgreiðsla. kl. 15 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá 9- 17. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9– 16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fóta- aðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- og föstudaga. Norðurbrún 1. Fé- lagsstarfið tekur aftur til starfa 5. janúar. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13–16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Allt all- mennt félagsstarf tekur til starfa 5. jan- úar, matstofan er opin alla daga kl. 11–12.30. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, almennt fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Minningarkort Minningarkort Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar fást á skrif- stofu félagsins í Skógarhlíð 14, Reykja- vík. Hægt er að hringja inn og panta minningarkort í s. 570 5900 á milli kl. 9 - 17 á virka daga eða á heimasíðu félagsins www.landsbjorg.is. Allur ágóði af sölu minningarkorta renn- ur til styrktar björg- unar- og slysavarna- starfi félagsins. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555 0383 eða 899 1161. Í dag er þriðjudagur 30. desem- ber, 364. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl.. 27, 1.)     Ágúst Ólafur Ágústs-son, sem kjörinn var á þing fyrir Samfylkinguna sl. vor, rekur á heimasíðu sinni ýmsa pólitíska við- burði haustsins.     Ágúst segir ýmislegthafa komið á óvart á haustþinginu í ljósi áherslna og ummæla í kosningabaráttunni í vor. „Kosningabaráttan sner- ist meira og minna um skattalækkanir. Raunin varð hins vegar að minna varð um skattalækkanir og meira um skattahækk- anir. Einn flokkur bauð betur en aðrir í barátt- unni um atkvæðin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði sína fjórðu rík- isstjórn hugsuðu eflaust margir kjósendur sér gott til glóðarinnar. En annað kom á daginn. Ekki ein einasta tillaga um skatta- lækkun kom frá rík- isstjórninni í allt haust. Meira að segja var til- kynnt sérstaklega að eng- ar skattalækkanir yrðu næstu tvö árin. Eina skattalækkunarfrumvarp haustsins kom frá þing- mönnum Samfylking- arinnar en það hljóðaði upp á helmingslækkun matarskatts. Og það var fellt. Í stað þess að lækka skatta ákvað ríkisstjórnin að hækka skatta. Bensín- gjaldið var hækkað um 600 milljónir, þunga- skattur var hækkaður um 400 milljónir og sérstakur tekjuskattur á millitekjur í landinu var lagður á sem skilar 1,4 milljörðum. Til að kóróna þetta voru síð- an vaxtabætur skertar um 600 milljónir með vafasömum hætti. En var einhver fyrirvari um skattalækkanir í kosningabaráttunni? Var einhvern tíma sagt, af þeim sem öllu lofaði, að fyrst þyrfti að hækka skatta á launafólki og svo að bíða í tvö ár þar til ein- hver skattalækkun gæti skilað sér?“     Ágúst heldur áfram:„Dýraríkið átti vita- skuld sína fulltrúa á þingi í haust og voru lax og rjúpa í brennidepli fram- an af haustinu. […] Síðan var rifist lítillega um hvort manneskjan gæti verið til sölu en þeirri grundvallarumræðu verður haldið áfram á vorþingi. En eitt ein- kennilegasta mál hausts- ins er þó línuívilnunar- frumvarp ríkisstjórnar- innar. Það dúkkaði allt í einu upp, viku fyrir jólafrí, þegar einn Vest- firðingurinn á þingi var orðinn leiður á hangsinu í ráðherra. Allt var sett í gang upp í sjávarútvegs- ráðuneyti og frumvarpi ríkisstjórnarinnar um línuívilnun var skellt á borðið. Síðan kom á dag- inn að frumvarpið var þess eðlis að enginn var ánægður með það, ekki einu sinni smábáta- eigendurnir sem vildu það upphaflega.“     Það er ekki ofsögumsagt að hið pólitíska haust hefur verið nýliða á þingi mjög fróðlegt,“ seg- ir Ágúst að lokum. STAKSTEINAR Skrýtin pólitík Víkverji skrifar... Það verða engin jól,“ sagði kunn-ingi Víkverja, sem alltaf hefur haft rjúpur í matinn á aðfangadags- kvöld, nokkrum dögum fyrir jól. Kunninginn þekkti ekki jól án rjúpna og var bara alls ekki viss um að jólaskapið myndi skila sér ef eitt- hvað annað yrði í matinn. Hann lét sig samt hafa það, frekar en ekki neitt, að elda hamborgarhrygg eftir uppskrift úr jólamatarblaði Morg- unblaðsins. Annan jóladag hitti Vík- verji svo kunningjann, sem ljómaði eins og rísandi skammdegissól og lýsti því yfir að hann væri búinn að finna jólagleðina á ný. Hamborg- arhryggurinn hefði ekki aðeins verið jafnjólalegur og rjúpurnar; mat- argestir hefðu allir fengið sér tvisv- ar eða þrisvar af honum. Jól án rjúpna reyndust þannig raunhæfur kostur – enda byggist jólaskapið vonandi ekki bara á því sem nærir líkamann, heldur líka á næringu andans. x x x Víkverja sýnist að hamborg-arhryggurinn sé mun ódýrari kostur en rjúpurnar, bæði fyrir neytandann og samfélagið í heild. Kílóið kostar minna, ekki þarf að eyða orku og tíma í að elta svínin upp um heiðar og fjöll og ekki þarf heldur að ræsa út björgunarsveitir til að leita að týndum svínahirðum. x x x Á aðventunni hefur mörgum of-boðið hvað föndurvörur og efni til jólaskreytinga er fáránlega dýrt á Íslandi og gerði Víkverji þetta að umtalsefni á dögunum. Honum hef- ur nú borizt bréf frá Sigurði Ómari Ásgrímssyni, framkvæmdastjóri Leika Ísland ehf., þar sem boðuð er betri tíð í þessum efnum. x x x Sigurður segir fyrirtækið hafabyrjað starfsemi í ágúst. Enn hafi ekki verið opnuð verslun á Ís- landi en það standi til bóta. Víkverji nefndi í pistli sínum að hann hefði þurft að borga 700 krónur fyrir 200 gramma túpu af akrýlmálningu. Sig- urður segir að Leika muni bjóða þessa vöru á 469 krónur og nefnir jafnframt sem dæmi að 20.000 perl- ur í fötu muni kosta 1.499 krónur. Sigurður bendir á að t.d. leik- skólar og skólar láti hafa sig í að kaupa föndurvörur á okurverði. „En það verður að huga að sem hag- kvæmustum innkaupum fyrir stofn- anir okkar því hér er um skattak- rónur okkar að ræða og þeim verður að verja af skynsemi,“ skrifar Sig- urður. x x x Víkverji er auðvitað hæstánægðuref það gengur eftir að inn á markaðinn kemur fyrirtæki, sem vill lækka verðið á föndurvörum. Þar er lítil samkeppni og, eins og Víkverji hefur bent á, fráleitlega há álagning. Morgunblaðið/Kristinn Hamborgarhryggur getur vel kom- ið fólki í raunverulegt jólaskap. Hvar eru börnin þín í kvöld? ÉG er íbúi á Holtinu í Hafnarfirði og hef síðustu daga orðið áþreifanlega vör við að áramótin nálg- ast. Eins og undanfarin ár hafa unglingar í hverfinu verið að hrella íbúana með öflugum kínverja- sprengingum svo að allt nötrar og svefnfriður raskast. Og það sem verra er þá eru póstkassar sprengdir upp þar sem þau komast inn í fjölbýlishús. Er þetta orðinn árlegur viðburður með tilheyrandi óþægind- um og kostnaði. Þar sem ég horfði á eft- ir 3 unglingspiltum á að giska 14–16 ára hlaupa af vettvangi klukkan að ganga tvö aðfaranótt sl. sunnudags varð mér hugsað til þess hvort for- eldrar þessara drengja hefðu hugmynd um að drengirnir þeirra séu að valda skemmdarverkum að næturlagi í hverfinu þeirra. Eða er foreldrum unglinga í dag alveg sama um hvað börnin þeirra að- hafast og leyfa þeim jafn- vel að ganga lausum á næturnar? Ég bara spyr. Ég hef sjálf alið upp 4 börn og tel mig ávallt hafa vitað hvar börnin mín eru á nóttunni og skil ekki svona uppeldi. Því skora ég á foreldra í hverfinu að athuga hvað börnin þeirra eru að gera í kvöld og nótt svo við hin fáum kannski svefnfrið eins og eina nótt fyrir áramótin. Helga. Idol keppnin ÉG er ein af þeim sem hafa verið að horfa á Idol- keppnina og það er mitt álit að dómararnir séu búnir að ákveða hverjir eiga að vinna. Þeir geta haft ótrúleg áhrif á hvaða keppanda landsmenn kjósa með athugasemdum sínum. Það er t.d. greini- legt að Anna Katrín á að sigra. Að mínu áliti var Helgi Rafn ekki síðri en hann féll úr keppni síðast. Óánægð. Dýrahald Perla er týnd PERLA, vinaleg ársgöm- ul Border Collie tík, tap- aðist frá hesthúsahverfinu í Kópavogi, 22. desember. Hún er ómerkt, með svarta hálsól og er svört með mjóa blesu, hvíta bringu og hvítan hægri framfót. Upplýsingar í s. 692 5666. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Garðastræti, enn á sumardekkjunum. LÁRÉTT 11 rugludallar, 8 býr til, 9 hnugginn, 10 flani, 11 magran, 13 nálægur, 15 nötraði, 18 reyksúlu, 21 fugl, 22 dána, 23 óskar, 24 barninu. LÓÐRÉTT 2 snákur, 3 kaupið, 4 snú- in, 5 tré, 6 guðir, 7 um- kringi, 12 máttur, 14 kyn, 15 kryddvara, 16 end- urtekið, 17 ferðalag án markmiðs, 18 lítillægja, 19 hlupu, 20 hreyfing- arlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Larétt: 1 mjöls, 4 þolir, 7 lemur, 8 ólyst, 9 ger, 11 rúmt, 13 fita, 14 óraga, 15 fimm, 17 tagl, 20 stó, 22 geipa, 23 talar, 24 nóana, 25 aurar. Lóðrétt: 1 mýlir, 2 örmum, 3 sorg, 4 þjór, 5 leyni, 6 rotna, 10 efast, 12 tóm, 13 fat, 15 fegin, 16 meina, 18 aflar, 19 lærir, 20 saka, 21 ótta. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.