Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Ísland - Catawba 99:73 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, sunnudaginn 28. desember 2003. Stig Íslands: Friðrik Stefánsson 21, Bren- ton Birmingham 18, I. Magni Hafsteinsson 13, Gunnar Einarsson 11, Pálmi Sigur- geirsson 9, Skarphéðinn Ingason 8, Jón N. Hafsteinsson 8, Páll A. Vilbergsson 8, Lár- us Jónsson 3. Stig Catawba: Jolly Manning 20, Andy Thomson 14, Helgi Magnússon 11, Chris Wooldridge 10, Marcus Reddick 6, Brian Graves 5, Duke Phipps 3, Timo Verwimp 2, Ahmad Murphy 2. Ísland - Catawba 82:61 Þorlákshöfn: Stig Íslands: Fannar Ólafsson 18, Eiríkur Önundarson 15, Páll Kristinsson 13, Guð- mundur Jónsson 10, Axel Kárason 6, Magnús Þ. Gunnarsson 6, Ómar Örn Sæv- arsson 5, Egill Jónasson 5, Sævar Haralds- son 4. Stig Carawba: Helgi Magnússon 12, Jolly Manning 12, Chris Wooldridge 12, Brian Graves 9, Timo Verwimp 4, Duke Phipps 4, Marcus Reddick 3, Brian Frasier 3, Ahmad Murphy 2. NBA-deildin: Leikir í fyrrinótt: LA Lakers - Boston ............................105:82 Sacramento - Utah ................................98:89 Cleveland - Portland .............................86:74 San Antonio - Milwaukee......................89:74 LA Clippers - Toronto ..........................88:94 Phoenix - Philadelphia ........................100:92 Denver - Golden State ........................103:79 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Southampton - Arsenal ........................... 0:1 Robert Pires 35. - 32.151. Staðan: Man. Utd 19 15 1 3 38:13 46 Arsenal 19 13 6 0 35:12 45 Chelsea 19 13 3 3 36:16 42 Charlton 19 8 6 5 27:22 30 Fulham 19 8 4 7 30:26 28 Liverpool 18 7 5 6 28:21 26 Newcastle 19 6 8 5 26:22 26 Southampton 19 7 5 7 18:15 26 Birmingham 18 7 5 6 16:20 26 Aston Villa 19 6 6 7 19:23 24 Everton 19 6 5 8 23:25 23 Bolton 19 5 8 6 20:28 23 Man. City 19 5 6 8 27:27 21 Blackburn 19 6 3 10 26:29 21 Middlesbro 18 5 6 7 14:18 21 Portsmouth 19 5 4 10 20:28 19 Leicester 19 4 6 9 28:31 18 Tottenham 19 5 3 11 19:29 18 Leeds 19 4 5 10 18:40 17 Wolves 18 3 5 10 16:39 14 Markahæstir: 15 Alan Shearer (Newcastle). 13 Ruud van Nistelrooy (Man. Utd.). 12 Thierry Henry (Arsenal), Louis Saha (Fulham). 9 Nicolas Anelka (Man. City). 8 James Beattie (Southampton), Michael Owen (Liverpool), Juan Pablo Angel (Aston Villa), Mikael Forssell (Birming- ham). 7 Freddie Kanoute (Tottenham), Les Ferd- inand (Leicester), Hernan Crespo (Chelsea), Robert Pires (Arsenal). HANDKNATTLEIKUR Þýskaland HSV Hamburg - Eisenach................... 33:26 Staðan: Flensburg 18 15 2 1 584:469 32 Magdeburg 18 14 1 3 548:464 29 Lemgo 18 13 2 3 592:503 28 Hamburg 19 14 0 5 538:483 28 Kiel 18 12 2 4 558:486 26 Gummersb. 18 11 1 6 501:465 23 Essen 18 10 2 6 496:448 22 Wallau 18 9 2 7 562:547 20 Nordhorn 18 8 2 8 536:520 18 Wetzlar 18 8 1 9 448:491 17 Großwallst. 18 6 4 8 432:469 16 Stralsunder 18 6 0 12 400:496 12 Wilhelmshav. 18 4 2 12 467:501 10 Göppingen 18 5 0 13 461:505 10 Minden 18 5 0 13 469:537 10 Kr-Östringen 18 4 1 13 469:523 9 Eisenach 19 4 1 14 494:580 9 Pfullingen 18 3 1 14 472:540 7 BORÐTENNIS Sjötta stigamót ársins hjá Borðtennissam- bandi Íslands fór fram á sunnudaginn í íþróttahúsi TBR í Reykjavík. Keppt var í einliðaleik í opnum flokki karla og kvenna. Í opnum flokki karla sigraði Markús H. Árnason, Víkingi, en hann lagði Matthías Stephensen, Víkingi, í úrslitum í þremur lotum, 11:8, 11:7 og 11:9. Í undanúrslitum átti Markús í höggi við Sigurð Jónsson, Víkingi, og vann Markús þá viðureign í þremur lotum. Íslandsmeist- arinn Halldóra S. Ólafs úr liði Víkings sigr- aði í opnum flokki kvenna. Halldóra sigraði Kristínu Ástu Hjálmarsdóttur úr KR, í úr- slitum með þremur lotum gegn tveimur, 11:6, 7:11, 7:11. 11:8 og 11:7. Í undanúrslitum lék Halldóra gegn Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR og hafði betur með þremur lotum gegn einni, 11:1, 9:11, 11:6 og 11:4. FLEST bendir til þess að knatt- spyrnumaðurinn Þorvaldur Makan Sig- björnsson leiki með Fram á næstu leik- tíð en fyrirliði KA-liðsins undanfarin fjögur ár hefur verið í viðræðum við Safamýrarliðið. „Eins og staðan er í dag þá líklegast að ég skipti yfir í Fram. Ég hef ekki verið að ræða við nein önnur lið en Fram upp á síðkastið en ég ætla að taka endanlega ákvörðun einhvern næstu daga,“ sagði Þorvaldur Makan við Morgunblaðið í gær. Þorvaldur er 29 ára gamall miðju- maður. Hann hóf meistaraflokksferil sinn hjá KA 1992 og hefur leikið með því að undanskildu árinu 1997 þegar hann spilaði með Leiftri á Ólafsfirði og þá var hann í eitt og hálft ár á mála hjá Öster í Svíþjóð en sneri aftur til KA 1999. Þorvaldur á leið til Framara CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, gefur lítið fyrir fréttir spænskra fjölmiðla um að Ianki Saez landsliðsþjálfari Spánverja taki við stjórninni á Stamford Bridge innan tíðar eða fréttir enskra götu- blaða að Sven Göran Eriksson landsliðseinvaldur Englendinga og Steve McLaren leysi hann af hólmi. „Ég er orðinn vanur að heyra slíkar fréttir. Þegar við vinnum leiki þá er sagt sigur herra Abramovich en þegar við töpuðum þá er gjarnan sagt, Ranieri tapaði. Kannski vill spænska pressan fá mig aftur til starfa á Spáni en ég hef lagt hart að mér við mitt starf hjá Chelsea og ætla að halda því áfram,“ sagði Ranieri við enska fjölmiðla í gær en Ítalinn var við stjórnvölinn hjá Atletico Madrid á Spáni áður en hann tók við stjórninni hjá Chelsea. „Við erum enn í harðri baráttu við Manchester United og Arsenal um titilinn þrátt fyrir að við höf- um aðeins misst dampinn. Sigurinn á Portsmouth var kærkominn og nú ætlum við að halda áfram á sömu braut og halda í við keppinauta okkar á lokasprett- inum, sem er að hefjast,“ segir Ranieri. Ranieri er ekki á förum frá Chelsea Claudio Ranieri Arsenal hafði umtalsverða yfir-burði megnið af leiknum en heimamenn ógnuðu aðeins á upp- hafskafla leiksins og síðustu 10 mín- úturnar. Henry og Dennis Berg- kamp voru báðir nálægt því að skora áður en Pires gerði markið eftir snögga sókn og sendingu innfyrir vörnina frá Henry. Góð markvarsla hjá Antti Niemi, finnska markverð- inum hjá Southampton, kom í veg fyrir fleiri mörk Lundúnaliðsins. Umdeilt atvik átti sér stað um leið og flautað hafði verið til leiksloka. Jens Lehmann, markvörður Arsen- al, kastaði þá boltanum í Kevin Phill- ips en Steve Dunn dómari ákvað að láta kyrrt liggja. Þeir Lehmann og Phillips höfðu eldað grátt silfur sam- an fyrr í leiknum en þá traðkaði Phillips á fæti Lehmanns, án þess að Dunn sæi til, áður en hornspyrna var tekin að marki Arsenal. „Með svona nauma forystu allan tímann vorum við aldrei öruggir með sigurinn. Við réðum hinsvegar ferð- inni og vorum ávallt hættulegir. Sig- urinn var mjög svo verðskuldaður og þetta var vel að verki staðið. Við viss- um að á einhverjum kafla leiksins myndi heimaliðið gera harða hríð að marki okkar, og leikmenn South- ampton eru vanir að skora mikið af sínum mörkum á síðasta stundar- fjórðungi leikjanna. En það sem mestu máli skipti var að ná í þrjú stig á útivelli. Við erum á ágætu skriði og á þessum tíma er aðalatriðið að halda áfram að sanka að sér stigum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Í fyrsta skipti sem leikmenn okkar eru hræddir Southampton beið sinn annan ósigur í röð á þremur dögum og jólin hafa því ekki reynst liðinu fengsæll tími. Áður en flautað var til leiks á annan í jólum voru „Dýrlingarnir“ í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, sæt- inu sem gefur þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu, en hafa nú sigið niður í áttunda sætið. Gordon Strachan, knattspyrnustjóri, var ekki sáttur við sína menn. „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom til félagsins sem leikmenn okk- ar hafa virst hræddir við andstæð- ingana. Ég sagði við þá eftir leikinn að þeir skyldu minnast hans svo lengi sem þeir lifðu, og hvernig þeir hefðu orðið sér til skammar frammi fyrir öllum þessum áhorfendum,“ sagði Strachan. AP Michael Svensson og David Prutton, varnarmenn Southampton, sækja að Dennis Bergkamp, sóknarmanni Arsenal, í leik liðanna á St. Mary’s leikvanginum í gærkvöld. Enn fór Pires illa með Southampton ROBERT Pires og Thierry Henry voru enn og aftur í aðalhlutverki hjá Arsenal í gærkvöld þegar lið þeirra lagði Southampton á útivelli, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Henry lagði sigurmarkið upp fyrir Pires eftir 35 mínútna leik og Arsenal er enn ósigrað eftir 19 umferðir en er einu stigi á eftir Manchester United og þremur á undan Chelsea. Pires skoraði þarna sitt sjöunda mark í síðustu sex leikjum Arsenal gegn Southampton, sitt tíunda á þessu tímabili, og rúmlega 31 þúsund áhorfendur, fleiri en nokkru sinni fyrr á hinum nýja leikvangi Southampton, höfðu yfir litlu að gleðjast. JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi og Íslandsmethafi í bringusundi, hélt í gær til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann verð- ur við æfingar næstu þrjár og hálfa viku. Jakob æfir þar með finnska landsliðinu í sundi en hann þáði boð finnska sundsambandsins að dvelja með landsliðinu í æfingabúðunum í Flórída, en auk Jakobs fengu Örn Arnarson, ÍBR, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, sambærilegt boð sem þau afþökkuðu. Jakob hef- ur þegar náð lágmarki til þátttöku í sundkeppni Ólympíuleikanna í Aþenu sem fram fara í ágúst á næsta ári og er æfingaferðin til Flórída með finnska landsliðinu fyrsti hluti undirbúnings Jakobs fyrir leikana. Þess má geta að einn þjálfari finnska landsliðsins er Petri Laine, sem þjálfaði sundmenn Ægis hér á landi í nokkur ár á tíunda áratug síðustu aldar, en Laine þjálfaði Jak- ob á þeim tíma og síðan hafa þeir haldið góðu sambandi. Jakob Jóhann æfir í Flórída
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.