Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ YNGSTU börnin í Langholtsskóla fengu óvænta og óvenjulega heim- sókn í gær. Hópur amerískra frum- byggja frá Norður-Dakota í Banda- ríkjunum, sýndi ýmsar listir á bókasafninu og börnin horfðu gagntekin á. Hópurinn samanstendur af fjór- um indíánum sem tilheyra ólíkum ættbálkum. Þeir voru hingað komn- ir í boði Icelandair til að kynna menningu sína og heimkynni. Ramon Malnourie sem er af Ank- ara-ættum hóf sýninguna með dansi í fullum skrúða; í litríkum búningi skreyttum bjöllum, fjöðr- um og fleiru. Í kjölfarið steig flautuleikarinn Matthew Schan- andore á svið og spilaði á óvenju- legar flautur. Matthew hefur gefið út tvær plötur með indíánatónlist í minningu ömmu sinnar sem var þekkt sagnakona. Dakota Wind Goodhouse, af Hunkpapa Lakota-ættum, kenndi krökkunum í Langholtsskóla tákn- mál indíána. Ýmis tákn þekktu börnin, t.d. þegar fingur er borinn að munni til merkis um að hljóð skuli ríkja. Þetta fannst krökk- unum skemmtilegt og tóku vel und- ir þegar Dakota kenndi þeim að heilsa og kveðja á sínu máli. Að síðustu steig á svið Kandi Lea Marie. Hún var klædd búningi úr elgskinni og leyfði krökkunum að snerta búninginn og ýmsa aðra hluti sem hún kom með sér. Hún leyfði þeim að spila á flautuna sína og sagði þeim frá uppruna þeirra hluta sem hún var með í farteskinu. Hópurinn var aðeins í stuttri heimsókn á Íslandi eftir að hafa dvalið í Svíþjóð og Finnlandi við að kynna heimahaga sína. Hann hélt af landi brott í gær. Indíánar af ýmsum ættum heimsóttu Langholtsskóla í gær og léku listir sínar fyrir nemendur Dansað, spilað og talað á táknmáli Kandi Lea Marie, sem var klædd búningi úr elgsskinni, leyfir ungri stúlku í Langholtsskóla að koma við hluti gerða úr hjartarskinni. Hún leyfði þeim líka að leika á flautuna sína sem hún hafði með sér frá heimaslóðum sínum. Morgunblaðið/Jim Smart Ramon Malnourie dansar þjóðdans síns fólks en hann er af Ankara- ættum og hann hóf sýninguna. UNNSTEINN Stef- ánsson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, andaðist á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð að morgni mánudagsins 19. jan- úar. Unnsteinn var son- ur Herborgar Björns- dóttur, húsmóður, og Stefáns Þorsteinsson- ar, bónda og síðar verslunarmanns. Hann fæddist 10. nóv- ember 1922 í Sóma- staðagerði í Reyðar- firði, lauk stúdentsprófi frá MR 1942, MS-prófi í efnafræði frá Wiscons- inháskóla í Bandaríkjunum 1946 og varð dr. phil. í haffræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1962 auk þess sem hann stundaði nám við hafrann- sóknastofnanir í Danmörku, Noregi, Englandi og Bandaríkjunum. Að loknu mastersnámi var Unn- steinn efnafræðingur á rannsókna- stofu Íslands 1947 til 1948, efnafræð- ingur við fiskideild Atvinnudeildar HÍ 1948 og sérfræðingur við sömu deild 1949 til 1962. Hann var gisti- fræðimaður hjá haffræðideild Wash- ingtonháskóla í Seattle í Bandaríkj- unum 1962 til 1963, sérfræðingur í haffræði hjá Hafrannsóknastofnun 1963 til 1965 og deildarstjóri sjó- fræðideildar stofnunar- innar 1965 til 1974. Unn- steinn var aðstoðar- prófessor við Duke- háskólann í Bandaríkj- unum 1965 til 1970, yfirmaður í haffræði hjá UNESCO í París 1970 til 1973 og prófessor í haf- fræði við HÍ frá 1975 til 1992. Unnsteinn var í stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands 1951 til 1953, vara- formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags 1957 til 1960, forseti Vísinda- félags Íslendinga 1984 til 1986 og for- seti raunvísindadeildar HÍ 1989 til 1991. Eftir hann hafa komið út bæk- urnar Hafið 1961, North Icelandic Waters, doktorsritgerð 1962, Haf- fræði I 1991, Haffræði II 1994, og Hafið, 2. útgáfa og mikið endurskrif- uð, 1999 auk fjölda ritgerða í innlend- um og alþjóðlegum vísindatímarit- um. Unnsteinn hlaut heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdótt- ur Wright 1985, heiðursmerki Verk- fræðingafélags Íslands 1988 og ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu 1991. Eiginkona hans var Guðrún Ein- arsdóttir, sem lést 1995, og eignuðust þau þrjú börn, sem lifa foreldra sína. Andlát UNNSTEINN STEFÁNSSON SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands telur að ríkisútvarpið og fréttamennirnir Sveinn Helgason og Pálmi Jónasson hafi ekki brotið gegn siðareglum BÍ er þeir fjöll- uðu um skattamál Jóns Ólafssonar. Hann kærði tvær fréttir sem flutt- ar voru þann 19. nóvember, og þá sérstaklega frétt kl. 8 þar sem um- fjöllunarefni Morgunvaktarinnar var kynnt, þ.e. skattamál Jóns Ólafssonar. Í fréttinni kom eftir- farandi fram: „Þá á hann fangels- isvist yfir höfði sér og aðeins virð- ist tímaspursmál hvenær mál hans fer til lögreglunnar.“ Í frétt kl. 12:20 sem byggðist á umfjöllun Morgunvaktarinnar sagði m.a.: „Fangelsisvist vofir yfir Jóni Ólafssyni, fyrrum aðaleiganda Norðurljósa vegna meintra skatt- svika, sé miðað við umfang málsins og þá dóma sem kveðnir hafa verið upp hér á landi fyrir skattsvik.“ Síðar í sömu frétt sagði: „Aðeins virðist tímaspursmál hvenær lög- reglan fær málið til meðferðar.“ Þá sagði í fréttinni: „Jón ber líka refsiábyrgð sem stjórnarformaður nokkurra félaga þar sem grunur leikur á skattsvikum.“ Að lokum segir í fréttinni: „Miðað við að menn hafi verið dæmdir til fang- elsisvistar hér á landi fyrir miklu umfangsminni skattalagabrot gæti Jón átt yfir höfði sér að lenda bak við lás og slá.“ Hefðu getað vandað betur til framsetningar fréttarinnar Í úrskurði sínum telur Siðanefnd eðlilegt að í fréttum sé fjallað um hugsanleg viðurlög við meintum al- varlegum brotum verði þau sönn- uð. Siðanefnd telur aftur á móti að þessir sömu fyrirvarar hefðu mátt koma skýrar fram í inngangi fréttar ríkisútvarpsins kl. 12:20. Siðanefnd telur því að fréttamenn- irnir hefðu getað vandað betur til framsetningar í fyrrnefndri frétt með því að láta þá fyrirvara sem síðar koma fram, fylgja með í inn- gangi. Jón Ólafsson kærir RÚV fyrir fréttir um skattamál sín Fréttamenn RÚV brutu ekki siðareglur TUTTUGU og einn umsækj- andi er um embætti prests í Mosfellsprestakalli í Kjalar- nesprófastsdæmi. Um er að ræða nýja stöðu prests í presta- kallinu en fyrir er sóknarprest- urinn sr. Jón Þorsteinsson. Um- sóknarfrestur rann út hinn 15. janúar síðastliðinn. Umsækjendur eru: Aðal- steinn Þorvaldsson guðfræðing- ur, séra Arna Ýrr Sigurðardótt- ir, Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur, séra Auður Inga Einarsdóttir, séra Baldur Gaut- ur Baldursson, Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur, séra Elínborg Gísladóttir, Gunnar Jóhannesson guðfræð- ingur, Halldóra Ólafsdóttir guð- fræðingur, séra Helga Helena Sturlaugsdóttir, Karítas Krist- jánsdóttir guðfræðingur, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Lena Rós Matthíasdóttir guð- fræðingur, séra Ragnheiður Jónsdóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir guðfræðingur, Sig- ríður Rún Tryggvadóttir guð- fræðingur, Sjöfn Þór guðfræð- ingur, Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur, Svanhildur Blön- dal guðfræðingur, séra Yrsa Þórðardóttir og Vigfús B. Al- bertsson guðfræðingur. Emb- ætti prests í Mosfellsprestakalli er veitt frá 1. mars 2004. 21 umsókn um Mosfells- prestakall STJÓRN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefur samkvæmt lögum stofnað sjálfseignarstofnunina SPRON-sjóðinn sem verður eigandi að því hlutafé í bankanumn sem ekki fellur til stofnfjáreigenda við fyrir- hugaða umbreytingu hans í hluta- félag. Ný stjórn hefur tekið við hjá sjóðnum. Formaður stjórnar sjóðs- ins er Hildur Petersen, stjórnarfor- maður ÁTVR. Auk hennar sitja í stjórninni Hildur Njarðvík lögfræð- ingur sem er varaformaður stjórn- arinnar, Ágústa Hjartar, formaður stjórnar Starfsmannafélags SPRON, Guðrún Agnarsdóttir lækn- ir, Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri, Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld og rektor Listaháskóla Íslands, og Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða Kross Íslands. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Í fréttatilkynningu segir að gangi fyrirætlanirnar um að breyta bank- anum í hlutafélag eftir verði heildar- eign sjóðsins 6 milljarðar króna og um leið verði hann langstærsti sjóður sinnar tegundar á landinu. Sjóðurinn muni ráðstafa árlegri ávöxtun af höf- uðstól sínum, um 300-400 milljónum króna árlega, til menningar- og líkn- armála í Reykjavík og nágrenni. Að auki sé sjóðnum heimilt að ganga á höfuðstól sinn þyki ástæða til. Ný stjórn SPRON-sjóðsins Nýskipuð stjórn sjálfseignarstofnunarinnar SPRON-sjóðsins. SAMNINGANEFND Reykjavíkur- borgar ætlar um miðja þessa viku að svara kröfum sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Efling stéttar- félag og Kjarafélag tæknifræðinga hafa beint að borginni vegna fram- kvæmdar kjarasamninga félaganna. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, segist vonast eftir að þá skýr- ist með hvaða hætti starfsmönnum Reykjavíkurborgar verður bætt upp þær tafir sem orðið hafa á fram- kvæmd samninganna. Tímafrek vinna Ákvæði samninga borgarinnar við félögin um starfsmat og hæfnislaun áttu að taka gildi 1. desember 2002, en þeim var frestað vegna þess að vinna við starfsmatskerfið hefur reynst viðameiri og tímafrekari en búist var við. Fundað var um málið um helgina og segir Sigurður að á þeim fundi hafi borgin óskað eftir fresti í nokkra daga til að ljúka vinnslu gagna sem varða þetta mál. Fulltrúar borgarinnar hafi sagt að þegar þessari vinnu sé lokið geti borgin svarað þeim erindum sem fé- lögin hafi beint að samninganefnd- inni. Sigurður segir slæmt að það skuli hafa þurft að koma til seink- unar á framkvæmd samningsins. Það sé ljóst að við undirritun kjara- samninganna í ársbyrjun 2001 hafi menn vanmetið þá vinnu sem þurfti að fara í gegn um áður en hægt væri að taka upp starfsmat. „Það er svo þegar menn ganga frá samningum að þá vilja menn að tímasetningar standist sem skrifaðir eru á samn- ingana.“ Bíða eftir svari borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.