Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 8

Morgunblaðið - 20.01.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er talinn nokkuð mikilvægur fornleifafundur. Höfuðborgarstofa hugar að ferðamönnum Eins og þrjár taugar í fléttu Höfuðborgarstofa ersem óðast að þróahlutverk sitt, en eitt af meginverkefnum hennar er að halda utan um ferða- og markaðsmál Reykjavíkur. Dóra Magn- úsdóttir er verkefnastjóri ferða- og markaðsmála hjá Höfuðborgarstofu. Hvað koma margir er- lendir ferðamenn til höfuð- borgarinnar á ári? „Það var slegið nýtt met í ferðaþjónustunni á ný- liðnu ári þegar ríflega 315.000 erlendir ferða- menn komu til Íslands en kannanir hafa sýnt að langflestir gista eina eða fleiri nætur í höfuðborg- inni. Eitt af markmiðum mínum í starfi er að fá ferðamenn til að dvelja lengur í borginni, upplifa orkuna og fjörið sem hér býr, ekki síst á lágönn, sem er tímabilið frá september til apríl, svo sú fjárfesting sem stofn- að hefur verið til á sviði ferðaþjón- ustu nýtist betur en ella og til að sporna við þeirri miklu árstíða- sveiflu sem hefur verið við lýði innan greinarinnar.“ Hefur Reykjavík ein aðdrátt- arafl? „Já, það er alveg ljóst að stórir viðburðir svo sem Menningarnótt og Vetrarhátíð, sem nú er fram- undan í febrúar ásamt matgæð- ingahátíðinni Food and Fun, laða fólk til Reykjavíkur. Ekki má heldur gleyma kraftmiklu nætur- lífi sem talsvert mikil áhersla hef- ur verið lögð á síðustu misserin til að kveikja áhuga ungs fólks. Eitt af meginmarkmiðum Höfuðborg- arstofu er hins vegar að efla menningarborgina Reykjavík og heilsuborgina Reykjavík, bæði hvað varðar vöruþróun og mark- aðssetningu. Við sjáum að erlend- um gestum þykir mikið varið í hvað borgin er hrein og örugg auk þess sem mjög vaxandi hluti ferðamanna sækir menningarvið- burði, söfn eða kannar á annan hátt íslenska menningu. Þannig verður sífellt meira fyrir ferða- menn að gera í borginni sjálfri. Nú ber hæst hina glæsilegu sýn- ingu Ólafs Elíassonar í Listasafni Reykjavíkur og heilsu- og sund- miðstöðina Laugar, sem var opn- uð í byrjun árs. Áhrifamikil mynd- listarsýning, útisund í jarðhitavatni og dekur í heilsu- setri á heimsmælikvarða er svo sannarlega til þess fallið að fá ferðamenn til Reykjavíkur, ekki síst á veturna.“ Hver er þá helsti styrkur borg- arinnar í markaðssetningu er- lendis? „Styrkur Reykjavíkur felst m.a. í nálægð við náttúruna og þeirri staðreynd að héðan er hægt að fara í ógleymanlegar afþreyingar- ferðir á einum degi og koma svo til baka og njóta þess besta í mat og drykk sem og gistingar á úrvals hótelum. En styrkur borgarinnar felst ekki síður í þeirri orku sem býr innan borgarmark- anna og á sér margar birtingarmyndir.“ Starfsemi Höfuð- borgarstofu snýst þó ekki einvörðungu um að fá erlenda ferðamenn til Reykjavíkur, er það? „Nei það er rétt. Stoðirnar í starfsemi Höfuðborgarstofu eru þrjár og hver stoð eflir hina eins og taug í fléttu. Mitt starfssvið lýt- ur að ferða- og markaðsmálum, önnur stoð lýtur að stóru viðburð- unum í borginni og nú er unnið hörðum höndum að mjög spenn- andi dagskrá fyrir Vetrarhátíð sem haldin verður 19.–22. febrúar næstkomandi þar sem við fáum tækifæri til að létta lundina með uppákomum út um alla borg og hækkandi sól. Þriðja stoðin er starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík í Ingólfs- nausti sem hefur mikla þjónustu- skyldu gagnvart erlendum og inn- lendum ferðamönnum. Það vill gleymast að Upplýsingamiðstöðin aðstoðar Reykvíkinga vegna við- burða í borginni og veitir upplýs- ingar um ferðaþjónustu og af- þreyingu á landinu öllu og aðstoðar að sama skapi fólk utan af landi við að skipuleggja frítíma sinn á höfuðborgarsvæðinu. Til að mynda stendur fyrir dyrum sam- starfsverkefni Höfuðborgarstofu og fleiri aðila sem er sýning á hug- myndum um að gera náttúruundr- ið Þríhnúkagíg aðgengilegra fyrir almenning. Einnig býður Upplýs- ingamiðstöðin upp á aðstöðu til kynninga af ýmsum toga fyrir ferðamálasamtök um allt land og þannig mætti áfram telja.“ Hverjar eru helstu áherslur Höfuðborgarstofu í markaðssetn- ingu á Reykjavík sem ferða- mannaborg? „Höfuðborgarstofa notar í markaðssetningu á erlendum vettvangi slagorðið Reykjavík Pure Energy sem hefur verið út- lagt á íslensku Orkuborgin Reykjavík. Hér erum við að sjálf- sögðu að vísa til orkunnar í nátt- úrunni, eldvirkninnar í kringum okkur, heita vatnsins, fjallanna og hafsins en við erum einnig að vísa til þeirr- ar orku sem býr í fólk- inu og framkvæmdagleðinni sem sést til dæmis í þeim mikla fjölda myndlistarsýninga, tónleika og veitinga- og skemmtistaða sem hér er að finna á svæði sem er í rauninni alveg ótrúlega lítið. En það er nú einmitt það sem heillar hinn erlenda ferðamann – hvað borgin er lítil en að sama skapi hve skemmtileg hún er og mikið hér að finna.“ Dóra Magnúsdóttir  Dóra Magnúsdóttir fæddist 1965 í Reykjavík. Lauk B.Sc.- prófi í landfræði við HÍ 1992 og lokaprófi í hagnýtri fjölmiðlun 1995. Árið 2000 lauk hún prófi í markaðs- og margmiðlunar- fræðum frá Interactive Mark- eting and Media Academy í Dan- mörku. Starfaði um árabil við leiðsögn erlendra ferðamanna og blaðamennsku og sem deild- arstjóri í upplýsingadeild Flug- leiða ’95–’98 og markaðs- og kynningarstjóri Íslenskra æv- intýraferða ’01–’03. Maki er Guð- mundur J. Guðjónsson margmiðl- unarhönnuður og eiga þau tvö börn, Kára 11 ára og Lilju 6 ára. Nýtt met í ferða- þjónustunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.