Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 12
Kaupa hollenskt flutningafyrirtæki SAMSKIP hafa keypt hollenska flutningafyrirtækið Nedshipping Liner Agencies BV og heyrir það nú undir skrifstofu félagsins í Rotterdam. Kaupverðið er ekki gefið upp. Nedshipping er sérhæft í gámaflutningum milli Skand- ínavíu, Finnlands og meginlands Evrópu. Félagið rekur ekki eig- in skip en selur flutninga inn á siglingaleiðir annarra flutninga- fyrirtækja. Allir starfsmenn Nedshipping í Hollandi, sjö tals- ins, halda áfram störfum hjá Samskipum en velta félagsins nam á síðasta ári 400 milljónum króna. Til samanburðar má geta þess að velta Samskipa erlendis nemur um 10-11 milljörðum króna. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, segir Ned- shipping hafa verið keppinaut Samskipa undanfarin ár, en samstarf hafi hafist milli félag- anna á liðnu sumri á flutninga- leið milli meginlands Evrópu og Noregs. „Kaupin á Nedshipping styrkja enn frekar stöðu okkar í Skandínavíu, ekki einungis í Noregi, heldur einnig í Svíþjóð og Finnlandi, en Nedshipping hefur einnig haft sterka stöðu á þeim mörkuðum. Umtalsverð samlegðaráhrif erum með sam- einingunni, en við munum fá aukna flutninga inn á eigin sigl- ingarkerfi, sem bæta mun mark- aðsstyrk og hagnaðarvon félags- ins,“ segir Ásbjörn. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson RE kom í gær á loðnu- miðin norðaustur af Langanesi en þar urðu loðnuskip vör við umtals- vert magn af loðnu um síðustu helgi. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur, segir það koma í ljós innan fárra daga hvort um verulegt magn sé að ræða og hvort veiðibanni á loðnu verði þá aflétt. Í liðinni viku ákvað sjávarútvegs- ráðherra að tillögu Hafrannsókna- stofnunar að loðnuveiðar yrðu stöðv- aðar í tvær vikur eða þangað til stærð stofnsins hefði verið mæld á ný. Hjálmar Vilhjálmsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að greinilega væri eitthvað af loðnu á ferðinni norðaustur af Langanesi en vildi ekki segja neitt til um hvort að forsendur væru fyrir að leyfa veiðar á ný. „Við þurfum að ná utan um þetta magn sem ekki kom fram við mælingu fyrr í mánuðinum. Síðan þarf að reikna og við þurfum þrjá til fjóra daga til að fá niðurstöðu. Þang- að til verða menn að bíða rólegir,“ sagði Hjálmar. Dýrmætur tími tapast Að frumkvæði Hafrannsókna- stofnunarinnar og LÍÚ fengu 16 loðnuskip leyfi til að halda áfram leit- inni í fjórum hópum. Eitt þeirra er Guðmundur Ólafur ÓF og sagði Mar- on Björnsson, skipstjóri, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að gífurlegt magn loðnu væri í sjónum um fjörutíu sjómílur norðaustur af Langanesi „Hér eru mjög stórar lóðningar upp í átta sjómílur á lengd. Og loðnan er mjög góð, af bestu gerð, draumur til frystingar og að auki spikfeit,“ segir Maron en sagði dýr- mætan tíma hafa tapast vegna veiði- bannsins. „Við erum búnir að tapa a.m.k. fjórum mjög dýrmætum dög- um. Loðnan stefnir í suðaustur með landgrunnskantinum og svo gengur hún í átu, sem er hérna sunnan við Langanesið. Hún verður ekki notuð í frystingu eftir það,“ sagði Maron. Morgunblaðið/Líney Þorsteinn EA landar á Þórshöfn. Ný loðnuganga mæld HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN og líftæknifyrirtækið Prokaria hafa gert með sér samstarfssamning um að vinna sameiginlega að því byggja upp þekkingu á erfðafræði fiska með það að markmiði að Íslendingar geti tekið forystu í hagnýtri erfðafræði fiska til nota í fiskeldi, stofnrann- sóknum og umhverfismálum á sviði fiskverndar og fiskirannsókna. Hafrannsóknastofnunin hefur stundað stofnerfðarannsóknir á fisk- um og hvölum frá árinu 1986 og auk þess unnið að margháttuðum rann- sóknum á eldi ýmissa sjávardýra frá 1987, svo sem á lúðu, sæeyra, sand- hverfu og þorski. Hafrannsókna- stofnunin vinnur m.a. að þróun þorskseiðaeldis og kynbóta á þorski í samstarfi við nokkur öflug innlend fyrirtæki á sviði fiskeldis. Markmið Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið að auka þekkingu á eldi þess- ara tegunda og miðla henni út í sam- félagið, einkum til sprotafyrirtækja í greininni. Með samningnum við Prokaria vonast Hafrannsóknastofnunin til að hraða upplýsingaöflun og auka þjón- ustu fyrir íslenskan sjávarútveg og stjórnvöld á sviði fiskeldis og stofn- rannsókna, samhliða því að stuðla að uppbyggingu fleiri innlendra þekk- ingarfyrirtækja. Margvíslegir möguleikar Prokaria er líftæknifyrirtæki, sem frá 1998 hefur stundað rannsóknir og hagnýtingu á erfðaauðlindum náttúrunnar og hefur byggt upp þekkingu og færni í erfðagreiningu á alls kyns lífverum úr umhverfinu. Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria segist vera mjög ánægður með samninginn við Hafrannsókna- stofnunina. „Í tengslum við samstarf okkar við Stofnfisk höfum við gert okkur grein fyrir margvíslegum möguleikum, sem felast í frekari þróun á sviði fiskierfðafræði, bæði innanlands og utan. Prokaria hefur byggt upp mikla þekkingu og færni í einangrun og greiningu á DNA úr margvíslegum umhverfissýnum, eins og t.d. úr jarðvegi, hárum og hreistri. Fyrirtækið er því með þá þekkingu og færni, sem til þarf á þessu sviði. Prokaria hefur hingað til mest unnið fyrir erlend stórfyrir- tæki í efna- og matvælaiðnaði og þetta er því annað stórt skref til að koma þekkingu okkar og færni í notkun á innanlandsmarkaði. Það er stefna okkar að nýta sérþekkingu fyrirtækisins í einangrun og grein- ingu á náttúrulegu erfðaefni til að þjónusta grunnatvinnuvegi þjóðar- innar, eins og fiskiðnað, fiskeldi, landbúnað og annan matvælaiðnað. Við erum sannfærð um að það séu mikil tækifæri í að beita líftækni og erfðagreiningum í fjölmörgum greinum atvinnulífs hér á landi og það er ljóst að Prokaria er í mjög sterkri stöðu til þess. Hafrannsóknastofnunin er öflug- asta rannsóknastofnun landsins og nýtur mikils álits á alþjóðavettvangi. Það er því á allan hátt mjög jákvætt skref fyrir okkur að fyrsti formlegi samstarfssamningurinn, sem við gerum við innlenda rannsóknastofn- un, skuli vera við hana. Hjá þeim var okkur strax mjög vel tekið og því er ég viss um að samstarfið við Haf- rannsóknastofnunina á eftir að verða bæði ánægjulegt og árangursríkt.“ Stuðlar að nýsköpun Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinar segir- samninginn vera mjög mikilvægan fyrir áframhaldandi uppbyggingu á þekkingu í erfðafræði fiska hér á landi og það væri nauðsynlegt fyrir Hafrannsóknastofnunina að nýta sér bestu fáanlegu þekkingu og færni sem til væri til að sinna hlutverki sínu. „Við teljum því að samstarf við framsækin fyrirtæki eins og Prok- aria geti eflt okkar eigið starf um leið og það stuðlar að nýsköpun og upp- byggingu innlendra þekkingarfyrir- tækja, sem mikil þörf er fyrir.“ Samstarf um erfðafræði fiska ÚR VERINU ALCOA, sem reisa mun álverksmiðju á Reyð- arfirði, er eitt best rekna fyrirtæki í heimi, að mati bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Í tilkynningu frá Alcoa er sagt að ýmsir mælikvarðar hafi verið lagðir til grundvallar í útnefningu Forbes, meðal annars með- altalsafkoma félagsins sl. fimm ár, tekjur til lengri og skemmri tíma, vöxtur í hagnaði, ásamt langtíma hagnaðarspá. Þá skiptir stjórnskipulag félagsins miklu máli sem og bókhaldsaðferðir. Þá voru teknir inn í dæmið þættir eins og hvort fyrirtækið hefði leiðandi hlutverk á markaði, hvernig það sinnti ný- sköpun og hvort starfsemin væri skilvirk. Alls 26 félög voru á toppnum í vali Forbes, eitt í hverri grein, og var Alcoa hið best rekna af fyrirtækjum í hráefnaframleiðslu. Á meðal annarra félaga í vali Forbes var fjar- skiptafélagið Nextel, útgáfufélagið McGraw- Hill og Timberland fataframleiðandinn. Alcoa er eins og kunnugt er leiðandi í ál- framleiðslu í heiminum. Hjá því starfa 120.000 manns í 41 landi. Alcoa eitt best rekna fyrirtæki heims SÆNSK stjórnvöld undirbúa nú setningu laga um stjórnunar- hætti í hlutafélögum, í kjölfar nokkurra hneykslismála sem komið hafa upp á undanförnum misserum og grafið hafa undan trausti á sænska hlutabréfa- markaðnum. Gert er ráð fyrir að í nýjum lögum verði kveðið á um að bera skuli kjör æðstu stjórnenda hlutafélaga upp til samþykkis á aðalfundi. Þá verður gerð ríkari lýstist síðastliðið haust að stjórn- endur félagsins hefðu fengið gríðarháa kaupauka. Sagði ráð- herrann að viðbrögð aðila við- skiptalífsins við Skandia-málinu og öðrum hneykslismálum á und- anförnum árum bentu til þess að þörf væri á lagasetningu. Við- ræður við samband vinnuveit- enda hefðu valdið vonbrigðum og gæfu ekki ástæðu til að ætla að unnt væri að treysta eingöngu á innra eftirlit fyrirtækja. krafa um endurskoðun á þóknun til stjórnenda. Stjórnvöld munu ennfremur takast á hendur aukið eftirlit með sænsku kauphöllinni og öðrum verðbréfamörkuðum. Gunnar Lund, sem fer með málefni fjármálamarkaðarins í sænsku stjórninni, sagði í viðtali við Financial Times að spilltir stjórnunarhættir einskorðuðust ekki við tryggingafélagið Skandia, en það vakti sem kunn- ugt er mikla hneykslan er upp- Undirbúa lagasetningu vegna hneykslismála Stjórnunarhættir í hlutafélögum í Svíþjóð ● TÆKNIVAL er nýtt nafn á upplýs- ingatæknifyrirtækinu AcoTæknival, ATV. Í fréttatilkynningu er haft eftir Al- mari Erni Hilmarssyni, forstjóra Tæknivals, að um sé að ræða nýtt gamalt nafn á fyrirtækinu en eins og flestum er kunnugt byggist rekstur félagsins að grunni til á Tæknivali sem stofnað var árið 1983. Hann segir að stjórn og stjórn- endur hafi eftir vandlega athugun komist að þeirri niðurstöðu að nafnið Tæknival væri hentugt fyrir félagið til lengri tíma litið, auk þess sem nafn- ið væri mjög þekkt meðal Íslendinga samkvæmt könnunum sem fram- kvæmdar eru reglulega. Almar nefnir að þessa dagana sé unnið að verkefnum sem tengjast nafnabreytingunni, til dæmis merk- ingu bíla og húsnæðis auk þess sem ný vefsíða Tæknivals verði tekin í gagnið á næstunni. Tæknival var stofnað árið 1983. Markmið félags- ins í upphafi var að veita sérhæfða þjónustu í tölvuvæddum kerfum fyrir iðnfyrirtæki. Árið 1984 varð ljóst að markaðurinn var ekki tilbúinn til að taka við þessari nýju tækni. Í kjölfar- ið var breytt um áherslur og Tæknival hóf sölu á ýmsum rekstrarvörum fyrir tölvur, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Sumarið 2001 var tilkynnt að Tæknival og Aco yrðu sameinuð. Í samrunaáætlun kom meðal annars fram að félögin yrðu sameinuð undir kennitölu Tæknivals en nýja fyr- irtækið bæri nafnið AcoTæknival. Það heiti var árið 2002 stytt í ATV. Nafnabreyting félagsins í Tæknival var einróma samþykkt á hluthafa- fundi á dögunum. ATV verður Tæknival EKKERT lát virðist vera á hækkun Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands. Í gær fór vísital- an í fyrsta skipti yfir 2.300 stig, 2.303,07 stig. Hefur hún því hækkað um 8,93% frá áramót- um og 71,49% síðustu tólf mánuði. Mest viðskipti í gær voru með hlutabréf Eskju eða fyrir 754 milljónir króna og bréf Eimskipafélags Íslands fyrir tæpar 429 millj- ónir króna. Hækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 2,4% og var lokaverð þeirra 8,4. Hafa bréf félagsins hækkað um 18,31% frá áramót- um. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 2,4% og var lokaverð þeirra 21,7 í gær og nemur hækk- unin 18,58% frá áramótum. Af einstökum atvinnugreinavísitölum hefur vísitala samgangna hækkað mest frá áramót- um eða um 13,30%. Úrvalsvísitalan yfir 2.300 stig ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.