Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 21 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is  Hornbaðker m/ nudd i og framhlið 140 x 1 40 kr. 115.000 20% afsláttur af Nordsjö málningu Filtteppi kr. 335 m 2 Sturtuhorn 80 x 80 gler kr. 12.900 RÝMINGARSALA Salerni m/ setu kr. 13.900 Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verðiFlísar frá kr. 790 m2 Grindavík | Fjölmenni var við opnun sýn- ingar Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur í list- sýningarsal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Guðbjörg sýnir olíumálverk og skúlptúra unna úr krossvið og járni. Guðbjörg Hlíf segir að verkin njóti sín vel á þessum stað enda skírskotun til hafs- ins í skúlptúrunum. „Málverkin eru unnin út frá þeim formum sem eru í skúlptúr- unum og þau mjúku form eiga vel við hér.“ Saltfisksetrið er að markaðssetja list- sýningarsalinn og er aðgangur endur- gjaldslaus. Kjartan Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Saltfiskseturs Íslands, hvetur gesti til að skoða báðar sýning- arnar. Sýningu Guðbjargar Hlífar lýkur 10. febrúar.    Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sýnir olíu- málverk og skúlptúra Sandgerði | Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum virðast reiðubúnir að taka við auknum verkefnum frá rík- isvaldinu, svo fremi sem tekjustofn- ar fylgi. Þeir leggja þó áherslu á að enn vanti þá tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem sveitar- félögin nú veita. Hrollur fór um marga sveitarstjórnarmenn þegar farið var að ræða sameiningu sveit- arfélaga, eins og frummælandi komst að orði. Verkefnisstjórn um eflingu sveit- arstjórnarstigsins kynnti verkefni sitt og tilgang þess fyrir fulltrúum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í gær. Sameiningarnefnd kynnti einnig vinnu sína. Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður verkefnisstjórnarinn- ar lagði á það áherslu að markmið verkefnisins væri að efla sveitar- stjórnarstigið. Hugsanleg samein- ing sveitarfélaga gæti orðið afleið- ing þess en væri ekki markmið í sjálfu sér. Stjórnin vildi skoða nýja verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga og laga tekjustofna að þeim breytingum. Gat Hjálmar þess að ríkið annaðist um 70% af op- inberri þjónustu hér á landi en hlut- fallið væri þveröfugt á hinum Norð- urlöndunum þar sem sveitarfélögin önnuðust meirihluta þjónustunnar. Vilji væri fyrir því að breyta þessu hlutfalli. Sagði Hjálmar að ef niðurstaðan yrði að flytja mikil verkefni frá ríki til sveitarfélaga væri hugsanlegt að huga þyrfti að sameiningu sveitar- félaga, þau þyrftu að ná ákveðinni lágmarksstærð til að geta tekið við auknum verkefnum. Guðjón Braga- son, formaður sameiningarnefndar, sagði frá vinnu nefndarinnar. Hann lagði áherslu á að ekkert yrði gert án samráðs við sveitarfélög og landshlutasamtök. Þannig yrði leit- að eftir hugmyndum og tillögum heimamanna áður en tillögur yrðu lagðar fram en hugmyndin er að til- lögur nefndarinnar að sameiningar- kosningum verði lagðar fram í lok maí. Síðan verður efnt til atkvæða- greiðslna um tillögur nefndarinnar vorið 2005. Sagði Guðjón að ekki væri búið að ákveða hvernig staðið yrði að at- kvæðagreiðslum og ekki hefðu ver- ið sett fram ákveðin markmið um æskilegan fjölda sveitarfélaga. Reynir Sveinsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, sagði frá sameiningarmál- um á Suðurnesjum. Í síðasta átaki var sameining felld en síðar samein- uðust Keflavík, Njarðvík og Hafnir í Reykjanesbæ. Á jarðsprengjusvæði Greinilegt var á umræðum á fundinum að sameiningarmál eru viðkvæmt umræðuefni meðal sveit- arstjórnarmanna á Suðurnesjum, jarðsprengjusvæði eins og Hjálmar Árnason orðaði það. Fundarmenn gagnrýndu harðlega hugmyndir sem fram komu um að atkvæði yrðu talin sameiginlega í sveitarfélögun- um við atkvæðagreiðslu um samein- ingu, það gæti leitt til þess að sveit- arfélag yrði neytt til að sameinast öðru þótt meirihluti íbúanna væri því andvígur. Nefnt var sem dæmi að íbúar Reykjanesbæjar gætu inn- limað hin sveitarfélögin á Suður- nesjum, þótt íbúarnir kynnu að vera því mótfallnir, ef þannig yrði staðið að málum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að menn gætu látið sig dreyma um að flytja ýmsa nærþjónustu til sveitarfélaganna, svo sem grenndarlöggæslu og heil- brigðisþjónustu í víðum skilningi, en spurningin væri hvort nægir fjármunir fylgdu. Nauðsynlegt væri að tryggja það. Fram kom ótti við það í máli Harðar Guðbrands- sonar, forseta bæjarstjórnar í Grindavík, að ríkið væri með þess- ari vinnu að losa sig við fjársvelt verkfni, losa sig við óþægilega pakka. Flestir þeir sveitarstjórnarmenn sem tóku til máls gagnrýndu þann flýti sem væri á sameiningarvinn- unni. Mikilvægast væri að byrja á verkaskiptingunni og það gæti leitt til sameiningar án afskipta ríkis- valdsins. Jóhann Geirdal, bæjar- fulltrúi í Reykjanesbæ, var eini sveitarstjórnarmaðurinn sem talaði ákveðið fyrir sameiningu sveitarfé- laganna. Sagði að ef sveitarfélögin ættu að taka við auknum verkefn- um, svo sem heilbrigðismálum og framhaldsskólanum, yrði að stækka einingarnar. Hugnaðist honum ekki að vinna að þessum málum samein- inglega á vettvangi landshlutasam- taka, sagði margþrepa fulltrúalýð- ræði ekki eftirsóknarvert. Lagði Jóhann áherslu á að sveitarstjórn- armenn yrðu að hugsa um hags- muni íbúanna sem þyrftu þessa þjónustu. Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynnir vinnu sína Tilbúnir að taka við auknum verkefnum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bæjarstjórar stinga saman nefjum: Sigurður Valur Ásbjarnarson í Sandgerði, Árni Sigfússon í Reykjanesbæ og Ólafur Örn Ólafsson í Grindavík höfðu um ýmislegt að ræða í fundarhléi. Reykjanesbær | Fulltrúar Fjörheima, fé- lagsmiðstöðvar ungs fólks í Reykjanesbæ, sigruðu í söngkeppni Samsuð, sem haldin var á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hildur Haraldsdóttir söng lagið Foolish game við undirleik Sigríðar Sigurðardóttur. Á vef Fjörheima kemur fram að þær stöllur munu taka þátt í söngkeppni Samfés sem haldin verður laugardaginn 24. janúar í Laugardalshöll.    Sigruðu í söngkeppni Góðkunningjar lögreglunnar | Lög- reglumenn handsömuðu menn á hlaupum frá Holtaskóla í Keflavík aðfaranótt laug- ardags. Þeir höfðu brotist inn í skólann. Þegar lögreglumenn komu að Holta- skóla eftir að hafa fengið tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir þar tóku þeir eftir tveimur mönnum á hlaupum frá skól- anum. Gekk þeim greiðlega að rekja slóð mannanna í hnédjúpum snjónum. Í ljós kom að þeir höfðu brotist inn í skólann. Menn þessir eru liðlega tvítugir að aldri og tilheyra þeim vafasama hópi manna sem kallast góðkunningjar lögreglunnar.    Velti ölvaður | Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu snemma að morgni sunnudags um að bifreið væri á hvolfi við Garðveg, til móts við golfskálann. Kom í ljós að ökumað- ur bifreiðarinnar hafði farið af vettvangi. Hann reyndist ómeiddur en undir áhrifum áfengis þegar hann kom í leitirnar, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Keflavíkurflugvöllur | Öll tilboð í jarðvinnu og upp- steypu á undirstöðum og plötu vegna fyrirhug- aðrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli voru yfir kostnaðaráætlun. Útboðið er hið fyrsta af nokkrum vegna stækk- unar flugstöðvarinnar en um er að ræða tvær við- byggingar sem hvor um sig verður um 900 fer- metrar að stærð. Átta verktakar buðu í verkið. Byggó ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboð, 51,3 milljónir kr. Ís- lenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar áttu næstu tilboð, liðlega 59 milljónir. Kostnaðar- áætlun ráðgjafa Flugstöðvarinnar hljóðaði upp á 49,5 milljónir. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., segir að stjórn- endur fyrirtækisins hafi vonast eftir að fá einhver tilboð undir kostnaðaráætlun. Hann segir að eftir sé að fara yfir tilboðin og meta þau. Að því loknu verði gengið til samninga við verktaka. Áætlað er að jarðframkvæmdir hefjist í næsta mánuði. Jarðvinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Öll tilboð yfir kostnað- aráætlun verkkaupans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.