Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 28
Þeir Jónas og Adrian hafanú verið vel á annan mán-uð að störfum í Írak fyrirÍslensku friðargæsluna,
en áður en þeir fóru þangað voru
þeir í mánuð við þjálfun og annan
undirbúning í Danmörku. Þeir búa
á herstöðinni Camp Eden, með um
500 hermönnum sem koma frá Dan-
mörku, Bretlandi, Litháen, og Fiji-
eyjum. Þar búa þeir við sömu að-
stæður og hermenn, deila gámi sem
merktur er íslensku sprengjuleitar-
deildinni. Þeir klæðast herbúning-
um í eyðimerkurfelulitunum með
íslenska fánann á öxlinni, eru í skot-
heldu vesti og ganga með vopn.
„Það kemur ekkert annað til
greina, þótt þetta sé mjög friðsamt
svæði er ekki hægt að taka neina
sénsa hérna,“ segir Jónas.
Báðir hafa þeir starfað sem
sprengjuleitarsérfræðingar hjá
Landhelgisgæslunni í nokkur ár.
Adrian er fæddur í Bretlandi og
hefur heilmikla reynslu af hernað-
araðgerðum af þessu tagi, hann var
22 ár í breska flughernum og var
m.a. sendur til Kúveit og Saudi-Ar-
abíu. Hann hefur nú fengið íslensk-
an ríkisborgararétt og segist
ánægður með að starfa undir ís-
lenskum fána.
Það er ljóst að það er ekkert
sældarlíf að vera í Írak, þeir Jónas
og Adrian vinna myrkranna á milli.
„Við vinnum alla daga vikunnar.
Við byrjum yfirleitt klukkan átta á
morgunfundi svo er farið af stað og
við vinnum framundir kvöldmat. Þá
er komið myrkur, en svo erum við
með viðbragðssveit sem fer út ef
eitthvað kemur upp, hryðjuverk
eða eitthvað annað. Þá erum við
alltaf klárir, alltaf á bakvakt tilbún-
ir að fara út af herstöðinni ef svo
ber undir. Svo geta verið handtökur
eða húsleitir, þá eru alltaf sprengju-
sérfræðingar með til öryggis til að
styðja aðgerðirnar,“ segir Jónas.
Alls eru sex sprengjusérfræðing-
ar í Camp Eden, Jónas, Adrian og
fjórir Danir. Jónas segir að þótt
þeir Adrian hafi sótt sömu nám-
skeið og Danirnir og hafi sömu
starfsreglur starfi Íslendingar og
Danir aldrei saman til að koma í veg
fyrir misskilning eða einhvers kon-
ar tungumálaörðugleika, sem geti
verið stórhættulegt þegar verið er
að vinna með vopn.
Engin hætta á að við verðum
atvinnulausir hérna
Jónas segir gífurlegt magn af
vopnum í Írak. Haldin er sameig-
inleg skrá yfir það sem sérfræðing-
arnir sex finna og eyðileggja. Frá
því Danirnir komu fyrst til landsins
fyrir þremur mánuðum hafa 170
tonn af sprengjum verið fjarlægð.
Það er þó bara toppurinn af ísjak-
anum. „Það er af nógu að taka, það
er engin hætta á að við
verðum atvinnulausir
hérna,“ segir Jónas.
Svæðið sem íslensku
sprengjusérfræðing-
arnir og Danirnir fjórir
vinna við að hreinsa í S-Írak er
3,300 ferkílómetrar að flatarmáli og
nær alla leið að landamærum Íran.
„Við vinnum bæði kerfisbundið í því
að hreinsa svæðið og svo fáum við
tilkynningar um hluti sem við þurf-
um að kíkja á. Ef okkar mat er að
almenningur sé í hættu eyðum við
sprengjunni strax. Þetta er mjög
stórt svæði og alveg
rosalegt magn af
drasli hérna enda
hafa hér verið háð
mörg stríð. Við erum
að hreinsa inni í
þorpum og höfum
séð ótrúlega hluti.
Um daginn fórum við
í heimahús þar sem
flugvélasprengja
hafði farið í gegnum
þakið. Sprengjan er
grafin einhverja
fimm metra ofan í
jörðina, undir húsið.
Fólkið sat þarna við
matarborðið og borð-
aði með gat í loftinu
og niður í gegnum
gólfið,“ segir Jónas.
Segir Jónas að þeir
verði að forgangsraða vopnum,
þessi flugvélasprengja hafi t.d. ekki
verið fjarlægð enn þar sem það sé
mjög mikil aðgerð og sprengjan sé
nokkuð örugg þar sem hún sé, fái
hún að vera í friði. Hann segir að
stundum geti þeir fjarlægt sprengj-
urnar en yfirleitt séu þær sprengd-
ar upp þar sem þær finnast, eftir að
svæðið hefur verið rýmt og gengið
úr skugga um að það sé öruggt.
„Við þurfum þó að meta það í
hvert sinn. Við erum t.d. með eina
flugvélasprengju sem við getum
ekki fært. Hún er undir aðalhá-
spennulínunum til Bagdad, nálægt
aðalhraðbrautinni sem liggur í
gegnum Írak og um 300 metra frá
stóru þorpi svo við getum ekki
sprengt hana. Við munum aftengja
þessa sprengju í þessari viku. Það
er hluti af þjálfunni hjá
okkur að læra þá hluti,
en það er svakaleg að-
gerð,“ segir Jónas.
Hann segir sprengjur
úr svokölluðum klasa-
sprengjum vera eitt af því sem er í
miklum forgangi en mörg börn hafi
fallið í valinn eftir að handfjatla slík
vopn. „Þetta eru pínulitlar sprengj-
ur sem er varpað á jarðveg, það
koma 100 litlar úr einni stórri. Mik-
ið af þessu liggur á yfirborðinu og
hefur einhverra hluta vegna ekki
sprungið. Þetta er lítið í margs kon-
ar litum og he
af leiðandi bö
eru mjög vi
sprengjur. Þe
um við fundið
þorpum,“ seg
og bætir við a
legt sé að
þessar spren
snerta þær og
að sprengja
staðnum. Seg
að slys séu a
yfirleitt eigi bö
Á því svæði
séu að vinna
þeir um þrjú
á síðasta ári.
Ekkert sm
Aðspurðir
þeir Jónas og
ekki vera smeykir þegar
höndum um sprengjur. „
náttúrlega bara hluti af
svo lengi sem maður fylg
reglunum og fer eftir þj
sem maður hefur fengið á
vera öruggt,“ segir Jóna
þegar þeir fara út af hers
verkefni eru þeir með sjú
brynvörðum trukk með s
hafi þeir túlka þegar
sprengja nálægt mannaby
rýma svæði.
Segir Jónas að þeim sé
tekið af íbúum á þessu sv
irleitt er fólk mjög ánægt
birtumst. Írakar vita hverj
um. Ef við erum á ferðinni
oft sýna okkur eitthvað
hafa fundið eða vilja losna
ar við erum að vinna á sam
einhvern tíma er alltaf
haugur af dóti á morgnana
þeir séð okkur, tínt spreng
an sjálfir og vilja losna v
segir Jónas.
Fátæktin í Írak er sl
hans sögn. „Fólk er að ber
lífi sínu hérna, það er ro
tækt og maður sér hversu
verið farið með fólk meða
stjórn Saddams Hussei
Flokkur Saddams, Bath
inn, var með bækistöðvar
bygging er undir danskri
dag. Við notum hana sem
Svæðið sem íslensku sprengjusérfræðingar
Vinna myrk
Íslensku sprengjusérfræðingarnir í Írak, Jónas Þorvaldss
og Adrian King, sem komust í heimspressuna þegar þeir fu
vopn sem talið var að innihéldu sinnepsgas, segja gífurleg
magn af vopnum í landinu. Á þremur mánuðum hafa 170 to
af sprengjum verið fjarlægð á þeirra svæði, sem er aðein
toppurinn af ísjakanum. Nína Björk Jónsdóttir sló á þráði
til þeirra til að heyra af lífinu í Írak.
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
„Við erum að hreinsa inni í þorpum og höfum séð ótrúlega hluti,
Jónas Þorvaldsson, sem hér sést um borð í þyrlu.
Adrian King hefur
mikla reynslu af hern-
aðaraðgerðum af þessu
tagi. Hann var m.a. 22
ár í breska flughernum.
Ekki hægt að
taka neina
sénsa hérna
RÍFUM HVERFAMÚRANA
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-stjóri í Garðabæ, ritaði einkar at-
hyglisverða grein í Morgunblaðið í
gær, þar sem hún benti á „hinn ósýni-
lega hverfamúr“ sem reistur væri á
þeirri hugmyndafræði flestra sveitar-
félaga, að íbúarnir yrðu að nota þjón-
ustuna, sem veitt er í því hverfi og í því
sveitarfélagi, þar sem þeir eiga lög-
heimili. Ásdís Halla nefnir dæmi af út-
hlutun plássa í leikskólum og grunn-
skólum, heimaþjónustu við aldraða og
heimsendum mat; íbúarnir eiga ekki
val, heldur ákveður sveitarfélagið við
hvern þeir skuli skipta.
Bæjarstjórinn bendir jafnframt á að
vilji menn breyta þessu verði sveitar-
félögin að vinna saman að slíkum
breytingum. Samvinna sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu hafi aukizt á und-
anförnum árum, t.d. á sviði almenn-
ingssamgangna og sorphirðu, en sé lít-
il sem engin þegar um sé að ræða jöfn
tækifæri íbúanna til að velja þá þjón-
ustu, sem þeir helzt kjósa.
Ásdís Halla vekur athygli á að ný
stjórntæki, t.d. bætt upplýsinga-
streymi með aðstoð Netsins og nýjar
reikningsskilareglur, auðveldi sveitar-
félögum að brjóta niður múrana, sem
þau hafa reist í kringum þjónustu sína,
með því að láta fjármagnið fylgja þjón-
ustuþeganum. Í því efni hefur Garða-
bær nú þegar gengið á undan, með því
að leyfa foreldrum í bænum að velja
annan skóla fyrir börn sín en endilega
þá, sem Garðabær rekur sjálfur, og
greiða með börnunum sömu upphæð
og það kostar að meðaltali að mennta
barn í grunnskólum Garðabæjar.
Hugmyndir Ásdísar Höllu Braga-
dóttur eru allrar athygli verðar og
verðskulda umræðu hjá sveitarstjórn-
armönnum á höfuðborgarsvæðinu og
mun víðar. Morgunblaðið hefur oft
vakið máls á því hversu fráleitt það er
að skikka fólk til að setja börnin sín í
einn tiltekinn skóla, þegar það liggur
fyrir að stefna og fyrirkomulag skóla í
öðru hverfi kann að henta barninu og
þörfum þess betur. Auðvitað liggur í
augum uppi að það sama á við um
margvíslega aðra þjónustu sveitarfé-
laganna, ekki sízt á höfuðborgarsvæð-
inu og á öðrum þéttbýlissvæðum þar
sem samgöngur á milli hverfa og sveit-
arfélaga eru greiðar og vegalengdir
litlar. Af hverju ættu t.d. íbúar í Foss-
vogshverfi eða Seljahverfi í Reykjavík
ekki að sækja sér þjónustu í Kópavog
ef þeim hugnast hún betur en þjón-
ustan í eigin hverfi – eða öfugt? Kostn-
aðarþáttinn má leysa með því að
heimasveitarfélagið greiði fyrir þjón-
ustuna samkvæmt fyrirfram skil-
greindum viðmiðum, eins og Ásdís
Halla bendir á. Fyrirkomulag af þessu
tagi myndi væntanlega leiða til auk-
innar samkeppni í þjónustu sveitarfé-
laga og hvetja þau þar með til að veita
sem bezta þjónustu á sem hagstæð-
ustu verði. Eingöngu sá möguleiki, að
íbúar sveitarfélagsins eða hverfisins
geti leitað annað, séu þeir óánægðir
með þjónustuna, mun veita aðhald,
sem skortir í núverandi kerfi.
Fleiri sveitarstjórnarmenn mættu
gjarnan ganga í lið með bæjarstjóran-
um í Garðabæ að rífa hina ósýnilegu
hverfamúra – enda byggjast þeir fyrst
og fremst á gömlum hugsunarhætti.
Verði það viðhorf ofan á hjá þeim sem
stjórna, að hagsmunir og val íbúanna
sé í fyrirrúmi, falla múrarnir.
MARGFÖLDUNARÁHRIF
Í MYNDLIST
Mikið hefur verið rætt á undan-förnum misserum um nauð-syn þess að koma íslenskri
myndlist að í hinum alþjóðlega mynd-
listarheimi. Markmiðið er auðvitað
fyrst og fremst að efla innviði mynd-
listarlífsins hér og skapa tækifæri fyrir
þá myndlistarmenn er eiga erindi með
verk sín út fyrir landsteinana á alþjóð-
legum markaði. Eins og ítrekað hefur
verið bent á í þessu sambandi er afar
mikilvægt að hvetja erlenda sýningar-
stjóra, safnara, gagnrýnendur og ann-
að fjölmiðlafólk til að kynna sér hvað
hér er á seyði og hefur þegar verið
lagður grunnur að verkefnum sem hafa
alla burði til að skila árangri. Nefna má
stofnun Kynningarmiðstöðvar ís-
lenskrar myndlistar og Listahátíð í
Reykjavík með sérstakri áherslu á
myndlist, sem fyrirhuguð er vorið 2005.
Ánægjulegast af öllu er þó þegar það
er einfaldlega aðdráttarafl listarinnar
sjálfrar, á vel heppnaðri sýningu, sem
dregur fagaðila á þessu sviði til lands-
ins, eins og raunin varð um síðustu
helgi þegar mikill fjöldi erlendra gesta
lagði leið sína hingað í tilefni af sýningu
Ólafs Elíassonar, „Frost Activity“ eða
„Frostvirkni“, í Listasafni Reykjavík-
ur. Eins og fram kemur í frétt í Morg-
unblaðinu í dag notuðu þessir gestir
tækifærið til að kynna sér myndlist
annarra íslenskra listamanna í leiðinni,
og til að það mætti takast lögðu margir
hönd á plóginn; svo sem Listasafn
Reykjavíkur, Dorrit Moussaieff, for-
setafrú, gallerí og auðvitað myndlist-
armenn sjálfir – auk Ólafs Elíassonar.
Áþreifanlegur ávinningur af þessu
kynningarstarfi kemur m.a. fram í því
sem haft er eftir Eddu Jónsdóttur í
samtali við blaðið, en hún rekur gallerí
i8, þar sem verk Ólafs hafa verið sýnd
um árabil. „Megnið af þessu fólki
keypti bæði verk eftir Ólaf Elíasson og
nokkra aðra listamenn gallerísins,“
segir hún. Sú staðreynd felur auðvitað í
sér athyglisverða staðfestingu á mik-
ilvægi faglega rekinna gallería fyrir
myndlistarmenn. Edda segir gestina
einnig hafa sýnt áhuga á frekara sam-
starfi við i8 og ýmsa möguleika verið
rædda í því sambandi. Hún bendir á að
ekkert af þessu fólki hefði komið hing-
að til Íslands ef ekki hefði verið fyrir
sýningu Ólafs; „[hann hefur] þegar haft
geysileg áhrif á áhuga þess á Íslandi og
íslenskri myndlist, sem mjög líklega
heldur áfram. Vonandi verður hægt að
koma á fleiri tengslum til framtíðar.“
Sá stórhugur sem Listasafn Reykja-
víkur, í samstarfi við framsýna stuðn-
ingsaðila, hefur sýnt með þessu verk-
efni, er því gott dæmi um þau
margföldunaráhrif sem listviðburður á
heimsmælikvarða getur haft í litlu
samfélagi á borð við okkar, myndlist-
arlífinu og öllum faglegum burðarstoð-
um þess til framdráttar.