Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... SKÓLI © DARGAUD © DARGAUD ÆÆÆÆ! ÓÓÓÓ! UPS! ... SVIPURINN Á HARALDI FRÆNDA ÞEGAR HANN KEMST AÐ ÞESSU ... ! VANDRÆÐI ÞÍN ERU RÉTT AÐ BYRJA VINUR! EINMITT HÉRNA! ... OG ENGINN SÁ NEITT? ... HJÁLPI MÉR ALLIR! ÞETTA ER EKKI HÆGT! BÖRN ERU EINS OG ÚTVARPS- TÆKI, ÞAÐ Á ALDREI AÐ SKILJA ÞAU EFTIR Í BÍLNUM ... ÉG SÁ BARNARÆNINGJANN MJÖG VEL! KRULLAÐ HÁR ... LJÓSSKOLHÆRÐUR ... ILLILEGUR ... FREKAR STÓR ... NEI ALLS EKKI! ... ÞVERT Á MÓTI, MJÖG LÍTILL! OG MEÐ LÍTIL SKÁSETT AUGU! ... SVOLÍTIÐ LÍKUR MÉR, ER ÞAÐ EKKI? JA, NÚ ÞEGAR ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ ÞÁ ... JÚ REYNDAR! OG HANN VAR MEÐ GLERAUGU EINS OG ÞÍN ... ÉG SKIL! KOMIÐ NÆR GOTT FÓLK OG SJÁIÐ RÚNAR ... ... KOMIÐ EN SNERTIÐ EKKI! HANN ER HYPER ... SUPER RAFMAGNAÐUR ... MJÖG HÆTTU- LEGUR PUFF BULL! ÞETTA ER 100.000 VOLTA SVÍN!! EINSTAKUR VIÐBURÐ- UR SEM ÞIÐ MEGIÐ EKKI MISSA AF! ÚT Í HÖTT NEI, EF ÞÚ SNERTIR HANN DEYR ÞÚ ÚR RAFLOSTI! 50 KALL GÓÐIR GESTIR ... ÞIÐ FÁIÐ AÐ SJÁ KRAFTAVERK, VIÐ TÖKUM VIÐ KREDITKORTUM, TYGGJÓ, KARMELLUM ... ... EN EKKI PIPARMYNTU ... VILTU SÚKKULAÐI GLER- KÚLUR HÉRNA, SETJIÐ ALLT Í HATINN TRÚLEYSINGJAR ... ÉG ER MEÐ DRAKÚLATENNUR PASSIÐ YKKUR ÞIÐ FÁIÐ AÐ SJÁ KRAFTA VERK DADDARADA!! OOO! VÁÁ!! VINDASAMT HA! VIÐ ERUM RÍK MAGNAÐ HVAÐ HÆGT ER AÐ NOTA GAMLA VIFTU Í SEM GENGUR FYRIR BATTERÍUM GROIN KVAK HVAÐ MEÐ FROSKA KVAK BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEIR, sem fylgjast með fréttum í út- varpi og sjónvarpi, verða þess dag- lega varir að fréttamenn þessara fjöl- miðla kunna ekki skil á orðatiltækjunum að synja og hafna, eða öllu heldur mismun þeirra, hve- nær hvort þeirra er við hæfi. Þeir þrá- stagast á orðinu „hafna“, hvort sem það á við eða ekki. Menn synja beiðni en hafna tilboði. Að synja er sótt til norrænnar goðafræði. Í Snorra-Eddu má lesa um eina af mörgum ásynjum, sem Snorri segir frá. SYN er ein þeirra. Að sögn Snorra Sturlusonar gegndi hún því trúnaðarstarfi að synja farar- og inngöngu. Gangleri spyr en Hár svarar og segir að SYN sé hin ellefta af ásynjum. Hún gætir dyra í höllinni og lýkur fyrir þeim er eigi skulu inn ganga og hún er sett til varnar á þingum fyrir þau mál, er hún vill ósanna. Því er það orðtak, að syn sé fyrirsett þá er maður neitar. Þess má geta að Sveinbjörn Egils- son skýrir merkingu orðsins í skálda- málsorðabók sinni, Lexicon poeticum. Ennfremur er greint frá merkingu orðsins í orðabók Menningarsjóðs og einnig í orðabók Sigfúsar Blöndals. Starfsmenn fjölmiðla ættu að notfæra sér handbækur ýmsar, sem þeim standa til boða, og afla sér þekkingar dag hvern. Sá grunur læðist að hlust- endum að fréttamenn séu hættir að hugsa á íslensku og þýði einfaldlega orðið „reject“, og hafni því öllu, þótt betur ætti við að synja. Landhelgis- gæslan á flugvél sem stundum er get- ið í fréttum. Hún heitir SYN og ber nafn ásynju þeirrar sem frá var sagt. Fjölmiðlar nefna flugvélina oft SÝN og halda að Ingólfur, sem kenndur var við Útsýn, eigi vélina. Svo er ekki. Hún er skilgetið afkvæmi Landhelg- isgæslunnar. Ég leyfi mér að þakka fullhuga í flokki flugmanna, Benóný Ásgrímssyni, sem útvegaði mér ljós- mynd þá er hér birtist af flugvélinni SYN. Um leið bið ég Morgunblaðs- menn að stækka heiti vélarinnar svo það komi skýrt fram. Jafnframt þessu langar mig að biðja Morgunblaðið að birta öðru hverju leiðbeiningar til ungra fjölmiðlamanna og efla með þeim hætti skilning þeirra á augljós- um staðreyndum er varða tungutak og orðaval. Ég vona að sú flugufrétt reynist röng að væntanleg sé ný orða – heiðursmerki – sem nefnt verði „dobbelkross“ í samræmi við bókstaf- inn „dobbelju“. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Að synja eða hafna Frá Pétri Péturssyni Ljósmynd/Baldur Sveinsson SINNEPSGASSPRENGJURNAR sem fundust í hráefnisþró Sements- verksmiðjunnar komu upp með skeljasandi af botni Faxaflóa. Sá sem setti þessar sprengjur þarna á að fjarlægja þær. Það gengur ekki að vera með gereyðingarvopn grafin í sand hér úti í flóa. Við ákveðið jafnvægi sjávar- strauma og öldukrafta getur sandur safnast í hrúgu á botninum, hrúgan getur orðið það stór að úr verði eyja. Sable-eyja, sem er 120 sjómílur aust- an við Halifax N.S. Kanada, varð til á þennan hátt. Eyjan er þrjátíu kíló- metra löng og allt að tveggja kíló- metra breið og þrjátíu metra há, þarna er einhver illræmdasti skipa- kirkjugarður heimsins með meira en 200 þekktum flökum, alls er talið að þarna hafi strandað meira en 500 skip. Í Grænlendingasögu er sagt frá því þegar Leifur heppni var á leið frá Vínlandi og fann Þóri í skerinu, var þetta sker Sable-eyja? Ýmislegt bendir til að svo hafi getað verið. Á eynni vex gras og þar eru líka villtir hestar sem enginn veit hvaðan hafa komið, voru þeir um tvö hundruð talsins árið 1965, kynið er kallað Sable ponys og eru þeir álíka stórir og íslenski hesturinn, líta eins út og virðast ágætir reiðhestar eftir myndum að dæma. Eru þarna komnir afkomendur hesta Þóris eða annarra norrænna manna sem strandað hafa þarna. Í sögunni er getið um það að eig- um Þóris hafi verið bjargað úr skerinu en ekki minnst á hesta, hest- ar bjarga sér sjálfir á land úr strandi en erfiðara getur orðið að koma þeim aftur á skip. Hinn ötuli og Ameríku- vani umboðsmaður íslenska hestsins á nú bara að gera út leiðangur til Sable-eyjar og kanna þetta mál nán- ar. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Hestar Frá Gesti Gunnarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.