Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 41
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu
á hreint frábærum kjörum með beinu flugi næsta vor.
Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar sem
eru á heimavelli á söguslóðum, og bjóða spennandi
kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Njóttu lífsins og
kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og
menningu og einstöku
andrúmslofti og upplifðu
ævintýri næsta vor.
Vorið í
fegurstu borgum
Evrópu
frá kr. 25.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Kraká
– Pólland
25. mars
4 nætur
Ein fegursta perla Evrópu, stórkostlega
falleg borg og fegursta borg Póllands.
Hér er ótrúlega heillandi mannlíf innan
um aldagamlar byggingar, kirkjur,
kastala og söfn. Einstakt tækifæri í
beinu flugi til Kraká.
Verð kr. 36.950
Budapest
Apríl - maí
22., 25., 29. apríl
3. maí
Borg sem hefur heillað Íslendinga,
sem nú flykkjast til Budapest, enda
er hún fegurst á vorin og einstök
upplifun að sjá hana í blóma þegar
mannlífið er hvað fegurst á þessum
tíma árs. Glæsileg hótel í hjarta
Budapest.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest, 25. apríl.
Gildir frá sunnudegi til fimmtudags.
Prag
Mars - apríl
Fimmtud. og mánud.
3, 4 eða 7 nætur
Vinsælasti áfangastaður Íslendinga
sem hafa tekið ástfóstri við borgina.
Hún á engan sinn líka og auðvelt að
gleyma sér í þröngum götum sem
geyma aldagamla sögu og fegursta
bæjarstæði Evrópu.
Verð kr. 25.550
Flugsæti til Prag. M.v. brottför 15.
mars, með 8.000 kr. afslætti.
Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags.
Barcelona
3. apríl - 4 nætur
21. apríl - 4 nætur -
aukaflug
Töfrandi borg og vinsælasta borg
Spánar. Barrio gotico, gamli hlutinn er
einstakur og stórkostlegur tími til að
kynnast fegurð þessarar tískuborgar
Spánar. Úrvalshótel Heimsferða í
hjarta borgarinnar ásamt spennandi
kynnisferðum með fararstjórum
Heimsferða.
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Barcelona með sköttum.
Flugsæti fyrir fullorðinn með
sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu
hótel. Ekki innifalið: Forfallagjald,
kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá
flugvelli, kr. 1.800.
Sorrento
- Ítalía
12. maí
6 nætur – beint flug
Einn fegursti staður Ítalíu, sem sló í
gegn síðasta haust með beinu flugi
Heimsferða. Hér kynnist þú Napolí,
Sorrento, Amalfi ströndinni og eyjunni
Capri, ótrúlegri náttúrufegurð og
menningu sem unun er að dvelja í.
Kynnisferðir með fararstjórum
Heimsferða sem gjörþekkja þessar
slóðir.
Verð frá kr.39.950
Flugsæti til Napolí með sköttum.
Beint flug
HELGIN var annasöm
hjá lögreglu en ástandið
var þokkaleg þegar á
heildina litið. Alls voru
10 ökumenn grunaðir um ölvun við
akstur og níu teknir fyrir of hraðan
akstur. 48 umferðaróhöpp voru til-
kynnt þar sem eignatjón átti sér stað
og níu menn óku gegn rauðu ljósi.
Tilkynnt voru 15 innbrot og 22
þjófnaðir um helgina. Rétt fyrir kl. 8
á föstudagsmorgni var tilkynnt um
innbrot í bifreið í Stórholti, stolið var
veski og gullhring.
Grunur um amfetamín á manni
Um kl. 18:40 varð árekstur á
Hringbraut. Báðar bifreiðir voru
fjarlægðar með kranabíl af vett-
vangi. Klukkustund síðar varð um-
ferðaróhapp á Miklubraut, fjarlægja
þurfti bifreiðir með kranabíl af vett-
vangi, ökumenn beggja bifreiðanna
og farþegi annarrar bifreiðarinnar
voru fluttir á slysadeild með sjúkra-
bifreið.
Um kl. 2:30 aðfaranótt laugardags
veitti lögregla athygli manni sem
virtist taka við einhverjum hlut eða
afhenda. Framvísaði maðurinn ætl-
uðu amfetamíni við leit lögreglu. Um
kl. 4 stöðvaði lögregla bifreið
þekktra brotamanna. Við leit fannst
ætlað amfetamín á einum þeirra.
Um kl. 8 á laugardagsmorgunvar
bifreið stöðvuð og fundust ætluð
fíkniefni við leit á ökumanni og far-
þega. Þau voru handtekin og færð á
lögreglustöð þar sem nánari leit fór
fram. Skýrsla var tekin og af því
loknu voru þau frjáls ferða sinna.
Um kl. 14 lagði lögregla hald á
þrjár kannabisplöntur. Við nánari
leit fannst ætlað hass og amfetamín
á karlmanni og einnig var lagt hald á
tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Um
kvöldmatarleytið var tilkynnt um
mann undir áhrifum lyfja sem var
sestur undir stýri á bíl. Ökumaður
reyndist sviptur ökuréttindum og
einnig fundust ætluð fíkniefni í bif-
reiðinni. Leitað var einnig með fíkni-
efnahundi. Ökumaður var vistaður í
fangageymslu.
Um kl. 20:40 var tilkynnt um öku-
mann á jeppabifreið að aka í brekk-
unni þar sem krakkar eru að leika
sér á sleðum í Grafarvogi. Jeppinn
var farinn er lögreglu bar að. Um kl.
2:30 aðfaranótt mánudags var óskað
aðstoðar lögreglu. Þarna hafði
ókunnugur maður komið inn á heim-
ili tilkynnanda. Húsráðendur urðu
það hræddir að þeir flúðu út úr hús-
inu en maðurinn var einn eftir inni.
Við nánari athugun kom í ljós að
maðurinn sem var nokkuð ölvaður
hafði farið húsavillt og var honum
vísað út.
Úr dagbók lögreglu 16. til 19. janúar
Fíkniefnamál og innbrot
meðal verkefna
Á VEGUM Dansskóla Heiðars Ást-
valdssonar kemur salsapar til
landsins 23. janúar og ætlar að sýna
og kenna salsa. Dagana 23.–25. jan-
úar munu þau sýna dansinn víða á
skemmtistöðum og auk þess í
Kringlunni laugardaginn 24. jan-
úar. Þau mun síðan kenna salsa
dagana 26.–29. janúar og mun þá
Heiðar Ástvaldsson, Harpa Páls-
dóttir og Erla Haraldsdóttir að-
stoða við kennsluna, en þau þrjú
fóru í vetur til Kúbu og lærðu þar
salsa í Listaháskólanum í Havana.
Hér gefst Íslendingum tækifæri á
að kynnast salsa undir leiðsögn
kennara sem hafa áratuga reynslu
af danskennslu, segir í frétta-
tilkynningu.
Takmarkaður fjöldi kemst á
námskeiðin þar sem meðal annars
verður hafður sérhópur fyrir konur
eingöngu, sértímar fyrir börn og
unglinga. Innritun í þessi námskeið
fer fram daglega hjá Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar frá kl. 16–22
til sunnudagsins 25. janúar.
Sýna og
kenna
salsadansa
EFTIRFARANDI athugasemd hef-
ur borist frá Jóni Eysteinssyni,
sýslumanni í Keflavík:
„Í Morgunblaðinu 18. janúar sl.
birtist harðort bréf Hafsteins Odds-
sonar þar sem hann segir frá því að í
júlí árið 2000 hafi verið brotist inn á
heimili dóttur hans í Keflavík og allt
tekið er í íbúðinni var, þ.á m. munir í
eigu Hafsteins og konu hans. Málið
var kært til lögreglu 6. ágúst 2000,
en lögreglan „stakk kærunum undir
stól“. Hafsteinn heldur áfram og
vandar ekki embættinu kveðjurnar.
Málavextir eru þeir að dóttir Haf-
steins var í sambúð með manni sem
fórst af slysförum. Maðurinn var
þinglýstur eigandi íbúðar í Keflavík,
ásamt dóttur Hafsteins. Foreldrar
mannsins voru einu erfingjar hans
og lauk skiptum dánarbúsins í byrj-
un júlí 2000. Þau losuðu þá íbúðina,
en ágreiningur var á milli þeirra og
foreldra mannsins um tilteknar eign-
ir, sem dóttir Hafsteins eða Haf-
steinn töldu sig eiga. Kærðu þá Haf-
steinn og dóttir hans foreldra
mannsins til lögreglu. Skýrslur voru
teknar af aðilum málsins og málið
sent að lokinni rannsókn til Ríkis-
saksóknara til ákvörðunar. Ríkissak-
sóknari komst að þeirri niðurstöðu
„að ekki yrði um málshöfðun í op-
inberu máli að ræða vegna máls
þessa, en ófrágengin skipti kæranda
við erfingja dánarbúsins verði leidd
til lykta sem ágreiningur einkamála-
legs eðlis“. Hafsteinn og eiginkona
hans hafa áður kært embættisfærslu
mína í þessu máli til dómsmálaráðu-
neytisins og hefur þeim verið svarað
af hálfu ráðuneytisins, en í bréfi
ráðuneytisins til þeirra kemur fram
„að eigi séu efni til frekari aðgerða
og íhlutunar af þess hálfu vegna
málsins“.
Foreldrar mannsins sem lést hafa
ekki tekið þátt í opinberri umfjöllun
um þetta mál og mun sýslumaður
ekki ræða það frekar opinberlega.“
Athugasemd frá sýslu-
manninum í Keflavík
Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga-
félagi Íslands í Norræna húsinu
Í dag, þriðjudaginn 20. janúar kl.
12.05, heldur Kristín Ástgeirs-
dóttir sagnfræðingur fyrirlestur í
fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags
Íslands, Hvað er (um)heimur?
Fyrirlesturinn nefnist: „Þar sem
völdin eru, þar eru konurnar
ekki.“ Áhrif kvennaráðstefna
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Á tímabilinu 1975-1995 boðuðu
Sameinuðu þjóðirnar til fjögurra
heimsráðstefna um málefni
kvenna. Jafnframt var ákveðið að
árið 1975 yrði ár kvenna og ára-
tugurinn þar á eftir helgaður bar-
áttu fyrir bættum hag kvenna. Ís-
lenskar konur nýttu sér
kvennaárið til hins ýtrasta með
ráðstefnum og fundum og komust
í þrígang í heimsfréttirnar. Fyrst
þegar haldinn var stærsti úti-
fundur á Íslandi til þess tíma, á
degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október 1975, í annað sinn er Vig-
dís Finnbogadóttir var kjörin for-
seti og í þriðja sinn er kvenna-
listar hófu göngu sína að nýju.
Samfylkingin – fundur í Há-
skóla Íslands Dagana 20.–23.
janúar verða þingmenn Samfylk-
ingarinnar með fundi og á ferðinni
í Háskóla Íslands. Fundað verður
með fulltrúum allra deilda skólans
og Stúdentaráði Háskólans. Þess
á milli verða þingmennirnir á
kaffistofum skólans og ræða þar
málefni HÍ við nemendur og
kennara, kynna menntasókn Sam-
fylkingarinnar. Föstudaginn 23.
janúar kl. 12 verður opinn fundur
í Odda, undir yfirskriftinni:
Menntasókn eða skólagjöld, fjár-
svelti og fjöldatakmarkanir.
Ávörp flytja: Össur Skarphéð-
insson formaður Samfylking-
arinnar, fulltrúar Röskvu og
Vöku, ásamt fulltrúa félags há-
skólakennara. Einnig verður pall-
borð og fyrirspurnir úr sal. Fund-
arstjórar: Björgvin G. Sigurðsson
og Katrín Júlíusdóttir, þingmenn
Samfylkingarinnar.
Í DAG
Málbjörg heldur ungmenna-
kvöld sitt fyrir ungmenni á aldr-
inum 15-30 ára á morgun, mið-
vikudaginn 21. janúar. Hist verður
í keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 18.30
þar sem farið verður í keilu en
síðan verður pöntuð pizza og
spjallað. Á fundinum verður sér-
stakur gestur frá Englandi sem
nokkrir Íslendingar kynntust á
Ungmennafundi ELSA í Hollandi
sl. sumar. Upplýsingingar gefur
Árni Þór á netfanginu arnitb-
@isl.is
Á MORGUN
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri á gatnamótum
Flókagötu og Lönguhlíðar mánu-
daginn 19. janúar kl. 9:45. Þar rákust
á tvær fólksbifreiðir, Lada og Skoda.
Vitni að atvikinu, og þá sérstaklega
að því hver staða umferðarljósanna
við gatnamótin var þegar óhappið
varð, eru beðin um að hafa samband
við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
RANGLEGA var sagt í frásögn af
afhjúpun minnisvarða um Hannes
Hafstein ráðherra á Ísafirði um
helgina að athöfnin hefði hafist á
ávarpi Birnu Lárusdóttur. Hið rétta
er að hún hófst með ávarpi Ingu
Ólafsdóttur, formanns menningar-
nefndar Ísafjarðarbæjar. Sama villa
kom einnig fyrir í myndatexta þar
sem sagði að á myndinni mætti m.a.
sjá mætti Birnu Lárusdóttur. Hið
rétta er að þar var um að ræða Ingu
Ólafsdóttur. Eru viðkomandi beðnir
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
♦♦♦