Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÚSSAR hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku
fyrir Evrópumótið í handknattleik sem
hefst á fimmtudaginn því línumaðurinn
snjalli Dimitri Torgavanov er meiddur í hné
og getur ekki tekið þátt í mótinu.
Torgavanov, sem er 32 ára gamall sam-
herji Guðjóns Vals Sigurðssonar í Essen í
Þýskalandi, hefur um árabil verið lykilleik-
maður í liði Rússa en hann er annar leikja-
hæsti leikmaður landsliðsins með 202 leiki
og aðeins markvörðurinn Andrei Lavrov
sem hefur leikið fleiri – 295 leiki.
Rússar eru í riðli með Svíum, Svisslend-
ingum og Úkraínumönnum en lærisveinar
Vladimir Maximovs, hins gamalreynda
þjálfara Rússa, hefur gengið í undirbún-
ingsleikjum sínum fyrir Evrópumótið.
Torgavanov
ekki með
Rússum KVENNALIÐ ÍBV í handknattleik fær erfitt verkefnií 16 liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu en dregið
verður til þeirra í dag. Liðunum sextán hefur verið
skipt í tvo styrkleikahópa og er ÍBV í veikari hópn-
um. Í þeim efri eru þrjú þýsk lið, tvö frönsk, eitt
pólskt, eitt króatískt og eitt rúmenskt, og munu Eyja-
konur mæta einhverju þeirra.
Þessi lið eru í sterkari hópnum:
Salonastit Vranjic (Króatíu), Havre (Frakklandi),
Merignacais (Frakklandi), Nürnberg (Þýskalandi),
Dortmund (Þýskalandi), Leverkusen (Þýskalandi),
Vitaral Jelfa (Póllandi), Remin Deva (Rúmeníu).
Nürnberg, Dortmund og Remin Deva sátu öll hjá í 32
liða úrslitum keppninnar.
Þessi lið eru í veikari hópnum:
ÍBV, Altamura (Ítalíu), Colegio de Gaia (Portúgal),
Uni Ursus Cluj (Rúmeníu), Spono Nottwil (Sviss)
Anadolu (Tyrklandi), Eskisehir (Tyrklandi) og
Motor Zaporoshje (Úkraínu).
ÍBV fær erfiða
mótherja
GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson þjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik hefur valið þá leikmenn
sem skipa munu liðið á Evrópumeistaramótinu sem
hefst á fimmtudag í Slóveníu. Björgvin Gústavsson,
18 ára markvörður, fellur úr hópnum. Það verða
því 17 leikmenn í íslenska hópnum sem er þannig
skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson,
Kronau-Östringen, Reynir Reynisson, Víkingi.
Útileikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen,
Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener, Einar Örn Jóns-
son, SG Wallau Massenheim, Sigfús Sigurðsson,
Magdeburg, Róbert Sighvatsson, Wetzlar, Róbert
Gunnarsson, Aarhus, Dagur Sigurðsson, Begrenz,
Jaliesky Garcia, Göppingen, Snorri Steinn Guð-
jónsson, Grosswallstadt, Rúnar Sigtryggsson, Wall-
au Massenheim, Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar,
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real, Ragnar Óskarsson,
Dunkerque, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum og
Patrekur Jóhannesson, Bidasoa.
Björgvin féll úr
EM hópnum
KNATTSPYRNA
England
Newcastle - Fulham .................................3:1
Andrew O’Brien 4., Gary Speed 41., Laur-
ent Robert 54. - Sean Davis 74. - 50.104.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Tindastóll - KFÍ 111:95
Sauðárkrókur, úrvalsdeild karla, Inter-
sportdeild, mánudagur 19. janúar 2004.
Gangur leiksins: 2:4, 9:6, 13:10, 22:10,
22:21, 27:25, 29:29, 34:31, 50: 35, 53:43,
58:44, 62:47, 69:59, 79:63, 81:71, 87:77,
92:80, 101:84, 107:91, 111:95.
Stig Tindastóls: Nick Boyd 32, Svavar A.
Birgisson 20, David Sanders 16, Óli Barð-
dal Reynisson 12, Friðrik Hreinsson 8,
Clifton Cook 8, Axel Kárason 6, Helgi Rafn
Viggósson 6, Kristinn Friðriksson 3.
Fráköst: 33 í vörn - 12 í sókn.
Stig KFÍ: Pétur Már Sigurðsson 26, Fletc-
her Beuthvel 24, Troy Wiley 22, Ja Ja Bey
14, Haraldur Jóhannesson 7, Böðvar Sig-
urbjörnsson 2.
Fráköst: 34 í vörn - 9 í sókn.
Villur: Tindastóll 17 - KFÍ 23.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Björgvin Rúnarsson, dæmdu ágætlega.
Áhorfendur: 320.
Grindavík 12 11 1 1075:1003 22
Njarðvík 13 9 4 1224:1121 18
Keflavík 13 9 4 1281:1100 18
KR 13 9 4 1193:1121 18
Snæfell 12 9 3 1000:951 18
Haukar 13 7 6 1061:1041 14
Tindastóll 13 7 6 1230:1168 14
Hamar 13 7 6 1095:1101 14
Breiðablik 13 3 10 1048:1145 6
KFÍ 13 2 11 1192:1346 4
ÍR 13 2 11 1096:1219 4
Þór Þorl. 13 2 11 1068:1247 4
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Boston - San Antonio ......................... 92:109
Denver - Miami..................................... 88:80
Phoenix - Portland ............................... 96:92
Úrslit í gærkvöld:
New York - Toronto ..............................90:79
Philadelphia - Seattle............................81:90
Orlando -Milwaukee............................106:99
Detroit - San Antonio............................85:77
Staðan:
Atlantshafsriðill: New Jersey 21/17, Bost-
on 20/22, New York 19/24, Philadelphia 18/
22, Miami 16/24, Washington 11/28, Or-
lando 11/31.
Miðriðill: Indiana 31/11, Detroit 29/13,
New Orleans 23/17, Milwaukee 22/19, Tor-
onto 20/19, Cleveland 13/27, Chicago 12/28,
Atlanta 12/29.
Miðvesturriðill: Minnesota 26/12, San Ant-
onio 26/15, Dallas 24/16, Houston 23/16,
Denver 23/18, Utah 21/18, Memphis 21/18.
Kyrrahafsriðill: Sacramento 28/9, LA Lak-
ers 25/12, Seattle 20/19, LA Clippers 16/21,
Portland 16/22, Golden State 16/23,
Phoenix 14/26.
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: ÍS - UMFG................19.30
Í KVÖLD
STJÓRNARFORMANNI enska
úrvalsdeildarliðsins Leeds
United, Trevor Birch, var í dag
veittur sjö daga frestur til þess
að ljúka við endurfjármögnun
á félaginu sem skuldar yfir 10
milljarða kr. Ef það tekst ekki
munu þeir aðilar sem eiga inni
fé hjá félaginu óska eftir
greiðslustöðvun. Birch vonast
til þess að leikmenn liðsins taki
á sig 30% launalækkun en slík
aðgerð myndi minnka greiðslu-
byrði félagsins um 630 millj. kr.
á næstu fjórum mánuðum, en
forsvarsmenn liðsins telja að
slík aðgerð myndi duga til þess
að reka liðið fram á vor.
Fyrirliðinn Dominic Matteo
hefur þegar samþykkt slíka að-
gerð, sem og norski landsliðs-
maðurinn Eirik Bakke og Alan
Smith, framherji enska lands-
liðsins. Undanfarnar vikur
hafa borist margar fregnir af
viðræðum Leeds við fjársterka
aðila um kaup á liðinu en Birch
segir að staða liðsins sem
neðsta lið úrvalsdeildarinnar
fæli menn frá því að ræða við
Leeds. Ef liðið fellur í 1. deild
er talið að félagið verði af rúm-
lega 3 milljörðum kr. í tekjum.
Ef ekki rætist úr hjá Leeds á
næstu dögum munu bestu leik-
menn þess verða seldir, eins
Mark Viduka, Alan Smith og
markvörðinn Paul Robinson.
Danny Mills er sem stendur í
láni hjá Middlesbrough.
Leeds fær
viku frest
til viðbótar MASSIMO Moratti forseti ítalskaknattspyrnuliðsins Inter frá Míl-
anó sagði af sér embætti sínu í dag
ásamt fjórum öðrum úr stjórn liðs-
ins. Marco Tronchetti Provera,
Paolo Giulini, Angelo Mario Mor-
atti og Angelo Moratti gengu einn-
ig úr stjórn félagsins og lagði Mas-
simo til að Giacinto Facchetti
varaforseti liðsins myndi taka við
sem forseti. Frá þessu var greint á
AFP-fréttastofunni í gær en ekki
var getið um ástæðu þess að Mor-
atti og félagar hefðu hætt í stjórn-
inni.
Hinsvegar tapaði Inter á heima-
velli gegn Empoli, 1:0, um helgina
og var það þriðja tap liðsins í fjór-
um leikjum. Inter er í 5. sæti
deildarinnar sem stendur, 11 stig-
um á eftir efsta liðinu Roma. Inter
hefur ekki fagnað sigri í ítölsku
deildinni frá árinu 1989 og liðið er
nú þegar fallið úr keppni í Meist-
aradeild Evrópu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Moratti segir af sér forsetaemb-
ættinu en árið 1999 gerði hann
slíkt hið sama en sneri til baka
skömmu síðar enda með meiri-
hlutaeign í félaginu. Hann hefur
hug á því að halda í meirihluta
sinn í Inter, en hann hefur verið
forseti frá árinu 1995. Faðir hans,
Angelo Moratti, var einnig forseti
félagsins og fagnaði Evrópumeist-
aratitli sem slíkur árið 1960. Und-
anfarin ár hefur Moratti eytt gríð-
arlegu fé í kaup á leikmönnum og
má þar nefna Ronaldo, Christian
Vieri, Alvaro Recoba og Hernan
Crespo. En þessi kaup hafa ekki
borið árangur en Ronaldo og
Crespo eru horfnir á braut.
Moratti
sagði af
sér hjá
Inter
Heimamenn náðu góðri rispu íupphafi leiks og þegar þrjár
mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta
var staðan 22:10 og
tók Guðjón Þor-
steinsson, liðsstjóri
gestanna, leikhlé og
margefldir komu
þeir til leiks á ný. Þeir skoruðu ellefu
síðustu stigin án þess að heimamenn
fengju rönd við reist og við lok þessa
hluta skildi eitt stig, 22:21.
Í öðrum leikhluta hélst fyrst jafn-
ræði á milli liða og var sama hvaða
forskot heimamenn reyndu að skapa
sér, gestirnir söxuðu það jafnharðan
niður og jöfnuðu, en um miðjan leik-
hlutann náðu Tindastólsmenn loks
undirtökunum og staðan var 58:44 í
hálfleik.
Í síðari hálfleik hélt baráttan
áfram en nú héldu heimamenn gest-
unum í hæfilegri fjarlægð og var for-
ystan tíu til sextán stig, og lokatölur
leiksins 111:95.
Í báðum liðum hafa orðið allmiklar
breytingar frá því í haust, í Tinda-
stólsliðið er nú aftur kominn Svavar
Birgisson sem í haust lék með Þór
Þorlákshöfn, og nýr Bandaríkjamað-
ur, David Sanders, og sýndu báðir
ágætan leik og munu auka verulega
styrk liðsins. Sem dæmi má nefna að
hægt var að hafa Cook lengi á
bekknum í tveimur leikhlutum. Þá
komu Friðrik Hreinsson og Óli
Barðdal sterkir inn og áttu ágætan
leik.
Í liði KFÍ var Troy Wiley firna-
sterkur, en einnig áttu þeir Pétur
Már og Fletcher mjög góðan dag. Ja
Ja Bey var greinilega þreyttur en
átti samt góða spretti og Haraldur
Jóhannesson átti góðan síðasta leik-
hluta.
Guðjón Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KFÍ og liðsstjóri, var
býsna ánægður í leikslok þrátt fyrir
tapið. „Við vorum búnir að vera um
átta tíma á leiðinni þegar við komum
í hús hér á Króknum í kvöld, lögðum
af stað kl. 9:30 í morgun. Tindastóll
er einfaldlega með sterkara lið en við
og þess vegna náðum við ekki betri
úrslitum.
Við erum með nýja menn og Troy
á eftir að bæta verulega við sig og
einnig Bay. Við höfum verið í veru-
legum vandræðum með mannskap,
en nú erum við komnir aftur og eig-
um eftir að bíta frá okkur í vetur,“
sagði Guðjón.
Nýir menn í
sviðsljósinu
KFÍ á Ísafirði komst til leiks á Sauðárkróki í þriðju tilraun, og fór
leikurinn fram í gærkveldi. Í byrjun var jafnræði með liðunum, en
um miðjan leikhlutann tókst heimamönnum að ná forystunni og
héldu henni allt til loka. Fjórir bandarískir leikmenn léku sinn fyrsta
leik í gær, þrír í liði KFÍ og einn í liði Tindastóls, sem er nú í sjöunda
sæti úrvalsdeildar, Intersportdeildar, með 14 stig en KFÍ er í þriðja
neðsta sæti með 4 stig, líkt og ÍR og Þór frá Þorlákshöfn.
Björn
Björnsson
skrifar
Keflvíkingar héldu utan í gær-morgun, lentu í París um há-
degisbil að staðartíma og komu til
Dijon rúmlega fimm. Létt æfing var í
gærkvöldi og sagði Guðjón áður en
haldið var á hana að allir væru til-
búnir í slaginn. „Derric sneri sig að-
eins í Grindavík um daginn, en hann
er hörkunagli og það verður ekkert að
honum þegar í leikinn er komið,“
sagði Guðjón.
Hann sagðist svo sem ekki vita
mikið um lið Dijon. „Ég veit þó að
þetta er hávaxnasta liðið sem við höf-
um mætt, lægsti leikmaður þeirra er
1,87 þannig að ég held að við reynum
að hafa leikinn eins hraðan og við get-
um. Liðið var taplaust eftir fyrstu sex
umferðirnar í Frakklandi og var í 3.
sæti fyrir skömmu. Þeir hafa skipt ört
um miðherja að undanförnu og hafa
tapað síðustu fjórum leikjum og eru
nú komnir niður í níunda sæti, sem er
svipuð staða og Toulon-liðið er í.
Það er því engin ástæða til að bera
einhverja virðingu fyrir þessu liði
frekar en hinum liðunum sem við er-
um búnir að leika við. Leikmenn mín-
ir eru fullir sjálfstrausts eftir sigurinn
í Grindavík og það kemur sér alltaf
vel,“ sagði Guðjón.
Hann sagði mikilvægt að ná að
vinna í kvöld. „Þó ekki væri nema til
að spara aðeins því síðari leikur lið-
anna verður heima á föstudaginn og
ef til þriðja leiks kemur verður hann í
Dijon á miðvikudaginn. Það er algjör
óþarfi að fara þangað aftur,“ sagði
þjálfarinn.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, um leikinn í Dijon
„Við ætlum okkur
að komast áfram“
„VIÐ erum að sjálfsögðu ekki hættir í keppninni og alls ekki ragir
vegna þessa leiks. Við ætlum að koma þeim á óvart hérna úti og
vinna svo heima og komast þannig áfram,“ sagði Guðjón Skúlason,
þjálfari Keflvíkinga í körfuknattleik, en liðið mætir franska liðinu
Dijon í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppni Evrópu.
Í DAG var opnaður sérstakur vefur á www.
mbl.is sem er tileinkaður Evrópumeistara-
mótinu í handknattleik, sem hefst í Slóven-
íu á fimmtudag. Þar verða fréttir af gangi
mála í riðlakeppninni, ýmsar fréttir úr her-
búðum íslenska liðsins, úrslit leikja, dag-
skrá keppninnar auk dagbókar sem ís-
lensku landsliðsmennirnir munu rita.
EM-vefur á
www.mbl.is