Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 50
EKKERT lát er á framleiðslu
áhugaverðra og vandaðra sjón-
varpsmynda hjá stóru kapalsjón-
varpsstöðvunum vestanhafs, HBO,
Showtime o.fl. með þekktum Holly-
wood-stjörnum í aðalhlutverkum.
Í vikunni kemur út ný sjónvarps-
mynd sem vel er þessi virði að
kynna sér. Og Pancho Villa leikur
sjálfan sig (And Starring Pancho
Villa as Himself) er mynd byggð á
sannsögulegum atburðum frá 1914
þegar byltingarmaðurinn mexík-
óski Pancho Villa fékk kvikmynda-
framleiðendur í Hollywood til að
fjármagna uppreisn hans gegn her-
stjórninni gegn því að fá að fylgja
honum eftir og taka upp bíómynd
þar sem hann yrði sjálfur í aðal-
hlutverki og ljóslifandi hetja hvíta
tjaldsins. Útkoman varð grimmi-
legri en þeir í Hollywood höfðu
gert sér í hugarlund. Ekki nóg með
það heldur varð myndin ein sú
fyrsta í sögu kvikmyndanna til að
ná „fullri lengd“ eða 90 mínútum,
en fram að því höfðu flestar myndir
verið 40 mínútur að lengd.
Antonio Banderas leikur bylting-
arhetjuna goðsagnakenndu en með
önnur hlutverk í myndinni fara Al-
an Arkin, Jim Broadbent og Com
Feore. Leikstjóri er Ástralinn
Bruce Beresford sem m.a. gerði
Óskarsverðlaunamyndina Driving
Miss Daisy.
Fjölskyldubönd (It Runs in the
Family) er merkileg mynd fyrir
þær sakir að trúlega hafa aldrei
!
!
"#"$% !
"#"$% &
"
"#"$%
"#"$%
"#"$%
"#"$% !
!
"#"$%
"#"$% &
"
!
!
"#"$%
"#"$% &
"
'
"
(
'
"
(
(
(
'
"
(
)
"
(
'
"
(
(
'
"
'
"
'
"
)
"
'
"
(
(
"#
$
%& '( &
!)
!)
$ !*
+
,-
$
.
%
jafnmargir úr sömu fjölskyldu farið
með helstu hlutverk. Ekki nóg með
að hún skarti þeim feðgum Kirk og
Michael Douglas í hlutverki feðga
heldur er eiginkona Kirks og Mich-
aels leikin af Diane Douglas, sem í
reynd er móðir Michaels og fyrr-
verandi eiginkona Kirks. Þá er son-
ur Michaels einmitt leikinn af
Cameron Douglas, syni Michaels.
Geri aðrar fjölskyldur betur.
Stóru myndir vikunnar sem
detta inn á leigurnar eru svo nátt-
úrlega Pörupiltar 2 (Bad Boys 2) og
Brúsi almáttugur (Bruce Al-
mighty). Má þá einnig nefna
spennumyndina Doktor Svefn með
Goran Visnjic úr Bráðavaktinni.
Fjórar barna- og unglingamyndir
koma svo sterkar inn; gaman-
myndin Holur, S Club (7) myndin
Séð tvöfalt og teiknimyndirnar
Ólátabelgirnir í vestri (Rugrats Go
West) og Villt þyrniber (Wild
Thornberrys).
Tíu myndbönd koma á leigurnar í vikunni
Pancho Villa í Hollywood
skarpi@mbl.is
Þrjár kynslóðir Douglas-a í Fjöl-
skylduböndum.
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8. B.i. 12.Sýnd kl. 5.50 og 8.
Frábær rómantísk
gamanmynd með
ótrúlegum
leikkonum
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
HJ MBL
VG. DV
Yfir 80.000 gestir
Sýnd kl. 6 og 10.10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Með ísl. tali.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
kl. 6 og 10.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 80.000 gestir
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
VG. DV
Frábær rómantísk
gamanmyndmeð
ótrúlegumleikkonum
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15.
Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany
Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að
passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur
uppi peningalaus.
Með hinni frábæru Dakotu Fanning.
Kvikmyndir.com
HAYAO Miyazaki sýndi það með
Mononoke prinsessu – eða sýndi mér
það því það var fyrsta myndin sem ég
sá eftir þennan japanska teikni-
myndahöfund – að hann er í algjörum
sérflokki á sínu
sviði, að meðtöldum
öllum hans kolleg-
um í Hollywood.
Önnur eins tak-
markalaus hug-
myndaauðgi er
vandfundin í þess-
um kvikmynda-
heimi, beisluð af
ótrúlegri kunnátt-
usemi Miyazakis og hans hæfileika-
fólks. Enn sækir hann í japanska
þjóðsagnahefð eftir efnivið og vísun-
um og nú í sögu af hinni tíu ára gömlu
Chihiro sem uppgötvar rétt eins og
Lísa í Undralandi í sögu Lewis Carr-
olls undraveröld sem hún sogast inn í
og verður að örlagavaldi áður en hún
veit af. Foreldrar hennar umbreytast
í svín og til þess að komast hjá því að
fara sömu leið þarf hún aðeins að
muna nafnið sitt – sem er hægar sagt
en gert á þessum andans ævintýra-
slóðum þar sem fyrirfinnast fleiri
furðuverur en sést hafa í hreyfimynd.
Á vit andans hefur farið sigurför
um heiminn, var að mati margra
helstu gagnrýnenda á Vesturlöndum
ein besta mynd síðasta árs og skaut
teiknimyndum Disneys og Spielbergs
ref fyrir rass er hún fékk Óskarinn
sem besta teiknimyndin á síðasta ári.
Allt þetta átti hún þó skilið – og meira
til. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Ævintýri
gerast
enn
Á vit andans
(Sen to Chihiro no kamikakushi/
Spirited Away)
Teiknimynd
Japan 2001. Sammyndbönd VHS. Bönn-
uð innan 12 ára. (125 mín.) Leikstjórn
Hayao Miyazaki.
HINN fjörugi söngleikur Chicago
var frumsýndur í Borgarleikhúsinu
á sunnudag. Þar gera Sveinn Geirs-
son, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
og Jóhanna Vigdís Arnardóttir allt
fyrir frægðina í hlutverkum sínum
sem Billi Bé, Roxí og Elma. Verkið
er í leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Mikið er lagt í útlit sýning-
arinnar og glysið í fyrirrúmi.
Sigurjón Jóhannsson hannar leik-
mynd, Elín Edda Árnadóttir bún-
inga og tónlistarstjóri er Jón Ólafs-
son. Mikið er dansað í sýningunni
og spilar Íslenski dansflokkurinn
líka stórt hlutverk.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jóhann Gunnar, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, og kona hans,
Guðrún Kaldal, ásamt Eggerti Þorleifssyni leikara á frumsýningunni.
Morgunblaðið/ÞÖK
Leikararnir þakka áhorfendum fyrir sig að loknu uppklappi.
Fjör í Borgarleikhúsinu
Söngleikurinn Chicago frumsýndur
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið