Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 26

Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 26
LANDIÐ 26 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnir | Hafist verður handa við hafnargerð á Reyðarfirði í sept- ember í tengslum við álver, en það er stærsta einstaka framkvæmd Fjarðabyggðar á árinu upp á rúm- lega 447 milljónir króna. Endurbæta á höfnina hjá bræðslunni á Eskifirði og stækka höfnina í Neskaupstað. Frystigeymsla Síldarvinnslunnar er að draga að sér stærri og djúpristari skip til hafnar og því nauðsynlegt að auka rými í höfninni, dýpka hana og stækka. Leikskólar | Til stendur að byggja við leikskólann á Reyð- arfirði og er verið að hanna rúm- lega helmingsstækkun skólans. Það verk verður boðið út í apríl n.k. og á að vinnast á einu ári. Leikskólinn á Norðfirði annar ekki lengur eftirspurn og eru um 20 börn á biðlista. Bæjaryfirvöld eru að íhuga leiðir til að bregðast við þessum vanda og fer það væntanlega í vinnslu innan skamms. Umhverfismál | Árni Steinar Jó- hannsson, garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt, hefur verið ráð- inn til Fjarða- byggðar sem ráðgjafi í umhverfis- málum. Gera á ýmsar breyt- ingar, svo sem að ráða ekki nýjan garð- yrkjustjóra aftur eins og var. Sú þjónustu verður keypt að eftir þörfum. Árni Steinar er m.a. að skipuleggja það starf og huga að áherslum í bættri og breyttri umgengni í sveitarfélaginu, ásamt innri ásýnd þéttbýliskjarn- anna. Bæjarmál í Fjarðabyggð    Fráveita | Stöðugt er unnið að fráveitumálum í Fjarðabyggð og er verið að koma útrásum á sinn stað en eftir er að setja upp hreinsivirki. Bæjaryfirvöld ákváðu á sínum tíma að hinkra um stund- arsakir með þær framkvæmdir til að sjá hverju fram yndi í þróun hreinsivirkja. Fyrir liggur að leysa hreins- unarmál á næstu árum. Vestmannaeyjar | Menn frá Ís- lenskum aðalverktökum og arki- tektastofunni ARKÍS funduðu í vik- unni með umhverfisnefnd Austur-Héraðs. Kynntu þeir áform um byggingu íbúðahverfis á svoköll- uðu Votahvammslandi á Egils- stöðum, en þar standa nú hesthús sem bráðlega á að flytja burt. Áformin gera ráð fyrir 123 íbúðum alls, tíu í einbýlishúsum, 41 í par- og raðhúsum og 72 í fjölbýlishúsum. Er stefnt að undirbúningi bygginganna þegar í apríl næstkomandi. Íbúðir í stað hesthúsa Laxamýri | Mikil gróska er í tón- listarkennslunni í Hafralækj- arskóla en þar stunda um 50 nám í hljóðfæraleik af alls rúmlega 80 nemendum. Kennslan fer fram samhliða al- mennu námi í skólanum og fléttast tónlistin oft inn í hinar ýmsu námsgreinar og einnig hefur skól- inn sett upp marga söngleiki. Kennarar í tónlist eru þau Ro- bert og Juliet Faulkner sem hafa starfað við skólann hátt á annan áratug og víða er komið við þar sem hægt er að læra á flest al- menn hljóðfæri. Má þar nefna ým- iskonar blásturshljóðfæri, píanó, harmoniku, orgel, fiðlu, trommur og ótal margt fleira, en gítar- kennslu annast Pétur Ingólfsson sem kemur öðru hvoru í skólann. Þá má nefna afrísku ásláttar- hljóðfærin sem nemendur hafa lært á, þ.e. marimba, sem keypt voru frá Afríku og hafa nemendur spilað á þau opinberlega mjög víða og vakið mikla athygli. Almennt nám í tónlist og nám í hljóðfæraleik er talið hafa mikið gildi í þroska hvers nemanda og er fólk mjög ánægt með aðstöðu og kennslu í Hafralækjarskóla. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Tónlistarkennsla: Hafrún Kolbeinsdóttir við hljóðfærið ásamt Juliet Faulkn- er, en hún og Robert Faulkner hafa starfað á Hafralæk í meira en áratug. Gróska í tónlistinni Hvolsvöllur | Nú eru söguveislur og söngleikurinn um hetjuna Gunnar á Hlíðarenda í Sögusetrinu á Hvols- velli að fara í gang og að þessu sinni í samvinnu við Hótel Hvolsvöll. Und- anfarin þrjú ár hefur Njálusöngleik- urinn, sem „The Saga Singers“- sönghópurinn flytur, slegið í gegn bæði hér heima og erlendis. Söng- hópurinn hefur m.a. farið til Þýska- lands, Kanada, Bandaríkjanna, Ír- lands og fleiri landa þar sem söngleikurinn hefur verið sýndur við góðar undirtektir. Tónlistin er eftir Jón Laxdal og textarnir eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Sýningin er viðamikil og koma fram 3 einsöngvarar, 8 manna kór auk sögumanns, undirleikara og ljósa- og hljóðmanns. Nú verður boðið uppá þá nýjung að fólk getur keypt Sögupakka, þar sem boðið verður uppá Njáluferð, söngleik eða söguveislu auk gist- ingar á Hótel Hvolsvelli. Þá verður fyrirtækjum einnig boðið uppá að halda sögulegar árshátíðir í Setrinu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Njálusöngleikur: Atriði úr söngleiknum, fremstan má sjá Jón Smára Lárusson sem leikur Gunnar á Hlíðarenda. Söngleikur aftur á svið um he Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus *IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.