Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnir | Hafist verður handa við hafnargerð á Reyðarfirði í sept- ember í tengslum við álver, en það er stærsta einstaka framkvæmd Fjarðabyggðar á árinu upp á rúm- lega 447 milljónir króna. Endurbæta á höfnina hjá bræðslunni á Eskifirði og stækka höfnina í Neskaupstað. Frystigeymsla Síldarvinnslunnar er að draga að sér stærri og djúpristari skip til hafnar og því nauðsynlegt að auka rými í höfninni, dýpka hana og stækka. Leikskólar | Til stendur að byggja við leikskólann á Reyð- arfirði og er verið að hanna rúm- lega helmingsstækkun skólans. Það verk verður boðið út í apríl n.k. og á að vinnast á einu ári. Leikskólinn á Norðfirði annar ekki lengur eftirspurn og eru um 20 börn á biðlista. Bæjaryfirvöld eru að íhuga leiðir til að bregðast við þessum vanda og fer það væntanlega í vinnslu innan skamms. Umhverfismál | Árni Steinar Jó- hannsson, garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt, hefur verið ráð- inn til Fjarða- byggðar sem ráðgjafi í umhverfis- málum. Gera á ýmsar breyt- ingar, svo sem að ráða ekki nýjan garð- yrkjustjóra aftur eins og var. Sú þjónustu verður keypt að eftir þörfum. Árni Steinar er m.a. að skipuleggja það starf og huga að áherslum í bættri og breyttri umgengni í sveitarfélaginu, ásamt innri ásýnd þéttbýliskjarn- anna. Bæjarmál í Fjarðabyggð    Fráveita | Stöðugt er unnið að fráveitumálum í Fjarðabyggð og er verið að koma útrásum á sinn stað en eftir er að setja upp hreinsivirki. Bæjaryfirvöld ákváðu á sínum tíma að hinkra um stund- arsakir með þær framkvæmdir til að sjá hverju fram yndi í þróun hreinsivirkja. Fyrir liggur að leysa hreins- unarmál á næstu árum. Vestmannaeyjar | Menn frá Ís- lenskum aðalverktökum og arki- tektastofunni ARKÍS funduðu í vik- unni með umhverfisnefnd Austur-Héraðs. Kynntu þeir áform um byggingu íbúðahverfis á svoköll- uðu Votahvammslandi á Egils- stöðum, en þar standa nú hesthús sem bráðlega á að flytja burt. Áformin gera ráð fyrir 123 íbúðum alls, tíu í einbýlishúsum, 41 í par- og raðhúsum og 72 í fjölbýlishúsum. Er stefnt að undirbúningi bygginganna þegar í apríl næstkomandi. Íbúðir í stað hesthúsa Laxamýri | Mikil gróska er í tón- listarkennslunni í Hafralækj- arskóla en þar stunda um 50 nám í hljóðfæraleik af alls rúmlega 80 nemendum. Kennslan fer fram samhliða al- mennu námi í skólanum og fléttast tónlistin oft inn í hinar ýmsu námsgreinar og einnig hefur skól- inn sett upp marga söngleiki. Kennarar í tónlist eru þau Ro- bert og Juliet Faulkner sem hafa starfað við skólann hátt á annan áratug og víða er komið við þar sem hægt er að læra á flest al- menn hljóðfæri. Má þar nefna ým- iskonar blásturshljóðfæri, píanó, harmoniku, orgel, fiðlu, trommur og ótal margt fleira, en gítar- kennslu annast Pétur Ingólfsson sem kemur öðru hvoru í skólann. Þá má nefna afrísku ásláttar- hljóðfærin sem nemendur hafa lært á, þ.e. marimba, sem keypt voru frá Afríku og hafa nemendur spilað á þau opinberlega mjög víða og vakið mikla athygli. Almennt nám í tónlist og nám í hljóðfæraleik er talið hafa mikið gildi í þroska hvers nemanda og er fólk mjög ánægt með aðstöðu og kennslu í Hafralækjarskóla. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Tónlistarkennsla: Hafrún Kolbeinsdóttir við hljóðfærið ásamt Juliet Faulkn- er, en hún og Robert Faulkner hafa starfað á Hafralæk í meira en áratug. Gróska í tónlistinni Hvolsvöllur | Nú eru söguveislur og söngleikurinn um hetjuna Gunnar á Hlíðarenda í Sögusetrinu á Hvols- velli að fara í gang og að þessu sinni í samvinnu við Hótel Hvolsvöll. Und- anfarin þrjú ár hefur Njálusöngleik- urinn, sem „The Saga Singers“- sönghópurinn flytur, slegið í gegn bæði hér heima og erlendis. Söng- hópurinn hefur m.a. farið til Þýska- lands, Kanada, Bandaríkjanna, Ír- lands og fleiri landa þar sem söngleikurinn hefur verið sýndur við góðar undirtektir. Tónlistin er eftir Jón Laxdal og textarnir eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Sýningin er viðamikil og koma fram 3 einsöngvarar, 8 manna kór auk sögumanns, undirleikara og ljósa- og hljóðmanns. Nú verður boðið uppá þá nýjung að fólk getur keypt Sögupakka, þar sem boðið verður uppá Njáluferð, söngleik eða söguveislu auk gist- ingar á Hótel Hvolsvelli. Þá verður fyrirtækjum einnig boðið uppá að halda sögulegar árshátíðir í Setrinu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Njálusöngleikur: Atriði úr söngleiknum, fremstan má sjá Jón Smára Lárusson sem leikur Gunnar á Hlíðarenda. Söngleikur aftur á svið um he Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus *IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.